Leita í fréttum mbl.is

Hvernig líður þér í dag?

Hilsen:

Eflaust erum við oft spurð að þessu og viðkvæðið oftast nær það sama, vel, flott, ágætlega, og þar frameftir götunum. Þið þurfið ekkert að óttast lesendur góðir sem hafa skipt yfir á jákvæðari blogg en þetta. Hér verður ekki barmað sér eða sút og væl.

En eins og er líður mér eftir atvikum ágætlega, er reyndar lagstur í bælið með flensu og móral yfir að geta ekki tekið þátt í hópsamstarfi tengdu Project C, sem er verkefni sem teygir sig alveg framtil 23 janúar 2008, þannig að nógur er tíminn. En tíminn er lúmskur, áðuren maður veit af er maður kominn á deadline, enda spila jólin þarna inni í og maður kannski ekki eins ákafur að setjast niður og koma sér að verki.

Project C að þessu sinni er mjög áhugavert þar sem það fjallar um stjörnukerfið í heild sinni og er verk okkar að útbúa margmiðlunardisk um þetta efni, ásamt bæklingi og kynningu á þessu síðan þann 30 janúar með stöndum og kynningarefni. 'Eg hef nefnilega ótrúlega gaman af stjörnufræði þannig að þetta verður áhugavert og skemmtilegt verkefni að vinna. Enda krefst verkefnið þess að allir leggist á eitt að skila frambærilegu verkefni.

Þannig að nú er bara málið að koma sér í gott andlegt form og undirbúa sig vel og takast á við "challenge"ið og sýna hvað í manni býr.

Þannig að mér líður bara nokkuð vel þó ég sé drulluslappur hérna heima, en ég reyni að nýta tímann á meðan og liggja yfir vefsíðum um stjörnukerfi og sitthvað fleira.

Hilsen

Gilli 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband