Leita í fréttum mbl.is

Þá er mér öllum lokið/I am finished

Hilsen:

Munið eftir mér? 'Eg man eftir ykkur, eða svona flestum ykkar. Jæja, þá er þessu lokið, það er prófverkefninu. Það tók á síðustu vikuna, og á endasprettinum var maður orðinn ansi lúinn, eftir langar vökur, kókdrykkju, kexát, lagnar setur fyrir framan tölvuskjáinn og svo streitan varðandi hönnunina, skyldi hún virka, og svo framvegis. 'I gær var lokadagurinn til að skila af sér og það var ekki laust við að það ríkti spenna í loftinu, þegar flestir voru að skila af sér. Við Olaf vorum mættir og þegar til stóð að brenna á 3 diska hönnunina, og margt fleira sem skila þurfti af sér þá kom í ljós að tölvukerfið og vefstjóri þess eru svo sannanlega ekki að standa undir væntingum okkar, þarsem ekki var hægt að brenna efnið á diskana, tölvan gaf meldingu þess efnis að það vantaði disk í tölvuna, þrátt fyrir að diskur væri í tölvunni. Alexandru, frá Rúmeníu tók hálfgert "æðiskast" og grýtti helmingi af diskunum sínum í ruslið þó að þeir væru ónotaðir. Og Olaf, sem er venjulega dagfarsprúður, bölvaði á dönsku og enskuog lét einn kennarann heyra það. 'Eg reyndi að halda stillingu minni, en þegar loks hafðist að brenna allt efnið á diskana þrjá, þá fór ég niður á skrifstofu skólans til að afhenda diskana, en þegar til kom þá vildi skrifstofustjórinn ekki taka við efninu, þar sem enn vantaði einn disk til viðbótar, fyrir gagnasafn skólans. 'Eg þrætti við hana og rauk upp í tölvuherbergið og brenndi annan disk, o g svo þegar ég kom aftur til að skila þá vildi skrifstofustjórinn hafa þetta allt í möppum og sorterað og margt smálegt sem var ekki til að bæta skapið. 'Eg bölvaði henni í sand og ösku á íslensku, og skilaði af mér með þungum svip. Hún, þ.e skrifstofustjórinn, reyndi að gera mér grein fyrir að þetta væri  ekki hennar sök, og þegar ég reyndi að útskýra fyrir henni að ég væro búinn að sofa allavegana í 5 tíma, þá eins og við var að báust sagði hún að þetta væri ekki hennar sök. Þannig að ég rauk út, strunsaði heim í sólskini og hitamollu, og þegar heim var komið, þá lagðist ég til svefns og svaf frameftir degi. Og þegar ég vaknaði um kvöldið þá var ég aðeins endurnærðari, en samt þreyttur. Vinir minir, Janko og Marina komu svo og kíktu á mig með  afmælistertu, enda var gærdagurinn afmælisdagurinn minn. Við átum tertustykkin og fórum svo upp í skóla, þar sem mér tókst að vinna Janko loks í billjarð. Enda sagði Janko að ég væri orðinn ansi slyngur. Þannig endaði sá dagur.

Og svona í lokin: Þessi tónlist hélt mér gangandi: Johnny Cash, Primal Scream, Moby, Bob Marley, og í lokin, Talking Heads, með uppáhaldslaginu mínu, Road to Nowhere. Já virkar hálf asnalegt þar sem ég er á road to somewhere.

Kv

Gilli

 

Hello my friends:

Well, finally I finished my exam project. The last week, was a week of no sleep, cola drinking, bisquits, stress, and  many hours of sitting in front of my computer screen. And yesterday when I turned in my exam project I had red eyes, I hadnt shaven for a week or so, probably forgot to take a bath, and feeling sloggy. And to add to this, the computers in the it-center of the school couldn burn cd´s, and that wasnt to make me and many other of my classmates happy. One  of my classmates threw half of his cd´s into the wall, and was just shouting and screaming. My group member, Olaf who is on a regular day basis a calm guy was just swearing and cursing in danish and english. And after complaining to the teachers and finally managing to burn the cd, another problem arose, when I tried to deliver  my material, the office manager gave me hard time concerning the way it was delivered. As it was I was not in a good mood and unfortunately I took it out on her, and after finally adjusting to the demands sweared at her in icelandic, and just walked out. I came home, tired, and took a good sleep until late in the evening. Then I woke up, and shortly afterwards meet up with my friends, janko and Marina, who came with cake pieces, as it was my birthday yesterday. What a day. We went to school and played some pool, and I managed to finally win Janko in pool. Today I am just gonna take it easy, enjoy the sun and clean my room, it is unhabitable at the moment. Later.

With this music I survived a week of work: Johnny Cash, Primal Scream, Moby, Bob Marley, and in the finals, Talking Heads, with one of my favorite songs, Road to Nowhere, kinda ironic, since I am on the road to somewhere. Hopefully

Bye for now

Gilly 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband