Leita í fréttum mbl.is

Fegurð/Beauty

Hilsen:

Jæja, þá tekur alvaran við á nýjan leik, þ.e skólinn er byrjaður aftur eftir vetrarfríið. Náði reyndar að mæta ekki í dag, þurfti að sinna persónulegum og um leið fjárhagslegum málum, enda hafa veikindin sett verulegt strik í reikninginn. Er reyndar með tvö atvinnutilboð uppi í erminni, og Chris, pólskur vinur minn, sem reyndar á í sömu veikindum og ég, hann var skorinn upp viku áður á undan mér, skilur ekki hvernig mér tekst að verða mér úti um vinnu, þar sem vinir hans, pólskir þurfa að leggja fram CV og fleiri gögn. Hvað mig varðar, þá held ég að maður hafi eins  og fyrr segir þetta "survivor instinct" í sér. Allavegana var þetta ánægjulegur dagur í dag, og eins og komið hefur fram í blogginu, þá hefur maður verið að deila við skattayfirvöld og í dag fékkst ánægjuleg niðurstaða, þannig að það hefur lést töluvert á áhyggjuvoginni. Þar að auki er ég að læra á "kerfið" og núna er ég að reyna að koma í gegn að ég fái sjúkradagpeninga á meðan ég leita mér að vinnu. Er orðinn nokkuð góður og er farinn að hreyfa mig miklu meir og get setið lengur við. Þannig að þetta er allt á batavegi.

Verð að viðurkenna að leti hefur hrjáð mig undanfarið, en þessi leti tilheyrir reyndar áhuga mínum á að lesa námsefnið og undirbúa mig fyrir prófin í júní, þannig að bloggið hefur aðeins liðið fyrir það. En svona til að deila með ykkur því sem tengist námsefninu þá langar mig til að setja á blað nokkrar staðreyndir um skilgreiningu á fegurð. Til þess að skilja fegurð verður maður að skilgreina orðið aesthetics, sem þýðir að mig minnir skynjun eða  hinn sjónræni skilningur okkar á fegurð, viðbjóði, gaman, sætt, tilgerð, samræmi, leiðinlegt, skemmtanagildi og sorglegt.

Eins og þið sjáið spannar þetta ansi stóran skala. Tökum sem dæmi um skynjun okkar og viðbrögð, t.d sem við sýnum með andliti okkar. Okkur býður við að sjá skeggjaðan mann með súpu í skegginu, en að sama skapi er súpa ekki ógeðsleg á að líta. En tilfinningar okkar við að sjá hana í skegginu gefur annað til kynna og þar kemur til sögunnar okkar sjónræni skilningur.

Tökum sem dæmi list, hugtak sem margir hafa skoðun á, jafnmargar skoðanir og fjöldi allra listamanna.

Hvað köllum við list, hvernig skilgreinum við listina, fegurð hennar og eðli? Marga rbækur hafa verið skrifaðar um þetta efni og engin ein hefur enn komist að niðurstöðu um listina sem hugtak og gjörning. það er jafnvel spurning um hvort einhver einn getur kveðið upp dóm um hvað list er þar sem hún er síbreytileg og hefur breyst mikið frá því árdaga og enn er hún að breytast.

Hin eðlislæga skilgreining á list er að um er að ræða  skapandi list, eða það sem flokkað er sem "fine art". Þar er átt við að notaðir eru hæfileikar til að  koma á framfæri sköpunargáfu listamannsins og leið að vekja hjá áhorfandanum skynjun á hinum sjónræna þætti listarinnar og jafnframt vekja áhuga hans á vandaðri list í hvaða formi sem hún er.

Oft þegar list er notuð á hefðbundin hátt þannig að hún vekji sem minnsta athygli, þá vilja menn meina að um sé að ræða iðn, frekar en list, þrátt fyrir mótmæli þess efnis að slík líst eigi jafn mikinn rétt á sér eins hin göfuga list. Að sama skapi greinir menn á  þegar list er framsett með það í huga að gera hana söluvæna og um leið að skapa henni frekari grundvöll sem framleiðsluvara. Þá vilja menn meina að listin er orðin frekar að hönnun en list. Þannig að eins og lesendur sjá er skilgreiningin á list ansi víðtæk.

Tökum sem dæmi leiklist. Þegar við horfum á leiksýningu um Hamlet, þá óneitanlega kemur upp sú spurning hversu mörg  leikverk erum við að horfa á og hvernig eigum við að geta dæmt um hvort þeirra sé list eða ekki. Kannski er bara um ræða eitt leikverk, leiksýningin sjálf, þar sem margir hafa lagt hönd á plóginn, og þegar að leiksýningin hefur runnið sitt skeið á enda þá endi þar með sköpun listaverksins.

Kannski væri réttast að meta hvern og einn sem kemur að leiksýningunni út frá hans og hennar hæfileikum og það sem var lagt til með sér, og um leið búningana, jafnframt hverja setningu í verkinu? Að sama skapi myndi vandinn einnig eiga sér stað í  tónlíst, kvikmyndum, og jafnvel málverkinu. 'A  maður að dæma  málverkið sjálft, eða listmálarann, eða framsetning listaverksins  af hendi starfsmanna listasafnsins?

Um leið og þessum spurningum er velt upp þá kemur spurning um gildi listarinnar. Er hægt með listinni að  öðlast einhverja sérþekkingu? Getur listin veitt mann innsæi í mannlega hegðun?

Að sama skapi kemur upp sú spurning hvort gildi listarinnar skipti meira máli fyrir listamanninn en gildi hennar fyrir alþýðuna?  Er gildi listarinnar kannski meiri  fyrir samfélagið, en gildi þess fyrir einstaklinginn?

Margar spurningar og fátt um svör. Eitt er þó víst og það er að list hefur sterka skírskotun í trúarlegum skilningi, enda hefur listin ætíð verið ráðandi innan kirkjunnar. En að sama skapi spyrja menn hver er munurinn á trúarlegri list miðað við  trúarbrögð almennt.

Nú eru menn eflaust farnir að skrapa ansi djúpt í hársvörðinn og botna ekki neitt í neinu.  En nú fröum við að koma að kjarna málsins.

Frá því  seint á 17 öld og fram til vorra tíma átti sér stað frekar hæg framþróun á hinum sjónræna skilningi Vesturlanda á listaforminu, sem kallað er modernismi í dag. Breskir og þýskir hugsuðir  skilgreindu fegurð sem  lykilatriði  listar  og um leið upplifun á hinum sjónræna þætti hennar. Að sama skapi sáu þeir að fegurð listarinnar beindist að sjálfri sér í framsetningu.

'I því liggja vísindin að sjónræn upplifun er skynjun okkar á listinni og framsetningu hennar. Fegurð er því að sama skapi fullkomið tækifæri til að öðlast þekkingu með skynjun okkar á henni. Ef við horfum á rós, þá eru flestir ef allir ekki sama að hægt er að segja um hana " þessi rós er falleg" svo langt sem það nær.

Köfum nú aðeins dýpra í þetta án þess að sökkva of djúpt. Lítum á hinar sjónrænu listir, sem eru oftast nær tengt með sýnum, eða hinni sjónrænni skynjun listamannsins. Ef við horfum á málverk þá erum við um leið að samþykkja málverkið fyrir form þess og innihald og jafnvel skynjum við lykt, hljóð og snertingu ómeðvitað. Framsetning verksins getur vakið hjá okkur þessi sjónrænu skilaboð  með innihaldi verksins.

Og ef við lítum í kring um okkur þá eru hin sjónrænu skilaboð svo víða áberandi í nútímasamfélagi. Þau birtast okkur sem, vegakort,  auglýsingar (eða marketing), tónlist, sjónlistir, bókmenntir, matarlist, upplýsingatækni, iðnhönnun,  borgarlíf(graffíti á veggjum, strætóskýlum og víðar) landslagshönnun og tískuhönnun. Innan allra þessarra geira eru mörg listform í gangi, sem vekja upp hjá okkur á ýmsan hátt sjónræna upplifun, annaðhvort með formi, hönnun, skynjun eða áþreifanlega tilfinningar,  en allt á þetta sameiginlegt að innihalda hin mismunandi tákn fegurðargildis.

þar erum við kominn að kjarna þess að geta skilgreint sjónrænu skynjun okkar á fegurð. Tónskáldið  Robert Schumann skilgreindi fegurð á tvennan hátt, náttúrulega og ljóðræn. Hin fyrri skilgreining liggur í fullkomnun náttúrunnar, að sama skapi sem hin síðari skilgreining er innra með manninum þegar hann sækir á skapandi hátt í náttúruna. Ljóðræni þátturinn tekur við þar sem náttúrulega fegurðin endar.

Eðlileg skilgreining á fegurð er í það sem er sjáanlegt og í fólki sem er gott.  Heilbrigt epli lítur betur út en skemmt epli.  Fólk sem er líkamlega hraust og vel útlítandi er flokkað sem  líkamlega  heilbrigt og fallegt og að sama skapi að búa yfir jákvæðum eiginleikum og um persónulegum hæfileikum.

Skilgreining okkar á persónu sem er falleg getur byggst á almennu viðhorfi eða á sjálfstæðri skoðun okkar, hvað varðar innri fegurð,  sem byggjast á líkamlegum viðmiðum eins og  persónuleika, greind, reisn, og fínleika, og að sama skapi byggt á hinni ytri fegurð sem afmarkast af , heilsu, æskufjöri, samsvörun á líkamsbyggingu, og útliti.

Til þess að meta ytri fegurð hafa menn notast við fegurðarsamkeppnir. Innri fegurð er þó erfiðara að meta, jafnvel þó umræddar fegurðarkeppnir hafa oft þóst geta metið slíkt hjá þáttakendum sínum. Tökum sem dæmi, Móðir Teresa, margir eru sammála um að hún hafi verið góð manneskja og að sama skapi haft fallegt hjartalag.  Að sama skapi þegar Kleópötru er lýst sem fegurð alls þess sem fagurt er sýna peningar frá þessum tíma að hún hafi ekki beint verið andlitsfríð, með skarpa andlitsdrætti , þunnar varir og frekar teygt nef, útlit í dag sem þykir ekki fegurðarauki.

Það er kaldhæðni örlaganna að  eitthvað sem telst gott, eins og fegurð hefur í för með sér fórnarkosti og erfiðleika. Fegurð sem slík setur ákveðinn staðal  hvað varðar viðmiðun  og það getur valdið  óbeit og óánægju þegar eftir fegurðinni er sóst. Fegurð í hvaða formi sem hún er hefur örvað mannsandann í gegnum tíðina , en að sama skapi hefur ásóknin í fegurðina ýtt undir lýtalækningar og átröskun. Of mikil áhersla á hina líkamlegu fegurð  getur grafið undan  mikilvægi innri persónu okkar og að sama skapi orðið áþján  sem veldur um leið ákveðinni ójöfnu í samfélagslegu tilliti.

Rannsóknaraðilar vilja meina t.d að myndarlegir stúdentar fái til dæmis betri einkunnir en venjulegir stúdentar. Myndarlegir sjúklingar fá meiri persónulegri og betri þjónustu hjá læknum . Einnig hafa kannanir sýnt að myndarlegri glæpamenn fá lægri dóma en þeir sem eru ekki eins andlitsfríðir.

Hvað varðar laun þá er það vísindalega sannað að  fólk sem er ekki eins myndarleg fær lægri laun sem nemur 5-10% en sá myndarlegi sem er með  3-8% meira en sá ómyndarlegi.

Og til að slá botninn í þetta, þá er sú skilgreining á fallegu fólki ansi  rík hvað varðar lífsstíls fallega fólksins í tísku, framkomu, mat,bílaeign, og húseignum.  Þessir hópar eru oftar spegilmyndir  hins ljúfa lífs og um leið setja ákveðin viðmið fyrir ríkidæmi margra aðila innan þessara geira, eins og fyrirsætur og leikara.  Og um leið speglar almenningur sig í ríkidæmi fallega fólksins með draumum sínum og þrám.

Svona í  lokin þá langar mig að benda ykkur á sem hafið náð að lesa ykkur í gegnum allan þennan texta, að ef menn vilja meta hversu "fallegir" eða aðlaðandi þeir eru útávið, þá geta menn kíkt á vefsíðu sem heitir www.hotornot.com. Þar er hægt að gefa einkunn fyrir hvert það andlit sem kemur fyrir og bera svo saman á eftir hvort mat okkar hafi verið í samræmi við annarra. Því að oftast nær er það þannig að það sem öðrum finnst fallegt, finnst okkur kannski ekki fallegt. Prufið þessa síðu.

Læt þetta nægja að sinni. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir um "list" sem menn vilja meina að sé "outsideart" og eigi ekki upp á pallborðið hjá hinum almenna listgagnrýnanda. Hægt er að skoða þessa list á www.rawvision.com

Hilsen

Gilliartcar16finsterholdenmiller

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband