Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Tíminn læknar öll sár

Hilsen:

Mínir þolinmóðu lesendur eru beðnir velvirðingar á því að hafa ekki fengið sitt daglega blogg frá mér, en það orsakast af vinnu og sumarsleni. Lofa engu enn sem komið er, en væntanlega fer maður að taka upp þráðinn aftur með meiri skrifum, enda sumar senn á enda.

Fyrir 20 árum síðan, þann 31.07 1987 lést amma mín  eftir stutta sjúkrahúslegu. Fram að þeim tíma hafði hún verið heimavið og frekar slæm til heilsunnar eftir að hafa hætt hefðbundinni vinnu.

Þarsem ég ólst upp hjá henni sem kornabarn, þá gekkst amma mín upp í hlutverki sínu sem móðir mín. Hjá henni naut ég atlætis, skilnings, og umfram allt hlýju. Hún lagði allt í sölurnar fyrir mig, til þess að tryggja að aldrei liði ég skort og oft var það svo eftir langan vinnudag að hennar beið meiri vinna þegar heim kæmi að sinna mér. Aldrei minnist ég þess að hún kvartaði yfir löngum vinnudegi. Amma mín var forkur að mörgu leyti, hún var alltaf að eitthvað að stússast og gera við margt sem venjuleg húsmóðir í dag myndi kalla eftir iðnaðarmanni. Allt þetta hafði faðir hennar á sínum tíma kennt henni og við þekkinguna bættist við frá bræðrum hennar, sem báðir voru mjög laghentir.

Amma mín  hafði eitt besta vopn sem hægt er að nota í lífsbaráttunni þegar hún er sem hörðust, hennar vopn var tvíeggjaður húmor eða fyndni. Hún gat alltaf séð kómísku hliðarnar á mótlætinu og það gat stundum hjálpað mikið upp á, enda þeim tíma sem ég var að alast upp ekki mikið um einstæðar mæður,  þá var fjölskyldumynstrið öðruvísi en það er í dag.

Amma mín var ætíð hugsað um velferð mína og eftir því sem ég óx upp úr grasi, þá fann ég það sterkt hjá henni hvað henni var umhugsað um að ég menntaði mig vel og þyrfti ekki að líða skort seinna meir. Hún gat verið þrjósk, og ætíð fannst henni að mitt rétta skref ætti að tengjast prestsskap. Það afturámóti heillaði mig ekki mikið sérstaklega, þarsem ég strax á unga aldri var orðinn heillaður af ljósmyndun, og þá þótti það ekkert neitt tískujobb.

Það verður að viðurkennast hér að oft innst inni hef ég óskað þess að hafa farið eftir hennar ráðleggingum og lagt hefðbundið nám fyrir mig, en einhvern veginn fóru leikar þannig að aðrir hlutir skiptu meira máli en langar skólasetur næstu árin.  Líkt og hún hef ég alltaf verið vinnuforkur og kunnað best við mig í vinnu, enda finn ég það hérna í Danmörku að enn lífir í gömlum glæðum þegar að vinnuálagi kemur.

Þrátt fyrir að hafa ekki lagt mikið nám að baki hef ég í gegnum tíðina öðlast töluverða reynslu bæði í gegnum sjálfsnám og svo nám sem ég hef lokið við. Og líkt og amma mín hef ég mætt lífinu og erfiðleikum þess með því að sjá kómisku hliðarnar á lífinu en jafnframt mætt því með skilningi á eigin aðstæðum og getu. 

Eftir að amma mín féll frá þá fannst mér líf mitt og tilvera hrynja, söknuðurinn var svo sár og lengi vel í nokkur ár vaknaði ég oft upp á næturnar eftir að amma mín birtist mér í draumi, og ég fann þá hversu sárt ég saknaði hennar eftir slíka drauma. En eftir því sem frá hefur liði hef ég komist yfir þennan sára söknuð, en það líður samt ekki sá dagur að einhverju leyti er mér hugsað til atviks eða atburðar frá þeim tíma þegar amma mín var og hét. Innst inni á amma mín sérstakan stað þar sem minningarnar lifa enn.

Oft er sagt að tíminn læknar öll sár, og að vissu leyti má segja það, en minningin um hana lifir með mér alveg fram á síðasta dag, um hlýja, nærgætna en umfram allt óeigingjarna ömmu sem fórnaði sér í þágu mína svo ég gæti notið atlætis og hlýju og umfram allt öryggi í lífinu.

Kv

Gilli 


Sigurvegarar/Champions

Hilsen:

We are red and we are white, we are Danish Dynamite. Þannig hljómaði baráttusöngur þeirra dana sem búa á götunni í Danmörku. Þessi hópur, sem afmarkast af áhugamáli sínu, fótboltanum, tóku nýverið þátt í Heimsmeistarkeppni heimilislausra í götufótbolta. Þar kepput lið frá Hollandi, 'Ukrainíu, Bandarríkjunum, Afríku og víðar að, þó ekki frá 'Islandi, enn sem komið er. Keppt var í Gautaborg og fóru leikar þannig að danir unnu keppnina á bráðabana. Umer að ræða heimildamynd, sem fjallar um hóp manna, sem allir hafa meira eða minna búið á götunni, við mismunandi ástand. Einn þeirra Per hefur búið í 17 ár á götunni og síðastliðin 2 ár á hóteli. 'Aður en að keppni kemur, er fjallað um líf þessa einstaklings, Per, sem á nokkur börn og kvelur hann það mikið að vera í þeirri aðstöðu sem hann er í að geta ekki lifað venjulegu lífi og boðið börnunum sínum í heimsókn. Sýnt er þegar hann hringir í börnin sín og hálfbiður þau um að koma og kíkja á keppnina. Inn á milli á hann í uppgjöri við sjálfan sig og samband sitt við kærustu sína, með hliðsjón af sínum aðstæðum. Heimildamynd þessi var mjög áhugaverð og snerti ákveðna strengi innra með manni, enginn veit hvað átt hefur fyrr en tapað hefur.

Þrátt fyrir misjafnt gengi og um tíma hætta á því að vera rekinn úr liðinu, vegna þess eins að hafa farið á "smá" fyllerí eftir undanriðil, er Per tekinn aftur í sátt af þjálfaranum og liðinu og nær því takmarki að skora bráðabana markið og tryggja um leið liðinu bikarann.

Heimildamyndin endar síðan á því að hið sögufræga lag Queen, We are the champions er spilað og Per og kærastan Elisabeth ákveða að halda áfram þrátt fyrir mótlætið í lífi Pers um leið og þau horfa yfir lokaathöfn keppninnar.

Við erum öll sigurvegarar, á hverjum degi erum við að vinna sigra yfir okkur sjálfum, þó okkur finnist það ekki, en samt erum við smátt og smátt að bæta tilveru okkar með smásigrum okkar, í hvaða formi sem það nefnist, það þarf ekkert að tilgreina það, við þekkjum öll okkar eigin afrek.

Hilsen

 

We are red and we are white, we are Danish Dynamite. This was the cry that the competitors in the World Match of  Homeless Streetfootball sang before they entered to play agianst teams from Netherlands, USA, Africa and many other nations. This group of danish football enthusiastics had been preparing for this moment, by training under the supervision of their trainer, and while doing so pledged not to drink and smoke while trying to reach the goal of competiting. This they managed and when they entered the arena they were ready to kick some ass.

This was a documentaryfilm that I watched, which tells the story of these group of homeless individuals who have through many years spent their live in the street without a home to go to. Most of them had been on the streets for many years, and the story of Per, who is in the team is told while they prepare to compete in the finals. He has been living on the street in 17 years and the last years in a hotel. He has a girlfriend, but at the while he is also tackling with his inner self, of not being able to offer her the luxury of a home and security. Also he faces the shame of not being able to invite his kids because of his situation. These and the problems of qutting smoking and drinking while training face him and in a way make his progress slower towards the goal.

And the team of course has both triumphs and failures, but in the end after gone through a ahrd time and manage to enter the finals, Per makes the final goal which secures the danish team a World Championship in Football for the Homeless.

With that victory in hand Per feels confident and decides to give the relationship with his girlfriend a chance despite all odds.

The documentary ends where Per and his girlfriend watch the final evening  of the tournament and the most famous of all songs played in football matches ever, We are the champions by Queen, underlines the fact, that we as human beings are our own champions in our daily life and sorrows, we are always making small victories every day, no reason to give up, just keep on going. We know when we are champions, nobody needs to tell us that we know it.

Bye

Gilly 

 


'Arás moskítóflugunnar/The attack of the mosquito fly

Hilsen:

Jæja lagðist til svefns í gær og horfði á eldglæringarnar fyrir utan, ekki ólíkt og í bíó, vantaði bara þrumuveðrið, nokkrar tapaðar og afskræmdar sálir og kannski Freddy Kruger eða hét hann það ekki annars til að fullkomna þrumurnar og eldingarnar eins og í alvöru hryllingsmyndum

Nú en svo þegar ég vaknaði í morgun, þá tók við nú heldur betur nýr kapituli eftir bíóferðina. Þarsem ég er sífellt að verða meir og meir "danskur" það er í hnébuxum, þá auðvitað fór ég ekki varhluta af árás moskítóflugunnar í gær, og nú státa fótleggir mínir nokkrum kýlum á stæðr við jarðarber. 

Ætti að vera minnugur þess þegar ég var á ferð í MIð-Ameríku fyrir nokkrum árum síðan, eða á næsta ári réttara sagt, áratugur liðinn síðan, eða 1998. Nú en þá sem fyrr eftir nokkurra vikna ferðalag var maður farinn að ganga um í stuttbuxum og þrátt fyrir margítrekaðar aðvaranir skipti maður ekki í síðbuxur á kvöldin, sem er náttúrulega gósentími sandflugna og moskítóflugna. Að endingu var komið svo eftir 5 vikna ferðalag að ég var orðinn varla göngufær og þurfti að leggjast inn á spítala þegar heim var komið til 'Islands. Þá sem fyrr hafði ég orðið fyrir árásinni af heiftarlegu magni bita eða í kringum 90 moskítóbit og rétt þraukaði að klára seinni legg ferðarinnar.

En það hafðist. Og nú er ég að ganga í gegnum "mini" útgáfu af þessu. Vonum það besta.

kv

Gilli

 

Hi from Gilly:

Well after I came home soaked after the rain, I went to bed and watched the lightnings play shadows on my windue. The thought of the lightnings took my mind to standard horror movies where lost souls and creatures of the dark wake up and go around causing damage and horror.

Not this night, but the day after I felt that I had been a actor in the movie, The attack of the mosquito fly. My legs were swollen and the sizes of the bites were like strawberry sizes.

This of course is my own fault, and I should have known better after my trip to Central-America a couple of years ago where I was attacked by sandflies and mosquitoflies. I was hardly able to walk in the last part of the journey and usually my endurance was two hours a day. And when I came home to Iceland I had to be admitted to a hospital for nearly two weeks to recover as my legs were totally "eaten" up by the flies.

So this should have taught me a vital lesson, never too often told: Never wear shorts in the nightime, because that is the dinner time for the flies. They are not like us, from 9-5 and then go home.

But at the moment the swollen stings are getting smaller after a good shower and some rub on. Lets hope for the best tomorrow at work, kinda difficult to do much walking and bicycling.

Until later

Bye from Gilly 


Lifandi bíó/The real thing

Hilsen:

Langar til að setja inn smá leiðréttingu varðandi bloggið mitt um andlát Einars Odds Kristjánssonar. Að sjálfsögðu átti að standa við fráfall Einars, en ekki falls. Vonandi leiðréttist það hér með.

Nú, en ég get ekki setið á mér að skrifa stuttan pistil um útíbíóið sem ég skellti mér á í kvöld í boði Zulu.dk eða TV2.dk en Zulu er einn angi af sjónvarpinu TV2. Um þessar mundir fara þeir í helstu borgir Danmerkur og bjóða uppá kvikmyndir, af betri sortinni. Kvikmyndin sem boðin var uppá í kvöld var The Last King of Scotland, eða um sjálfan Idi Amin, einn af frægari einræðisherrum Afríku, sem át andstæðinga sína ef þeir voru með einhvern kjaft, en svo segja munnmælasögur. En burtséð frá þessu þá var nú lítið um mannaát í þessarri mynd, frekar meira um öldrykkju og poppkornsát hjá áhorfendum.

Kvöldið byrjaði vel, að staðartíma 22:15, risaskjár á miðju torgi í miðbæ Esbjerg. Þegar nokkur fjöldi samankominn með klappstóla og einnn mætti með leðursófa. Myndin hófst í góðviðri, þægilegur hiti enn við lýði frá deginum í dag, en eini gallinn var sá að mýflugurnar voru líka mættar, sem boðflennur og annar hver maður að slá sjálfan sig í framan eða á hálsinn.

Nú fram að hléi var myndin áhugaverð, en eftir hlé þá  skárust veðurguðirnir heldur betur með í leikinn og um tíma var himinn eins og  allir paparazzi heims hefðu dáið og farið til himna og tekið hina hinstu mynd, eldingarglærurnar og þrumurnar voru þvílíkar  að það nötraði. 'I raun má segja að um hafi verið að ræða surroundkerfi sem ekstra bónus við myndina, því að um tíma var seinni kaflinn ansi átakamikill, þar sem í myndinni var einmitt gerð árás á Idi Amin með tilheyrandi vopnaskaki og hávaða. En svo tók steininn úr þegar fötur á stærð við steypusíló tæmdu úr skjóðum sínum og allt torgið varð að hálfgerðu Hróarskelduvaði, þá fyrst tóku menn til fótanna og flúðu í skjól undir skyggnum eða á næsta bar og pöntuðu einn hávaxinn bjór . Þannig að þá má segja að þetta hafi verið sannkallað lifandi bíó með tilheyrandi þátttöku áhorfenda sem og veðurguðanna.

Og ekki tók betra við þegar myndinni lauk, þá þurfti undirritaður að hjóla heim í þvílíkri úrkomu að hálfa hefði verið nóg. Það var ekki þurr spjör á mér þegar heim var komið. En tilkomumikið var að fylgjast með eldglæringunum á leiðinni heim. það er sko ekta sjóv og í fullkomnu surround.

'A morgun stendur til að sýna Borat. Það er spáð rigningu. 

Hilsen.

 

Hi from Gilly:

Tonite I got an  exclusive opportunity to go downtown to watch outdoors the movie The Last King of Sctoland, which  is based on the life of the tyrant Idi Amin in Uganda. This is a cooperation of TV2 here in Denmark which travels to the major cities to show films, recent to those interested. Frre of charge, only cost is beer and popcorn sold at nearby vendors.

The beginning of the movie started well, the evening was fairly warm, and a couple of mosquitos also joined in for a "bite" while moviegoers were watching the movie.

After the break, the weather suddenly changed from warm to thunder and lightning and in a way gave the movie an extra quality, with the thunder roaring above, and blue streaks of lightning lighting up the sky. Those who endured the 500 drops or more, gave finally up when all hell broke lose and the sky turned into a waterfall. The people started to collect their things together and run to the next cover or next bar and sit under a paraply to watch the last part of the movie.

I must admit that this was a funny twist to seeing a movie outside and actually my first time. But also when I was biking home this funny twist wasnt funny anymore when i came home soaked, not a dry drop in my clothes. But seeing and hearing the thunder roar above me and the blue streaks lighting up the night as day was fantastic. Try it, it beats surround out.

Tomorrow they are showing Borat. It is supposed to rain. Think I will pass.

 

Bye

Gilly 

 


Sjónarsviptir

Hilsen:

Það er skarð fyrir skildi. Einn litríkasti stjórnmálamaður og skörungur í íslensku stjórnmálalífi er  fallinn frá. Það er sjónarsviptir að falli Einars Odds Kristjánssonar.

'Eg fékk tækifæri til að kynnast Einari Oddi og fjölskyldu hans þegar ég bjó á Flateyri frá 1995-2000. Þá var Einar Oddur mjög áberandi enda Flateyringar að jafna sig eftir hörmungarnar miklu sem gengu yfir byggðarlagið. Þá var Einar Oddur í tengslum við fyrirtæki sitt Skelfisk sem gerði út bátinn Æsu sem var á skelfiskveiðum í Arnarfirði. Það gustaði  ætíð af Einari Oddi, bæði í fasi ogframkomu á mannamótum enda maðurinn þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum.

Minnistæðast er mér þó þegar Einar Oddur lék prest í mynd Lýðs 'Arnasonar sem tekin var að öllu leyti upp á Flateyri, og í því hlutverki sem og öðru í gangverki lífsins var Einar Oddur alveg einstakur.

'Eg kveð Einar Odd og þakka fyrir skemmtileg samskipti bæði á meðan veru minni stóð á Flateyri og þegar ég rakst á hann á förnum vegi í miðbænum.

Fjölskyldu hans votta ég mína dýpstu samúð og hluttekningarkveðjur.

 

Kv

Egill Egilsson 

 

 


Ertu kolefnisjafnaður?

Hilsen:

Jæja, þetta er nú meira letilífið á manni þessa dagana. Er eiginlega að jafna mig eftir veikindakast í síðustu viku sem hélt mér heima í hartnær 5 daga. Fékk einhverskonar afbrigði af mýrarköldu, með hitavellu, verkjum og almennri ógleði. Fyrir utan það var ég viðþolslaus í vinstra auganu, en það er náttúrulega tilkomið af of mikilli tölvusetu fyrir framan skjáinn. En ég er orðinn frískur á ný o ghef setið heima við hönnun og sitthvað fleira. Er að undirbúa "innrás" mína á ljósmyndamarkaðinn á netinu, rakst um áhugaverða síðu sem heitir www.photolia.co.uk 

Þar geta menn sett inn ljósmyndir sínar og selt þær, engar skuldbindingar, og ekkert vesen eins og á öðrum síðum. Hef reyndar haft myndir á flickr com og eyefetch. com, en lítið skilað sér þaðan, en ég hef kannski ekki verið sá aktívasti. Nú og fyrir þá sem dreyma um að gefa út bók án þess að væla utan í einhverjum útgefendum heima þá eru margar forvitnilegar síður þar sem menn geta gefið út bækur með litlum tilkostnaði. Þær helstar sem ég hef kíkt á eru þessar tvær og reyndar mæli ég með www.lulu.com. En hér eru síðurnar: www.forlag1.dk  og svo www.lulu.com

Hugmyndafræðin á bakvið þessar síður eru þær að þú hefur tök á að gefa út bækur og viðkomandi síður hjálpa til við útgáfuna með nútíma tækni sem breytt hefur öllu hvað varðar útgáfu á eigin efni. Þær byggja einnig á þeirri hugmyndafræði að þú standir sjálfur að baki sölunni á bókinni, en auðvitað geta þær aðstoðað gegn greiðslu. En kostnaðurinn er ekki verulegur, ef ég tek sem dæmi um dæmi þar sem ég var að velta fyrir með að gefa út bók með 50 síðum, dreifa henni í 500 eintökum, og heildarkostnaður var 650 dollarar með öllu kostnaði við prentun á bókinni með forsíðu í lit að mig minnir.

Ef manni slá inn leitarorð tengt þessu á google.com þá spretta upp mörg svona forlög, fyrir fólk eins og mig sem ganga með rithöfundinn og ljósmyndarann í maganum og vilja koma þessu frá sér í staðinn fyrir að safna ryki í hillum og möppum. Þannig að möguleikarnir eru fyrir hendi, allt annað nú en þegar ég sendi handrit að ferðasögu minni frá 1998 til Mið-Ameríku til allra þekktustu útgefendur landsins þá og oftast nær var niðurstaðan sú að þetta hentaði ekki útgefendum þá þar sem markaðurinn var ekki fyrir hendi þá.

En í dag, þá horfir allt öðru vísi við. ekki satt'

En segið mér eitt, eru allir að verða vitlausir þarna heima með nýjasta tískuheitið, kolefnisjafnaður? Hver fann upp á þessu? Las um daginn að sláttuvélar eru meiri mengunarvaldur en bílar? Og hvað með beljurnar sem freta útí andrúmsloftið nokkrum mengunarfretum? Og segið mér eitt, er það að friða samviskuna að kaupa svokallaðan "grænan" bíl, sem þrátt fyrir allt mengar? Og hvað með allar flugferðirnar, mengunin hverfur ekki þó menn greiði fyrir kolefnisjafnað fluggjald? Nógu var dýrt að fljúga innanlands að menn bæti ekki þessum lið við í fluggjaldið? Ef menn vilja gera einhverja alvöru  úr þessu þá felst vandinn í því að kaupa frekar bíla eins og rafbíla eða vetnsibíla? Eða sleppa því og fjárfesta í hjóli, það er ekki mikil mengun af þeim. Er að sjá það betur og betur hérna hvílíkur luxus það er að hjóla allar sínar ferðir á sérmerktum hjólreiðabrautum, þar sem ökumenn virða rétt hjólreiðamannsins og hvar sem maður kemur í fyrirtæki eða í miðbæinn er gert ráð fyrir hjólreiðastæðum. Þessa menningu vantar enn heima, sorglegt að segja frá, í staðinn eru menn að friða sig með einhverri tískubólu sem senn hverfur af vörum manna eins og 'Island fíkniefnalaust árið 2000. Hvernig er staðan í dag?

Og svona í lokin? Ef Amazon frumskógurinn, og þá á ég ekki við amazon.com bókabúðina, hverfur að fullu þá geta menn heldur betur farið að naga sig í handarbökin yfir þeirri eyðingu sem á sér þar stað núna, þar sem menn ryðja heilum skóg í burtu á næstu tveimur áratugum, til þess eins að stunda sojabaunarækt og  brenna niður heilan skóg til þess eins að ryðja fyrir meira landrými? Hvar verðum við stödd þá? Sjónaukanum er því miður settur á rangt auga eins og alltaf. Auðvitað gott að við förum fram með góðu fordæmi, en það þarf að fylgja hugur með því, ekki einhverja syndaaflausn með því að borga hærra verð fyrir samgöngur, en mengunin heldur áfram þrátt fyrir það.

Kv

Gilli 


Que/Hva/What

Hilsen:

var smá tíma að hugsa um þessa fyrirsögn. En hún er tilkomin af því að undanfarið hef ég verið að horfa á niðurhalaða þætti um Hótel Tindastól, með John Cleese í aðalhlutverki sem kúgaður og stressaður hótelstjóri á einhverju sveitahóteli. 'A þessu hóteli starfar þjónninn Manuel, sem er frá Barcelona og kann aðeins örfá orð í ensku. Manuel til hróss má segja að hanner alltaf tilbúinn til að bæta við enskukunnáttuna, en það er svona upp og ofan. En Manule bætir úr enskuleysinu þegar hann skilur ekki hvað verið er að segja þega hann hallar undir flatt, horfir á viðmælanda sinn, og segir á sinni ylhýru spænsku, Que, eða í beinni þýðingu, Hvað?

Að horfa á þessi þætti er alger snilld, og ég er mikið að spá í að hala niður Staupasteini þáttunum á næstunni. Eða Cheers sem þekkja þá betur undir því nafni.

Nú, en manni líður ekki ósvipað og Manuel þegar maður er að myndast við að tala dönsku að þá er maður oftast nær einsog Manuel, þegar maður segir Hva, eins og daninn segir í tíma og ótíma sjálfur. Oft skilur maður ekki alltaf hvað daninn er að segja á sinni kartöflutroðnu dönsku máli, en eins og Manuel þá hlusta ég grannt eftir, og næ oftast orðunum. Það hefur gagnast mér fram að þessu.

Nú, en svo er það líka annað mál að ég er smátt og smátt að komast að því, eftir öll þessi ár, vinnandi eins og forku þetta 12-15 tíma á dag, viku eftir viku, ár eftir ár hefur "skaðað" mann allverulega. Eflaust vísindalega sannað, en eitt er víst, til lengri tíma séð ekki eins gott. En málið er það að loksins er vinnan í svitasjoppunni farin að aukast frá þetta 4 tímum upp í 8 tímana, og fyndnast af öllu, er að maður er algerlega búinn eftir daginn, þrátt fyrir að vera harðjaxl af klakanum. En svo afturámóti er öll þessi vinna frá 'Islandi farin að skila sér í því að maður er vanur að vinna jafnt og þétt, miðað við danann, sem er voðalega mikið háður pásu kerfinu. Og svo vill daninn ekki vinna alltof lengi heldur. Dæmi um það er að þegar ég er búinn að vinna á mánudögum og hjóla niður í ræktina, þá eru flestir farnir heim  klukkan sex, vilja njóta dagsins. En þá kem ég eftir langan dag hjá Lasse og svo í svitasjoppunni, þá kem ég og tek á því. Enn eitt dæmið er það að flestir eru búnir að klára innkaup sín eftir klukkan 4 í Nettó og þegar ég versla þar í kringum 7 eða 8 um kvöldið  er verslunin tóm, ekkert stress.

Þannig að það er margt ólíkt í kýrhausnum hér sem  og heima. Að mörgu leyti þægilegra að klára 8 tíma vinnu og fara heim og njóta dagsins.  Sitja úti í sólinni, drekka einn ódýran bjór og slappa af, það er bara bónus eftir það sem er á undan gengið. Eflaust er maður orðinn ansi danskur í sér, svei mér þá.

Hilsen

 

Hi from Gilly:

Lately I have been watching some old programs that I have downloaded, called Fawlty Towers with John Cleese as the owner and hotel manager of a country hotel, where everything seems to be going the wrong way. In his service he has a waiter from Barcelona, called Manuel, who despite his lack of english, makes it up by saying Que, when he doesnt fully grasp what is been said to him by his boss or the guests. These programs are the most funny ever and many times I have been screaming of laughter.

In a way I kinda feel like Manuel when I am trying to speak my danish here, because when I dont understand what the average dane says to me with his potato choked danish, I say Hva, which the danes use constantly in every start and end of conversation. This  I do to compromise and also to try to understand what is being said. So far so good it has managed to make me understand what is being said, it slows down the dane speaking to me.

 Well finally my work has been picking up from 4 hours up to 8 hours of work, which is good. For a person like me that is used to 12-15 hours work a day, every week and for years, going from 15 hours a day to 8 hours is  a great change. In a way it has kinda "damaged" me because I am so used to work, and working 8 hours a day takes a little time to accept. But also it is in my favor having worked like this through the years, because I am more work oriented than the dane who is more used to taking breaks, and not working too long, so they can enjoy the day after work.

This I can feel when I finish work, and go to the gym and work out, in a empty gym, because the danes are gone home to, and also when I go to Netto around 7 or 8 it is empty besides the staff, this is because the danes finish shopping after 4 . SO in a way this lifestyle is in many ways different from the lifestyle I am used to from Iceland.

It feels good to be here, and when coming home, sitting outside and just drinking a beer in the sunshine and just relaxing after a nice day at work, that makes my life worth while.

Bye from Gilly 

 

 


Sælir eru frjálsir.

Hilsen:

Jæja þetta er óvenjulegt, blogg með varla sólarhrings mun á milli. En mér hefur verið hugsað til ástandsins, eða réttara sagt karpsins heima um að selja bjór og vín í matvöruverslunum heima. Endalaust karpað fram og tilbaka um skaðsemina og gróðahyggju kaupmanna. Ekki virðist reynt að hugsa um hvort að núverandi fyrirkomulag sé ekki löngu orðið úrelt.  Jafnvel ekki reynt að aðlaga sig að breyttum hugsunarhætti og líta til nútíðarinnar. Allavegana veit ég það að þeir sem ég hef rætt þessi mál við hérna, finnst þetta jaðra við steinaldarhugsunarhátt.

'Aður en ég flutti út hingað til Danmerkur þá hafði ég lítið leitt hugann að þessu og fundist þetta eins og margt annað karp heima bera vitni af algjöru sjálfsforræði útvaldra stjórnsýslumanna og annarra til að stjórna hugsunum okkar og löngunum eftir þeirra hag. Eftir að út var komið og nú eftir 11 mánaða veru, þá gæti  ég ekki hugsað mér þægilegra fyrirkomulag en það að geta skotist annaðhvort í Nettó eftir Harboe eða Carlsberg bjór allt eftir efnum og afkomu. Nú ef svo ólíklega vildi til að ég næði ekki í tíma í Nettó, þá er hægt að bregða sér á næstu bensínstöð og ná sér í kippu þar. Hér eru menn ekki að hamast við að ná í Ríkið fyrir klukkan sex, nei menn taka þetta í leiðinni þegar þeir versla í Nettó, Fötex, Brugsen eða Bilka, þar sem sérstakir vínfræðingar eru tilbúnir til að miðla af fróðleik sínum um gæði og verð vínsins.

Jafnvel í miðbænum eru rauðvínsstofur þar sem hægt er að setjast inn og fá sér eitt eða tvö rauðvínsglös áður en lagt er af stað heim. Jafnvel slátraraverslanir selja rauðvín með steikinni.

Man einhver eftir fárinu varðandi bjórinn? Allajafna var talað um Danmörk sem syndaríkið og bent á að þannig myndi fara fyrir okkur íslendingum ef bjórinn yrði leyfður. Hvar eru þær raddir í dag?

Nei, það er eitt sem víst er, okkur ferst að tala um moldbúahátt þegar við stundum hann af enn meiri innlifun en aðrar þjóðir sem komnar eru lengra áfram á þróunarskeiðinu.

Mín meining er sú, hættum þessu karpi og reynum að gera þetta skynsamlega og hættum að vera með þessi boð og bönn. Vandinn er heimatilbúinn og ættu þeir sem gjálfra mest að líta í eigin barm.

Ekki satt?

Hilsen

Gilli 


Einbúinn/Home Alone

Hilsen:

Á sunnudaginn var hafði ég sest við tölvuna og lagst í þunglyndisleg skrif um hvernig "lífið" hefur fjarað út á heimavistinni. Nú er svo komið að ég og ein frekar fámál verðandi dönsk ljósmóðurnemi eru þau einu sem hittast í eldhúsinu. Allt frá því hún flutti hingað inn hefur hún varla yrt á okkur "útlendingana" frekar talað við dönsku stelpurnar sem voru hérna á sömu hæð. Það var komið svo að ég og Chris frá Póllandi vorum farnir að forðast að lenda saman í eldhúsinu með henni, þarsem þögnin var yfirgnæfandi og oftast nær sat hún og horfði á danskt sjónvarp. Við afturámóti, höfðum meiri hug á að horfa á Simpsons.

En nú eru þau farin, Elena, Sebastian, Janko, Marina, Chris, Mustafa, Margarita, Anton, og nú síðast Chris og fransmaðurinn Thomas, sem hefur verið minn helsti tölvugúrú, varðandi prógrömm.

Þannig að hér ríkir mikil þögn og varla að maður heyri svo mikið sem hnerra. Eins og fyrr segir var maður kominn í einhvern þunglyndisham á sunnudaginn var, en fékk svo heimsókn sem endaði með pizzuáti og glápt á tvær dvd ræmur eftirá, þannig að það var bót í máli.

Svo hefur veðrið valdið vonbrigðum, rigning og vindur og frekar lítið um sólardaga að undanförnu. Þó þarf maður ekki að kvíða því að sumarið sé búið þar sem sumarið nær að teygja sig alveg fram í byrjun október, allavegana miðað við síðastliðið sumar, þar sem veðrið var með eindæmum gott.

En nú er maður búinn að skila af sér skýrslunni umtöluðu og getur aðeins slakað á ogtekið því rólega. Þarf að vísu að fara að huga að öðrum málum eins og klippivinnu og sitthvað fleira, enda framundan í næstu viku, framleiðsluvika hjá FK, þar sem menn fá að spreyta sig á þáttagerð.

Þannig að ekki kvarta menn enn sem komið er.

Kv

 

Hi from Gilly:

Well, the kollegiium here is slowly changing into a very quiet place to live in. Some people are very happy with the peace and solitude, whilst other people miss the life here, meeting different people from different countries. The only people living on my floor are two danish girls and two danish guys plus me. One of the danish girls is so shy that it is kinda awkward sitting in the kitchen sometimes, as she isnt very much the talkative person. For a while me and Chris from Poland tried to avoid being in the kitchen with her, as she hardly said hi, and said hardly a word. And also she dominated the television so he couldnt see his favorite program, Simpsons. 

But now, all my friends that I got to meet here are gone, Sebastian, Janko, Marina, Elena, Margarita, Anton, Chris and Thomas are gone. I have been kinda down about this, and had written a very depressive blog on sunday, but was interrupted by a visit which ended with a pizza and two dvds. So that blog never found its way to the world.

So now I am kinda busy at the moment, havent had time to sink into some depressive mood. Ahead lies a production week, where we are gonna be making individual programs to be viewed next week. So that will keep me busy and also the work ahead concerning the comedy act in august.

So, my blog is gonna show signs of all this activity ongoing. Will try my best to put in some content if I am not totally wasted.

Until later

Bye from Gilly 

 

 

 


Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband