Leita í fréttum mbl.is

'I lok vikunnar/By the end of the week

Hilsen._MG_4212

Jæja, þá er vikan liðin. Verð að segja eins og er að maður er hálfpartinn feginn að það sé kominn föstudagur. Undanfarnir dagar hafa verið  sólríkir,  en meira um gluggaveður þegar út er komið. Vikan hefur verið hefðbundin, vinna í tölvuverinu, og svo inn á milli klippivinna hjá Lasse. Hvort tveggja gengið bara vel, og helgin verður notuð, vonandi, í það að uppfæra tölvuna, enda hefur tölvan mín smátt og smátt farið að taka á sig ímynd gamalmennis sem fer hægt yfir án göngugrindarinnar. Enda er hún ansi lengi að taka við sér þessa dagana, blessunin. Maður finnur fyrir því hversu háður maður er orðinn þessu "verkfæri", sem maður notar til vinnu og jafnframt samskipta, upplýsingaöflunar og svo almenn notkun. Ef þetta verkfæri hrynur, þá jafnast það á við "heimsenda" En allavegana, þá er kominn tími á allsherjar uppfærslu og hreinsun. Var svo heppinn að njóta aðstoðar Micha, sem er Pólverji og er að læra tölvufræði við skólann, og er ansi sleipur að finna út vanda varðandi tölvur. Eftir að hafa prófað hana var niðurstaðan þessi. Helv hann Bill Gates er náttúrulega algert séni að sjá til þess að þegar netþjónninn, IE5 ræður ekki við meira og öll gögn manns og fleira til eru geymd á netþjóninum, og sjálfur notar maður Mozilla, að þá getur maður lítið annað gert en sótt hjálp til Microsoft til að byrja upp á nýjan leik.  Maður getur einfaldlega ekki bara hent út IE vegna þess að netþjónninn hægir vinnsluna. Því miður. Svona er lífið í Microsoft heiminum.

Annars hefur lítið markvert gerst undanfarna viku, athyglin hefur verið eitthvað takmörkuð, enda nóg að hugsa um. Er reyndar búinn að redda fjármálunum og nú er maður að leita logandi ljósi að vinnu í faginu. Kominn tími á það, enda maður smátt og smátt að afla sér góðrar þekkingar. Eitthvað virðist vera að rofa til í þeim efnum.

Helgin lofar ekki góðu veðurfarslega séð, spáð rigningu og skítaveðri og þegar heyrir maður það utandyra að það er farið að blása allhressilega. 'Agætt að nota helgina til að legga lokahönd á vefsíðuna sem maður er að endurhanna. Ætla ekki að gefa upp  slóðina að þessarri vefsíðu fyrr en því er lokið.

En, best að ljúka þessu "kjaftæði" og hafa það náðugt í kvöld.

IMG_4208

Hi from gilly:

Well finally the week is at its end. Thank god for Fridays. It is always so nice when fridays take over.  This week has been traditional, working in the it-center, and then some editing work at the television station. In between my computer has decided to slow down in life, and take it easy loading up webpages. Why rush when the browser is from F..cking Bill Gates, and if you need to do something you have to rely on the drivers and everything from them to update and install again. So to prevent me from going back to the stone age, I am hopefully gonna use this weekend to work on my computer. It has been nervewracking not having a workable computer, considering the assignments awaiting to be worked on.

Well I have finally cleared out some bills so now I can "relax" and just focus on my education and also trying to find a job in my education and lately I have been applying for jobs and the have gotten positive feedback, so lets so how that goes.

It seems that this weekend is gonna be crappy with rain and some windy weather, so it is a good excuse to stay inside and work on webpages and other things that need to be done.

So I am gonna have a nice weekend and take some rest, I have earned it. Until later my friends.

Here are some pics from last weekend when the sun was shining and it felt like "summer".

Bye from Gilly

_MG_4213


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband