Leita í fréttum mbl.is

Kántríhátíð/Country festival

Hilsen:

forsida_260

Þá er vetri lokið, samkvæmt  vetrardagatali Dana. Vetri lauk 1. mars s.l, og nú er framundan vorið með öllu sínu lífi. Þó verður að segjast eins og er, að undaförnu hefur lítið verið um vetrarhörkur að ræða, og á hverjum degi þegar ég geng í gegnum skóginn í átt að heilsugæslustöðinni í umbúðaskipti, að þar ríkir nánast vorstemmning. Hrafnar krunka og vappa um og tína sprek í hreiðurgerð, uglur gefa frá sér lágstemmd hljóð, smáfuglar hoppa á milli greina, og á tjörninni svífa mávar um og æfa fluglistir sínar innan um endurnar, sem þolinmóðar bíða eftir næsta foreldri með brauðpokann. 'A göngustígunum mætir maður andstuttum hlaupurum, pari á göngu, hjólreiða og vespumönnum. Skógurinn iðar af lífi og maður ósjálfrátt vaknar til vitundar um að senn styttist í sumarið, enda hefur þessi vetur verið mildur og um leið sparað mörgum dananum umtalsverðar upphæðir hvað varðar kyndingu húsa sinna.

Sjálfur er ég allur að koma til, orðinn betri með hverjum deginum, og gera hjúkkurnar ekki annað en að hrósa framförum mínum hvað varðar græðslu sársins. Inn á milli er maður svo með hugann við námið, og að undaförnu hef ég verið að hlaða af ónefndri síðu heilum bókunum niður, og síðast þegar ég taldi voru þær orðnar þetta 5 bækur. Og þetta eru engar smásögur, fyrsta bókin er 700 síður og hinar á milli 300-400 síður. Allar þessar bækur tengjast meira eða minna náminu, og það kemur sér alveg ótrúlega vel að geta hlaðið þetta niður, sparar heilmikinn pening á því. Þó mörgum finnist þægilegt að hafa bók á milli handanna, þá er þetta ekki verri kostur þar sem maður getur flakkað á milli kafla með músinni og þannig flýtt fyrir hvað varðar uppflettingu. Hér er um að ræða bækur varðandi vefsíðugerð, forritun, vidéoklippingu og síðasta bókin sem ég hlóð niður var um kóða fyrir Flash 8, eða actionscript, en þar er um að ræða að skrifa kóðann fyrir teikningu eða notkun á kvikmyndum í forritinu. Það er orðið ár og dagur síðan ég hef sest niður með góða bók í hendi sem fjallar ekki um námsefnið. Enda gefur maður sér varla tíma í það eins og er.

Nú, svona til að tengja fyrirsögnina við efnistök bloggsins, þá var ég í gær að skoða gamlar mini.dv spólur frá Kántríhátíðinni 2001, sem ég og skólafélagi minn, Ragnar Jónsson, hljóðupptökumaður skelltum okkur á. 'A þessarri Kántríhátíð var slegið aðsóknarmet, sem hefur síðan ekki verið slegið, og reyndar minnir mig að Kántríhátíðin eins og menn minnast hennar hafi endanlega verið slegin af  í því formi sem hún var, og er núna smækkuð eftirmynd. En allavegana þá skelltum við okkur á Kántrihátíð með tvær mini-dv myndavélar og filmuðum alla hátíðina. Upphaflegi tilgangurinn var að reyna fyrir okkur í þessum geira, að gera heimildamynd um þessa hátíð, og um leið að selja hana til sýningar. Þetta var nú eitthvað endasleppt hjá okkur, báðir vorum við með frekar takmarkaða reynslu og hugmyndir um framkvæmd verksins og að mörgu leyti leið verkið fyrir það, að því er manni fannst eftir að hafa skoðað spólurnar á sínum tíma. En í gær var ég að skoða þetta efni og verð að segja eins  og er að þar leynist ágætis efni, og þar sem þekking mín á klippingu er að aukast meir og meir, þá er þetta verðugt verkefni að vinna að þegar laus tími gefst inn á milli lærdóms. Þar að auki hefur fæðst ákveðin hugmynd varðandi ákveðin verkefni sem hægt er að vinna að, enda stendur til að læra meir um kvikmyndagerð á 3 önn, þannig að það er eins gott að byrja að pæla. Skrýtið samt að þegar við lögðum af stað á sínum tíma með þessa hugmynd um Kántríhátíðina að nú stendur þetta efni eitt og sér uppi sem heimild um skemmtilegustu hátíð sem sett hefur verið á laggirnar. Þannig að þrátt fyrir allt var þessi hugmynd ekki svo alslæm.

60483A

 

Hi from Gilly:

Well, now it seems that winter has expired here in Denmark. According to the calendar, 1st of March was the last day of winter, and funny enough winter seems to have taken a swerve away from Denmark. In general, the weather here has been mild and warm, and not even visible signs of winter colds or snow. Only once it has snowed here in Esbjerg, and even though we didnt experience the snow fiasko that the people of Copenhagen went through, we had some cold days here, but not many days in general.

Every day I walk through the forest on my way to the clinic, and it is a nice walk, because the forest is so much alive, with ravens hopping around, sampling up bits of branches for their nests, owls chirrping, people walking with their kids in strollers, marathon runners out of breath running past me, and in general on a good day, people enjoying the presence of the forest and its nature. This winter has been very good for the average dane who uses natural gas and oil to warm up their houses, because of the increase in temperature. It is thought that the average dane has saved around 2.500 dkr in heating up his house.

Reccently I have been downloading books from a website, in relationship to my education. In a way this has saved me a lot of money, because books like these range from 300-900 dkr if bougth. And even though many prefer to read a book in their hands, it is more comfortable to use the mosue to scroll through the pages to certain chapters. Handy in many ways. These books range from webdesigning, film editing, programming, and the latest one is about actionscript  in animation.

Also I have been reviewing some mini-dv cassettes which content is about a country-festival that a schoolmate mine and me went to 2001 in Iceland. This was the most popular country festival ever sought, around 12.000 people came that year, and in a way me and my friend thought that we wanted to catch the spirit of the festival, and in general we managed that, but afterwards when the festival was over we had a hard time trying to find out what to do of all the material on the dv´s and also how to present the work. So the dv-s just gathered dust in my drawers until yesterday when I browsed through them in a mini-dv camera, and saw that the material is worth editing and making something of it. Also in that way, that since we filmed that festival, it has ceased to exist in that form, after changes. So in a way we have a document about a festival that was a success in its prime era. So maybe after all our goals finally came through , even though that we didnt have a special idea about what to set forth in the film when we filmed it at that time.

Well, time to go now, so until later my friends.

Hilsen

Gilly 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband