Leita í fréttum mbl.is

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár.

Heil og sæl:

Þá er maður kominn á klakann. Reyndar eru liðnir þetta 5 dagar síðan vél IcelandExpress hin seina lenti á Keflavíkurflugvelli og við tóku klakabrynjaðar götur og svellbunkar. Það var hrópandi ósamræmi að kalla IcelandExpress snögga þegar biðin eftir að komast heim þann 22.des síðastliðinn tók 7 tíma með seinkunum og allt sem því fylgir. Enda þegar maður lenti klukkan 12 á hádegi var maður ekkibeint upplagður að heimsækja ættinga og vini, enda drifið sig undir sæng og náð sér í góða kríu áður en meira yrði framkvæmt. Nú svo var maður svona næstu dagana aðeins að átta sig að til 'Islands væri komið og svo þegar sú uppgötvun leiddi af sér þá merkilegu staðreynd að maður væri kominn á klakann, skerið, bananalýðveldið, eða Baugsland, þá tók við sannkallað jóalveður með snjókomu og frosti. Þá loksins stóð landið undir nafni sem ísasker norðúr í Ballarhafi. Og síðan hefur þetta verið langvarandi og engar breytingar á og meira segja spáð því að áramótin verði vindasöm og köld.

Enn þrátt fyrir þetta hefur maður verið í góðu atlæti hjá vinum og vandamönnum og sloppið við að vera sendur með "saltbílnum" á slysadeild, enda las ég  í morgun að margur landinn hefði etið yfir sig af helgum söltuðum jólamat, eða hamborgarahryggurinn frægi og og þyrftu að leita sér lækninga vegna hjartatruflana. 'Eg afturmóti lá fyrir á jóaldag og næsta dag þar á eftir, enda leið mér eins og uppstoppuðum eintaki af íslendingi sem át alltof mikið af jólamat. En þetta hafðist með því að liggja yfir 12 þáttum Næturvaktarinnar, þar sem maður hreinlega rifnaði á gat af hlátursrokum yfir leik Jóns Gnarr, Péturs Jóhanns Sigfússonar og sérstaklega leik Jörundar Ragnarssonar.

Húrra fyrir frábæru efni, var reyndar búinn að sjá brot af þessum þáttum á youtube.com.

Jæja, en nú er maður staddur á bóaksafni, þýðir ekkert að nota makkann með 3G módeminu hérna, alltof dýrt þar að auki. Þannig að nú situr maður við kynnir sér stjörnuvísindi hérna, til að undirbúa sig fyrir projectið framundan.

Verð reyndar að viðurkenna að Danmörk togar í mann, en stutt þangað til maður leggur af stað "heim".

Hilsen

Gilli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband