Leita í fréttum mbl.is

Dómsdagur-hin hliðin/End of our days-the other side to it

Jæja sæl verið þið:

dómsdagur

Væntanlegir lesendur hafa veitt því athygli að 1001 fyrsti gesturinn datt inn snemma í morgun. Fagnaðarefni í sjálfu sér og um leið er hægt að fagna því að höfundur þessa bloggs hefur afrekað það að búa hér í Danaveldi í mánuði frá deginum í dag, enda var lagt í hann þann 29. ágúst 2006, þannig að nú er maður búinn að vera hér í hálft ár, og hvergi bilbug að finna á manni enn sem komið er. Er enn ekki farinn að fá ógeð að hlusta á kartöfludönskuna, þvert á móti er hún farin að hljóma eins og fuglasöngur í eyrum mínum. Þar að auki hefur veturinn hér verið með eindæmum hlýr og mildur. Að vísu kom kuldakast í síðustu viku með sjaldséðri snjókomu, og tilheyrandi árekstrum, enda við ekki öðru að búast þegar menn eru hættir að fá snjókomu á vissum tíma árs. Fyrir utan þessa snjókomu hefur veðurfarið verið milt og rigningasamt, enda hefur meðaltalsúrkoma ladrei verið meiri þetta árið. Enda falla vist metin hvert á fætur öðru veðurfarslega séð.

Svona er Danmörk í dag, dagarnir eru farnir að lengjast hvað varðar birtu og fuglasöngur heyrist orðið víða. Reyndar hefur fuglalífið eitthvað farið úr skorðum hér, þar sem hegra hafa haft "vetrarsetu" hér sem heyrir til tíðinda þar sem oftast nær þessi fuglategund hefur flogið syðra og lengur á bóginn. Um daginn mátti lesa í Politiken að innan nokkurra ára yrði hætt við því að Danir gætu sýkst af malaríu, þar sem fyrir væri stofn af þessu afbrigði í skógum landsins, og með hækkandi loftslagshita myndu líkurnar á slíku aukast með hverju árinu. Þannig að það er von að menn spyrji sig hvar öll þessi ósköp endi, og hvað þá þegar biskup einn fer hamförum í predikunarstólnum yfir væntanlegum endalokum heimsins. Og nú hafa fleiri kverúlantar bæst í hópinn, því  að múslimar hafa einnig lýst áhyggjum sínum yfir því að dómsdagur sé framundan. Þó eru sjónarmið þeirra önnur, þar sem þeir hafa minnstar áhyggjur af eyðingu jarðar af hækkandi lofstlagsbreytingum.  Þeirra röksemdir fyrir endalokum jarðarinnar taka mið af kennisetningum spámannsins þar sem eitt af táknunum tengdum dómsdegi eru þau að óhófleg neysla á allskyns  víni og fíkniefnum munu  aukast  til muna og um leið muni allskyns hórdómur og framhjáhald aukast einnig. Þar að auki mun verða aukning á jarðskjálftum  og blóðsúthellingum. Þessi orð koma frá einum iman þeirra hér í Danmörku, Abdul Wahid Pedersen, svona til að bæta við dómsdagsræðu biskupsins.

Merkilegt nokk að allt í einu er Bush farinn að tala fyrir auknig í umhverfisvitund, og finnst manni það koma úr hörðustu átt þar sem megnið af menguninni kemur frá Bandarríkjunum og frá Kína og Japan þar sem liggur við að enginn hreyfir rassgatið á sér nema í bíl. Menn ættu að horfa hingað til Danmerkur þar sem hjólreiðar eru með því mesta sem þekkist í Evrópu og komast Hollendingar þar næstir Dönum. Undirritaður getur vitnað um hollustu hjólreiðar og einnig að hjólreiðar slá út margan megrunarkúrinn og um leið allar þessar megrunarpillur og það sem fylgir því. Þar að auki hefur maður veitt því athygli að margur kvenkosturinn á reiðhjóli er með stinnan rass og góða leggi. Enda kjöraðstæður til hjólreiða, hjólreiðastígar víða og tillitssemi gagnvart hjólreiðamönnum er í hámarki, enda vita bílstjórar það að ef þeir keyra niður hjólreiðamann, að það muni verða þeim dýrt, hvað varðar bætur eða fangelsisvist. Jamm, ef menn verða valdir að  slysi þar sem hjólreiðamaður lætur lífið vegna ónærgætins aksturs þá blasir fangelsisvist við mönnum. Enda finnur maður til mikils öryggis hérna þegar hjólað er um göturnar.

Nú er ég farinn framúr sjálfum mér. Þetta átti að vera stuttur pistill, svona break frá lestri um gagnagrunna, asp, html og fleira. Hér fyrir neðan getur að líta mynd af einu af mínum módelum, Katrínu Laufdal, veit ekkert hvort einhver tengsl eru við 'Ola Laufdal sem rak Broadway og Hollywood á sínum tíma, en fögur er stúlkan allavega, burtséð frá ættartengslum.

Untitled-Scanned-01

Læt þetta nægja að sinni.

Hilsen

 

Hi from gilli:

Recently I mentioned in my blogs about a danish bishop here who overnight got so much mediacoverage that he kinda wished that he had not been so blatant. The reason for this huge media coverage is not related to the most asked question ever, if Jesus will return back, and if Elvis lives. No in his sermon he predicted that soon we will enter our final days, due to the changes in Nature and global warming. This you can read in the  Bible, where it says that both sea and heaven will start to warm and also that there will be wars, countries will fight countries, and nations will raise against nations. This sermon has cause much debate here in Denmark, and recently I read that to follow up on this debate, an muslim iman, has predicted that in the teachings of the profets it is said that one of many signs of the end of Earth as we know it, are huge consumption of wine and drugs, and also a increase in illegal sexual behaviour. Also there will be more bloodshed and a increase in earthquakes.  

Suddenly the notion of saving up for a ticket to the Moon sounds tempting, doesn´t it?  After seeing endless rows of sc-fi pictures through my lifespan I am suddenly starting to see that there is some truth in those movies, in a way that man is actually his own terminator. He decides his own destiny by his own actions.

Hilsen

Gilli 

IMG_3795 Here is a picture of martina and lene from germany. Picture taken while preparing pizza for the international committee which held the international dinner.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband