Leita í fréttum mbl.is

14-2

Jæja kæru lesendur:

Afsakið að hafa ekki heyrt í mér, en ég hefði aldrei trúað því að sú aðgerð að flytja af landi brott tæki svona mikla orku, tíma, og og pælingar væri jafn krefjandi. En þetta er víst staðreynd segja þeir sem þekkja til af eigin reynslu. En brátt fer að sjá fyrir endann á þessu streði. Það þarf að líta í mörg honr, og þeim fer senn að fækka hornunum. En bara þessi reynsla hefur sýnt manni hvers maður er megnugur þegar kemur að þessu svokallaða survivor instinct. Reynslan hefur kennt manni að vera útsjónarsamur, nýta allar leiðir. Má sem dæmi nefna, að í staðinn fyrir að auglýsa íblöðunum, að nýta sér ókeypis auglýsingavefi, útbúa sínar eign auglýsingar og svo einnig að þegar til kemur að flytja, þá er um að gera að skera sem mest niður, fleygja öllu "junkinu" sem safnast hefur í gegnum áranna rás. Síðan kemur þessi félagslega reynsla, að kynna sér hvaða réttindi maður hefur í því landi sem flutt er til. Þetta er heilmikil pappírsvinna og krefst mikils skipulags að halda utan um slíkt. Og svo kemur að tilfinningaþættinum, það eru vinir manns og vandamenn, sem hafa reynst  vera bestu stuðningsmenn og ráðgjafar. Þessu kemst maður ætíð að þegar á reynir og þá veit maður hverjir eru vinir manns og hverjir ekki. Jæja, en tími minn er takmarkaður, læt þetta nægja að sinni. Næsta færsla mun koma úr Kóngsins Kaupmannahöfn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband