Leita í fréttum mbl.is

Vinir

Hilsen.

Vitið þið það, að þó maður ætti margar millur inni á bankareikningi, þá myndi maður eflaust aldrei líða eins vel og að eiga góða, trausta, skilningsríka og umfram allt VINI, sem maður getur leitað til þegar manni líður sem verst. Þier eru eflaust búnir að heyra sama sönginn fram og aftur, en þeir eru samt til staðar, þegar maður þarf á þeim að halda. Reyndar sagði góð vinkona mín, að þegar henni vantar einhverja öxl til að gráta á, þá eru fáar í boði enda hún búin að hlusta á ekkasog hinna.

Þannig hefur mér liðið í gegnum tíðina líka, ég hef hlustað á margar sorgarsögur vina minna og kunningja og oft deilt með þeim harminum. En þegar ég sjálfur hef sokkið í myrkrið, þá hefur reynst erfiðara að finna einhvern sem maður gæti hallað sér að og snýtt sér hressilega í jakkabörðin. En viti menn, einmitt nú þegar ég berst við mína drauga úr fortíðinni, þá finn ég það hvað það er yndislegt að eiga VINI, góða vini, eyrum sem eru tilbúin til að hlusta á mig og miðla af sinni reynslu og þekkingu.

Til ykkar segi ég, þið eruð yndisleg, og ef þið vissuð hvað orð og hlýja hafa mikið að segja þegar manni líður illa, þá er það meira virði en allur auður heims. Við erum mannleg, við þurfum hlýju, nærgætni, virðingu, skilning og umfram allt einhver sem er tilbúinn til að hlusta á okkur þegar allt fer í hnút, þegar tilfinningar og hugsanir þvælast fyrir og lífið verður flóknara. 

Munum það að saman erum við styrkur og hvatning, við erum öflugri en nokkur lyf, við erum vinir í raun þegar á reynir.

Takk fyrir að vera til staðar.

Hilsen

Gilli 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband