Leita í fréttum mbl.is

Uppfyrir haus

Hilsen:

Þessi verður í styttra lagi, enda nóg að gera hjá kappanum þessa dagana, hann er sestur í alþjóðlega nefnd um hvort eigi að stytta skeggið á alþjóðlega jólasveininum og einnig hvort réttlætanlegt að hvert land þjóni sem fulltrúi sveinka fjögur ár í senn.

Nei, svo gott er það ekki. Ég er afturmóti sestur í nefnd um alþjóðlegan dinner, þar sem hvert þjóðarbrotið kynnir rétti frá sínu landi, svona fingrafæði, plássið leyfir ekki meira. Við höfum aðeins haft tvær vikur til að skipuleggja þetta, þanig að það er um nóg að hugsa.

Nú síðan er skemmtilegheit í skólanum, ein af þessum frægu þema vikum, núna erum við að vinna við þemað hvað varðar bækling fyrir fyrirtæki, fyrirtækjahausa og fleira í þeim dúr.

Nú og svo er það blessuð vinnan, brauðstritið fylgir með líka, þannig að maður óskaði þess að hægt væri að samþjappa 48 klst i 24 klst svo maður næði að komast yfir allt. Hey, NASA, hvernig stendur á því að þið eruð ekki búnir að gera eitthvað í þessu? Hvenrig ætli vinnutíminn sé út í geimnum, og fyrir utan að fanga einhverja hnullunga úr  andrúmsloftinu, hvað gera menn í frítímanum, lesa þeir Séð og Heyrt, eða glápa á einhverjar galaxy klámmyndir? Sorry fór aðeins á flug hérna.

Jæja, þetta er orðið lengra en tilskipun frá hinu opinbera. Eitt að lokum, sá að visir.is var að breyta um útlit, ágætt, tekur aðeins tíma að venjast því. Jæja skyldan kallar, plús maginn.

Reyni að vera skemmtilegur næst, með eitthvað innihaldslaust smælki, segjum það.

Hilsen

Gilli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband