16.3.2007 | 19:23
'I lok vikunnar/By the end of the week
Jæja, þá er vikan liðin. Verð að segja eins og er að maður er hálfpartinn feginn að það sé kominn föstudagur. Undanfarnir dagar hafa verið sólríkir, en meira um gluggaveður þegar út er komið. Vikan hefur verið hefðbundin, vinna í tölvuverinu, og svo inn á milli klippivinna hjá Lasse. Hvort tveggja gengið bara vel, og helgin verður notuð, vonandi, í það að uppfæra tölvuna, enda hefur tölvan mín smátt og smátt farið að taka á sig ímynd gamalmennis sem fer hægt yfir án göngugrindarinnar. Enda er hún ansi lengi að taka við sér þessa dagana, blessunin. Maður finnur fyrir því hversu háður maður er orðinn þessu "verkfæri", sem maður notar til vinnu og jafnframt samskipta, upplýsingaöflunar og svo almenn notkun. Ef þetta verkfæri hrynur, þá jafnast það á við "heimsenda" En allavegana, þá er kominn tími á allsherjar uppfærslu og hreinsun. Var svo heppinn að njóta aðstoðar Micha, sem er Pólverji og er að læra tölvufræði við skólann, og er ansi sleipur að finna út vanda varðandi tölvur. Eftir að hafa prófað hana var niðurstaðan þessi. Helv hann Bill Gates er náttúrulega algert séni að sjá til þess að þegar netþjónninn, IE5 ræður ekki við meira og öll gögn manns og fleira til eru geymd á netþjóninum, og sjálfur notar maður Mozilla, að þá getur maður lítið annað gert en sótt hjálp til Microsoft til að byrja upp á nýjan leik. Maður getur einfaldlega ekki bara hent út IE vegna þess að netþjónninn hægir vinnsluna. Því miður. Svona er lífið í Microsoft heiminum.
Annars hefur lítið markvert gerst undanfarna viku, athyglin hefur verið eitthvað takmörkuð, enda nóg að hugsa um. Er reyndar búinn að redda fjármálunum og nú er maður að leita logandi ljósi að vinnu í faginu. Kominn tími á það, enda maður smátt og smátt að afla sér góðrar þekkingar. Eitthvað virðist vera að rofa til í þeim efnum.
Helgin lofar ekki góðu veðurfarslega séð, spáð rigningu og skítaveðri og þegar heyrir maður það utandyra að það er farið að blása allhressilega. 'Agætt að nota helgina til að legga lokahönd á vefsíðuna sem maður er að endurhanna. Ætla ekki að gefa upp slóðina að þessarri vefsíðu fyrr en því er lokið.
En, best að ljúka þessu "kjaftæði" og hafa það náðugt í kvöld.
Hi from gilly:
Well finally the week is at its end. Thank god for Fridays. It is always so nice when fridays take over. This week has been traditional, working in the it-center, and then some editing work at the television station. In between my computer has decided to slow down in life, and take it easy loading up webpages. Why rush when the browser is from F..cking Bill Gates, and if you need to do something you have to rely on the drivers and everything from them to update and install again. So to prevent me from going back to the stone age, I am hopefully gonna use this weekend to work on my computer. It has been nervewracking not having a workable computer, considering the assignments awaiting to be worked on.
Well I have finally cleared out some bills so now I can "relax" and just focus on my education and also trying to find a job in my education and lately I have been applying for jobs and the have gotten positive feedback, so lets so how that goes.
It seems that this weekend is gonna be crappy with rain and some windy weather, so it is a good excuse to stay inside and work on webpages and other things that need to be done.
So I am gonna have a nice weekend and take some rest, I have earned it. Until later my friends.
Here are some pics from last weekend when the sun was shining and it felt like "summer".
Bye from Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2007 | 17:02
Þeir eru á leiðinni/They are coming
Hilsen:
Fyrir nokkrum áratugum síðan var gerð mynd sem hét Rússarnir koma og átti hún að endurspegla hræðslu manna við innrás Rússanna, þegar Kalda Stríðið var í hámarki og Rússagrýlan allsráðandi. Þetta var reyndar mjög fyndin mynd á sínum tíma, man ekki hverjir aðalleikararnir voru. Spurning hvort myndin verður nookurn tímann endurgerð.
'i dag lifum við í breyttum heimi, rússagrýlan og perestrojka eitthvað sem afkomendur okkar munu lesa um og spá í. Við afturámóti munum ef allt gengur eftir spá vísindamanna upplifa það að lifa með vélmennum, sem munu annast okkur á elliheimilum, framkvæma aðgerðir á okkur, og einnig þjóna okkur á heimilum okkar. Þetta munu vera vélmenni í fullri stærð, með lífrænt heilabú, sem eflaust styðst við heilasellum úr rottum. Það er talið að það þurfi í kringum 1000 sellur til að fljúga flughermi. Framtíðin býður einnig upp á það að nota lífrænt efni í tölvur framtíðarinnar, enda hluti af þróun sem þegar er hafin. Samhliða því sem við munum lifa í heimi með vélmennum þarf að setja lög og reglugerðir varðandi samskipti manna og vélmenna. Enda margar spurningar sem liggja uppi á borðinu, varðandi það hvernig hægt er að varðveita þær persónuupplýsingar sem vélmennin munu hafa um mennina. Og um leið hvernig hægt verður að koma í veg fyrir misnotkun.
Þegar eru uppi reglur varðandi samskipti vélmenna og manna, en þessar reglur koma úr bók Isaac Asimovs, Runaround frá 1942, en myndin I Robot með Will Smith byggði á þessarri bók og reglum þeim sem settar voru fram í bókinni:
Fyrsta regla: Vélmenni má aldrei skaða manneskju eða valda því að manneskja verði fyrir skaða.
Önnur regla: Vélmenni skal í einu og öllu hlýða manneskju, án þess að brjóta reglu 1.
Þriðja regla: Vélmenni má verja sig sjálft, svo lengi sem það brýtur ekki reglur 1 og 2.
Þegar hafa ríki eins og Bretland og Suður-Kórea ákveðið að setja lög um samskipti manna og vélmenna. Hvað varðar ríki eins og Suður-Kóreu, þá er þetta ekki neitt nýtt þar sem Suður-Kórea er eitt tæknivæddasta ríki jarðarkringlunnar, en að mati flestra muni það fljótt gerast innan næsta áratugs eða svo að vélmenni verði staðalbúnaður heimilanna. 'Arið 2020 verði flest heimili komin með vélmennaþjón, í kringum 2018 verði einföldustu aðgerðir á spítala framkvæmdar af vélmennum og stærstu þáttur vélmenna verði að sinna ellilífeyrisþegum. Miklu fjármagni er varið í að skapa vélmenni með vitsmunalega greind en enn sem komið er hafa þær rannsóknir litlu skilað. En framtíðin hvað varðar vélmenni er handan við hornið. Spurningin er hvort við munum lifa betra lífi með vélmenni sem nánast gerir allt fyrir okkur, og einnig hvort það muni skapast vélmennafíkn, ekki ósvipað net og tölvuleikjafíkninni sem öllu tröllríður þessa dagana. Það verður gaman að sjá.
Veit ekki hvort menn hafi sperrt eyrun varðandi eina þekktustu núlifandi persónu mannkynnssögunnar, persóna sem margir mundu annaðhvort vilja sjá aflífaða eða sett á stall sem tákngervingur fyrir afrek sín. En viðkomandi persóna afrekaði það á föstudaginn var að verða fimmtug, þrátt fyrir viðamikla leit að henni, eflaust ekki tengt fimmtugsafmælinu. Eru menn einhverju nær? Jú viðkomandi persóna heitir Osama Bin Laden, og hann varð fimmtugur á föstudaginn var, samkvæmt fréttamiðlum. Það var mönnum mikil til efs að hann hefði opið í hús í tilefni dagsins, og hvað þá að á gestalista hans væri að finna tvíeykið BushogBlair. En allavegana hvort sem hann er á lífi eður ei, þá er kallinn fimmtugur. Skyldi hann hafa sprengt nokkra sjálfsmorðssprengjur í tilefni dagsins? Hver veit?
Var ég búinn að minnast á skógana hérna? Að sjálfsögðu, endar eflaust með því að blogginu verður lokað vegna einhæfni. En í dag, sunnudag, var hið fínasta veður og ég ákvað eftir að hafa lesið nokkra kafla í business og gameplay að rölta niður á strönd. 'A hjóli er maður kominn innan við 10 mínútur en gangandi innan við hálftíma. 'A meðan ég rölti veitti ég því athygli að skyndilega hafði umferðin um skólasvæðið aukist til muna, enda skammt frá "laugardalsvöllur" Esbjergs og fyrsti stórleikurinn í fótbolta var í dag. Af þeim sökum voru allar hliðargötur smekkfullar af bílum, og á leiðinni mætti maður fullorðnum mönnum og drengjum með trefla og húfur í einkennislitum heimaliðsins. En þegar á ströndina var komið fékk maður sjávarloftið í æð og rölti um eins og flestir sem ekki eru þjakaðir af fótboltafári og naut útiverunnar. Eftirá ákvað ég að ganga aðra leið tilbaka, og rölti meðfram ströndinni í átt að hafnarsvæðinu og um tíma þegar ég rölti í gegnum eyðilega hafnarsvæðið fékk ég allt í einu þá tilfinningu að vera kominn til Grindavíkur, hef engar sérstakar taugar þangað, en hafnarsvæðið minnti mig einhvern veginn á það, yfirgefið og mannlaust. Og nú er maður kominn heim, sólin skín enn, hlýrra í dag en í gær og maður finnur að maður er nett þreyttur en endurnærður eftir gönguna. Nú tekur námsefnið við, enda hefur maður aðeins hummað það frameftir helginni, enda sunnudagar ágætir til að liggja yfir bókunum. Læt þetta nægja að sinni.
Hilsen
Hi from Gilly:
Today is a perfect day, went down to the beach, and while on the way, noticed that today is the start of the football season, and apparently I wasnt the only who noticed that, because the parking spaces and were scattered with cars, everywhere, even in the forest nearby the football stadium. But I just went straight to the beach, had a nice walk there, amongst other who were taking their dogs and kids for a stroll. A nice beach and worth the visit, mainly because of the statue that stands there.
When I came home I read about the future ahead of us. As we already know and have seen from various movies, we will soon enter the age when robots will be a part of our lifespan, in our homes as butlers, performing simple operations at the hospitals, and also looking after old people in nursery homes. This is not something that will happen after 50 years or more, in a shorter span, where we are talking about 2020 that robots will be a part of our everyday life cycle. Already nations like Britain and South Korea are pondering over setting laws and regulations that cover the ethics and laws of relationship between man and robot. For those who saw the movie, I Robot with Will Smith, then in a way that movie reflects how our future could be after a short while. Scientists are looking of the further prospect of using cells from rats brains to use in the brainsystem of the robot. Already it is a fact that 1000 cells can run a flightsimulator, so they are optimistic about using this option. Hence our computers will be activated in a biological way instead of computer chips, and there scientists are looking at the nanophysics in that aspect.
So the future is bright, and already in South Korea which is the most technical and advanced nation in the world has started process on putting laws in motion concerning the relationship between man and robot. It will be interesting to see what the future will be after 10 years or more. I kinda remember films like 1984 and I remember the fright of the millennium, when it was thought that all the computer systems would crash because of the change from 1999 to 2000. Alias nothing happened, and we are still alive, and we can still, well maybe, feel safe flying, the planes arent crashing, unless a certain individual doesnt plan something like 9/11.
But that someone person, actually had a birthday on last friday. He turned 50, and I guess he didnt send out a guest list, maybe the closest relatives showed up. I doubt that Bush and Blair were invited. Are you guys getting the hint here, yes of course, who else but Osama Bin Laden turned 50 years old. I wonder if he invited over some suicidebombers for a bang of their life? Who knows?
Well, time to study
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 17:17
Smashaðu það/Smash it
Laugardagur, smá gola, sólin í felum í skýjunum. Þægilegt að vera utandyra og ganga niður í miðbæ eftir umbúðaskiptin á heilsugæslunni. Er kominn heim, búinn að taka til heima eftir vikuna, allt vaðandi í pappírum, fötum og hinu og þessu. 'A bara eftir að skúra, þá er kominn helgarbragur á kotið.
Vikan er búin að vera erfið, kennararnir halda okkur vel við efnið, með smá hræðsluáróðri um væntanlega próf í júní. Er reyndar búinn að afla mér "inside info" um prófin og hvað verður tekið fyrir. Vona bara að það gangi eftir. Annars finnst mér bara orðið svo gaman að læra, maður er þvílíkt að bæta við sig, og áhuginn er síst að hverfa.
Svo er líka Lasse fyrir að þakka, framkvæmdastjóra FamilieKanalen, sem er með þeim jákvæðari mönnum sem ég hef fyrirhitt, opinn og hress. Þegar ég er að klippa eitthvað og er í vafa, þá segir hann einfaldlega að ég er klipparinn og þetta er mín ákvörðun. Og þannig hefur það gengið, og maður hefur smátt og smátt orðið betri fyrir vikið, treyst á sjálfan sig meir og meir.
Eins og kom fram í fyrri bloggpistli mínum, þá var ég eftir "vinnu" hjá FamilieKanalen í gær að horfa á Teenage Mutant Ninja nr 1og 2. Entist ekki í númer 3, enda hver myndin á fætur annarri líkari, nema í tvö var greinilega komið meira fjármagn, enda kominn ný leikkona fyrir þá sem lék í fyrstu myndinni og varð vinkona þeirra. Og meira áberandi í númer tvö hvað varðar sviðsmyndina sem er orðin meira áberandi. Fimmaurabrandararnir fjúka í öðru hverju myndskeiði, og mest tengdir Dominos pizzum. Maður gat hlegið að þessarri vitleysu, og í raun velt fyrir sér, hvað var maður að horfa á í kringum 1990 þegar þetta var framleitt.
Var reyndar frekar fyndið að vinir Lasse, sem eru strákar á milli tvítugs og þrítugs, voru svona týpískir danir hvað varðar hárgreiðslu og stæl. Reyndar eru þetta strákar sem tengjast kirkjusamtökunum sem reka familiekanalen. Einn þeirra hafði farið til Íslands í apríl á síðasta ári og gjörsamlega fallið fyrir öllum fjöllunum heima og þá sérstaklega hrifist af Selfossi. Ég fór að spyrja hann út í hvernig heimamenn hefðu tekið honum, og hann sagði að hann hefði eingöngu mætt jákvæðu og opnu fólki sem hefði viljað ræða við sig, en þessi drengur er trúboði og ferðast víða um til að boða trúna. 'Eg minntist þá á mormónana, sem maður hefði séð víða á Selfossi á hjólum, oftast næri spariklæddir, sama hvernig veðrið var, rigning, rok, snjókoma, allra veðra von, og þeir hjólandi. Hann horfði á mig og sagði svo ofur einfaldlega að hann væri einmitt mormóni. Það er ekki oft sem ég verð kjaftstopp, en þarna varð ég það. Hann sá það og sagði svo að innundir hefði hann verið í hlýjum klæðnaði, en þetta væri nú einusinni "uniformið" þeirra og lítið hægt að breyta því. Fyndið.
Nú er maður farinn að lesa Nyhedsavisen, enda hefur ekki sést tangur eða tetur af 24timer í skólanum, í staðinn eru komnir standar með fyrstnefnda blaðinu, og svo blöðunum MetroXpressen og Urban sem öll eru fríblöð. Rak augun í ansi áhugaverða frétt og tengist hún fyrirsögn þessa pistils.
Um er að ræða fyrirbæri, eða ný miðlunaraðferð til ungra krakka varðandi notkun á hassi. Eins og menn vita lesa unglingar á ákveðnum aldri ekki blöð, nema þá helst ef það er eitthvað sem tengist þeirra áhugamálum. Til að ná til unglinga sem misnota hass, hafa menn sett upp heimasíðuna www.smash.name en smash er samansett af orðunum sms og hash, eða hass, og þar með kemur þessi nafngift. Með smashi geta unglingar ráðgjöf varðandi að hætta hassnotkun eða að losna frá fíkninni alfarið. Þetta verkefni var sett af stað á síðasta ári og reynslan af því hefur skilað góðum árangri, og þó að það stoppi ekki alfarið hassreykingar þá hefur mælanlegur árangur lofað góðu, enda er þetta góðu stuðningur fyrir krakka sem eru orðin háð hassreykingum. Það sem í raun gerist er að stuðningsfulltrúar hjálpa krökkunum með sms að ná tökum á fíkninni, enda er sms aðal samskiptamáti unglinga í dag, og því nauðsynlegt að nota þeirra eigin miðla til að ná til þeirra. Þrátt fyrir að stofnkostnaðurinn hafi verið dýr er sem fyrr segir árangurinn smátt og smátt að koma í ljós.
Flott hjá Dönum, eitthvað sem menn heima gætu spáð í, í staðinn fyrir að reisa rándýr meðferðarheimili og hafa svo varla fjárráð eða mannskap til að reka þau með sóma. Spáið í það.
Svona að lokum fyrir aðdáendur Secondlife.com. Hér er heimasíða fyrirtækis sem hefur komið sér fyrir í secondlife, www.codenamedenmark.com, með rekstri næturklúbbs sem heitir Hype, og margir af fremstu dj-um spila þar. Einnig hafa þeir "reist" aðalstöðvar sínar þar á eyju sem þeir keyptu. Þeir sem stofnuðu þetta sáu strax tækifærið í secondlife.com og gegnum "bankann" á secondlife stofnsettu þeir fyrirtækið fyrir ári síðan og eru að skila methagnaði. Enda Ole, kennarinn minn voða hrifinn af þessu secondlife heimi.
Jamm, eigið notalega helgi. Eða eins og daninn segir, ha en god weekend. Ligemáde segi ég.
Hi from Gilly:
Was watching the films Teenage Mutant Ninja nr 1 and 2 at the familychannel yesterday, after I finished my work editing some programs for Lasse. A couple of his friends came to watch it and after a funny conversation with one of his friends who had traveled to Iceland, and really fell in love with our nature, and our MOUNTAINS, I managed to make a fool of myself when I was telling him about the mormons that usually rode on their bicycles in Selfoss, the maintown where I lived nearby. I found it always so funny to see them in suits, even though it was raining, snowing, windy, and sometimes all these elements, and still these mormons would go outside dressed like they were going to a business meeting. He looked at me and then said calmly that he was a mormon and he had actually gone to Iceland as a missionary. I couldnt say nothing, and then he smiled and said that usually they, that is the mormons would be wearing warm clothing underneath. Funny. I was reading in the danish newspaper about a new unusual way to reach to kids who are smoking hashish. To get to the kids they have set up a website called www.smash.name, and the word smash means actually sms and hashish and combined, voila, smash. With the use of smash they try to reach kids with sms messages who are having problems with either getting addicted or want to stay away from it. Those involved in this new methods, social helpers, say that this experiment which was started last year, 2006 has gone way above their expectations, and has helped many kids from quitting hash smoking. Even though it wont save all it is still a different way to reach kids, by their own channels, and the people involved say that smash is here to stay. Hopefully.
Well the week has been busy, in school, afterhours work at the FamilieKanal and then studying. Today I had a good walk downtown, and event hough it was a little bit windy it was nice.
I cleaned my room and now I am gonna just take it easy tonite, study and maybe check on the first floor, yes not the fourth floor, because the first floor is the popular one now, because of the majority of the polish people living there. There they are playing poker every saturday night and on regular days card games. Otherwise I am just gonna enjoy the weekend.
Bye for now
gilly
for those interested in secondlife.com, take a look at this site: www.codenamedenmark.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2007 | 18:08
Fastir liðir/Usual habits
Þá er kominn fimmtudagur, ef menn vita það ekki þegar. Oftast nær lengsti fimmtudagur vikunnar, í skólanum, þegar við erum í tíma með tveimur ágætiskennurum, Per og Peter. Hljómar eins og par, en reyndar eru þeir báðir ólíkir, hvað varðar kennslutaktík og útlit. Per, aðeins þybbinn, hálfsköllóttur, mikill skíðaáhugamaður og algert ljúfmenni að eiga við, alltaf tilbúinn að aðstoða, jafnvel Monu, en sumir kennara hafa gjörsamlega gefist upp á að kenna henni, að beita músinni, og almennt að nota tölvuna. Peter afturámóti, hávaxinn, dökkhærður, hálf ítalskur á að líta, brosmildur og húmoristi inn við beinið, alltaf tilbúinn til að ræða um námsefnið og stundum út fyir það. Kennsluaðferðir þeirra eru ólíkar eins og gefur að skilja, en báðum hefur þeim tekist að glæða áhuga minn á marketing og asp. Of langt að útskýra asp.net en svona í sem stystu máli, þá fjallar það um vefsíðugerð og gagnabanka.
Og svo er það Ole, sem, ég hef þegar minnst á, nýorðinn fimmtugur, og um daginn viðurkenndi hann að hann ætti von á barni. Sumir og sumar misstu kjálkann niður fyrir borðbrún, og hann Ole naut þess svo sannarlega að horfa á viðbrögð þeirra. Og ef maður dæmir viðbrögð þeirra, þá hafa þau fyrst og fremst einkennst af tvennu, annarsvegar að fólk á fimmtugsaldri eignast ekki börn og svo sú staðreynd að það karlmaður gangi með barn. En Ole er grínisti, og eftir að hafa "leiðrétt" frásögnina, kom í ljós að hann yrði ekki sá sem fegni grægðislega ást á ís og súkkulaði, kastaði upp í tíma og ótíma, og fengi skapofsaköst. Nei það ætlaði hann að eftirláta konunni sinni, hann afturámóti ætlaði að kynna sér fegurð bleyjunnar, og ýmissa hluta sem tengdust barnauppeldi.
En sem fyrr segir, Ole er svo sannarlega laukurinn í ávaxtakörfunni, allt sem hann segir og gerir er annarsvegar fræðandi, skemmtilegt og svo eru uppátækin svo skemmtileg. Um daginn vorum við að ræða litafegurð og form, og allt í einu viðurkenndi hann (hann er mikið fyrir það) að sér hefði alltaf langað til að taka eina Barbie dúkku, fylla hana af tómatsósu,ná sér í góðan sleggju og láta vaða. Og hann lét svo sannarlega vaða þegar hann lýsti þessu fyrir okkur, tókst allur á loft þegar hann lýsti framkvæmdinni. Ja hann Ole.
Og hún Mona. Já Mona hefur komið hér við sögu í bloggi mínu, veit ekki hvort ég hef nafngreint hana, kannski vísað til hennar sérstæðu mætingarskyldu á hverjum morgni. Þrátt fyrir að kennararnir hafi rætt um að koma seint innan 5 akademískra mínútna, þá þráast Mona eins og rjúpan við staurinn og mætir oftast nær klukkstund seinna, eða 20 mínútum seinna, og oftast nær "skokkar" inn með hliðartösku sína, rennir sér í sætið fremst og lætur eins og ekkert sé. Já hún Mona, sem er í "ástarsambandi" við Bill Gates, allt sem hann sendir frá sér þylur hún upp og nánast dýrkar. Mona þekkir ekki Mozilla, Linus eða Opera. Nei Mona þekkir aðeins Windows Wista, og Windows Works og svo Office Pakkann. Þegar maður er í "ástarsambandi" þá lítur maður ekki á neinn annan en "elskuna" sína. Ja hún Mona.
Og svo er það skógurinn. Af hverju eru ekki skógar á 'islandi? Jú það er Hallormsstaðaskógur. En hann er bara svo fjandi langt í burtu, að maður fer nú varla að keyra þangað til að hlusta á fuglasöng og gleyma sér á göngustígum, þræðandi hvern stíginn á fætur öðrum. Jú bíðið við það er Hljómskálagarðurinn, þar sem einhverjir framtakssamir vilja setja upp veitingastað til að lífga hann við, fá meira "fjölskyldufólk". Og er náttúrulega Grasagarðurinn í Laugardal. Meira man ég ekki í bili.
En allavegana þá er maður svo fallinn fyrir því að ganga um skógana hér á hverjum degi, annaðhvort í átt að heilsugæslunni, eða niður í FamilieKanal í vinnu. Aðdráttarflið felst ekki í gnægð af veitingastöðum með drykki, nei það felst í skóginum, hávaxin tré sem gnæfa yfir með hrafnahreiðrum hátt yfir höfði manns, tístandi smáfuglum, og öndum syndandi á nálægum polli. Og þessa dagana þegar dagurinn er farinn að lengja meir og meir, þá er þetta svo notalegt að geta rölt um skóginn, gleymt sér um stund fjarri hávaða og umferð. Notalegt.
Og að lokum. Helgin framundan og enn á ný "fjör" í Familiekanalen. 'A morgun ætlar "staffið" að hittast og glápa á einhverjar myndir, um skjaldbökur að mig minnir. Fer eftir skólann á morgun, klippi smá efni og svo um kvöldið hittist liðið og hefur það "hyggeligt".
Heyrumst.
Hi from gilly:
Well, the week has quickly passed here. It kinda flew by, with the assistance of my teachers, who newer cease to maeze me with their tactics and humour. Bot my teachers today, Per and Peter are a different set of breed, but both have managed to really get me interested in marketing and programming. Especially Per, who is the most tolerant and nice person. Even though he is a little bit shy, and easy going he manages to get you interested and motivated. Peter on the other hand is more pushing in a way, but still allowing us to go outside of the subject. Also he has a good sense of humour, and even though Melanie the french girl likes imitating his tactics in speaking, he just lets that pass and keeps on. Both are very likeable and have gained popularity for being straightforward and knowledgable.
And then the rooster in the henhouse. Ole, our communication and design teacher is one of kind. He managed to "shock" half the class when he announced that he was expecting a baby shortly. Of course he twisted it with his irony and the majority didnt know if they should laugh or cry. But then he released the fact that his wife was having their first baby, and he was looking forward to browsing through the diapers and checking out the kids department. He is one of a kind, and is really popular, becasue in his odd way of teaching us, with humour and also strict sense of work, he has managed to increase the interest of the subject. An always he comes up with funny "shockwaves" like the other day, when he confided in us that he had always wanted to take a Barbie doll, stuff it up with ketchup, take a hammer, and smash it. While describing this he jumped midway up into the air just to give the effect of smashing the barbie doll. One of a kind. Would have been good on youtube.com
I am in love, yes I am starting to behave like Ole, but unfortunately not with a living and breathing individual. No I am in love with the forests here, everyday I enjoy my walk to the clinic through the forest, listening after birdsongs, watching the ravens high up in the branches looking down on me from their nests. In the forest I gain solitude and a nice feeling walking through it, not being disinterupted and just enjoying the tranquility. The days are getting longer and the weather is getting warm and mild. In my heart I can feel the transfixation from winter to summer. It makes you lighter and more willing to be outside and enjoy the last rays of the sun, in the forest or just in nature. Like enjoying a good glas of redwine, maybe.
And tomorrow I am going to work at the FamilieKanalen, my second home at the moment, to edit some programs and then afterwards enjoy a evening with the staff of FamilieKanalen in watching some cartoons, called Turtles. So, my friends, enjoy your weekend, where ever you are.
Bye from Gilly.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 12:54
Kántríhátíð/Country festival
Hilsen:
Þá er vetri lokið, samkvæmt vetrardagatali Dana. Vetri lauk 1. mars s.l, og nú er framundan vorið með öllu sínu lífi. Þó verður að segjast eins og er, að undaförnu hefur lítið verið um vetrarhörkur að ræða, og á hverjum degi þegar ég geng í gegnum skóginn í átt að heilsugæslustöðinni í umbúðaskipti, að þar ríkir nánast vorstemmning. Hrafnar krunka og vappa um og tína sprek í hreiðurgerð, uglur gefa frá sér lágstemmd hljóð, smáfuglar hoppa á milli greina, og á tjörninni svífa mávar um og æfa fluglistir sínar innan um endurnar, sem þolinmóðar bíða eftir næsta foreldri með brauðpokann. 'A göngustígunum mætir maður andstuttum hlaupurum, pari á göngu, hjólreiða og vespumönnum. Skógurinn iðar af lífi og maður ósjálfrátt vaknar til vitundar um að senn styttist í sumarið, enda hefur þessi vetur verið mildur og um leið sparað mörgum dananum umtalsverðar upphæðir hvað varðar kyndingu húsa sinna.
Sjálfur er ég allur að koma til, orðinn betri með hverjum deginum, og gera hjúkkurnar ekki annað en að hrósa framförum mínum hvað varðar græðslu sársins. Inn á milli er maður svo með hugann við námið, og að undaförnu hef ég verið að hlaða af ónefndri síðu heilum bókunum niður, og síðast þegar ég taldi voru þær orðnar þetta 5 bækur. Og þetta eru engar smásögur, fyrsta bókin er 700 síður og hinar á milli 300-400 síður. Allar þessar bækur tengjast meira eða minna náminu, og það kemur sér alveg ótrúlega vel að geta hlaðið þetta niður, sparar heilmikinn pening á því. Þó mörgum finnist þægilegt að hafa bók á milli handanna, þá er þetta ekki verri kostur þar sem maður getur flakkað á milli kafla með músinni og þannig flýtt fyrir hvað varðar uppflettingu. Hér er um að ræða bækur varðandi vefsíðugerð, forritun, vidéoklippingu og síðasta bókin sem ég hlóð niður var um kóða fyrir Flash 8, eða actionscript, en þar er um að ræða að skrifa kóðann fyrir teikningu eða notkun á kvikmyndum í forritinu. Það er orðið ár og dagur síðan ég hef sest niður með góða bók í hendi sem fjallar ekki um námsefnið. Enda gefur maður sér varla tíma í það eins og er.
Nú, svona til að tengja fyrirsögnina við efnistök bloggsins, þá var ég í gær að skoða gamlar mini.dv spólur frá Kántríhátíðinni 2001, sem ég og skólafélagi minn, Ragnar Jónsson, hljóðupptökumaður skelltum okkur á. 'A þessarri Kántríhátíð var slegið aðsóknarmet, sem hefur síðan ekki verið slegið, og reyndar minnir mig að Kántríhátíðin eins og menn minnast hennar hafi endanlega verið slegin af í því formi sem hún var, og er núna smækkuð eftirmynd. En allavegana þá skelltum við okkur á Kántrihátíð með tvær mini-dv myndavélar og filmuðum alla hátíðina. Upphaflegi tilgangurinn var að reyna fyrir okkur í þessum geira, að gera heimildamynd um þessa hátíð, og um leið að selja hana til sýningar. Þetta var nú eitthvað endasleppt hjá okkur, báðir vorum við með frekar takmarkaða reynslu og hugmyndir um framkvæmd verksins og að mörgu leyti leið verkið fyrir það, að því er manni fannst eftir að hafa skoðað spólurnar á sínum tíma. En í gær var ég að skoða þetta efni og verð að segja eins og er að þar leynist ágætis efni, og þar sem þekking mín á klippingu er að aukast meir og meir, þá er þetta verðugt verkefni að vinna að þegar laus tími gefst inn á milli lærdóms. Þar að auki hefur fæðst ákveðin hugmynd varðandi ákveðin verkefni sem hægt er að vinna að, enda stendur til að læra meir um kvikmyndagerð á 3 önn, þannig að það er eins gott að byrja að pæla. Skrýtið samt að þegar við lögðum af stað á sínum tíma með þessa hugmynd um Kántríhátíðina að nú stendur þetta efni eitt og sér uppi sem heimild um skemmtilegustu hátíð sem sett hefur verið á laggirnar. Þannig að þrátt fyrir allt var þessi hugmynd ekki svo alslæm.
Hi from Gilly:
Well, now it seems that winter has expired here in Denmark. According to the calendar, 1st of March was the last day of winter, and funny enough winter seems to have taken a swerve away from Denmark. In general, the weather here has been mild and warm, and not even visible signs of winter colds or snow. Only once it has snowed here in Esbjerg, and even though we didnt experience the snow fiasko that the people of Copenhagen went through, we had some cold days here, but not many days in general.
Every day I walk through the forest on my way to the clinic, and it is a nice walk, because the forest is so much alive, with ravens hopping around, sampling up bits of branches for their nests, owls chirrping, people walking with their kids in strollers, marathon runners out of breath running past me, and in general on a good day, people enjoying the presence of the forest and its nature. This winter has been very good for the average dane who uses natural gas and oil to warm up their houses, because of the increase in temperature. It is thought that the average dane has saved around 2.500 dkr in heating up his house.
Reccently I have been downloading books from a website, in relationship to my education. In a way this has saved me a lot of money, because books like these range from 300-900 dkr if bougth. And even though many prefer to read a book in their hands, it is more comfortable to use the mosue to scroll through the pages to certain chapters. Handy in many ways. These books range from webdesigning, film editing, programming, and the latest one is about actionscript in animation.
Also I have been reviewing some mini-dv cassettes which content is about a country-festival that a schoolmate mine and me went to 2001 in Iceland. This was the most popular country festival ever sought, around 12.000 people came that year, and in a way me and my friend thought that we wanted to catch the spirit of the festival, and in general we managed that, but afterwards when the festival was over we had a hard time trying to find out what to do of all the material on the dv´s and also how to present the work. So the dv-s just gathered dust in my drawers until yesterday when I browsed through them in a mini-dv camera, and saw that the material is worth editing and making something of it. Also in that way, that since we filmed that festival, it has ceased to exist in that form, after changes. So in a way we have a document about a festival that was a success in its prime era. So maybe after all our goals finally came through , even though that we didnt have a special idea about what to set forth in the film when we filmed it at that time.
Well, time to go now, so until later my friends.
Hilsen
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2007 | 01:13
Iðinn við kolann/Busy
Hilsen:
Jæja, sæl verið þið. 'Eg geri ekki annað en að afsaka mig að undafrönu varðandi bloggskrifin mín, en stundum kemur það einfaldlega fyrir að maður er hlaðinn verkefnum. Og að undanförnu hafa vikurnar verið frekar stífar hvað verkefni varðar og ennig vinnu. Einhversstaðar í bloggi mínu minntist ég á það að þessi önn yrði fræðileg, en ég ét þau orð aftur, undanfarið hefur maður verið á kafi við verkefni í tengslum við námið. Samhliða þessu hef ég verið að vinna í tölvuveri skólans, og öll síðasta vika hjá mér var undirlögð af vinnu hjá Familie Kanal, þar sem ég hef eytt kvöldunum að undaförnu við klippingar á myndefni stöðvarinnar. Til stóð á sínum tíma áður en að aðgerðinni kom að ég myndi vinna þar sjálfboðaliðavinna hjá sjónvarpsstöðinni. Og að sjálfsögðu settu veikindin sitt mark á þá hugmynd, en nú er maður allur að koma til og farinn að hreyfa sig miklu meir, þannig að maðaur er kominn á fullt aftur. 'I kvöld var ég að aðstoða við upptökur á hæfileikakvöldi í Tobakken, sem er stærsti skemmtistaður Esbjergs, hús þetta var áður tóbaksverksverksmiðja en var breytt í skemmtistað. Umrætt hæfileikakvöld snerist að mestu leyti um söng og framkomu ungra krakka frá Esbjerg og verður að segja eins og er að þar leyndist margur hæfileikaríkur unglingurinn. En allavegana þá va rmanni fengin kvikmyndatökuvél í hendur og sagt að filma fólk og stemmningu og með þau skilaboð flakkaði ég um allt og náði að festa á mynd foreldra jafnt sem unglinga að skemmta sér á þessu hæfileikakvöldi. Þegar hæfileikakeppninni lauk var búnaðurinn tekinn saman, og þegar út var komið og búið að setja allt dótið í leigubíl mundu menn eftir því aðþetta umrætt kvöld myndi máninn fara á milli sólar og jarðar og verða eldrauður fyrir vikið. Og það stemmdi, þegar út var komið var máninn orðinn ansi rauðlitur. 'Eg beið ekki boðanna, kvaddi Lasse, Kirsten, Morten, Kamillu og Valon og hjólaði eins og óður maður heim. Þegar heim var komið hljóp ég inn, náði í stjörnukíkirinn minn og myndavél, setti upp stjörnukíkirinn á mettíma og náði að horfa á rauðleitan mánann í dágóða stund áður en skýjamistur huldi hann að lokum. Aðeins var hægt að sjá þetta yfir Danmörku þetta árið en ekki í Evrópu. Að ári liðnu mun verða hægt að upplifa þetta enn á ný. Að undafrönu hefur reikistjarnan Saturnus verið sýnileg eftir sólsetur í himinhvolfinu. Einnig hefur verið hægt að sjá þegar alþjóða geimstöðinn ISS fer yfir himinhvolfið. Þannig að nú er maður þreyttur og stífur eftir að hafa sveigt sig og beygt við myndatökuna, þannig að það er best að vinda sér upp í rúm og lesa nokkrar síður af námsefni mánudaginn.
Hilsen.
Hello my dear friends:
Sorry for not writing recently, but lately I have been busy at school, work and voluntary work for a Danish telvision station here. So I have hardly had any energy left to sit down and write some blog. But now at the moment there is less to do, and I also feel a obligation to write you my friends. I was talking to Martina the other day and she was asking me if I had forgotten to write in English.
As beforesaid, my time has been really narrowed, and I myself thought that this semester would merely be more theory but in fact it has turned out to be more to learn now at home and also heavier assignments, and since I had my operation I have been on the "speedway" to follow up with my classmates. And of course I need to work to not fall behind wit my bills so it has been a hectic time for a while.
Lately I have been learning the craft of filmediting, at the Danish Film station, Familie Kanalen, and that work is mostly based on voluntarily work, and tonight I was assisting them with filming a song competition at Tobakken, downtown in Esbjerg. It was a work for nearly 5 hours, filming and recording different film angles. But it went well and Lasse, the danish producer was very pleased with our work, so it seemed that all went well. But when we came out we remembered that on this special evening the moon would cross between the sun and earth and it would be red from the reflection of Earth. And it was so red, just like the planet Mars. I rushed home, put up my starbinoculars and got my camera ready and for an hour or so I was watching the fiery red Moon until it was covered with some clouds.
So now I am kinda beat, and I think I will turn in for the night, and read some material for school.
So until later my friends:
Bye from
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2007 | 22:18
Afsakið, hlé vegna bilunar
Hilsen:
langt síðan maður hefur sest niður og skrifað bloggið sitt. Eflaust hafa einhverjir saknað mín, vona það allavegana, og miða við lesendafjölda þá sýnist mér það. Og nú velta menn fyrir sér hverju valdi að ég hef ekki skrifað heillengi. Eða eins og skáldið sagði, eða var það heimsspekingurinn, fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar. Ekki það að ég sé kominn fram á grafarbakkann, langt fjarri því.
'Astæðan er þessi: Þegar maður lendir í veikindum, og getur ekki unnið fyrir sér í lengri tíma, þá gerist það að reikningar hlaðast upp og maður lendir í vanskilum. Þannig fór um internet reikninginn minn, enda var lokað hið snarasta fyrir tæpri viku síðan. 'Eg náði samt að borga reikninginn á föstudegi fyrir viku síðan, og þá tók við frekar heimskulegt kerfi. Ef maður borgar reikning hérna í sínum viðskiptabanka eða millifærir á einhvern reikning, þá tekur það 2-3 viðskiptadaga að skila sér til viðkomandi banka. Ekki eins og heima þar sem fyrirtæki nota rafræna greiðsluformið til hlítar. 'Onei ekki hér, enda lög sem banna slíkt. Nei í staðinn bíða menn í þessa 2-3 daga á meðan greiðslan fer í gegn. Og ef maður getur ekki beðið þá benda þeir, þ.e ekki bankinn heldur fyrirtækið sem maður á viðskipti við að faxa til þeirra greiðsluseðilinn. Ekki eins og heima þar sem bankinn faxar til viðskiptaðaaðilans. En svona er það í henni Danmörku.
En, semsagt ég er á lífi, sprækur og hef meira en nóg að gera eins og er. Mun blogga um það þegar færi gefst.
Hilsen
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 19:10
Beauty/To be continued
Hi fromGilly:
It was my meaning to discuss the subejct beauty, and as you can see, my blog is really long about that subject, so finally when I was finished with it, I was kinda done. So I am gonna write my thoughts on beauty, tomorrow, that is the 20th of february, for those interested. So stay, tuned.
Bye Gilly.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 19:05
Fegurð/Beauty
Hilsen:
Jæja, þá tekur alvaran við á nýjan leik, þ.e skólinn er byrjaður aftur eftir vetrarfríið. Náði reyndar að mæta ekki í dag, þurfti að sinna persónulegum og um leið fjárhagslegum málum, enda hafa veikindin sett verulegt strik í reikninginn. Er reyndar með tvö atvinnutilboð uppi í erminni, og Chris, pólskur vinur minn, sem reyndar á í sömu veikindum og ég, hann var skorinn upp viku áður á undan mér, skilur ekki hvernig mér tekst að verða mér úti um vinnu, þar sem vinir hans, pólskir þurfa að leggja fram CV og fleiri gögn. Hvað mig varðar, þá held ég að maður hafi eins og fyrr segir þetta "survivor instinct" í sér. Allavegana var þetta ánægjulegur dagur í dag, og eins og komið hefur fram í blogginu, þá hefur maður verið að deila við skattayfirvöld og í dag fékkst ánægjuleg niðurstaða, þannig að það hefur lést töluvert á áhyggjuvoginni. Þar að auki er ég að læra á "kerfið" og núna er ég að reyna að koma í gegn að ég fái sjúkradagpeninga á meðan ég leita mér að vinnu. Er orðinn nokkuð góður og er farinn að hreyfa mig miklu meir og get setið lengur við. Þannig að þetta er allt á batavegi.
Verð að viðurkenna að leti hefur hrjáð mig undanfarið, en þessi leti tilheyrir reyndar áhuga mínum á að lesa námsefnið og undirbúa mig fyrir prófin í júní, þannig að bloggið hefur aðeins liðið fyrir það. En svona til að deila með ykkur því sem tengist námsefninu þá langar mig til að setja á blað nokkrar staðreyndir um skilgreiningu á fegurð. Til þess að skilja fegurð verður maður að skilgreina orðið aesthetics, sem þýðir að mig minnir skynjun eða hinn sjónræni skilningur okkar á fegurð, viðbjóði, gaman, sætt, tilgerð, samræmi, leiðinlegt, skemmtanagildi og sorglegt.
Eins og þið sjáið spannar þetta ansi stóran skala. Tökum sem dæmi um skynjun okkar og viðbrögð, t.d sem við sýnum með andliti okkar. Okkur býður við að sjá skeggjaðan mann með súpu í skegginu, en að sama skapi er súpa ekki ógeðsleg á að líta. En tilfinningar okkar við að sjá hana í skegginu gefur annað til kynna og þar kemur til sögunnar okkar sjónræni skilningur.
Tökum sem dæmi list, hugtak sem margir hafa skoðun á, jafnmargar skoðanir og fjöldi allra listamanna.
Hvað köllum við list, hvernig skilgreinum við listina, fegurð hennar og eðli? Marga rbækur hafa verið skrifaðar um þetta efni og engin ein hefur enn komist að niðurstöðu um listina sem hugtak og gjörning. það er jafnvel spurning um hvort einhver einn getur kveðið upp dóm um hvað list er þar sem hún er síbreytileg og hefur breyst mikið frá því árdaga og enn er hún að breytast.
Hin eðlislæga skilgreining á list er að um er að ræða skapandi list, eða það sem flokkað er sem "fine art". Þar er átt við að notaðir eru hæfileikar til að koma á framfæri sköpunargáfu listamannsins og leið að vekja hjá áhorfandanum skynjun á hinum sjónræna þætti listarinnar og jafnframt vekja áhuga hans á vandaðri list í hvaða formi sem hún er.
Oft þegar list er notuð á hefðbundin hátt þannig að hún vekji sem minnsta athygli, þá vilja menn meina að um sé að ræða iðn, frekar en list, þrátt fyrir mótmæli þess efnis að slík líst eigi jafn mikinn rétt á sér eins hin göfuga list. Að sama skapi greinir menn á þegar list er framsett með það í huga að gera hana söluvæna og um leið að skapa henni frekari grundvöll sem framleiðsluvara. Þá vilja menn meina að listin er orðin frekar að hönnun en list. Þannig að eins og lesendur sjá er skilgreiningin á list ansi víðtæk.
Tökum sem dæmi leiklist. Þegar við horfum á leiksýningu um Hamlet, þá óneitanlega kemur upp sú spurning hversu mörg leikverk erum við að horfa á og hvernig eigum við að geta dæmt um hvort þeirra sé list eða ekki. Kannski er bara um ræða eitt leikverk, leiksýningin sjálf, þar sem margir hafa lagt hönd á plóginn, og þegar að leiksýningin hefur runnið sitt skeið á enda þá endi þar með sköpun listaverksins.
Kannski væri réttast að meta hvern og einn sem kemur að leiksýningunni út frá hans og hennar hæfileikum og það sem var lagt til með sér, og um leið búningana, jafnframt hverja setningu í verkinu? Að sama skapi myndi vandinn einnig eiga sér stað í tónlíst, kvikmyndum, og jafnvel málverkinu. 'A maður að dæma málverkið sjálft, eða listmálarann, eða framsetning listaverksins af hendi starfsmanna listasafnsins?
Um leið og þessum spurningum er velt upp þá kemur spurning um gildi listarinnar. Er hægt með listinni að öðlast einhverja sérþekkingu? Getur listin veitt mann innsæi í mannlega hegðun?
Að sama skapi kemur upp sú spurning hvort gildi listarinnar skipti meira máli fyrir listamanninn en gildi hennar fyrir alþýðuna? Er gildi listarinnar kannski meiri fyrir samfélagið, en gildi þess fyrir einstaklinginn?
Margar spurningar og fátt um svör. Eitt er þó víst og það er að list hefur sterka skírskotun í trúarlegum skilningi, enda hefur listin ætíð verið ráðandi innan kirkjunnar. En að sama skapi spyrja menn hver er munurinn á trúarlegri list miðað við trúarbrögð almennt.
Nú eru menn eflaust farnir að skrapa ansi djúpt í hársvörðinn og botna ekki neitt í neinu. En nú fröum við að koma að kjarna málsins.
Frá því seint á 17 öld og fram til vorra tíma átti sér stað frekar hæg framþróun á hinum sjónræna skilningi Vesturlanda á listaforminu, sem kallað er modernismi í dag. Breskir og þýskir hugsuðir skilgreindu fegurð sem lykilatriði listar og um leið upplifun á hinum sjónræna þætti hennar. Að sama skapi sáu þeir að fegurð listarinnar beindist að sjálfri sér í framsetningu.
'I því liggja vísindin að sjónræn upplifun er skynjun okkar á listinni og framsetningu hennar. Fegurð er því að sama skapi fullkomið tækifæri til að öðlast þekkingu með skynjun okkar á henni. Ef við horfum á rós, þá eru flestir ef allir ekki sama að hægt er að segja um hana " þessi rós er falleg" svo langt sem það nær.
Köfum nú aðeins dýpra í þetta án þess að sökkva of djúpt. Lítum á hinar sjónrænu listir, sem eru oftast nær tengt með sýnum, eða hinni sjónrænni skynjun listamannsins. Ef við horfum á málverk þá erum við um leið að samþykkja málverkið fyrir form þess og innihald og jafnvel skynjum við lykt, hljóð og snertingu ómeðvitað. Framsetning verksins getur vakið hjá okkur þessi sjónrænu skilaboð með innihaldi verksins.
Og ef við lítum í kring um okkur þá eru hin sjónrænu skilaboð svo víða áberandi í nútímasamfélagi. Þau birtast okkur sem, vegakort, auglýsingar (eða marketing), tónlist, sjónlistir, bókmenntir, matarlist, upplýsingatækni, iðnhönnun, borgarlíf(graffíti á veggjum, strætóskýlum og víðar) landslagshönnun og tískuhönnun. Innan allra þessarra geira eru mörg listform í gangi, sem vekja upp hjá okkur á ýmsan hátt sjónræna upplifun, annaðhvort með formi, hönnun, skynjun eða áþreifanlega tilfinningar, en allt á þetta sameiginlegt að innihalda hin mismunandi tákn fegurðargildis.
þar erum við kominn að kjarna þess að geta skilgreint sjónrænu skynjun okkar á fegurð. Tónskáldið Robert Schumann skilgreindi fegurð á tvennan hátt, náttúrulega og ljóðræn. Hin fyrri skilgreining liggur í fullkomnun náttúrunnar, að sama skapi sem hin síðari skilgreining er innra með manninum þegar hann sækir á skapandi hátt í náttúruna. Ljóðræni þátturinn tekur við þar sem náttúrulega fegurðin endar.
Eðlileg skilgreining á fegurð er í það sem er sjáanlegt og í fólki sem er gott. Heilbrigt epli lítur betur út en skemmt epli. Fólk sem er líkamlega hraust og vel útlítandi er flokkað sem líkamlega heilbrigt og fallegt og að sama skapi að búa yfir jákvæðum eiginleikum og um persónulegum hæfileikum.
Skilgreining okkar á persónu sem er falleg getur byggst á almennu viðhorfi eða á sjálfstæðri skoðun okkar, hvað varðar innri fegurð, sem byggjast á líkamlegum viðmiðum eins og persónuleika, greind, reisn, og fínleika, og að sama skapi byggt á hinni ytri fegurð sem afmarkast af , heilsu, æskufjöri, samsvörun á líkamsbyggingu, og útliti.
Til þess að meta ytri fegurð hafa menn notast við fegurðarsamkeppnir. Innri fegurð er þó erfiðara að meta, jafnvel þó umræddar fegurðarkeppnir hafa oft þóst geta metið slíkt hjá þáttakendum sínum. Tökum sem dæmi, Móðir Teresa, margir eru sammála um að hún hafi verið góð manneskja og að sama skapi haft fallegt hjartalag. Að sama skapi þegar Kleópötru er lýst sem fegurð alls þess sem fagurt er sýna peningar frá þessum tíma að hún hafi ekki beint verið andlitsfríð, með skarpa andlitsdrætti , þunnar varir og frekar teygt nef, útlit í dag sem þykir ekki fegurðarauki.
Það er kaldhæðni örlaganna að eitthvað sem telst gott, eins og fegurð hefur í för með sér fórnarkosti og erfiðleika. Fegurð sem slík setur ákveðinn staðal hvað varðar viðmiðun og það getur valdið óbeit og óánægju þegar eftir fegurðinni er sóst. Fegurð í hvaða formi sem hún er hefur örvað mannsandann í gegnum tíðina , en að sama skapi hefur ásóknin í fegurðina ýtt undir lýtalækningar og átröskun. Of mikil áhersla á hina líkamlegu fegurð getur grafið undan mikilvægi innri persónu okkar og að sama skapi orðið áþján sem veldur um leið ákveðinni ójöfnu í samfélagslegu tilliti.
Rannsóknaraðilar vilja meina t.d að myndarlegir stúdentar fái til dæmis betri einkunnir en venjulegir stúdentar. Myndarlegir sjúklingar fá meiri persónulegri og betri þjónustu hjá læknum . Einnig hafa kannanir sýnt að myndarlegri glæpamenn fá lægri dóma en þeir sem eru ekki eins andlitsfríðir.
Hvað varðar laun þá er það vísindalega sannað að fólk sem er ekki eins myndarleg fær lægri laun sem nemur 5-10% en sá myndarlegi sem er með 3-8% meira en sá ómyndarlegi.
Og til að slá botninn í þetta, þá er sú skilgreining á fallegu fólki ansi rík hvað varðar lífsstíls fallega fólksins í tísku, framkomu, mat,bílaeign, og húseignum. Þessir hópar eru oftar spegilmyndir hins ljúfa lífs og um leið setja ákveðin viðmið fyrir ríkidæmi margra aðila innan þessara geira, eins og fyrirsætur og leikara. Og um leið speglar almenningur sig í ríkidæmi fallega fólksins með draumum sínum og þrám.
Svona í lokin þá langar mig að benda ykkur á sem hafið náð að lesa ykkur í gegnum allan þennan texta, að ef menn vilja meta hversu "fallegir" eða aðlaðandi þeir eru útávið, þá geta menn kíkt á vefsíðu sem heitir www.hotornot.com. Þar er hægt að gefa einkunn fyrir hvert það andlit sem kemur fyrir og bera svo saman á eftir hvort mat okkar hafi verið í samræmi við annarra. Því að oftast nær er það þannig að það sem öðrum finnst fallegt, finnst okkur kannski ekki fallegt. Prufið þessa síðu.
Læt þetta nægja að sinni. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir um "list" sem menn vilja meina að sé "outsideart" og eigi ekki upp á pallborðið hjá hinum almenna listgagnrýnanda. Hægt er að skoða þessa list á www.rawvision.com
Hilsen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 14:13
Hugulsemi/Thoughtfulness
Hilsen:
Munið þið eftir karma? Ekki hljómsveitinni Karma frá Selfossi, heldur hinni búddiskri hugsun um að það góða sem þú gerir öðrum, mun skila sér tilbaka til þín margfalt. Maður uppsker eins og maður sáir, ekki satt?
Góð vinkona mín, sem les þessa "gáfulegu" pistla mína hvern dag, gefur sér tíma til þess þrátt fyrir mikið annríki við nám og vinnu, tók sig til og sendi mér pakka. Fékk tilkynningu í póstinum þess efnis að mín biði reyndar bréf, og þar sem "gamlar" syndir elta mann stöðugt, þá bjóst ég við að um væri að ræða eitthvert opinbert bréfið að heiman, sem tilkynnti manni að draumurinn væri úti, best að hypja sig heim og standa skil á gjöldum og syndum fyrri tíma, og sökkva sér enn á ný í hringiðu stressins, áhyggjur og heiladofinnar þjóðmálaumræðu. En ónei, þegar ég sótti bréfið, sem reyndist vera pakki að heiman, stóðst ég ekki mátið, og opnaði hann. Upp úr honum kom Vikan, Mannlíf, Séð og Heyrt, fersk blöð að heiman, og til að toppa þetta, Hraunbitar frá Góu og Appolo Lakkrís. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í mínu lífi, og það skal viðurkennast að það hefur hvarflað að manni að gefa þetta nám upp á bátinn,, snúa heim, játa mig sigraðan, og slökkva á mér á nýjan leik, og fljóta áfram stefnulaust eins og var um langan tíma. En eins og vinkona mín, sem hefur ferðast með mér víða veit og þekkir, þá get ég verið þrjóskari en fjandinn sjálfur, og er ekki tilbúinn til að játa mig sigraðan, þrátt fyrir veikindi og atvinnuleysi. Frekar spýti ég í hnefana og læt mig hafa það og böðlast áfram í þessu námi.
'Imyndið ykkur ef allir hugsuðu neikvætt, það yrði engu komið í verk, engin sköpun ætti sér stað, engar athafnir yrðu framkvæmdar, ef menn létu slíkt standa í vegi fyrir sér. Tek sem dæmi þær neikvæðu hugsanir sem ég hef orðið að ýta til hliðar:
1. 'Eg er alltof gamall
2. Þetta nám er ekki fyrir mig
3. 'Eg get ekki búið á stúdentagarði með yngra fólki en ég sjálfur
4. 'Eg vil ekki læra dönsku
Þetta eru bara örfá dæmi um hvað hefur stundum farið um huga minn, og með ákveðinni "sálfræði" og heilbrigðri skynsemi sem maður hefur ýtt þessu til hliðar. Ef ég hefði hugsað svona, þá hefði þetta ekki gerst:
1. 'Eg hef eignast marga góða vini
2. 'Eg hef öðlast trú á sjálfum mér, sem skapandi einstaklingi
3. 'Eg hef kynnst fólki frá mörgum löndum og viðhorfum þeirra.
4. Með því að læra dönsku hef ég ákveðið forskot og hæfni sem mun nýtast mér þegar námi lýkur.
Þetta og margt annað hefur einnig sýnt mér það að ég hef lært heilmikið um sjálfsbjargarviðleitni, að standa á eigin fótum og kynnast af eigin raun þess að vera fjarri heimalandinu o göllu því sem er kærast þar.
En um leið kemst maður að því hverjir eru vinir manns, þeir vita það sem lesa þessa pistla mína, og hinir sem hafa veitt mér stuðning, það er á slíkum stundum sem maður veit hverjir eru vinir manns.
Það er miklu meiri auðæfi en peningur í banka, að eiga góða vini og rækta þá. Vináttu er ekki hægt að verðleggja, góð vinátta er miklu meiri ávöxtun sem skilar sér á löngum tíma, með skilningi, umburðarlyndi og umfram allt virðingu.
Þannig að þegar maður fær svona pakka að heiman, þá er ekki laust við að slíkt færi mann heim sanninn um það er einhver sem hugsar til manns, og fyrir þá hugsun fær viðkomandi ástarþakkir fyrir.
Takk fyrir Inga mín.
Hi from Gilli
A good friend of mine in Iceland, with whom I have traveled with to Central America and the Faroes Islands, decided to surprise me in a nice and thoughtful way. She sent me a package, and when I picked up the package this morning at the postoffice, I was truly surprised, because in the package were magazines from Iceland and candy. For the last weeks or so I havent been feeling well as many of my blogreaders know, and to receive a package like this, and the thought behind it made me really go tender, for the thoughtfulness of this friend of mine. It can sometimes happen that when we are down and not feeling very positive about ourselves and our ongoing things in life, that when a gesture like this happens that we gain a new meaning of friendship and having a good friend matters more than having heaps of money.
As we all know, money cant buy you a true and everlasting friendship. It can maybe draw people to you, but in overall to have a good friend, whom you have known for a long while and gotten to know him or her and their qualities and personalities, counts more in that way. And also to "invest" into a friend and a relationship for many years brings back more in the way of understanding, respect and above all, a true and meaningful friendship that has survived years of getting to know each others "quirks and antics" I think that matters. It is a known fact that when we have some personal crisis in our lives, that is then when we know who are our friends in time of need.
So, today I am richer than I was yesterday, of knowing my friend from home, and also her gesture has lifted my day and made it more pleasant today. A little karma that will later on aspire back to her, multiplied. Think about it.
Bye from Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 63413
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar