Leita í fréttum mbl.is

Barist við drauga

Hilsen:

Eins og fram hefur komið hef ég átt við sálrænan vanda að stríða undanfarin ár. Hef alltaf reynt að leyna vandanum og menn eflaust haldið að ég væri skapstyggur maður mjög. En þessi sálræni vandi virðist frekar fara vaxandi en hitt. Erfitt er að lýsa honum nákvæmlega, en grunnur hans eru miklar skapsveiflur upp og niður tilfinningaskalann.

Við getum sagt sem svo að fyrir næstum því tveimur mánuðum síðan var heiðríkja í huganum og hjarta mitt var fullt af eldmóði og hita. Svona hélst þetta lengi, en svo allt í einu fór ég að finna fyrir ákveðnum einkennum sem ég kannaðist við frá fyrri árum. Samhliða þessu jókst áfengisneysla og þegar hugsað er tilbaka koma upp mörg hliðstæð dæmi og gerðist fyrir tæpri viku síðan.

Fyrir 4 árum síðan var ég greindur með manískt þunglyndi. Þetta maníska þunglyndi lýsir sér þannig að ég verð eiginlega "ofvirkur" er með margt í gangi í einu en svo skyndilega þegar toppnum er næstum því náð þá fjarar út undan verkefninu eða einhverju ótengdu. Mér er minnistæð mörg verkefni sem ég hef tekið að mér þar sem ég hef sökkt mér af þvílíku offorsi í verkefnin að ég var hættur að greina á milli dags og nætur.

Og svo skyndilega líður mér eins og blöðru sem allt loft er farið úr, eftir stend ég bitur, leiður, reiður og allur tilfinningaskalinn fylgir með, ásamt ásökunum, minnimáttarkennd og um leið þeirri tilfinningu að hafa brugðist á ögurstundu. Gegnum árin hef ég reynt að einbeita mér að einu verkefni í senn og hefur það tekist bærilega.

Reyndar er mér minnisstættt frá síðasta vetri að það var með herkjum sem ég fór stundum framúr til að fara í skólann, þá var hugurinn þungur og mér fannst þetta allt svo tilgangslaust.

Undanfarið hefur mér liðið svipað, mér hefur fundist þessi vika vera frekar erfið, þar sem að þessu maníska þunglyndi fylgja raddir sem draga úr manni allan kraft. Raddirnar  gera lítið úr manni sjálfum, eiginleikum manns og hæfni. Þær vekja hjá manni ótta,  spurningar um eigin getu og um leið rugla þær mann í ríminu, manni finnst skyndilega fólk vera á móti sér eða forðast mann.

Þetta er erfið barátta, og eflaust eins og fyrr halda menn að ég hafi náð botninum. En eins og einn góður kunningi minn sagði, þú hefur náð botninum, en svo er það spurning hvernig þú stendur upp aftur. 'Eg er sammála honum, nú er það bara spurning hvernig ég stend upp aftur.

Samviskan nagar mig enn, og sektarkenndin er mikil, en innst inni er löngun til að gera betur og ekki falla aftur í sömu gryfju og ég fell í.

Framundan er hægt og sígandi  uppbyggingarstarf, en miðað við fyrirmyndina sem ég hef sem minn "leiðtoga" þá er ég alveg til í að vinda mér í þann slag.

Vona svo að menn hætti ekki að lesa þetta geðveika blogg, athugið eitt, við erum öll með einhver þyngsli, sem fyrr eða síðar munu sliga okkur. Við þurfum aðeins að staldra um stund og losa nokkrar byrðar.

Þá byrjar lífið að brosa við okkur aftur.

Hilsen

Gilli 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband