Leita í fréttum mbl.is

Kennararnir mínir/My teachers

Hilsen:

Glöggir lesendur, hafa eflaust tekið eftir því að bloggið er orðið meira "global", enda ástæða til. Margir af þeim sem hafa flutt frá kollegiium, vinir hafa kíkt af og til á síðuna mína og haft á orði að skemmtilegt væri að hafa hana á ensku, svona til að fylgjast með fréttum héðan frá stúdentagarðinum og fleira. Og náttúrulega af því að maður bregst við nýjum hugusunum og breytingum, þá setti ég það af stað og ritaði minn fyrsta pistil á ensku. Um er að ræða vini frá Slóvakíu, Póllandi, Malaysiu, Þýskalandi, Ungverjalandi og víðar að. Þannig að það má alveg búast við því að 1000 lesandinn detti inn á næstunni, enda jafnur stígandi í lestri bloggsins míns. Jamm og jæja.

Nú eins og fyrirsögnin segir til um þá langaði mig að fjalla aðeins um tvo sérstaka kennara sem kenna okkur. Ef við byrjum á fyrsta kennaranum, henni Lillian, þá er hún mjög sérstök. Við fyrstu kynni virkaði hún sem þessi týpíski kennari, fastur í teoríu og venjubundinni kennslu, en annað hefur komið á daginn. Lillian deilir með okkur hugsunum sínum um heimilislíf sitt, áhugamál sín, og einnig um garðrækt og fleira. Minnir mig reyndar á kennara einn sem kenndi mér í Hagaskóla á sínum tíma. Hann var náttúrulega rammpólitískur og þá til vinstir, enda yfirlýstur kommi. Hann kenndi okkur stærðfræði, en leiddist það oft og venjulega, þannig að hann skrapp oftast nær inn á bókasafn og náði í bækur eftir Böðvar Guðmundsson og fleiri vinstrihöfunda. Svo las hann fyrir okkur og oftast nær lá maður bara fram á borðið og svaf. Það er kannski þess vegna sem ég er ekki eldflaugasérfræðingur, enda var þetta ómeðvitað áróðursbragð hjá þessum kennara mínum.

Jamm og svo er það nýi kennarinn, hann Ole, hann er one of a kind, enda menntaður í bókmenntavísindum og sjálfmenntaður sem kerfisfræðingur og sitthvað fleira. Enda er hann ansi vel lesinn. Hann byrjaði sinn fyrsta tíma með því að láta okkur kryfja fegurð, og með sínum einstaka hætti, sem virka á mann eins og hann sé staddur á sviði að fara með texta eftir Shakespeare, þá dansar hann um stofuna, með sveiflum og "svífur" á menn og lætur þá svara einhverri spurningu. Lillian var reyndar búinn að "vara" okkur við honum, hann væri mjög sérstakur og mikill "pervert" í sér. Enda lýsti hann því yfir að hann myndi ekki kenna okkur í dag, föstudag, þar sem hann væri að fara til Amsterdam í Rauða hverfið, þetta sagði hann án þess að stökkva bros, og fjandakornið ég trúi honum alveg til þess. Enda sagði hann að hann vræi nýorðinn fimmtugur, og bætti svo við með leikrænum tilþrifum, því miður. Þau eru eiginlega eins og svart og hvítt, Lillian fræðir okkur um "þunglyndi" mannsins, sem veit fátt betra en að eyða ómældum tíma fyrir framan tölvuskjáinn, á meðan hún fer út og gengur, skrifar bréf til ráðherra og þingmanna og er mikill "aktivisti" tekur þátt í ráðstefnum og situr fram á nætur við að undirbúa sig fyrir kennsluna. Og þetta hefur skilað sér til okkar, sumir kunna við hana og aðrir ekki. Hún fékk reyndar lágt mat á svokölluðum matsdegi þar sem við áttum að skila inn mati á hverjum kennara fyrir sig, ónafngreint og fékk hún lægsta skorið og var frekar ósátt en hefur sótt sig í veðrið síðan.

Jamm, er eð horfa með öðru auganu á vali á tónlistarmönnum sem senda á í Júróvisjón, hjá dönum heitir þetta Grand Prix Eurovision. Þetta virðast vera keimlík lög, og oftast nær tvær píur og tveir gæjar og lögin svipuð að gæðum.

Jamm, það er kominn tími á slottara og ensku útgáfuna.

 

Hilsen from gilli:

In this blog I want to talk about my teacher, especially two, Lillian and Ole. Lillian has been teaching us since the first semester. Ole started teaching us this semester. At firs when Lillian was teaching us, I wasnt quite sure about her, she seemed kinda an ordinary teacher, and kinda stale, but after last semester she has kinda advanced, and I feel that I have learned quite a lot in classes with her. My opinion of her changed when I found out that she is very active in writing letters to politician concerning school matters and also political. And then she leads a very active family life, and in class she is sometimes telling us about her family life, and interests. She loves sci-fi movies, and Matrix is her favorite. Also she is rally into gardening, and likes to take walks in nature, to get inspired. On the other hand her husband is totally immersed in front of the computer and she has been telling us about these facts of her life.

Ole on the other hand is a guy in his fifties, he  recently turned fifty the other day, and with a characteristic way he told us with a sad face that  he had turned fifty. But on the other hand that wouldnt stop him from going to the Netherlands to make a visit to the Red Light district. This he said without grinning and I really believed that he would do it.

He is a very lively teacher, the classroom is his stage, he kinda dances around and asks straightforward answers, and tries to get some conversation ongoing. In his first class with us he wanted to know our views on beauty, and after that we really sank into the subject. His former education is in litterature science, and after some years in that he got bored and learned on his own programming  and turned his attention that field and has been teaching for 14 years. He is a special teacher, well read and very lively. Lillian had "warned" us about him, but I must admit  I kinda like his teaching methods, seriousness with humour.

Well, its friday and that means only one thing, slotts from Germany. 

Hi

Gilli 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband