Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
27.12.2007 | 17:11
Gleðileg jól og farsælt nýtt ár.
Heil og sæl:
Þá er maður kominn á klakann. Reyndar eru liðnir þetta 5 dagar síðan vél IcelandExpress hin seina lenti á Keflavíkurflugvelli og við tóku klakabrynjaðar götur og svellbunkar. Það var hrópandi ósamræmi að kalla IcelandExpress snögga þegar biðin eftir að komast heim þann 22.des síðastliðinn tók 7 tíma með seinkunum og allt sem því fylgir. Enda þegar maður lenti klukkan 12 á hádegi var maður ekkibeint upplagður að heimsækja ættinga og vini, enda drifið sig undir sæng og náð sér í góða kríu áður en meira yrði framkvæmt. Nú svo var maður svona næstu dagana aðeins að átta sig að til 'Islands væri komið og svo þegar sú uppgötvun leiddi af sér þá merkilegu staðreynd að maður væri kominn á klakann, skerið, bananalýðveldið, eða Baugsland, þá tók við sannkallað jóalveður með snjókomu og frosti. Þá loksins stóð landið undir nafni sem ísasker norðúr í Ballarhafi. Og síðan hefur þetta verið langvarandi og engar breytingar á og meira segja spáð því að áramótin verði vindasöm og köld.
Enn þrátt fyrir þetta hefur maður verið í góðu atlæti hjá vinum og vandamönnum og sloppið við að vera sendur með "saltbílnum" á slysadeild, enda las ég í morgun að margur landinn hefði etið yfir sig af helgum söltuðum jólamat, eða hamborgarahryggurinn frægi og og þyrftu að leita sér lækninga vegna hjartatruflana. 'Eg afturmóti lá fyrir á jóaldag og næsta dag þar á eftir, enda leið mér eins og uppstoppuðum eintaki af íslendingi sem át alltof mikið af jólamat. En þetta hafðist með því að liggja yfir 12 þáttum Næturvaktarinnar, þar sem maður hreinlega rifnaði á gat af hlátursrokum yfir leik Jóns Gnarr, Péturs Jóhanns Sigfússonar og sérstaklega leik Jörundar Ragnarssonar.
Húrra fyrir frábæru efni, var reyndar búinn að sjá brot af þessum þáttum á youtube.com.
Jæja, en nú er maður staddur á bóaksafni, þýðir ekkert að nota makkann með 3G módeminu hérna, alltof dýrt þar að auki. Þannig að nú situr maður við kynnir sér stjörnuvísindi hérna, til að undirbúa sig fyrir projectið framundan.
Verð reyndar að viðurkenna að Danmörk togar í mann, en stutt þangað til maður leggur af stað "heim".
Hilsen
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 23:44
Vertu tú sjálfur
Hilsen:
Jæja, tad er greinilegt ad bloggid mitt i gær um myspace og facebook hefur ekki vakid upp nein hord vidbrogd. Engar athugasemdir borist, greinilegt ad eg verd ad nota the "nasty approach".
En reyndar for eg ad hugsa um tad eftira ad tad er i edli mannsins ad tja sig, med ymsum hætti, annahvort med klædaburdi, framkomu, eda ta ritad mal eda i listum. Tannig ad tessar sidur eru i raun tægileg vidbot vid tilraun okkar til ad tja okkur um langanir okkar, ahugamal, og ymislegt otengt og tengt. Tel tad reyndar ordid ansi hvimleitt tegar tessur sidur eru farnar ad breytast i halfgerdar email sidur um ymsa personulega hagi. En hey, that's mypspace today"
En okei, burt fra tessu og yfir i annad og tad er donsk tonlist. Undanfarid hefur madur svona smatt og smatt verid ad uppgotva marga skemmtileg danska tonlistarmenn. Teirra fremstir eru hinir sivinsælu Nik og Jay sem eru duett af tveimur "drengerøv" eda drengjarassa gaurar sem fa bædi venjulegar og eldri piur til ad titra i hnjalidunum tegar teir syngaj "Den sidste kys". Tetta lag asamt odrum donsku logum hefur verid spilad i ræmur undanfarna manudi, enda drengjarassarnir vinsælir med eiindæmu, svona halfgerdir Skitamoralsraularar. En til ad fylgaj eftir vinsældum sinum hafa teir gefid ut annan hnjálidatitrara sem heitir Hva vis, sem er farinn ad hljoma talsvert. Verd ad vidurkenna ad eftir ad hafa haft teirra fyrra lag i eyrunum allt sumar a leidinni heim fra vinnu ad ta er teirra nyjasta lag svona tokkalegt, hid fyrra er betra enda kvenrodd teim til adstodar.
Nu uppahalds hljomsveitin min er KNA-Connected sem taka lag Thomas Helmig, sem reyndar minnir mig a ameriskan leikara. Lagid heitr Det du kan og er hinn besti smellur. Sidan er hægt ad tala um hljomsveit sem heitir Volbeat, en Volbeat var upphitunarband vid upphaf Hroarskeldunnar a sidasta ari, Nu og svo ma ekki gleyma BliGlad uppahalds bandinu minu, sem ad visu hefur farid frekar hljott um, ekki osvipad og Hjalmarnir, gufad upp.
Til ad korona svo tetta er band sem heitir Nephew og svo adrir tonlistarmenn sem eg hef ekki tolu a, Skrytid ad Ras2 skuli ekki hafa sinnt tessum danska geira meir, tvi ad her eru margir frabærir tonlistarmenn fyrir utan Kim Larsen og Shubidua. Kannski verdur breyting a. Flest af tessum bondum er hægt ad sja a youtube.
Nu svona til ad fara ur einu i annad, ta er eg ennta ad hlæja yfir donalegu numeraplotunum, en eins og alkunna er var bætt bokstaf vid i stadinn fyrir tolustaf. Menn hafa verid ad hneykslast a tvi ad aka bil tar sem numeraplatan er GAY 17, nu eda HIV eda eitthvad alika. Hvad mega ta hafnfirdingar segja sem hafa einhvern tekktan song sem byrjar a tessu upphafserindi. Tu hyri Hafnarfjordur. Er ekki langbest ad menn fai ser bara ARG 35 eda ORG 25(eflaust allt vitlaust ut af tvi, menn vilja ekki lata halda ad teir seu fyrir orgiur) Nu eda bara FBI eda CIA, eda eitthvad annad alika gafulegt. Allt geta menn dundad ser vid ad argast yfir. Eg er med tillogu ad numeraplotu:
JOL 24 og hana nu.
Ad lokum verd eg ad lata tessa sanna sogu fljota med. I stadinn fyrir Kristinn er kominn kinverji sem keyrir med mer i vinnu til Arla næstu tvo dagana. Vid vorum ad tala um tunugmalaordugleika, tad er i ensku og ta segir hann mer fra tvi tegar hann for a veitingastad herna i Esbjerg. Tjonninn kom til ad taka pontunina og spurdi Bhao, kinverjann, eftirfarandi spurningar.
"Skilur tu donsku" spyr tjonninn a ensku
"Ja adeins ef tu talar rolega" segir Bhao.
"S-k-i-lu-r - t-u-d-o-n-s-k-u" sagdi ta tjonninn rolega. Bhao og vinir hans sprungu ur hlatri en tjonsgreyid dor sig i hle vandrædalega.
Hilsen.
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 23:24
Veistu ekki hver 'eg er?
Hilsen:
Jæja, a medan andleysi hrjair suma ta er ekki hægt ad segja tad sama um tennan blogghofund. Ad visu hefur hann verid ansi sveiflukenndur, en oll el birtir upp um sidir. En tessi pistill vard til i huga minum i kvold a medan eg ytti hverju smjorstykkinu a fætur odru i brædsluna. Verst ad madur fær ekki borgad pr, stk ta myndi eg gladur yta tessum smjorstykkjum i 8 eda 12 tima. En hvad er madur ad kvarta eiginlega.
Mer vard hugsad til tess, ad i dag er mjog naudsynlegt ad menn seu synilegir. Eins og flestir kannast vid er til snepill heima, sem undirritadur hefur reyndar unnid fyrir, sem heitir tvi skemmtilega nafni Sed og Heyrt. Tar keppast menn vid ad vera synilegir, tad er i rettu fotunum, a rettu skemmtistodunum, veislunum, giftingum, afmælisveislum og jafnvel jardarforum. Nu ef menn na tessu ekki, ta semja teir sjalfir frett um sig, med hjonaskilnadi, kokaininnflutningi eda hvad sem teim dettur i hug ta stundina, adeins til tess ad vera i svidsljosinu. Eg lærdi tad a sinum tima ad tad er ekki frett tegar hundur bitur mann, hinsvegar er tad frett tegar madur bitur hund.
Nu, en vid hin sem erum ekki svo heppin ad vera bodud i svidsljosi fjolmidlanna, hofum hinsvegar fengid annan midil sem heldur betur getur "pimpad" upp a utlit okkar og asynd i netheimum. Tegar eru sidur eins og MySpace.com, Facebook, com ad sla i gegn tar sem frægir jafnt sem ofrægir bada sig svidsljosinu. Teir ofrægu med tvi ad vera med kannski vini eins og tekktar hljomsveitir, lifs eda lidnar nu eda ta einstaklinga sem enn eru ofanjardar og eru ad semja tonlist. Nu skal ekki misskilja min ord svo ad eg se eitthvad full yfir tvi ekki ad vera tarna inni med ljosmyndara eins og Helmut Newton eda Robert Mapplethorpe, eda Gibson og fleiri fræga sem "vini" mina. Tad sem mer finnst svo serstakt er tad ad i raun er tetta akvedinn hegomi, ad lata umheiminn vita af tilvist okkar med slikum vefjum, tar sem vid tjaum okkur um ahugamal okkar, skodanir og kyn. Reyndar er Facebook ætlad teim eldri sem ekkert hafa markvert fram ad færa a myspace.com sem er ad morgu leyti afsprengi tiskubolu sem hofst med tvi tegar menn voru ekki med monnu ef teir voru ekki med heimasidu.
Mer er minnistætt tad timabil tegar tu varst ludi med hor i nefi ef tu varst ekki kominn med heimasidu, med myndum og alles tar inni. En svo rann tad far a enda, en i stadinn komu umræddar sidur og miklu fleiri til, sem reyndar eru margar hverjar copycats. Besta dæmid um sidu to er youtube, sem er natturulega sida tar sem menn geta komid ser og sinni vinnu a framfæri. Og fyrir listamennina er sida eins og deviantart.com eins su besta sida sem fyrirfinnst i netheimum, tar sem menn skiptast a myndverkum eda leyfa odrum ad njota arangur listar sinnar.
Sjalfur er eg mjog hallur undir sidur eins og photo.net og flickr com, og hef reyndar verid med myndir tar inni. Framundan er a næsta ari akvedin troun hja mer vardandi sidu sem heitir fotolia.co.uk tar sem menn geta selt myndir sinar.
En eins og fyrr sagdi, ta finnst mer tad skondid ad safna "vinum" tetta er svona svipad og ad ganga um med nafnspjaldabok med tekktum nofnum sem menn hafa kannski hitt a einhverju samkundunni og flagga svo i tima og otima. Eflaust muni sumir eda sumar hlaupa upp a nef ser, en ollu gamni fylgir alvara.
Kannski er eg gamaldags, en gleymdi eg ad geta tess ad eg er natturulega buinn ad skjota mig bædi i hæl og tær, tar sem eg er sjalfur med facebook og svo eftir aramot kemur myspace.com med myndum.
Nu og svo til tess ad vera ennta tekktari a medal manna, ta er eg med tetta blogg lika. Lengra kemst ekki athyglissykin i bili.
Kv
Gill
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 10:56
Hvernig líður þér í dag?
Hilsen:
Eflaust erum við oft spurð að þessu og viðkvæðið oftast nær það sama, vel, flott, ágætlega, og þar frameftir götunum. Þið þurfið ekkert að óttast lesendur góðir sem hafa skipt yfir á jákvæðari blogg en þetta. Hér verður ekki barmað sér eða sút og væl.
En eins og er líður mér eftir atvikum ágætlega, er reyndar lagstur í bælið með flensu og móral yfir að geta ekki tekið þátt í hópsamstarfi tengdu Project C, sem er verkefni sem teygir sig alveg framtil 23 janúar 2008, þannig að nógur er tíminn. En tíminn er lúmskur, áðuren maður veit af er maður kominn á deadline, enda spila jólin þarna inni í og maður kannski ekki eins ákafur að setjast niður og koma sér að verki.
Project C að þessu sinni er mjög áhugavert þar sem það fjallar um stjörnukerfið í heild sinni og er verk okkar að útbúa margmiðlunardisk um þetta efni, ásamt bæklingi og kynningu á þessu síðan þann 30 janúar með stöndum og kynningarefni. 'Eg hef nefnilega ótrúlega gaman af stjörnufræði þannig að þetta verður áhugavert og skemmtilegt verkefni að vinna. Enda krefst verkefnið þess að allir leggist á eitt að skila frambærilegu verkefni.
Þannig að nú er bara málið að koma sér í gott andlegt form og undirbúa sig vel og takast á við "challenge"ið og sýna hvað í manni býr.
Þannig að mér líður bara nokkuð vel þó ég sé drulluslappur hérna heima, en ég reyni að nýta tímann á meðan og liggja yfir vefsíðum um stjörnukerfi og sitthvað fleira.
Hilsen
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2007 | 12:54
Rennibrautin
Hilsen:
Það er undarlegt þetta líf þessa dagana. Það hefur verið upp og niður þessa dagana, ekki ósvipað og að vera í rennibraut. Maður prílar upp og lætur sig svo vaða niður, aðeins til þess að hlaupa upp aftur og renna sér niður. Svona hefur þetta gengið í heila viku og margt bærst með manni. Steininn tók þó úr á föstudagskvöldi í jólahlaðborði hjá FamilieKanalen, TvGlad, ESTV og LokalTV þegar ég mætti þangað til að gleðjast með félögum mínum í FK. Ef einhver hefði séð mig þá var ég líflaus, brosti varla og augu mín voru döpur. Innra með mér bærðist sú löngun að grípa í nokkra bjóra og "koma sér í gír", en eftir reynsluna fyrir tæpri viku síðan og minn enlæga ásetning að láta staðar numið, þá tók ég þá ákvörðun að yfirgefa samkvæmið, og leita mér hjálpar. Það er mín besta ákvörðun, enda líður mér miklu betur núna, er þó aðeins smátaugaveiklaður, en samt er tilfinningin góð að hafa tekið þessa ákvörðun og ekki látið freistast til að nota áfengi sem deyfilyf fyrir mínar innri líðan.
Lesendur eru beðnir afsökunar á þessum geðveiku pistlum, en einhvern tímann heyrði ég því fleygt að það væri mjög gott ráð að skrifa um sínar tilfinningar, í stað þess að bæla þær innra með sér. Þetta er kannski fullmikið fyrir venjulegan lesenda að meðtaka, og eflaust best að skrifa þetta á blað sem maður geymir heima í skúffunni, en öll höfum við okkar aðferðir, förum út á svalir og æpum þegar við erum að sturlast, eða við grýtum einhverju í vegg, eða þá að við notum einhverjar fíknir til að deyfa sársaukann sem berst innra með okkur.
'Eg ætla ekki að vera með neina fullyrðingar hérna, ég vona bara innst inni að ég nái ró aftur í huga mínum og nái að verða sá einstaklingur sem hægt er að leggja traust sitt á og um leið að ég geti verið meðal manna án þess að bera kvíða eða ótta í hjarta eftir sögð orð eða verknað.
Kannski tekst það, hver veit.
Hilsen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 20:29
Vinir
Hilsen.
Vitið þið það, að þó maður ætti margar millur inni á bankareikningi, þá myndi maður eflaust aldrei líða eins vel og að eiga góða, trausta, skilningsríka og umfram allt VINI, sem maður getur leitað til þegar manni líður sem verst. Þier eru eflaust búnir að heyra sama sönginn fram og aftur, en þeir eru samt til staðar, þegar maður þarf á þeim að halda. Reyndar sagði góð vinkona mín, að þegar henni vantar einhverja öxl til að gráta á, þá eru fáar í boði enda hún búin að hlusta á ekkasog hinna.
Þannig hefur mér liðið í gegnum tíðina líka, ég hef hlustað á margar sorgarsögur vina minna og kunningja og oft deilt með þeim harminum. En þegar ég sjálfur hef sokkið í myrkrið, þá hefur reynst erfiðara að finna einhvern sem maður gæti hallað sér að og snýtt sér hressilega í jakkabörðin. En viti menn, einmitt nú þegar ég berst við mína drauga úr fortíðinni, þá finn ég það hvað það er yndislegt að eiga VINI, góða vini, eyrum sem eru tilbúin til að hlusta á mig og miðla af sinni reynslu og þekkingu.
Til ykkar segi ég, þið eruð yndisleg, og ef þið vissuð hvað orð og hlýja hafa mikið að segja þegar manni líður illa, þá er það meira virði en allur auður heims. Við erum mannleg, við þurfum hlýju, nærgætni, virðingu, skilning og umfram allt einhver sem er tilbúinn til að hlusta á okkur þegar allt fer í hnút, þegar tilfinningar og hugsanir þvælast fyrir og lífið verður flóknara.
Munum það að saman erum við styrkur og hvatning, við erum öflugri en nokkur lyf, við erum vinir í raun þegar á reynir.
Takk fyrir að vera til staðar.
Hilsen
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 23:08
Barist við drauga
Hilsen:
Eins og fram hefur komið hef ég átt við sálrænan vanda að stríða undanfarin ár. Hef alltaf reynt að leyna vandanum og menn eflaust haldið að ég væri skapstyggur maður mjög. En þessi sálræni vandi virðist frekar fara vaxandi en hitt. Erfitt er að lýsa honum nákvæmlega, en grunnur hans eru miklar skapsveiflur upp og niður tilfinningaskalann.
Við getum sagt sem svo að fyrir næstum því tveimur mánuðum síðan var heiðríkja í huganum og hjarta mitt var fullt af eldmóði og hita. Svona hélst þetta lengi, en svo allt í einu fór ég að finna fyrir ákveðnum einkennum sem ég kannaðist við frá fyrri árum. Samhliða þessu jókst áfengisneysla og þegar hugsað er tilbaka koma upp mörg hliðstæð dæmi og gerðist fyrir tæpri viku síðan.
Fyrir 4 árum síðan var ég greindur með manískt þunglyndi. Þetta maníska þunglyndi lýsir sér þannig að ég verð eiginlega "ofvirkur" er með margt í gangi í einu en svo skyndilega þegar toppnum er næstum því náð þá fjarar út undan verkefninu eða einhverju ótengdu. Mér er minnistæð mörg verkefni sem ég hef tekið að mér þar sem ég hef sökkt mér af þvílíku offorsi í verkefnin að ég var hættur að greina á milli dags og nætur.
Og svo skyndilega líður mér eins og blöðru sem allt loft er farið úr, eftir stend ég bitur, leiður, reiður og allur tilfinningaskalinn fylgir með, ásamt ásökunum, minnimáttarkennd og um leið þeirri tilfinningu að hafa brugðist á ögurstundu. Gegnum árin hef ég reynt að einbeita mér að einu verkefni í senn og hefur það tekist bærilega.
Reyndar er mér minnisstættt frá síðasta vetri að það var með herkjum sem ég fór stundum framúr til að fara í skólann, þá var hugurinn þungur og mér fannst þetta allt svo tilgangslaust.
Undanfarið hefur mér liðið svipað, mér hefur fundist þessi vika vera frekar erfið, þar sem að þessu maníska þunglyndi fylgja raddir sem draga úr manni allan kraft. Raddirnar gera lítið úr manni sjálfum, eiginleikum manns og hæfni. Þær vekja hjá manni ótta, spurningar um eigin getu og um leið rugla þær mann í ríminu, manni finnst skyndilega fólk vera á móti sér eða forðast mann.
Þetta er erfið barátta, og eflaust eins og fyrr halda menn að ég hafi náð botninum. En eins og einn góður kunningi minn sagði, þú hefur náð botninum, en svo er það spurning hvernig þú stendur upp aftur. 'Eg er sammála honum, nú er það bara spurning hvernig ég stend upp aftur.
Samviskan nagar mig enn, og sektarkenndin er mikil, en innst inni er löngun til að gera betur og ekki falla aftur í sömu gryfju og ég fell í.
Framundan er hægt og sígandi uppbyggingarstarf, en miðað við fyrirmyndina sem ég hef sem minn "leiðtoga" þá er ég alveg til í að vinda mér í þann slag.
Vona svo að menn hætti ekki að lesa þetta geðveika blogg, athugið eitt, við erum öll með einhver þyngsli, sem fyrr eða síðar munu sliga okkur. Við þurfum aðeins að staldra um stund og losa nokkrar byrðar.
Þá byrjar lífið að brosa við okkur aftur.
Hilsen
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2007 | 10:59
Sársauki
Hilsen:
Stundum stendur maður frammi fyrir því að þurfa gera hreint fyrir sínum dyrum. Oftast nær hefur maður hlaðið skítnum svo mikið upp að menn eru hættir að koma í heimsókn. Hvað er maðurinn að fara mun eflaust einhver hugsa og velta fyrir sér hvaða skít maður hefur hlaðið utan á sig.
Minn skítur er sálrænn eðlis, ég hef barist við hann lengi en hann hefur alltaf haft yfirhöndina, í gegnum tíðina. Samhliða þessu hef ég deyft hann með vinnu og einangrun, reynt að valda öðrum ekki óþægindi með nærveru minni. En nú verð ég að játa mig sigraðan, ég ræð ekki lengur við vandann. Hann hefur vaxið mér yfirhöfuð og er nú komið svo að andlega er ég gjaldþota, hvað varðar tilfinningar og tengsl.
Með framkomu minni hef ég valdið mér og öðrum skaða, skaðað persónu mína útávið og um leið sært mig sjálfan tilfinningalega sári sem tekur langan tíma að gróa. 'Eg hef brugðist trausti vina minna og um leið lítillækkað mig með framkomu og gjörðum.
Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist, þannig að þetta er ekki neitt nýtt fyrir mér. Fyrir þá sem ekki þekkja mig það vel þá kemur þessi framkoma þeim á óvart. Til þeirra vil ég segja að ég líð miklar sálarkvalir út af framkomu minni og vildi að ég gæti tekið það tilbaka sem gerðist. En það er ekki hægt nema með fyrirgefningu og skilningi.
Innst inni þrái ég einskis heitar en að geta gefið af mér án skilyrða, að geta glaðst með öðrum, að vera vinur í raun, að fólk geti treyst mér, en jafnframt að ég sé heilsteyptur einstaklingur sem líður vel yfir því að geta lifað lífinu lifandi án þess að kvíða hverjum degi og ganga í gegnum raunir og þrautir sálrænna kvala.
Vona að sá dagur muni koma. 'A meðan þarf ég að hreinsa til í mínu sálarlífi með jákvæðum huga og trú á betra lífi.
Hilsen
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006