Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

Island er landid---------i fjarlægd

Sæl verid tid.

Tetta mun vera i 3 skiptid sem eg skrifa tessa færslu og ekki eins og hun var tegar eg byrjadi a henni upphaflega. Astædan er einfaldlega su ad, tad er ad segja ef tessi færsla sleppur i gegn, ad eg er inni a skolasvædi, sem virdist loka a svona færslur. En latum vada og sjaum til. Nenni varla ad skrifa allan textann en latum vada samt. Kannski verdur textinn bara betri, ekki osvipad skaldsogu.

Bonusfedgar, Karahnjukar, vedrid, efnahagslifid, matvælaverd, allt er tetta ad baki ad sinni. Og menn spyrja sig væntanlega hvernig standi a tvi. Ju, pistlahofundur er sestur a bekk med samnemendum sem eru helmingi yngri en hann, en hafa samt verulega goda reynslu ad baki. Akvad loksins ad segja skilid vi hinn tronga umheim Islands og drifa mig i nam i margmidlunarhonnun. Verd ad segja ad valid a skola og umhverif hafir verid harrett, er vid nam i Esbjer og enn sem komid er eg med breitt sultubros allan hringinn. Lenti i bekkmed frabærum nemendum, sem eru ekkert ad fitja upp a nefid to inna milli seu einstaklingar eldri en tvævetra. Og svo til ad krydda tilveruna eru 3 islendingar til stadar, eg og tvær mommur asamt fylgihlutum, monnum og bornum. Hittumst oll i fyrsta skiptid i gær og gafum stuttlega lysingu a okkur. Oll erum vid med mismunandi bakgrunn, en flest okkar eiga tad sameiginlegt ad hafa mikinn ahuga a ad læra margmidlunarhonnun.

Kom til Esbjerg a tridjudegi eftir ad hafa ferdast i triggja tima lestarferd med tosku sem var farinn minna mig a likkistu frekar en ferdatosku. Vid litlar vinsældir trod eg mer farm i fremsta fartegatil og eftir ad hafa setid um dagoda stund var eg rekinn burtu tar sem sætid var fratekid. I ljos koma ad eg hafdi tekid " ranga " lest, tannig ad eg missti af fratekna sætinu sem eg hafdi greitt fyrir. Tad kom to ekki ad sok, tar sem eg settist nidur a milli tveggja kynslodabila, par a fimmtugsaldri sem var a leidinni heim eftir ad hafa heimsott barnabornin, og svo astleitid par sem gat ekki lifad af an tess ad snerta hvort annad, kyssast og syna hvort odru astarhot. Eg afturamoti leid eins og David Attenborough, ad fylgjast med "the human species". Loksins rann lestin inn til Esbjerg og eftir ad hafa reddad ser gistingu var kvoldid tekid med rolegheitum. Hitti fyrir Ira sem vissi ekkert betra en ad bua i Danmorku tar sem bjorinn er odyr.

Læt tetta nægja ad sinni, ætla d henda tessu inn og sja hvad gerist.


14-2

Jæja kæru lesendur:

Afsakið að hafa ekki heyrt í mér, en ég hefði aldrei trúað því að sú aðgerð að flytja af landi brott tæki svona mikla orku, tíma, og og pælingar væri jafn krefjandi. En þetta er víst staðreynd segja þeir sem þekkja til af eigin reynslu. En brátt fer að sjá fyrir endann á þessu streði. Það þarf að líta í mörg honr, og þeim fer senn að fækka hornunum. En bara þessi reynsla hefur sýnt manni hvers maður er megnugur þegar kemur að þessu svokallaða survivor instinct. Reynslan hefur kennt manni að vera útsjónarsamur, nýta allar leiðir. Má sem dæmi nefna, að í staðinn fyrir að auglýsa íblöðunum, að nýta sér ókeypis auglýsingavefi, útbúa sínar eign auglýsingar og svo einnig að þegar til kemur að flytja, þá er um að gera að skera sem mest niður, fleygja öllu "junkinu" sem safnast hefur í gegnum áranna rás. Síðan kemur þessi félagslega reynsla, að kynna sér hvaða réttindi maður hefur í því landi sem flutt er til. Þetta er heilmikil pappírsvinna og krefst mikils skipulags að halda utan um slíkt. Og svo kemur að tilfinningaþættinum, það eru vinir manns og vandamenn, sem hafa reynst  vera bestu stuðningsmenn og ráðgjafar. Þessu kemst maður ætíð að þegar á reynir og þá veit maður hverjir eru vinir manns og hverjir ekki. Jæja, en tími minn er takmarkaður, læt þetta nægja að sinni. Næsta færsla mun koma úr Kóngsins Kaupmannahöfn.

 


Hvar er fuglaveikin?

Sæl verið þið:

Munið þið eftir hamagangnum í vor, þegar fulgaveikin var helsta topic-ið, menn þorðu varla að far lengur niður á Tjörn með ungviðið, dauðskelkaðir um að smitast af fuglaveikinni af einhverri öndinni, í hverjum fréttatíma Stöðvar 2 var fjallað um fulgaveikina eins og hún væri að bresta á þá og þegar. Jafnvel helgasta helgihaldið, páskarnir voru smitaðir af þessarri umræðu. Um tíma leið manni eins og maður væri staddur í þeirri sögufrægu mynd Hitchcocks, Birds, þar sem aðalleikarinn var hundeltur af fuglum. Þetta var farið að nálgast það æði og eiginlega komist næst heiti annarrar myndar eftir hann, sem mig minnir að hafi heitið Frenzy.  Og nú er allt fallið í dúnalogn, engir banvænir fuglar ógna tilveru okkar og barna ekki lengur, jafnvel umræðan um þennan faraldur er dottin niður. Nú er hinsvegar nýjasta umræðna, nýjasta útspil, Al-Kaida, það að senn fer ekki orðið lengur hægt að ferðast með flugvélum, nema í þeim fötum sem maður stendur í. Nú má ekki lengur ferðast með vökva með sér, fartölvur, síma eða nokkur rafmagnstæki yfirleitt. Heimur versnandi fer, stríðið í 'Irak er bara tortíming og annað Víetnam Bandarríkjamanna, leitin að Bin Laden er dottin upp fyrir, minnugur orða Bush sem í Texas stíl hótaði því, we will track him down, og síðan ekki söguna meir. Maður fer að halda að Bandarríkjamenn haldi lífi í Bin Laden, svo hægt sé að réttlæta þetta tilgangslausa stríð gegn hryðjuverkum, sem er ekki hægt að útrýma með endalausum sprengingum og skæruhernaði, hryðjuverkamennirnir eru greinilega snjallari en allur her bandarríkjamanna, því að þeir bara endurnýja sig í hvert skipti með nýjum uppákomum. Þetta er eins og fuglaflensan, hún er svona banvæn um tíma á síðum fjölmiðlanna, og síðan ekki meir. Minni á hugtök eins og Ebola, AIDS og  Tsunami, hvar eru þessi orð núna? Núna er það  Islam, Pakistan, og London. Spáið í þetta.

'Eg ætlaði vist að fjalla meir um Færeyinga og upplifun  mína af þeim og þeim einstaklingum sem ég kynntist þar. Þar sem tími minn er þessa dagana tengdur flutningnum til Danmerkur þá hefur bloggið liðið svolítið fyrir það. Bæti úr því

Bless


Magnaður Magni

Jæja:

Þá er maður kominn inn í íslenskan raunveruleika, en það mun standa stutt þar sem ég er að leggja grunninn að því að flytja til Danmerkur og leggja stund á margmiðlunarnám næstu tvö ár eða svo. Er eiginlega búinn að fá upp í kok,íslenskt samfélag, svona í skömmtum, það er ágætt að búa hérna og allt það, en maður er farinn að verða alltaf þröngsýnn. Því er nauðsynlegt að víkka sjóndeildarhringinn og skoða nýja siði og venjur. Mun þó halda áfram að pára þetta tilgagnslausa blogg mitt, til  minna þöglu aðdáenda, sem geta ekki á sér heilum tekið ef þeir fá ekki eitthvað tilgangslaust kjaftæði frá mér og fleirum.

Jæja, þetta fer að verða Magnað með hann Magna. Hann er að standa sig alveg frábærlega, tekur ekki þátt í þessum hanaslag, virðist frekar vera vinur allra og tilbúinn til að aðstoða hina keppendurna. Vinnur örugglega fullt af stigum út  á þetta og svo síðasta útspilið þegar konan hans og sonur hlýddu á hann syngja í síðasta þætti. 'Afram Magny, eins og þáttastjórnandinn kallar hann.

Og að lokum, hvar eru íslensku mótmælendurnir sem eiga að vera mótmæla eyðileggingu landsins við Kárahnjúka,  hvað er verið að draga einhverja útlendinga  upp á heiði til þess að mótmæla fyrir náttúruvæna íslendinga sem láta svo ekki sjá sig? Er þetta ða verða land þar sem útlendingar vinna vinnu okkar og mótmæla fyrir hönd okkar, af því að við erum svo upptekin í hrunadansinum um lífsgæðakapphlaupið? Gleymið því að mótmæla ef þið hafið ekki dug eða áhuga til þess, þetta eru hvort sem er tilgangslaus mótmæli, það er búið að reisa stífluveggin, það er verið að reisa álverið, wake up dudes!


Og var gaman?

Samferða

Jæja.

Þetta finnst Færeyingum fyndið, eins og Pólverjum þegar íslendingar segja jæja. Við erum jæja þjóðin að þeirra mati. En allavega, maður er kominn heim, í rigningarsudda og er svona að vinda ofan af sér ferðanúninginn og raða saman minningunum úr ferðalaginu. Var að hlaða myndirnar úr ferðalaginu inni á tölvuna í gær og fékk nettan söknuð til Færeyja. Klassíska spurning vina og vandamanna er eins og fyrirsögnin gefur til kynna. Já það var gaman, að upplifa færeyskt samfélag, venjur og  umhverfi. Fyrstu dagarnir á nýjum slóðum eru alltaf erfiðir, ef maður hefur ekki unnið "leg work" sitt, það er að vera búinn að kynna sér þær slóðir sem ferðast er til. Vill nefna til sögunnar heimasíðu Lonely Planet, og bendi í því sambandi sérstaklega á  link sem heitir Thorntree, en þar er hægt að kanna ástandið á þeim slóðum sem ferðast er til. 'Eg komst að því í Færeyjum, að misjafnt var hvar ég get notað debetkortið mitt. 'Eg gat tekið aðeins einu sinni útúr hraðbanka, sem eru til dæmis opnir frá 6 á morgnana til klukkan tólf á kvöldin, eitt af mörgum atriðum. Þegar verslað var í verslunum sem notuðu posa, þar sem kúnninn stimplar inn pin númerið sitt, þá virkaði kortið. Ekki á hótelum, börum eða neinum stöðum sem höfðu hefðbundna posa eins og tíðkast á 'Islandi. 'Eg þurfti að egna saman starfsmanni Færeyja Banka og Glitnis á 'Islandi á mínum fyrsta degi þegar ljóst var að ég yrði peningalaus í Færeyjum. Þá flug orð eins og Swift, Code og Transfer action fram á milli landanna og síðan var þetta spurning um hvor bankinn veitti bestu þjónustuna. Glitnir vildi láta mig borga 2000 kall fyrir að fá pening fluttan með hraði í Færeyja banka samdægurs, en 800 kall ef ég biði í þrjá daga. 'Eg hugsaði málið, gekk út fór í næstu verslun með posa fyrir kúnnann og gat notað kortið. No way Hosé.

Veittum því einnig athygli að skilti frá helstu skyndibitakeðjum heims tröllríða ekki færeysku landslagi. Eina skyndibitakeðjan sem fest hefur rætur sínar í Færeyjum er Burger King. 'A Burger King er hægt að rekast í SMS verslunarmiðstöðinni, sem reyndar lítur út fyrir að vera  verkstæðisskemma en verslunarmiðstöð. Afturámóti er Bónus víða um Færeyjar, og hið gamla verslunarnafn Mikiligarður og Samkeyp eru einnig til staðar.

Uppúr stendur greiðvikni og þægilegheit Færeyinga, boðnir og búnir með bros á vör til að afgreiða mann. Við kynntumst aðeins tveimur leiðinlegum Færeyingum í allri ferðinni. 'I næsta bloggi ætla ég að kynna til sögunnar, Gerrie frá Hollandi og Alfred frá Skotlandi.

Meira síðar.


Fleiri myndir

'A móti straumnum-heim frá Færeyjum.

Jæja, eins og glöggir lesendur sjá þá er þetta blogg skrifað með íslenskum stöfum, sem gefur til kynna að höfundur er kominn heim á heimaslóðir. Eftir 14 tíma siglingu með Norrænu í gær, sem var troðfull af eftirvæntingarfullum Frökkum, og inn á milli allstórum hópi af 'Islendingum með innkaupapapoka, samkvæmt venju landans, var tekin höfn á Seyðisfirði, eftir átakalausa siglingu. Við tók hin klassíska bið, að bíða eftir því að komast niður á bíladekk, bíða eftir því að keyra útúr skipinu, bíða eftir að vera helypt út af hafnarsvæðinu, og til allrar óhamingju og furðu að vera svo tekinn í tekk af lögreglu og tollgæslu, þar sem fíkniefnahundur þefaði af ryðguðu Toyotunni og lögreglumenn þrýstu á poka og pinkla, vinsamlegir og með góða skapið í lagi, þrátt fyrir mikið álag og fjölda bíla sem biðu eftir því að vera teknir í gegn. En okkur var hleypt i gegn, svefndrukkin, sólbrennd, og frekar þreytt eftir siglinguna. Við köstuðum kveðju á Seyðisfjörð, það litla sem við sáum af honum og héldum áleiðis til Egilsstaða, sem þangað komið var að drukkna undan ferðamönnum, ´húsbílum, tjaldvögnum og allskyns tungumálahrogni, í bönkum og fleiri þjónustufyrirtækjum. Alger bongóblíða var á Egilsstöðum og eftir að hafa fengið sér næringu, sem var ískalt Pepsi Max með rétta bragðinu, ólíkt því sem við höfðum drukkið í Færeyjum, þá lögðum við af stað áleiðis til Reykjavíkur, enda beið okkar beggja atvinna framundan.  Til að gera langa sögu stutta, þá tók keyrslan til Reykjavíkur stytttri tíma, en þegar við lögðum af stað áleiðis til Færeyja fyrir hálfum mánuði síðan.  Enda hugsuðum við undir áhrifum Pepsi, been there, done it, seen it, þannig að við komum í regnblauta Reykjavík kringum kvöldmatarleytið, eftir að hafa haft þjóðveg 1 í suðurátt alveg út af fyrir okkur, möglunarlaust, enda landinn á austurleið þar sem sólin skein, samkvæmt kenningunni, ég fer í fríið, þar sem sólin er. Skrýtin tilfinning að vera á leið heim úr fríi þegar meirihluti landsmanna er á leið í fríið. Svona er lífið í dag. Meira seinna.

 


Færeyingasaga hin siðari

Jæja, ta er maåur kominn enn a ny til Torshafnar, nuna til að sigla heim til Islands, eftir nokkuð velheppnaða ferð til Færeyja. Gistum trja daga i Gjogv, sem er eins og flestir smabæir Færeyja, famennir og lysandi dæmi um byggingarlist Færeyinga, með torfhusum og hellulogðum stettum. Komum til Gjogv eftir velheppnaða Olafsvoku, tar sem inna  milli leyndust Islendingar, og tar a meðal moðir ein með syni sinum sem a ættir að rekja til Fuglafjarðar i Færeyingum. I tosku sinni hafði hun Jameson viski, og eftir nokkur skot var mikið sungið Jameson til heiðurs. Rakst siðan a kunnuglegt andlit sem buið hafði a Islandi um hrið og er nuna tattagerðarmaður a FM102. herna i Færeyjum. Her er fyrir ta sem tekkja um að ræða James Olsen, sem spilaði með Popunum a sinum tima. Hann sagåist vera eini teldokki Færeyingurinn i eyjunum. Enda hofum við tekið við eftir tvi að tar sem við hofum gist hafa eingongu verið Færeyingar i vinnu, litið un innflutt vinnuafl i Færeyjum, allavega uti a landsbyggðinni. Hofum verið heppin með veður, sol og mikill hiti. Komum tvi ekki heim alhvit samkvæmt fanalit. Vaknaði i morgun a tjaldstæðinu við Gjogv, sem er fjolmennasta tjaldstæðiå sem við hofum gist a, viå bardagaarg kriunnar, morgungarg mavanna og fuglasong krakunnar. Hef reyndar nað litið að sofa, oftast nær 5 til 6 tima a nott. Bra mer i morgungongu um svefndrukkið torpið og tok siðustu myndir til minningar um serstakan stað og natturufegurð. Kvoddum vin okkar fra Skotlandi, Alfred, sem við kynntumst i upphafi ferðar a  Hotel Kerjalon i Torshofn, en  kynnin uråu betri tegar hann birtist i Gjogv. Tessi Skoti, hefur verið að ferðast um Færeyjar a 16 ara gomlu hjoli sinu, Kawasaki Gt550 iklæddur neongrænum jakka og með lettan farangur um helstu byggðir Færeyinga. Alfred tessi er sirka 60, heilsuhraustur og mikill sagnamaåur. Eftir kynni okkar við hann blundar i okkur heimsokn til Skotlands einhvern timann. Jæja, kiktum a mbl.is og saum að Magni er að leggja  Supernova og ahorfendur að fotum ser. Hlokkum til að koma heim og horfa a endursyningar Skjas eins. Heyja Island.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband