Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
27.2.2007 | 22:18
Afsakið, hlé vegna bilunar
Hilsen:
langt síðan maður hefur sest niður og skrifað bloggið sitt. Eflaust hafa einhverjir saknað mín, vona það allavegana, og miða við lesendafjölda þá sýnist mér það. Og nú velta menn fyrir sér hverju valdi að ég hef ekki skrifað heillengi. Eða eins og skáldið sagði, eða var það heimsspekingurinn, fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar. Ekki það að ég sé kominn fram á grafarbakkann, langt fjarri því.
'Astæðan er þessi: Þegar maður lendir í veikindum, og getur ekki unnið fyrir sér í lengri tíma, þá gerist það að reikningar hlaðast upp og maður lendir í vanskilum. Þannig fór um internet reikninginn minn, enda var lokað hið snarasta fyrir tæpri viku síðan. 'Eg náði samt að borga reikninginn á föstudegi fyrir viku síðan, og þá tók við frekar heimskulegt kerfi. Ef maður borgar reikning hérna í sínum viðskiptabanka eða millifærir á einhvern reikning, þá tekur það 2-3 viðskiptadaga að skila sér til viðkomandi banka. Ekki eins og heima þar sem fyrirtæki nota rafræna greiðsluformið til hlítar. 'Onei ekki hér, enda lög sem banna slíkt. Nei í staðinn bíða menn í þessa 2-3 daga á meðan greiðslan fer í gegn. Og ef maður getur ekki beðið þá benda þeir, þ.e ekki bankinn heldur fyrirtækið sem maður á viðskipti við að faxa til þeirra greiðsluseðilinn. Ekki eins og heima þar sem bankinn faxar til viðskiptaðaaðilans. En svona er það í henni Danmörku.
En, semsagt ég er á lífi, sprækur og hef meira en nóg að gera eins og er. Mun blogga um það þegar færi gefst.
Hilsen
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 19:10
Beauty/To be continued
Hi fromGilly:
It was my meaning to discuss the subejct beauty, and as you can see, my blog is really long about that subject, so finally when I was finished with it, I was kinda done. So I am gonna write my thoughts on beauty, tomorrow, that is the 20th of february, for those interested. So stay, tuned.
Bye Gilly.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 19:05
Fegurð/Beauty
Hilsen:
Jæja, þá tekur alvaran við á nýjan leik, þ.e skólinn er byrjaður aftur eftir vetrarfríið. Náði reyndar að mæta ekki í dag, þurfti að sinna persónulegum og um leið fjárhagslegum málum, enda hafa veikindin sett verulegt strik í reikninginn. Er reyndar með tvö atvinnutilboð uppi í erminni, og Chris, pólskur vinur minn, sem reyndar á í sömu veikindum og ég, hann var skorinn upp viku áður á undan mér, skilur ekki hvernig mér tekst að verða mér úti um vinnu, þar sem vinir hans, pólskir þurfa að leggja fram CV og fleiri gögn. Hvað mig varðar, þá held ég að maður hafi eins og fyrr segir þetta "survivor instinct" í sér. Allavegana var þetta ánægjulegur dagur í dag, og eins og komið hefur fram í blogginu, þá hefur maður verið að deila við skattayfirvöld og í dag fékkst ánægjuleg niðurstaða, þannig að það hefur lést töluvert á áhyggjuvoginni. Þar að auki er ég að læra á "kerfið" og núna er ég að reyna að koma í gegn að ég fái sjúkradagpeninga á meðan ég leita mér að vinnu. Er orðinn nokkuð góður og er farinn að hreyfa mig miklu meir og get setið lengur við. Þannig að þetta er allt á batavegi.
Verð að viðurkenna að leti hefur hrjáð mig undanfarið, en þessi leti tilheyrir reyndar áhuga mínum á að lesa námsefnið og undirbúa mig fyrir prófin í júní, þannig að bloggið hefur aðeins liðið fyrir það. En svona til að deila með ykkur því sem tengist námsefninu þá langar mig til að setja á blað nokkrar staðreyndir um skilgreiningu á fegurð. Til þess að skilja fegurð verður maður að skilgreina orðið aesthetics, sem þýðir að mig minnir skynjun eða hinn sjónræni skilningur okkar á fegurð, viðbjóði, gaman, sætt, tilgerð, samræmi, leiðinlegt, skemmtanagildi og sorglegt.
Eins og þið sjáið spannar þetta ansi stóran skala. Tökum sem dæmi um skynjun okkar og viðbrögð, t.d sem við sýnum með andliti okkar. Okkur býður við að sjá skeggjaðan mann með súpu í skegginu, en að sama skapi er súpa ekki ógeðsleg á að líta. En tilfinningar okkar við að sjá hana í skegginu gefur annað til kynna og þar kemur til sögunnar okkar sjónræni skilningur.
Tökum sem dæmi list, hugtak sem margir hafa skoðun á, jafnmargar skoðanir og fjöldi allra listamanna.
Hvað köllum við list, hvernig skilgreinum við listina, fegurð hennar og eðli? Marga rbækur hafa verið skrifaðar um þetta efni og engin ein hefur enn komist að niðurstöðu um listina sem hugtak og gjörning. það er jafnvel spurning um hvort einhver einn getur kveðið upp dóm um hvað list er þar sem hún er síbreytileg og hefur breyst mikið frá því árdaga og enn er hún að breytast.
Hin eðlislæga skilgreining á list er að um er að ræða skapandi list, eða það sem flokkað er sem "fine art". Þar er átt við að notaðir eru hæfileikar til að koma á framfæri sköpunargáfu listamannsins og leið að vekja hjá áhorfandanum skynjun á hinum sjónræna þætti listarinnar og jafnframt vekja áhuga hans á vandaðri list í hvaða formi sem hún er.
Oft þegar list er notuð á hefðbundin hátt þannig að hún vekji sem minnsta athygli, þá vilja menn meina að um sé að ræða iðn, frekar en list, þrátt fyrir mótmæli þess efnis að slík líst eigi jafn mikinn rétt á sér eins hin göfuga list. Að sama skapi greinir menn á þegar list er framsett með það í huga að gera hana söluvæna og um leið að skapa henni frekari grundvöll sem framleiðsluvara. Þá vilja menn meina að listin er orðin frekar að hönnun en list. Þannig að eins og lesendur sjá er skilgreiningin á list ansi víðtæk.
Tökum sem dæmi leiklist. Þegar við horfum á leiksýningu um Hamlet, þá óneitanlega kemur upp sú spurning hversu mörg leikverk erum við að horfa á og hvernig eigum við að geta dæmt um hvort þeirra sé list eða ekki. Kannski er bara um ræða eitt leikverk, leiksýningin sjálf, þar sem margir hafa lagt hönd á plóginn, og þegar að leiksýningin hefur runnið sitt skeið á enda þá endi þar með sköpun listaverksins.
Kannski væri réttast að meta hvern og einn sem kemur að leiksýningunni út frá hans og hennar hæfileikum og það sem var lagt til með sér, og um leið búningana, jafnframt hverja setningu í verkinu? Að sama skapi myndi vandinn einnig eiga sér stað í tónlíst, kvikmyndum, og jafnvel málverkinu. 'A maður að dæma málverkið sjálft, eða listmálarann, eða framsetning listaverksins af hendi starfsmanna listasafnsins?
Um leið og þessum spurningum er velt upp þá kemur spurning um gildi listarinnar. Er hægt með listinni að öðlast einhverja sérþekkingu? Getur listin veitt mann innsæi í mannlega hegðun?
Að sama skapi kemur upp sú spurning hvort gildi listarinnar skipti meira máli fyrir listamanninn en gildi hennar fyrir alþýðuna? Er gildi listarinnar kannski meiri fyrir samfélagið, en gildi þess fyrir einstaklinginn?
Margar spurningar og fátt um svör. Eitt er þó víst og það er að list hefur sterka skírskotun í trúarlegum skilningi, enda hefur listin ætíð verið ráðandi innan kirkjunnar. En að sama skapi spyrja menn hver er munurinn á trúarlegri list miðað við trúarbrögð almennt.
Nú eru menn eflaust farnir að skrapa ansi djúpt í hársvörðinn og botna ekki neitt í neinu. En nú fröum við að koma að kjarna málsins.
Frá því seint á 17 öld og fram til vorra tíma átti sér stað frekar hæg framþróun á hinum sjónræna skilningi Vesturlanda á listaforminu, sem kallað er modernismi í dag. Breskir og þýskir hugsuðir skilgreindu fegurð sem lykilatriði listar og um leið upplifun á hinum sjónræna þætti hennar. Að sama skapi sáu þeir að fegurð listarinnar beindist að sjálfri sér í framsetningu.
'I því liggja vísindin að sjónræn upplifun er skynjun okkar á listinni og framsetningu hennar. Fegurð er því að sama skapi fullkomið tækifæri til að öðlast þekkingu með skynjun okkar á henni. Ef við horfum á rós, þá eru flestir ef allir ekki sama að hægt er að segja um hana " þessi rós er falleg" svo langt sem það nær.
Köfum nú aðeins dýpra í þetta án þess að sökkva of djúpt. Lítum á hinar sjónrænu listir, sem eru oftast nær tengt með sýnum, eða hinni sjónrænni skynjun listamannsins. Ef við horfum á málverk þá erum við um leið að samþykkja málverkið fyrir form þess og innihald og jafnvel skynjum við lykt, hljóð og snertingu ómeðvitað. Framsetning verksins getur vakið hjá okkur þessi sjónrænu skilaboð með innihaldi verksins.
Og ef við lítum í kring um okkur þá eru hin sjónrænu skilaboð svo víða áberandi í nútímasamfélagi. Þau birtast okkur sem, vegakort, auglýsingar (eða marketing), tónlist, sjónlistir, bókmenntir, matarlist, upplýsingatækni, iðnhönnun, borgarlíf(graffíti á veggjum, strætóskýlum og víðar) landslagshönnun og tískuhönnun. Innan allra þessarra geira eru mörg listform í gangi, sem vekja upp hjá okkur á ýmsan hátt sjónræna upplifun, annaðhvort með formi, hönnun, skynjun eða áþreifanlega tilfinningar, en allt á þetta sameiginlegt að innihalda hin mismunandi tákn fegurðargildis.
þar erum við kominn að kjarna þess að geta skilgreint sjónrænu skynjun okkar á fegurð. Tónskáldið Robert Schumann skilgreindi fegurð á tvennan hátt, náttúrulega og ljóðræn. Hin fyrri skilgreining liggur í fullkomnun náttúrunnar, að sama skapi sem hin síðari skilgreining er innra með manninum þegar hann sækir á skapandi hátt í náttúruna. Ljóðræni þátturinn tekur við þar sem náttúrulega fegurðin endar.
Eðlileg skilgreining á fegurð er í það sem er sjáanlegt og í fólki sem er gott. Heilbrigt epli lítur betur út en skemmt epli. Fólk sem er líkamlega hraust og vel útlítandi er flokkað sem líkamlega heilbrigt og fallegt og að sama skapi að búa yfir jákvæðum eiginleikum og um persónulegum hæfileikum.
Skilgreining okkar á persónu sem er falleg getur byggst á almennu viðhorfi eða á sjálfstæðri skoðun okkar, hvað varðar innri fegurð, sem byggjast á líkamlegum viðmiðum eins og persónuleika, greind, reisn, og fínleika, og að sama skapi byggt á hinni ytri fegurð sem afmarkast af , heilsu, æskufjöri, samsvörun á líkamsbyggingu, og útliti.
Til þess að meta ytri fegurð hafa menn notast við fegurðarsamkeppnir. Innri fegurð er þó erfiðara að meta, jafnvel þó umræddar fegurðarkeppnir hafa oft þóst geta metið slíkt hjá þáttakendum sínum. Tökum sem dæmi, Móðir Teresa, margir eru sammála um að hún hafi verið góð manneskja og að sama skapi haft fallegt hjartalag. Að sama skapi þegar Kleópötru er lýst sem fegurð alls þess sem fagurt er sýna peningar frá þessum tíma að hún hafi ekki beint verið andlitsfríð, með skarpa andlitsdrætti , þunnar varir og frekar teygt nef, útlit í dag sem þykir ekki fegurðarauki.
Það er kaldhæðni örlaganna að eitthvað sem telst gott, eins og fegurð hefur í för með sér fórnarkosti og erfiðleika. Fegurð sem slík setur ákveðinn staðal hvað varðar viðmiðun og það getur valdið óbeit og óánægju þegar eftir fegurðinni er sóst. Fegurð í hvaða formi sem hún er hefur örvað mannsandann í gegnum tíðina , en að sama skapi hefur ásóknin í fegurðina ýtt undir lýtalækningar og átröskun. Of mikil áhersla á hina líkamlegu fegurð getur grafið undan mikilvægi innri persónu okkar og að sama skapi orðið áþján sem veldur um leið ákveðinni ójöfnu í samfélagslegu tilliti.
Rannsóknaraðilar vilja meina t.d að myndarlegir stúdentar fái til dæmis betri einkunnir en venjulegir stúdentar. Myndarlegir sjúklingar fá meiri persónulegri og betri þjónustu hjá læknum . Einnig hafa kannanir sýnt að myndarlegri glæpamenn fá lægri dóma en þeir sem eru ekki eins andlitsfríðir.
Hvað varðar laun þá er það vísindalega sannað að fólk sem er ekki eins myndarleg fær lægri laun sem nemur 5-10% en sá myndarlegi sem er með 3-8% meira en sá ómyndarlegi.
Og til að slá botninn í þetta, þá er sú skilgreining á fallegu fólki ansi rík hvað varðar lífsstíls fallega fólksins í tísku, framkomu, mat,bílaeign, og húseignum. Þessir hópar eru oftar spegilmyndir hins ljúfa lífs og um leið setja ákveðin viðmið fyrir ríkidæmi margra aðila innan þessara geira, eins og fyrirsætur og leikara. Og um leið speglar almenningur sig í ríkidæmi fallega fólksins með draumum sínum og þrám.
Svona í lokin þá langar mig að benda ykkur á sem hafið náð að lesa ykkur í gegnum allan þennan texta, að ef menn vilja meta hversu "fallegir" eða aðlaðandi þeir eru útávið, þá geta menn kíkt á vefsíðu sem heitir www.hotornot.com. Þar er hægt að gefa einkunn fyrir hvert það andlit sem kemur fyrir og bera svo saman á eftir hvort mat okkar hafi verið í samræmi við annarra. Því að oftast nær er það þannig að það sem öðrum finnst fallegt, finnst okkur kannski ekki fallegt. Prufið þessa síðu.
Læt þetta nægja að sinni. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir um "list" sem menn vilja meina að sé "outsideart" og eigi ekki upp á pallborðið hjá hinum almenna listgagnrýnanda. Hægt er að skoða þessa list á www.rawvision.com
Hilsen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 14:13
Hugulsemi/Thoughtfulness
Hilsen:
Munið þið eftir karma? Ekki hljómsveitinni Karma frá Selfossi, heldur hinni búddiskri hugsun um að það góða sem þú gerir öðrum, mun skila sér tilbaka til þín margfalt. Maður uppsker eins og maður sáir, ekki satt?
Góð vinkona mín, sem les þessa "gáfulegu" pistla mína hvern dag, gefur sér tíma til þess þrátt fyrir mikið annríki við nám og vinnu, tók sig til og sendi mér pakka. Fékk tilkynningu í póstinum þess efnis að mín biði reyndar bréf, og þar sem "gamlar" syndir elta mann stöðugt, þá bjóst ég við að um væri að ræða eitthvert opinbert bréfið að heiman, sem tilkynnti manni að draumurinn væri úti, best að hypja sig heim og standa skil á gjöldum og syndum fyrri tíma, og sökkva sér enn á ný í hringiðu stressins, áhyggjur og heiladofinnar þjóðmálaumræðu. En ónei, þegar ég sótti bréfið, sem reyndist vera pakki að heiman, stóðst ég ekki mátið, og opnaði hann. Upp úr honum kom Vikan, Mannlíf, Séð og Heyrt, fersk blöð að heiman, og til að toppa þetta, Hraunbitar frá Góu og Appolo Lakkrís. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í mínu lífi, og það skal viðurkennast að það hefur hvarflað að manni að gefa þetta nám upp á bátinn,, snúa heim, játa mig sigraðan, og slökkva á mér á nýjan leik, og fljóta áfram stefnulaust eins og var um langan tíma. En eins og vinkona mín, sem hefur ferðast með mér víða veit og þekkir, þá get ég verið þrjóskari en fjandinn sjálfur, og er ekki tilbúinn til að játa mig sigraðan, þrátt fyrir veikindi og atvinnuleysi. Frekar spýti ég í hnefana og læt mig hafa það og böðlast áfram í þessu námi.
'Imyndið ykkur ef allir hugsuðu neikvætt, það yrði engu komið í verk, engin sköpun ætti sér stað, engar athafnir yrðu framkvæmdar, ef menn létu slíkt standa í vegi fyrir sér. Tek sem dæmi þær neikvæðu hugsanir sem ég hef orðið að ýta til hliðar:
1. 'Eg er alltof gamall
2. Þetta nám er ekki fyrir mig
3. 'Eg get ekki búið á stúdentagarði með yngra fólki en ég sjálfur
4. 'Eg vil ekki læra dönsku
Þetta eru bara örfá dæmi um hvað hefur stundum farið um huga minn, og með ákveðinni "sálfræði" og heilbrigðri skynsemi sem maður hefur ýtt þessu til hliðar. Ef ég hefði hugsað svona, þá hefði þetta ekki gerst:
1. 'Eg hef eignast marga góða vini
2. 'Eg hef öðlast trú á sjálfum mér, sem skapandi einstaklingi
3. 'Eg hef kynnst fólki frá mörgum löndum og viðhorfum þeirra.
4. Með því að læra dönsku hef ég ákveðið forskot og hæfni sem mun nýtast mér þegar námi lýkur.
Þetta og margt annað hefur einnig sýnt mér það að ég hef lært heilmikið um sjálfsbjargarviðleitni, að standa á eigin fótum og kynnast af eigin raun þess að vera fjarri heimalandinu o göllu því sem er kærast þar.
En um leið kemst maður að því hverjir eru vinir manns, þeir vita það sem lesa þessa pistla mína, og hinir sem hafa veitt mér stuðning, það er á slíkum stundum sem maður veit hverjir eru vinir manns.
Það er miklu meiri auðæfi en peningur í banka, að eiga góða vini og rækta þá. Vináttu er ekki hægt að verðleggja, góð vinátta er miklu meiri ávöxtun sem skilar sér á löngum tíma, með skilningi, umburðarlyndi og umfram allt virðingu.
Þannig að þegar maður fær svona pakka að heiman, þá er ekki laust við að slíkt færi mann heim sanninn um það er einhver sem hugsar til manns, og fyrir þá hugsun fær viðkomandi ástarþakkir fyrir.
Takk fyrir Inga mín.
Hi from Gilli
A good friend of mine in Iceland, with whom I have traveled with to Central America and the Faroes Islands, decided to surprise me in a nice and thoughtful way. She sent me a package, and when I picked up the package this morning at the postoffice, I was truly surprised, because in the package were magazines from Iceland and candy. For the last weeks or so I havent been feeling well as many of my blogreaders know, and to receive a package like this, and the thought behind it made me really go tender, for the thoughtfulness of this friend of mine. It can sometimes happen that when we are down and not feeling very positive about ourselves and our ongoing things in life, that when a gesture like this happens that we gain a new meaning of friendship and having a good friend matters more than having heaps of money.
As we all know, money cant buy you a true and everlasting friendship. It can maybe draw people to you, but in overall to have a good friend, whom you have known for a long while and gotten to know him or her and their qualities and personalities, counts more in that way. And also to "invest" into a friend and a relationship for many years brings back more in the way of understanding, respect and above all, a true and meaningful friendship that has survived years of getting to know each others "quirks and antics" I think that matters. It is a known fact that when we have some personal crisis in our lives, that is then when we know who are our friends in time of need.
So, today I am richer than I was yesterday, of knowing my friend from home, and also her gesture has lifted my day and made it more pleasant today. A little karma that will later on aspire back to her, multiplied. Think about it.
Bye from Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 09:10
The link
Hi again:
Forgot the link:
http://www.youtube.com/watch?v=x0_xuws9nds&NR
Take a look at it.
Bye
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 09:05
Youtube.com
Jæja sæl verið þið. Maður er kominn aftur á flug við upplestur á námsefni og fleiru. Setti upp forrit í fyrradag og reyndar er tölvan orðin svo smekkfull og hæg að það stefnir í að uppfæra hana á nýjan leik, enda hefur maður verið að setja inn forrit og bækur sem maður hefur sótt á netið. Hvar væri maður staddur ef maður hefði ekki internetið. Tek sem dæmi, að ef maður er eitthvað blankur og þarf að kaupa sér rándýra bók, þá snýr maður sér að leitarvélinni google.com, slær inn bókina og stuttu seinna er maur byrjaður að hlaða hana niður.
Hlóð um daginn 700 síðna bók varðandi námsefni, enda þessa dagana er maður skítblankur út af þessarri aðgerð. Enda er maður að reyna að sækja rétt sinn varðandi dagpeninga í danska skattkerfinu. Eins og gengur og gerist í möppudýrakerfinu, þá þarf maður að fylla út endalausa pappíra og svo þarf maður að koma þessu öllu frá sér fyrir vissan tíma.
Nú og svo til að mæra enn eitt skemmtilegasta við Netið, er youtube.com, sem inniheldur margt skemmtilegt, eins og komið hefur fram á þessum bloggpistlum. Hér er skemmtilegur grínþáttur, um þegar Bush er forvitnast hver er næsti forseti Kína:
http://www.youtube.com/watch?v=x0_xuws9nds&NR
Nokkuð góður og maður getur brosað út í annað.
Af öðrum "domestic" málum hér innanlands í Danmörku er það að frétta að fyrir skemmstu kom það fram í dagblaðinu 24timer að bandarrískt flugmóðurskip sem statt var í höfn í Kaupmannahöfn í október síðastliðnum, hafi meinað þyrlu að fljúga innan 5.3 km radíusar frá skipinu. Um borð í þyrlinu var kvikmyndatökuteymi sem var að mynda fyrir vinsælan sakamálaþátt sem heitir Anna Pihl. Þegar þyrlan flaug nálægt flugmóðurskipinu var haft samband við hana frá flugmóðurskipinu og henni bent á að yfir skipinu ríkti no fly zone, og ef flugmaðurinn færi ekki eftir þessu þá yrði hún skotin niður, með eldflaug.
Eins og gefur að skilja hefur þetta vakið upp umræður hvort Bandarríkjamenn geti ákveðið upp á sitt einsdæmi flughelgi yfir skipum sínum og þá með tilliti til svæðisins sem þeir afmarka, og þá einnig með þessarri hótun, sem menn deila um hvort hafi verið sögð eða ei. Þar að auki finnst mönnum að með þessu athæfi sé sýnt enn meir fram á varðandi hysteríu bandarríkjamanna um hryðjuverk, og að það sé ekki til fyrirmyndar að æpa stöðugt úlfur úlfur, þegar enginn voði var á ferð. Hvað varðar kvikmydatökuteymið, þá er framleiðandinn ósáttur við þessa skipun þar sem hann hafi tapað 40.000 dkr þennan dag út af þessarri skipun frá flugmóðurskipinu.
Svona til að bæta við þetta í lokin, þá er ég svona inn á milli námsefnis að lesa bók sem heitir The Bushes, en bók sú fjallar um uppruna George W. Bush, og verður að segjast eins og er að bókin er áhugaverð fyrir margar sakir. Myndin sem fylgir þessarri grein er kannski nokkuð lýsandi dæmi um "tak" bandarríkjamanna á heiminum í dag. Myndin er reyndar tekin í Amsterdam og satt að segja minnir mig að þetta hafi verið eitthvað grín í gangi, engin alvara að baki, enda hefði ég ekki gengið lifandi frá þessum atburði ef svo hefði verið.
Hilsen.
Hi from Gilly:
Well , lazyboy is back reading the teaching material. I think I am gonna ask for my next xmas present a chair called "lazyboy".
I have also in between reading been watching youtube.com, and found this link, it is about when president Bush is enquiring Condelezza Rice about who is president of China. Take a look at it.
Also I am reading a book called The Bushes and this book is about the forfathers of president Bush, and it is actually very interesting.
In the domestic news, I was reading about an incident that happened in the harbour of Copenhagen in october. A danish filmcrew was flying above an american battleship , to add some footage for a popular danish show called Anna Pihl. When flying closer to the ship they received a message from the ship that if they didnt pull away the helicopter would be shot down, on the grounds of that there was a no fly zone over the ship, and the helicopter was violating that fly zone.
This incident has cause a lot of discussion about the reigning authority of the Americans and also the threat that followed, and not many danes are very happy about that a battlehsip can control the airzone over Copenhagen. The arizone was limited to a range of 5.3 km, so that is wide stretch of airzone.
The debate is also about why the major of Copenhagen didnt make a complaint, instead of being manipulated by the american authority of the battleship. And the producer of the film crew is also wondering who to sue for the 40.000 dkr that he lost that day. The picture following this article is maybe a good example of the "grip" that reigns in the world concerning terrorism. the picture was taken in Amsterdam, and I think this was some street display, a comedy act.
Well, time to get ready for my visit to the clinic.
Bye from Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2007 | 20:29
Endalaust faðmlag/Endless hug
Hilsen:
Ok, það verður að viðurkennast, maður er einfaldlega latur þessa dagana, það er eitthvað slen í gangi. Fór að vísu í dag niður á klinik í hefðbundið skipti á umbúðum, og kom reyndar út frekar áhyggjufullur, þar sem viðkomandi hjúkka vildi meina að hugsanlega þyrfti ég kannski að fara í aðra aðgerð til að fjarlægja einhverjar dauðar húðfrumur í sárinu. ÆÐISLEGT, get ekki sagt að þetta hafi vakið mikla gleði hjá mér. En að sjálfsögðu mun læknir ákveða frekar um það þegar ég fer í næstu læknisheimsókn mína innan tveggja vikna eða svo. Nú eftir þetta, fór ég niður í Grádybet, en það er skóli þar, en ég er svona lausamaður í tölvuveri skólans, og er þessi skóla í umsjá skólans. Þar vorum við að hlaða niður (downloada fyrir þá sem skilja ekki orðið hlaða) niður nýrri útgáfu af Windows XP. Eftir tvo tíma var ég farinn að finna til mín, þannig að ég kvaddi gengið.
Svona til að fá útrá, þá skil ég ekki eitt, hvernig stendur á því að þegar maður leitar til opinberra stofnanna, að þar fyrirfinnast fáir sem tala ensku, og enn skrýtnara er það að senda manni bréf og fleira á dönsku frá þessum opinberum fyrirtækjum. Maður spáir í þetta, af því að í landinu eru að því talið er yfir 30.000 innflytjendur, og mér er til efs að þeir séu altalandi á dönsku þegar þeir leita sér félagslegrar aðstoðar. Þannig að það er von að maður spái í þetta. Einu sinni, þegar ég var nýkominn hérna og var að "melda" mig inn í þjóðfélagið, varðandi cpr, sem er kennitalan hérna, þá spurði ég viðkomandi hvort hún talaði ensku, og hún sagði já, og hélt áfram að tala dönsku. Fyndið.
Jamm. Allavegana í gær, þá voru ég og Mustafa, nágranni minn á þessarri hæð, alveg að klikkast úr hlátri, Fyrir þá sem þekkja til youtube.com þá er margt skemmtilegt þar, og þar á meðal eru upptökur úr American Idol, frá hinum og þessum löndum, og svo X-Factor. Mustafa hafði verið heima hjá sér um he lgina og dottið inn á þátt frá hinu sænska American Idol, og var enn að hlæja að einum þáttakandanum. Ég ætla að láta nokkra linka fylgja hérna og um að gera að kíkja á þetta. Og svona í lokin er linkur þar sem einhver háðfulg, tekur fyrir Courtney Love og Pamlu Anderson, gjörsamlega móðgar þær upp úr öllu valdi.
http://www.youtube.com/watch?v=_t1W3U2Nm_I
http://www.youtube.com/watch?v=8Zop1vwwKE8
http://www.youtube.com/watch?v=gKs0_RHIPxw
sláið siðan inn á leitarvélina: courtney and pamela roasted. Gat ekki sett inn linkinn þar sem viðkomandi video inniheldur slæmt orðbragð. Prufið að kíkja á þennan link. Og svo í restina:
http://www.youtube.com/watch?v=fN1dPtEph2U Þessi er frábær.
Nú svona í lokin, þá er hérna mynd af "pari" sem er búið að liggja í faðmlögum í 5.000 ár. Geri aðrir betur.
Til hamingju með Valintínusardag, allir kvenkyns lesendur mínir.
Hilsen
Gilli
Hi from Gilly:
I have a confession to make. I am lazy, I have realized this for the past days now. Maybe it is the winterbreak, maybe too much reading last week, or just I was born like this. Hard to say. But I managed in my laziness to go to the clinic and to get a question from my nurse if I might need another operation to reomove dead skin cells in the former operation. NICE, I cant say I was jumping with joy when I came out. So afterwards I went to the IT-Center at the school and did some work for two hours or more. Then I could feel that I couldnt do more that day, so I signed off to go and do some personal work for myself. That included talking to a official organization concerning my rights for some sickmoney, and to tell you the truth, after trying to understand the danish person, who only spoke in danish, and couldnt speak any english, it just made me more mad. Afterwards I thought, are the danes stupid? I mean there are like over 30.000 immigrants in the country, and it is kinda dumb to make the demand that they all understand and speak danish. I have come across this in official letters sent to me and other people at the kollegiium, and also in the official sector. It is more of a majority that they speak danish to you, as their english knowledge is limited. Even at the hospital, most of the doctors had a hard time at explaining to me in english about some medical facts.
Last nigt me and Mustafa were laughing at some flicks from youtube.com. I have put the links here for those interested to look at:
http://www.youtube.com/watch?v=_t1W3U2Nm_I
http://www.youtube.com/watch?v=8Zop1vwwKE8
http://www.youtube.com/watch?v=gKs0_RHIPxw
http://www.youtube.com/watch?v=fN1dPtEph2U
Have a good time.
And as my final lazy words, here is a picture of a couple who were discovered after a dig. They were found in this position, embracing each other, for nearly 5.000 years. That is a nice hug, and a record breaker.
To all my female friends, Happy Valentinsday, miss you all.
Bye from Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007 | 20:57
Vetrarfrí/Winterbreak
Heil og sæl:
Jæja, maður er allur að koma til, er hættur að hreyfa mig um eins og gamalmenni og orðinn liðugri. Vaknaði eftir ágætis "tortillapartý" á fjórðu hæðinni, en þegar ég og Chris, kíktum í gær þá voru íbúarnir á fjórðu hæðinni að undirbúa allsherjar tortilla mat, með kjöti, paprikum quatamole sósu, jalapeno go ýmsu fleiru góðgæti. Fyrst þegar við komum voru svona 10-15 manns mættir, en eftir klukkutíma eða svo var hópurinn orðinn þetta 30 manns, og þegar allri matargerð var meira en nóg til handa öllum. Þó má segja að eldhúsið hafi ekki verið kræsilegt á að líta, enda er þetta eldhús ekki vinsælt hjá þrifadeild Ungdomsbo á mánudögum. En allavegana góður matur og skemmtilegur félagsskapur.
'I dag er ég búinn að vera latur, vakanði sem fyrr segir, fór niður á klinik, rölti í gegnum skóginn, og þó kalt væri í veðri, þá voru fjölmargir dúðaðir danir á ferð. Var að velta fyrir mér hvort hjúkkan sem meðhöndlaði mig hefði lent í einhverju leiðindum, því að hún reif plásturinn rólega af og svo þegar kom að neðri hlutanum, þá svipti hún honum af með rykk. Von að maður pæli, eins gott að þessar hjúkkur séu ekki illa upplagðar, nógu mikið er á þær lagt.
Þannig að ég hef nú mest lítið setið við lærdóm, enda tel ég mig hafa verið ansi duglegan undanfarna viku, við að gera æfingar í flash, database, html, og að lesa fleiri fleiri síður í business og marketing. Réttlæti fyrir sjálfum mér, tilganginn að eiga frí í dag. Enda erum við enn á ný komin í vetrarfrí, frá 12 til 19 febrúar, þannig að sá tími verður notaður grimmt, heima og upp í skóla.
En svona til að sýna ykkur að ég hef ekki verið með öllu latur þá ætla ég að kynna fyrir ykkur nokkur ótrúlega léleg og illa hönnuð umslög og einnig, verstu tattú sem menn hafa skellt á hina og þessa staði. Bara með því að horfa á þessi tattú þá koma upp margar áleitnar spurningar um andlegt heilbrigði viðkomandi og um leið hvort að sá hinn sami hafi verið með vitund þegar hann ákvað að fá sér viðkomandi tattú. Um leið hef ég sett inn mynd frá ferð minni til Hollands árið 1991. Mun setja inn fleiri myndir á næstu dögum. Er allur að koma til, get setið lengur við.
Byrjum á plötumslögunum:
Plötumslög/Worst ever record covers
Takið eftir textanum á plötuumslaginu, ekki hægt að segja að hann sé laus við fordóma/Notice the text on the record cover, hard to say that is without prejudice
vinsæl hjá kindariðlurum/
This one is probably popular
with sheeplovers
Verstu tattú/Worst tattoos
'Urslít í GrandPrix 2007/Results from the GrandPrix 2007
Þá eru úrslitin kunn hvað varðar hvaða lag danir senda í Júróvisjón keppnina til Helsinki. Lagði sem valið var heitir DQ, eða Drama Queen, sem söngvarinn Peter Andersen syngur í gervi dragdrottningar. Þetta ku ekki vera hans fyrsta skipti í gervi dragdrottningar því að hann ferðast um Danmörk þvera og endilanga með bandið sitt "Turn on Tina, og flytur sólósjóvið sítt í dragi. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem danir senda frá sér slíkt atriði í Júrvisjónkeppnina. Sjálfur segist Peter hlakka alltaf meira til Júrvisjón en jólanna. Lokaúrslitinn fóru fram í Horsens um og á meðal keppenda var annar bróðirinn úr Olsen bandinu með lag sem heitir, Við elskum bara danskar stelpur. Sá brot af þessarri keppni og var eiginlega búinn að veðja á annan hvern flytjandann, fanns eiginlega ólíktlegt að hálfur Olsen myndi keppa í ár, enda varð raunin önnur. Vill þó vekja athygli á fatnaði DQ eins og hann er kallaður, að það er ekki laust við áhrif frá Sylvíu Nótt.
The results are finally clear in the Danish Grand Prix for the song which will be sent to the Eurovison Song Contest in Helsinki, in May. The song from Denmark this year was chosen the song DQ, or the Drama Queen with the singer peter Andersen who sings the song in a drag. This is the first time the Danes send a participant dressed in drag in this Song contest. It will be curious to see how well it will go, considering that LORDI from Finland, dressed as monsters won last year, so who knows. The above picture is of the singer Peter Andersen in his drag.
LAZY
Yes today I have been lazy, because we have a winterbreak once again. So I just went to the clinic, and I am still wondering if the nurse who treated me had a bad weekend, becasue she slowly pulled the bandage of, and then suddenly she tore it of, and that as I have said is much worse than what follows afterwards. So after I came home I have just been kinda moping around and I came across this website with these unbeliveable record covers and tattoos. But tomorrow I am gonna be busy, I am getting better so I can sit now longer, so I am gonna keep on learning more in database and so on. The picture above is taken when I went to the Netherlands with my girfriend around 1991, we traveled around Netherland in trains and jumped off in some cities. There will be more pictures from the Netherlands in my next blogs.
Until later
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2007 | 20:51
Meðal annarra orða/Words of interest
Hilsen:
Sigrassar
Hafið þið heyrt um "hængerröv" Það er danska heitið yfir hangandi rasskinnar unglingana í dag, enda þykir það ekki fögur sjón að sjá lafandi rassa ásamt misfögrum undirklæðum skína uppúr gallabuxunum, sem virðast vera loftlausar þar sem rasskinnar eiga að fylla upp í. Lengi vel hafa menn lítið amast við þessu, en nú gerðist það að skólastjóri við einn unglingaskólann í Hjerting í Esbjerg fékk nóg af þessu og hefur lýst því yfir að ef fleiri slíkir sigrassar sjást í umferð, þá munu umræddir rassar þurfa að hysja upp um sig brækurnar og hætta frekari skólagöngu. Þetta hefur náttúrulega vakið mikil viðbrögð bæði jákvæð, í meirihluta, og neikvæð í minnihluta. Enda foreldrar nánast valdalausir hvað varðar það að hafa áhrif á unglinga í dag, enda hvað vita foreldrar um unglingatískuna í dag? En allavegana þau boð hafa látin vera ganga að nú er nóg komið, hysja upp um sig brækurnar áður en menn mæta á skólalóðina. Einnig hefur umræddur skólastjóri, svoa til að mismuna ekki kynjunum, einnig sett frekari bann við skorur og magarými, það er, stelpur eiga að hætta að láta sjást í magann á sér og um leið að sleppa því að mæta í flegnum bolum án brjósthaldara. Forvitnilegt verður að fylgjast með frekari viðbrögðum við þessu.
Móðir, hvar er barnið þitt?
Flestallir ef ekki allir þekkja þennan texta hans Bubba, sem hann gerði ódauðlegan eftir að kynferðisglæpamaður misnotaði unglingsstúlku fyrir mörgum árum síðan. Þetta eru þörf skilaboð og í dag, þegar börn ráfa um netheima annaðhvort á spjallrásum eða í tölvuleikjum, eftirlitslaus, og ekki síst þegar unglingar byrja að prófa að reykja og drekka án vitundar foreldra, ásamt ýmusm öðrum hættum sem fylgja þessu, þá er ekki þörf á að foreldrar hafi vakandi augu með börnunum sínum. Miðað við það sem maður hefur lesið að heiman að undanförnu, hvað varðar barnaníðinga sem eru að reyna að ná sambandi við börn á spjallrásum, nú eða þá að plata þau upp í bíla til sín, þá veltir maður fyrir sér hvort menn ættu ekki að staldra við og spá í hvað nágrannaþjóðirnar eru að gera. Las um daginn að danskir foreldrar séu að ráða spæjara til að fylgjast með börnum sínum, án þess að þau viti, þegar þau eru úti að skemmta sér, þ.e. unglingarnir. Umræddir spæjarar fylgjast með því hvort unglingurinn sé í slæmum félagsskap og einnig hvort hann sé farinn að neyta eiturlyfja. Eins og gefur að skilja eru ekki allir sáttir við þetta, hvað varðar persónuvernd, og um leið spurningu um traust foreldra gagnvart börnum sínum, en miðað við ástand mála og hversu hart er gengið fram í því að laða unglinga í eiturlyfjaneyslu, þá er það náttúrurlega spurning að bregðast við með einhverjum hætti. Umræddir spæjarar segjast hafa meira en nóg að gera eins og er, enda umræðan í flestum tilfellum jákvæð varðandi starfsemi þeirra.
Ný andlit
Brá mér upp á fjórðu hæðina í gær, en eins og komið hefur fram í umræddum bloggpistlum mínum, þá er það hæðin þar sem flest partýin byrja, áður en menn fara annaðhvort niður í bæ eða í kjallarann. Þegar ég kom upp í gær voru inn á milli kunnugleg andlit og líka ný andlit, fersk og með eftivæntingu í huga, að kynnast nýju landi og nýju fólki. Smellti nokkrar myndir. Setti inn einnig mynd sem tekin var þegar ég gerði grein um Sniglabandið og flæktist með þeim á allskrautlega útihátíð í Húnaveri um verslunarmannahelgi fyrir nokkrum árum síðan. Myndin segir allt sem segja þarf. Læt þetta nægja að sinni.
Hanging ass
Finally, a headmaster at one of the college´s in Esbjerg gave up. He had had it, seeing all his pupils walking around with half of their bare bottoms sticking up from their lowraised jeans. And not to be on the unfair side, he thought that he had to reprimand also the girls for their display of tummies and cleavage, so he passed the word, that if this will keep on, those with hanging asses and cleavages will be expelled from school. As to expect the not everybody is happy, especially those who have their asses on display, but the parents seem to praise this, finally, because they have lost hold of their kids fashion, so this is a heaven sent message.
Someone to watch over me
Well I know that some of my readers have not yet gone into birth, but hsoe who have kids today probably face all the same problems as we did when we were growing up, when our parents were asking us these really annoying questions, like were did we go, did we smoke, were we drinking and so on. Today, with the internet and also drug trafficking at schools and in bars, it is a question to keep more track of your kid. To solve this, some danish parents have hired spies to follow their kids on weekends to check if they are doing drugs, drinking or sabotage. This these parents say makes them more content about their kids, and also secures them that they dont have a problem kid. Of course like in all circumstances like these not many are happy with this BigBrother watching over kids, but of course the question arises, if you dont do it, who will?
Last night I was feeling good, and after talking to Ewa on msn I decided to check on the 4th floor, and those who have been know that the 4th floor is the main party floor in all aspects. As beforesaid there are many new faces at the kollegiium and last night some of these faces appeared to check up on the old faces. Took some snaps, that is not drinks, pictures. Enjoy.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2007 | 20:29
'Itölskukennsla/Italiancourse
Hilsen:
Jamm, jamm og jæja. Þá er kominn föstudagur og ég er aðeins skárri. 'Atti von á heimahjúkrun, en dæmið snerist við og ég rölti niðureftir á klinikið, eða heilsugæsluna þar sem hjúkkurnar vinna. Ekki veit ég hvað skal halda, en samkvæmt hjúkkunni þá verð ég fastagestur þarna næstu vikurnar. Hún var að lýsa fyrir mér skurðinum eftir kvenskurðlæknana. og miðað við fingrafimi hennar, þá hefði hún alveg eins getað lýst fyrir mér hversu breitt og hátt Miklagljúfur er. Allavegana er langt íland með að ég gangi uppréttur næstu vikurnar. Fór í fyrsta sinn í dag upp í skóla, og var tekið fagnandi af nokkrum bekkjarfélögum mínum. 'Astæðan fyrir því að ég rölti þangað var sú að í dag átti að fara fram mat á verkefninu okkar sem við unnum að í byrjun janúar. Það verður að segjast eins og er að í þessum beek eru miklir hæfileikamenn, enda heimasíður og frágangur til fyrirmyndar og reyndar margt af því sem gert var, verður ekki kennt fyrr enn á þriðju önn, en hver getur stoppað námsfúsa nemendur sem nenna ekki að bíða eftir því að kenna fag sem þeir hafa þegar, "been there, done it, seen it" tileinkað sér hugsunarhátt og eru orðnir ansi sleipir. Þo gátum við ekki annað en brosað þar sem ein, nokkuð eldri en ég og mjög, sérstæð kona, var að myndast við að sýna okkur vefsíðu sín og samstarfskonu sinnar og þegar hún var beðin að klikka á einhvern linkinn þá skyldi hún ekkert í því af hverju stikan sem hún var með og þrýsti sitthvað á sýningartjaldið ýtti ekki við linknum. Þar að auki tók hún upp á því að kenna okkur, hvernig ætti að stækka og minnka myndir í Works, þá voru sumir orðnir ansi herptir í andliti af niðursoðnum hlátri. Þetta er ekki illa meint, en konugreyið er mjög sérstætt, og þegar hún hefur upp rödd sína þá fórna menn höndum, því að spurningar hennar eru mjög illa ígrundaðar og oftast nær langar orðræður og hún löngu búin að tapa þræðinum. Þar að auki afrekaði hún það að mæta alltaf seint fyrir áramót, og bjó þó í 2 mínútna gang frá skólanum. En samt tókst henni að mæta klukkustund seinna, og eitt skiptið mætti hún 1 1/2 tíma of seint. Fyndnast var þó af öllu þegar hún mætti seint, sem var daglega, að hún opnaði hurðina, stakk hausnum inn til að athuga hvort kennarinn væri inni og ef svo var, þá kom hún á fullu skeiði inn, renndi sér í sætið sitt fremst og með þvílíkum tilþrifum og látum tók upp úr töskunni sinni. Klæðaburður hennar minnir á gamla hippakerlingu, furðuleg samsetning af appelsinugulum T-bolum , og einhverri síkadeliskri regnbogablússu undir, og svo er hún oftast nær í einhverjum gauðslitnum gallabuxum og heldur þvílíkt fast í töskuna sína, að það mætti halda að hún geymdi krúnudjásn í tuðrunni. Nú er búið að setja skorður á að mæta seint og menn fá að mæta 5 akademískar mínútur of seint, en ef menn koma 10 eða 15 mínútur of seint þá eru þeir vinsamlegast beðnir að standa frammi á meðan kennslustund fer fram. Eitthvað hefur þetta síast illa inn í kollinn á vinkonu okkar sem enn bisast við að mæta, of seint. Merkilegast af öllu er þó að sjálf var hún kennari, kenndi innflytjendum dönsku. Það hefur verið lúxus að vera íþeim kennslustundum, miðað við mætingar, en hvað varðar kennsluna þá hef ég mínar efasemdir, eflaust hafa margir hreinlega gefist upp á að læra dönsku þegar hún átti í hlut, þar sem henni tekst varla að halda athygli kennarana nógu lengi, enda reyna þeir hvað eftir annað að beina umræðuefninu eitthvert annað þegar hún hefur upp raust sína.
Nú jæja, hef þetta ekki lengra, en ætla að reyna að planta inn link hérna um ítalskan mann sem fer til möltu og mætir aðeins misskilningi þegar hann reynir að tala við þarlenda.
http://www.youtube.com/watch?v=m1TnzCiUSI0
Kíkið á þennan link, hann er alveg frábær. Maður liggur í gólfinu.
Hi there:
Well I am slowly recovering. According to my nurse, it will take more than 14 until I can kinda start doing more or less that I was doing. It seems that I will just have to take each day as it comes. The nurse was trying to tell me how big my cut is and after seeing her juxtaposing her hands it came out like she was describing to me, the size and height of the Grand Canyon in the States.
I will just have to hope for the best. Today I "crawled" to school, this I did because we were having our evaluation of our project work. It looks like we have really a good class of many talents, and the websites that they presented were really professional and many things implemented that we are suppose to learn about next semester. At the moment I am reading up on my studies since last semester, trying to keep pace also with the ongoing assignments in school. This I am doing because we have exams in june, and best to use this sickness time of mine to read up. And it seems that i will have ample time, because we are once again entering a break in regular school, because of the winterbreak which will be for a week. So I am off for another week. Believe I will use that week wisely.
Well I have to go now, my backside is getting a little bit tired, so I need to take a rest. I put in a link, I think some of you have seen it, it is about this italian who goes to malta and "experiences" alot of trouble in language barriers. Take a look at it.
http://www.youtube.com/watch?v=m1TnzCiUSI0
Until later my 100 readers, yes you read it right, 100 readers this week.
Bye from Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006