Leita í fréttum mbl.is

SKO

Jæja þá er júrotrashvision hátíðinni lokið. Verð að segja að aldrei bjóst ég við að LORDI myndu vinna þessa keppni, var eiginlega búinn að veðja á annaðhvort Carolu hina sænsku eða Önnu hina grísku. Það er kannski hið besta mál að svo fór, maður skellir sér kannski til Finnlands að ári, til að berja augun hina eina sönnu LORDI og eftirlíkingarnar sem koma munu fram. Hvað skyldum við 'Islendingar senda frá okkur? 'I guðanna bænum, ekki senda Geir 'Olafs, sendum frekar Forgarð Helvítis eða eitthvað, af hverju ekki HAM, þeir myndu rúlla þessu upp. Lærum af reynslunni, svo er Silvíu Nótt fyrir að þakka að við erum ekki beint vinsæl þessa dagana þar syðra.

Gerðist menningarlegur um helgina, kíkti á tvær stórgóðar sýningar, annarsvegar á Eyrarbakka í 'Oðinshúsi svokölluðu, sem á sínum tíma ef mig minnir rétt var veiðarfærageymsla, en er í dag þessi fíni myndlistasalur. ´Listamaðurinn sem var að sýna þar heitir Jón Ingi Sigurmundsson, smellti mynd af honum við eitt af verkum hans. Fyrir áhugasama, þá er hann með heimasíðu, www.joningi.com.  Myndirnar hans eru frá Eyrarbaklkasvæðinu, af húsum og staðháttum, margar skemmtilegar og flottar myndir.Að því loknu brá ég mér á Stokkseyri og kíkti í Hólmarastarhúsið, alltaf nóg um að vera þar. Þar getur að líta nýopnaða sýningu eftir Elfar Guðna, og á sama stað er einnig sýning á verkum dóttur hans, Elfu Söndru, á frekar sérstæðum speglum. Myndirnar hans Elfars Guðna eru magnaðar á að líta, maður getur nánast skynjað krafta náttúrunnar í gegnum þær. Set inn myndir seinna í dag, var eitthvað vesen með tengingar. Uppi í kaffstofunni getur að líta myndir eftir rússneska listakonu, með því sérstæða heiti, Lada Cherkasova, þar getur að líta myndir frá Flateyri og sérstök handmáluð brauðbretti. Kíkið endilega á þessar sýningar, sýningin hans Jón Inga er til 28. maí, sýningar Elfars og Lödu eru til 11 júni. Maður kemur endurnærður út frá svona sýningum.

Var að horfa á hinn "sívinsæla" þátt 'Ut og suður á sunnudaginn, í umsjón Gísla Einarssonar. Meðal viðmælenda hans var Bjartur Logi Y Shen að nafni, kínverskur að uppruna. Bjartur Logi þessi er að nema við Viðskiptaháskólann í Bifröst. Að mörgu leyti áhugavert viðtal, en það sem ég hjó mest eftir í þessu viðtali var endalausa notkun viðmælandans á orðinu SKO, það hefur eflaust komið fyrir í öðru hvoru orði hjá honum. Þeir hjá nýja símafyrirtækinu Sko gætu nýtt Bjart Loga í auglýsingaherferð sinni, þar sem notkun hans á sko var orðin ansi yfirdrifin á köflum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband