Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Auf wiedersehn Elena Klink

Elena og Anton

Sæl verið þið:

Maður er að verða hárlaus yfir alveg einstakri og lélegri þjónustu netfyrirtækis hér sem heitir arrownet.dk. Varla var ég búinn að fá internetið í hús á fimmtudag eða föstudag, þegar strax komu upp örðugleikar við að tengjast netinu. 'I fyrstu hélt ég að þetta væri af mínum orsökum, en eftir að hafa bankað upp hjá nokkrum kunningjum á kollegiium þá kom í ljós að þetta var allstaðar í húsinu. Nú þar sem maður er íslendingur enn í húð og hár og vanur að hlutunum sé kippt í lag ein tveri og þrír, þá kom nú annað á daginn. Þar sem bilunin átti sér stað á  föstudegi, og einsog allir vita þá vinna danir aðeins 8 klst vinnutíma, þá gerðist ekkert alla helgina. Auðvitað varð maður súr, en uppgötvaði nýja hlið á mannskepnunni, jú við erum svo háð nútíma tækni, með öllum nýjungum þess og kostum, og um leið og netið hrynur, þá hrynur tilvera manna, ekki hægt að senda email, ekki blogga, hlaða niður tónlist eða yfirleitt nokkuð hægt að gera, nema að láta sér leiðast, eða fara í fýlu og bölva danskri sérvisku. Maður huggaði sig við það að þessu yrði kippt í lag á mánudegi, en það var varla hægt að tala um neina viðgerð þá heldur, svona aðeins til málamynda, því að þegar var farið inn á síður, þá var líkt og stoppklukka væri í gangi, eftir það var ómögulegt að halda áfram að brimbrettast um síður netsins. En nú fyrir varla hálftíma síðan "datt" netið inn og maður vonar svo innilega að það haldist fram eftir kvöldi og til morguns, maður biður ekki um meira, í nafni allra netfíkla. En svona eru danir.

Nú aðalafréttin hér, allavega í Ekstrabladet er um milljarðaviðskipti íslendinga og feluleikinn með peninginn í gegnum Kaupþing. 'Eg hef reynt að kíkja á mbl.is og visir.is og búist við að sjá menn hlaupa upp til handa og fóta, og þá sérstaklega bláu hendurnar frægu, en ónei, í staðinn er aðeins talað um hagnað Avion group, RapeReykjavík er í tísku  þessa dagana, o g jú Baugur styrkti kosningabaráttu Guðlaugs Þ. Man, hvað ég er feginn að hafa flust hingað, miðað við hvað ástandið heima er eitthvað, svo maður sletti, kedeligt.

Nú hér ríkir hálfgert American Idol ástand, ein vinsælasta og jafnframt blíðasta stúlka kollegiium er flutt aftur til Þýskalands, þar sem hún hefur lokið lærlingsstöðu sinni í nuddi hérna í Danmörku. 'Ohætt er að segja að Elena hafi átt hug og hjörtu allra sem umgengust hana, hverjum og einum mætti hún með brosi, heilræði og almennt góðu hjartalagi. Langt frá því að vera þessi staðlaða ímynd sem maður hefur af þjóðverjum, stífir eins og fánastengur, og höktandi þegar þeir tala þýsku. Enskan hennar var óaðfinnanleg, og eftir nokkrar kennslustundir í íslensku,  hefði hún getað bjargað sér á 'Islandi. Henni tókst allavega að lækna mig af nokkrum ósiðum, sem ekki verður farið út í nánar hér.

Hennar verður saknað.

Hilsen

Gilli

 


Fleiri myndir

Einn einfaldur

Hilsen:

Nú fer þetta að verða reglulegt, með smælki og slíku frá mér, bara svona til að koma frá sér hugsunum og þankabrotum.  Var reyndar búinn að lofa einum íslenskum aðila í skólanum að minnast ekki á nýju ófarasögu mína, sem enn á ný tengist heimsókn á postulínið. Viðkomandi blöskraði víst saga mín af magakveisunni sem hrjáði mig í Kaupmannahöfn og varð til þess að Gula fljótið breytti landlægri stefnu sinni með viðmið á Kaupmannahafnarpostulínið. Segi ekki meir um þetta fyrr en í ævisögu minni, eftir 25 ár eða svo.

Nú, fréttir frá Danmörku eru þær helstar, að framundan er vetrarmyrkur, og á sunnudaginn færa Danir klukkuna sem nemur klukkutíma aftar, þetta er náttúrulega gert til að lengja daginn aðeins meir, eða stytta, man aldrei formúluna, þessvegna er ég ekki rocket sciencetist. Geri samt ráð fyrir því að þetta sé til þess gert að lengja daginn, ekki satt?  Samfara þessarri tímabreytingu er hætt á því að geð manna breytist töluvert, náttmyrkur farið að herja á danann og stutt í vetraþunglyndið. Sá meira að segja vísað til þess að 1% af íslendingum þjáðist af vetrarþunglyndi, en það ætti ekki að koma á óvart þar sem náttmyrkrið skellur fyrr á heima, en hérna. Og þar að auki byrjar að kulna fyrr heima. Sömu sögu er ekki hægt að segja hérna, smá morgunkul á morgnana, en svo er orðið hlýtt um daginn.

Og hvað gera danir svo þegar vetrarþunglyndið herjar á þá? Myndast biðraðir til geð(ugu) læknana með reseptin sín á lofti? 'Onei, þvert á móti streyma danir, þeir sem hafa efni á því, suður á bóginn í þar sem hitinn og sólin ríkir lengur. Og þar kúra þeir fram í mars og koma svo heim brúnir og sællegir og undirbúa sig fyrir sumarhitann hérna. 'I sumar var sumarhitinn langt yfir meðallagi, allt að 30 stiga hiti. Október í ár hefur mælst með hæsta hitastigið, síðan elstu menn muna fyrir tíð hitamæla, hitinn var að jafnaði 12,8 gráður í meðallagi. Vetrarþunglyndi, my ass. Þekkist ekki á þessum bæ, enda vakna ég hress á morgnana, nema á laugardögum, ef maður hefur lent í föstudagspartýi þá er maður ansi þungur, en fínn þegar líður á daginn.

Annars er maður farinn að stræka aðeins á þessi föstudagspartý, maður hefur ekki sama úthaldið lengur eins og þessir nábýlingar mínir, sem hlakka til föstudagsins eins og til jólanna. Og svo er tekið á því með rússneskri eða lítháenskri nú eða einhverju júrótrommutónlist, drukkinn bjór eða straight vodki með ávöxtum og súraldin tilbúið eftir skotið. Já það er sko fjör hérna á föstudögum, dansað á borðum í eldhúsinu, og ekkert verið að spenna sig niður í bæ, þegar eldhúspartíið stendur undir nafni.

Jæja maður er kominn á flug. En eins og fyrirsögnin segir þá vísar hún reyndar til einfeldni viðkomandi á sumum sviðum, og í þetta skiptið tengist það einhverju vitleysu sem undirritaður gerði þegar hann setti upp bloggið, sem olli því að ekki er hægt að senda inn athugasemdir um skrif mín. Held að ég hafi kippt þessu í liðinn, annars hef ég samband við Raj vin minn.

Jæja best að drífa sig í háttinn, stuttur dagur á morgun í skólanum og svo föstudagsbarinn. Jamm, það er líf á mönnum hérna.

Hilsen

Gilli


Loksins-laus við Raj

Sælir kæru lesendur, á landi og sjó sem og erlendis.

Hljómar eins og útvarpsþáttur, ekki satt? Athugulir lesendur reka eflaust augun í það að þetta blogg er skrifað með íslenskum stöfum, en ekki einhverjum afleysingastöfum. Og hverju veldur? Jú, undirritaður, er kominn með internet tenginu heima og getur því loksins hafið regluleg bloggskrif, án þess að standa í "ströggli" við að koma inn misgáfulegum athugasemdum. Reyndar var það þannig komið fyrir mér að ég var eiginlega alveg hættur að nenna þessum bloggskrifum, sökum baráttunnar við vin minn Raj, hinumegin við eldvegginn, annaðhvort hjá mogganum eða vefmeistara skólans.

 Nú þar að auki sit ég hér við skriftir og hlusta á fréttir á Rás tvö, og verður að segjast eins og er, að fátt virðist hafa breyst síðan ég skipti um póstnúmer. Jú eitthvað hefur maður rennt augunum yfir einhverjar hneykslisögur varðandi Björn Bjarnason, sá reyndar að skipt hafði verið út í Sjálfstæðisflokknum, Kjartan útaf og inná Andri. So what? Þarf þessi flokkur ekki hvort sem er á nýrri andlistlyftingu að halda. Þó fannst mér kyndugt að halda því fram að viðkomandi Andri sé 3 árum eldri en Kjartan, get ekki betur séð en að hann sé í kringum þrítugt. Helv.... hlýtur Kjartan að hafa lélégan lýtalæknir, ef svo er. Hann gæti verið nokkrum árum eldri en arftaki sinn.

 Jæja, maður er bara kominn á ham á hinu ylhýra. Verður að segjast eins og er að danskan eflist með hverjum deginum sem líður hérna, enda reynir maður að lesa blöð o g hlusta á fréttir eins og mögulegt er.

Héðan er fátt eitt að frétta, samnemendur mínir eru enn að jafna sig eftir svokallað miðsvetrarfrí, sumir virðast enn ekki búnir að hvílast nógu vel, hafa greinilega skilið tilgang fríisins, þegar maður er í fríi þá gerir maður lítið annað en að hvíla sig, og hafa það þægilegt, allavega í Danmörku. 

Jæja, nóg að sinni maður er orðinn svo vanur stuttum skeytasendingum hvað varðar bloggið. O g svo er reyndar framundan undirbúningur hvað varðar smá kynningu á morgun í skólanum.

Hilsen

Gilli

 


Kannski?

Sæl verid tid:

Tá er madur kominn heim a ný til Esbjerg, eftir velheppnad vetrarfrí i Kaupmannahofn, og verdur ad segjast eins og er ad tangad liggur hugurinn ad loknu námi. Tad er eitthvad vid tetta afslappada andrúmsloft sem liggur yfir borginni sem heillar mann. Og svo er bara svo margt sem heillar huga manns tar, tannig ad tad er vert ad spá i tad i alvoru ad fá ser vinnu tar ad loknu námi. Gefa gamla klakanum smá frí, enda hefur madur eytt lungann af ævinni tar, svo tad er bara kominn tími á ad víkka út sjóndeildarhringinn. Fékk ad vísu nostalgíu eftir ad hafa keypt diskinn med Flís og Sigtryggi Baldvinssyni, tetta er algjor snilldardiskur.

Jæja vill ekki vera ad hafa tetta of langt, ef Raj vinur minn er á vakt. Ein svona hugsun ad lokum, hverjir eru tad sem lesa tetta blogg, fyrir utan studningshópinn vinir og vandamenn? Mér vard hugsad til tess um daginn, hverjir læsu tetta blogg mitt um allt og ekkert neitt? Kannski einhverjir sem finnst gaman ad lesa um hversdagslíf annarra, kannski einhverjir sem eru á hottunum eftir einhverju bitastædu. Eda kannski er tetta bara ég sjálfur sem hef lesid tetta 307 sinnum? Hver veit?

Annars, tad er farid ad vera dimmt hérna á morgnana, samt ekki kalt, svona tægilegur 15-17 stiga hiti.

Hilsen

Gilli


I Køben-i frí

Sæl verid tid:

Langt um lidid sidan eg hef sent fra mer bloggfærslu, enda erfidleikum bundid ad senda i gegnum skolasvædid. Sem stendur er eg staddur i Kongsins Køben og eg verd ad segja eins og er ad vistin herna er buin ad vera frabær, gott vedur, varla svo mikid sem kuldakast. Ástædan fyrir veru minni hérna er ad vida um Danmørku eru gefin viku haustfri, efa svokollud eftirársfri, tar sem bædi foreldrar og born bregda ser i frí, enda ber Kaupmannahofn tess merki. Bra mer i gær a danska standupsyningu iComedy Zoo, ekki spyrja mig um addressuna, en syningin var hin besta skemmtun, skildi stoku ord, en tad verdur ad segjast eins og er ad kynnirinn var afleitur, tilraunir hans til ad vera fyndinn runnu ut i sandinn. Nu a tessum stuttum tima her I KBHhef eg brugdid mer a Laundromat teirra felaga, Fridriks Weishappel og med teim stad mæli eg med, enda segja teir sem tekkja til ad sa stadur og 12 Tónar séu tad heitasta hér. I gær snæddum vid a kinverskum stad, sem tvi midur einkenndist af tvi ad kinversk starfsstulka gerdi ekkert annad en ad standa i horkurifrildi vid annan hver gest. Og i tokkabot virdist eg hafa fengid einhverskonar kinverskan nidurgang af matnum tarna, tannig ad eg mæli ekki med honum. Hinsvegar mæli eg med tyrkneskum stad sem heitir Ankara og er a nokkrum stodum i KBH. Tad er hægt ad borda godan og vel utilatinn mat tar fyrir 69 dkr af hladbordi. Enda stadurinn vinsæll medal namsmanna sem og annarra. Nu ligg eg her og er ad jafna mig eftir kinverska fædid sem virdist hafa umbreyst i Gula fljotid eftir hverja salernisferd.

Bid ad heilsa

Gilli 


Mundu mig eg man tig

Heil og sæl:

Vona ad einhver man eftir mer, langt um lidid, enda er eg ordinn frekar pirradur a tvi ad skrifa hvern textann a fætur odrum sem svo kemst ekki inn tegar upp er stadid. Fran Danmorku er tad helst ad fretta ad hitastigid fer lækkandi, en tad er ekki ordid eins lagt og heima. Her eru ennta morgnar tar sem svalur andvarinn mætir manni an tess ad bita i kinnarnar. Nu tad hefur verid nog ad gera, madur er kominn a kaf i namid og gerir litid annad tessa dagana en ad sinna tvi af natni og ahuga, adallega af trjosku og 100% ahuga. Bekkurinn okkar er farinn ad tynnast og ma eiginlega segja ad teir sem fyrir eru eru teir sem eitthvad leggja af morkum hvad vardar verkefni og fleira tengt naminu, hinir virdast ætla ad dragast aftur ur an nokkurra utskyringa. Leitt er tad. Nu framundan er svokallad Pub crawl tar sem skridid verdur a fjorum fotum undir lokin a milli bara i von um frian bjor, en svona i alvoru ta stendur til ad fara a pobbarolt tar sem bodid verdur upp a frian bjor. Tad mun lida langt tangad til einhver heildræn setning verdur sett her inn eftir tad. Jæja læt tessu lokid, nu er ad sja hvort Raj er a vakt hja Mogganum.

Hilsen

Gilli


Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband