Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Gleðilega Páska/Happy Easter

Hilsen/Hi:

Ætla bara að hafa þetta stutt núna, með páskakveðju og myndum. Myndirnar eru teknar annarsvegar á skírdag þegar yfir 2000 mótorhjól voru til sýnis í miðbæ Esbjerg og svo annarsvegar frá tónleikum BliGlad.

Hi, just gonna have this short, með easter greetings and some pics from the concert with BligGlad and also a motorcycle get together in downtown Esbjerg. Around 2000 motorcycles were on display with their owners.

Bye from Gilliesbjerg 073esbjerg 088esbjerg 113esbjerg 117esbjerg 142esbjerg 141esbjerg 160esbjerg 166


Glaðleg þynnka/Happy hangover

Hilsen:

Jæja, maður skellti sér á tónleikana með BliGlad í gær, og sannast sagna eru þetta stystu tónleikar sem ég hef farið á, í allt 15 mínútur. Nú spyrja menn hverju sæti, jú ástæðan er einföld og verður sögð hér í sem stystu máli. 'I fyrsta lagi er ég íslendingur, og þegar maður fer á tónleika heima þá gerir maður ráð fyrir að tónleikarnir standi lengur en 15 mínútur. 'I öðru lagi "hitar" maður upp aðeins heima og fær sér öllara og tvo. Þetta er nákvæmlega það sem skeði, og reyndar gerðist það að ég lenti á smá fyllerí með foreldrum Izu, ein af mörgum pólskum stelpum sem eru hérna á heimavistinni. Foreldrar hennar voru að borða þegar ég kom inn í eldhúsið og áður en ég gat sagt svo mikið sem jæja var mér boðið upp á þenna fína bjór. Þar að auki eru foreldrar hennar Izu skemmtilegt fólk að tala við, og um tíma skemmti mamma Izu og bróðir hennar sem einnig var með í för sér yfir því þegar ég og Lecha pabbi hennar Izu gátum orðið skilið hvorn annan án þess að Iza túlkaði.  Þegar klukkan var farin að nálgast brottför mína og aðeins betur en það, kvaddi ég pólsku fjölskylduna, hoppaði á nálægt lánsreiðhjól og hjólaði niður eftir í Tobakken. Þegar ég kom þangað og sýnid útprentaðan miðann sem ég keypti fyrir 100 danskar, þá benti dyravörðurinn mér á það  að það væru aðeins eftir 15 mínútur af tónleikunum. Tónleikarnir sem byrjuðu klukkan 9 um kvöldið myndu semsé enda klukkan 10. 'Eg rétt náði að smella nokkrum myndum af dansglöðum dönum og satt að segja einni líflegustu hljómsveit sem ég hef verið á balli með, fullir af krafti og gleði. Og á slaginu tíu hættu þeir, jafnvel þó menn heimtuðu eitt lag enn, þá voru ljósin kveikt og menn tóku að tygja sig til heimferðar. Þetta var stutt. En þarsem maður er nú orðinn heimavanur, þá skellti ég mér í "holuna" mína, sem heitir Trappen og er vel falinn bar innaf göngugötunni. Þar heilsaði ég upp á nokkur kunnugleg andlit og eyddi þar kvöldinu þangað til ég fann að ef ég ætlaði að hjóla heim á lánshjólinu án þess að valda mér og öðrum skaða þá yrði ég að takmarka drykkjuna. En þegar heim komið þá sagði til sín drykkjan fyrr um kvöldið með Izu og fjölskyldu hennar og svo bardrykkjan, þannig að ég skreið upp í rúmið og sofnaði svefni hinna svefndrukknu.

Dagurinn í dag hefur verið týpískur þynnkudagur, gerði lítið annað en að glápa á framhaldið af Pirates of the caribbean, og gat ég ekki betur séð en að mynd númer þrjú sé á leiðinni. En sú spurning vaknar, hvort Johnny Depp leiki í númer þrjú, þar sem hann virtist hafa týnt lífinu í númer tvö. Sjáum til.

En annars, þá tekur maður helginni með rólegheitum. Hef nánast búið undanfarna daga niðri í FamilieKanalen, við upptökur og klippivinnu. Reyndar skeði frekar fyndið atriði á miðvikudeginum, þar sem til stóð að taka upp tvö viðtöl, og sá sem átti að mæta í fyrra viðtalið mætti ekki, þannig að Lasse þurfti að finna leið til að fylla upp í tímakvótann sem hann hefur varðandi útsendingu. Eftir að hafa klárað upptökur á síðara viðtalinu, spurði Lasse mig hvort ég væri til í að vera aðeins lengur, hann ætlaði að lesa uppúr bók til að fylla upp í tímarammann sem upp á vantaði, semsé 65 mínútur. 'I heilar 65 mínútur sat Lasse og las viðstöðulaust upp úr bókinni, og um tíma lá við að ég sofnaði á við að hlýða á lesturinn ef ekki hefði komið til lítil fluga sem gerði Lasse lífið leitt með því að snusa í kringum nasaholurnar hans og hann reyndi að  blása hana frá sér en ekkert gekk. Þannig að Lasse lét sig hafa það og las, og flugan sveimaði í kringum hann út alla upptökuna.

Jæja elskurnar, mér er reyndar farið að líða eins og vinsælli skáldsögu, þar sem lesendafjöldi minn hefur hækkað frá 90 upp í 158 manns á einni viku. Ekki veit ég hver ástæðan er, en ánægjulegt er það ef einhver hefur gaman af að lesa þessa pistla mína, sem enn sem betur fer eru ekki farnir að fjalla um klósettferðir eða hvaða tannkrem ég noti. Haldið því áfram að lesa þetta "andlausa" blogg mitt.

Kíkið á myndirnar í næsta bloggi mínu. 

Gilli

Hi from Gilly

As beforesaid I went to a concert with the danish reggae band called BliGlad, but I only managed to get 15 minutes of listening to them. The reason to that is because that before I left I sat down to eat with Iza parents, she is one of many polish girls here, and her parents were her for a visit. I was offered a polish beer, and after a couple of these beers I saw I was running late, so I jumped on my bike and biked down to Tobakken. When I came there I found out that the concert which had started at nine would soon be over around ten. So I had like 15 minutes to enjoy the best of BliGlad. Maybe this is related to that I come from Iceland and there concerts last longer than one hour, because the bands know there that people are coming to have good time for more than one hour. So either these guys in BliGlad only have 5 songs on their sheet list or they have gotten so famous that they dont need to play longer than an hour.

But afterwards I decide to go and drink my "sorrows" in a nice dive nearby, a bar called Trappen, where the drinks are cheaper than average and the music and atmosphere is really relaxed. There I sat and had a couple of drinks and not to repeat what happened to me after last years pubcrawl I bicycled home a "straight" line, without even meeting a police car. When I came home I was kinda wasted after drinking with Iza parents, so I hit the bed and woke up this morning feeling really hung over, but in a nice way, so I just have spent the day, reading and reorganizing my room. Now I have a refrigerator, a vacuum cleaner, and actually I dont have any more space to fill up with stuff, so thats it  until I move out to a bigger apartment.

Well my dears, I feel like a popular library book, my reader has gone up from 90 to 158 per week, which is nice. I am always wondering why people like reading my blog, to me it is just a method to do wind off the week and its happenings. But still nice if people like reading it anyway.

So until later my friends. Happy Easter. Take a look at the pictures in my next blog.

Gilly 


Prufið þennan link/Try this link

Hilsen:

Er Raji kominn aftur í vinnu hjá mogganum? Allavegana næ ég ekki að fara inn á linkinn hjá bliglad í gegnum moggavefinn, en kannski af því að ég er með Mozilla Firefox. En hér er sami linkur:

http://www.bliglad.dk/ 

 Gilli

Hi:

I am wondering what happened, why I couldnt go to this link, so I am putting in the same link again. Maybe because I have Mozilla, I am not sure. But try this one:

http://www.bliglad.dk/ 

 Gilly
 


'Eg er glaður/I am glad

Hilsen:

Jæja, sól skín í heiði, og dagurinn lofar góðu. Er að fara að vinna niðri í FamilieKanalen, við upptökur. Að því loknu stendur til að flytja ísskápinn heim. Var að panta mér miða á tónleika með dönsku hljómsveitinni BliGlad sem ég sagði ykkur frá fyrir skemmstu síðan. Hér er linkur á heimasíðuna þeirra, www.bliglad.dk.  en þeir munu spila í Tobakken, sem er eitt af aðaltónleikahúsunum hérna. Tek að sjálfsögðu með mér myndavélina til að stafræna atburðinn ('i staðinn fyrir að festa á filmu, það er liðin tíð, nú stafrænir maður).

Nú að öðru leyti er þetta hefðbundinn mánudagur, að því undanskildu að það er enginn skóli, þannig að maður svaf aðeins lengur fyrir vikið. Var að horfa á dvd myndina Black Hawk Down í gær, sem fjallar um þáttöku Bandarríkjamanna í Mogadishu, og vandræðin sem þeir lentu í stríðsrekstrinum þar. Myndin er náttúrurlega yfirdrifin af skotbardögum og spennu, en um leið vekur upp spurningar um veru og tilvist bandarríkjamanna yfirleitt, og hversvegna þeir þurfa að skipta sér af öllu kviku sem hreyfist víða um heim. Það er aðeins eitt orð yfir þá hreyfingu og það er OLÍA. Enda kemur það ekki á óvart í þessu hamborgarasamfélagi þar sem bíllinn er stöðutákn númer eitt og svo fylgir byssan þar á eftir.

En burtséð frá pólitík, þá var þetta bara ágætis afþreying, enda langt síðan maður hefur getað horft á dvd mynd inni í herbergi hjá sér.

Jæja, sólin og vinnan kallar. 

Gilli

Well today I woke up a little bit later than usual. We have started our easter vacation at my school, so I slept  a little bit longer. Also I was watching a dvd movie called Black Hawk Down, which focuses on the involvement of Americans in Mogadishu. A traditional movie, with lots of action and shootout scenes, and also the typical underline of the superior and ruler of all rights and claims in this universe, USA and their endless effort to "free" countries and people from tyranny.

OK, not going more into that, but just to say, that this was a ok movie to watch. Nice to see some dvd finally after I have uploaded my pc, it is much more powerful now.

I am going to a concert with the danish reaggea band, BliGlad, which are playing here in Tobakken on thursday. Gonna take my digital camera with me and take some digisnaps of the band and people.

Otherwise today, the sun is shining and I am going down to FamilieKanalen to do some work and then I am gonna try to move my new refrigerator back home.

So, thats my day today, dear friends.

Bye

PS: Here is a link to the website of the danish band, www.bliglad.dk 


Hann Olaf

Hilsen:IMG_4434

Jæja, dagur að kveldi kominn. Hitamolludagur, hitinn eflaust farið uppfyrir 15 stigin. Við Olaf tóku daginn snemma, hann var mættur um hálfeittleytið, vill sofa út á sunnudögum, eins og undirritaður. Var reyndar að lesa um daginn, að danskt atvinnulíf hygðist taka tillit til bæði A og B persónuleika. Fyrir þá sem vita það ekki, þá eru til tvær manngerðir af mönnum, A menn(ekkert tengt AA) sem eru vaknaðir fyrir allar aldir á morgnana, búnir með morgunverkin og komnir af stað í vinnu, og þegar heim er komið, komnir í svefn fyrir klukkan 11, og þá búnir að afreka margt, með morgunhanalíferni sínu. Svo eru það B mennirnir(ekkert skylt við Framsókn) sem eiga í mestum erfiðleikum með að lyfta augnlokunum, fyrr en seint og síðarmeir, svona uppúr klukkan 9 eða 10, og eru oftast þá búnir að vera að vinna langt frameftir í tölvunni, eða einhverju mjög mikilvægu, t.d námi. B menn  hafa oftast nær aldrei hlotið náð og tillit hjá atvinnurekendum sem telja það merki um mikinn veikleika að geta ekki vaknað á morgnana eins og allir aðrir og vera mættir á réttum tíma. Nú hef ég bæði verið A og B maður, og oftast nær tengt atvinnu. Verð að viðurkenna, að B lífernið hefur átt ágætlega við mig, er reyndar þannig að ég er miklu virkari á kvöldin, þegar sól er sest, þá er ég kominn á flug í lærdómi og því sem þarf að klárast. Næ oftast að rífa mig á fætur fyrir klukkan 8 á morgnana, en svona þegar líða fer á vikuna, þá eru augnlokin orðin ansi sigin.

Nú, en ég er kominn langt útfyrir efnið, sem er það að sem fyrr segir að danskt atvinnulíf hefur ákveðið að setja nýjar reglugerðir í atvinnulögin þess efnis að nú geta menn "teygt" á mætingarskyldu sinni, sérstaklega ef þeir eru B menn, þannig að nú geta B menn mætt um 10 leytið, í staðinn fyrir hefðbundna sjö skyldu á morgnana. Að sjálfsögðu vinna B menn lengur og það er mat atvinnurekenda að þeir verði afkastameiri, en svo á móti koma lög um yfirvinnu, þannig að B menn þurfa að leggja ansi mikið á sig til að afkasta jafn mikið og A mennirnir. Það kemur í ljós hvernig  fer, en þetta er enn eitt dæmið um danska umburðarlyndið, sem stundum getur farið út í öfgar.

Nú, en þetta blogg á að fjalla um danskan skólafélaga minn, Olaf Kofoed Berthelsen, sem er ekki ósvipaður sjálfum mér, af "survivor" ætt, er vanur að redda sér. Þegar við vorum að vinna í tölvunni í gær, þá benti ég honum á það, að hann er í vitlausu námi, hann á frekar að vera í tölvufræði, en margmiðlunarhönnun. Olaf hefur að eigin sögn, sett upp margar tölvurnar, og það er eitt sem víst er, því hann slær mig út varðandi innri búnað tölvunnar, fyrir utan þekkingu hans á hugbúnaði og öllu sem tengist því. Þetta er allt tilkomið, þar sem Olaf hefur alltaf haft lítið fé á milli handanna, o gí staðinn fyrir að láta einhvern gera við tölvuna sína, hjólið sitt, húsið sitt, eða hvað sem þyrfit hverju sinni, hefur hann gert sjálfur. Allt til þess gert að þurfa ekki að punga út peningum. Svo afturámóti þekkir hann "kerfið" út og inn, og í byrjun skólaársins, háði hann baráttu við kerfið, sem hafði skikkað hann með tveimur valkostum, annars vegar að setjast á skólabekk, eða hefja vinnu á ný. Hann valdi skólanámið, enda eins og hann segir sjálfur alltaf langað til að læra um tölvur, þó fimmtugur sé orðinn. Það háir honum ekki, en aldurinn og skoðanir hans varðandi skólafélagana eru í samræmi við hugsanagang aldurs hans og lífsreynslu.  Olaf veit svo sannarlega hvað lífið snýst um, það er ekki að hanga á msn alla daga, sendandi sms, eða þá að þvælast um lendur netsins án tilgangs. Nei, hans líf á hverjum degi snýst um það þegar skóla lýkur, að verða sér úti um nokkra lítra af vatni, heimsækja móður sína, fara út með hundinn í göngu, hlaða rafgeymana heima hjá sér og ef tími gefst til að læra. Inn á milli er hann að gera vinum sínum viðvik, oftast nær tengt tölvum eða hjálp með af ýmsu tagi.

Olaf býr ekki eins og aðrir, því þarf hann að afla vatns á hverjum degi og sjá til að rafgeymarnir 10 séu alltaf hlaðnir. 'I miðri Esbjerg eru sumarhúsagarðar,  þar sem leyfilegt fermetrastærð á húsunum eru 25 fermetrar. 'I þessum sumarhúsum eru klósettin oftast nær kamrar utandyra. Ekkert rafmagn er leitt í þessa sumarhúsagarða, og því þurfa menn að nota rafgeyma til að hafa birtu innandyra. þar er ekkert rennandi vatn, og því þarf Olaf að verða sér úti um vatn á hverjum degi til að geta notað  fyrir rafgeymana og annað sem til þarf. Þar að auki eru þessi sumarhús ætluð til að dvelja á sumrin, en Olaf hefur búið þar undafarin ár, með lögheimili sitt skráð hjá mömmu sinni.  Lífið er því ansi frumstætt hjá honum, en hann lætur aldrei skína í það, enda alltaf tilbúinn með bros á vör að rétta manni hjálparhönd, og ég hef oft haft það á orði við hann, að hann ætti frekar að hugsa um sinn hag, hvað varðar námið, enda á hann langt í land með námið, enda stutt fram að prófum. Hann hefur samþykkt það, og hefur sagt að þegar við höfum lokið að uppfæra tölvuna mína, þá er það lok lok og læs á alla kunningjana sem biðja hann um smáviðvik.

Olaf hefur hjartað svo sannarlega á réttum stað, og oft vorkennir maður honum, sérstaklega þegar maður lærir meir og meir um lífsbaráttu hans, en hann sýnir engin merki þess að fyrirverða sig fyrir sitt líf, hann þekkir ekkert annað eins og er.

Það er margt hægt að læra af honum, enda er hann óspar á að miðla ýmsum fróðleik, eins og fram hefur komið í þessum bloggpistli.

Jæja, kæru vinir, dvd gláp framundan og svo að skríða upp í rúm. Ætlaði að vera duglegur í gær, en endaði með því að sofna og vakna sitt á hvað í gærkvöldi, var eitthvað þreyttur og framlágur, enda tengi ég við það að þegar maður er á keyrslu varðandi nám og vinnu, og svo þegar maður kemst í frí, að þá lognast maður útaf fyrstu dagana, en svo fer maður af stað aftur.

Heyrumst

Gilli.

 


« Fyrri síða

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband