Leita í fréttum mbl.is

Sjónarsviptir

Hilsen:

Það er skarð fyrir skildi. Einn litríkasti stjórnmálamaður og skörungur í íslensku stjórnmálalífi er  fallinn frá. Það er sjónarsviptir að falli Einars Odds Kristjánssonar.

'Eg fékk tækifæri til að kynnast Einari Oddi og fjölskyldu hans þegar ég bjó á Flateyri frá 1995-2000. Þá var Einar Oddur mjög áberandi enda Flateyringar að jafna sig eftir hörmungarnar miklu sem gengu yfir byggðarlagið. Þá var Einar Oddur í tengslum við fyrirtæki sitt Skelfisk sem gerði út bátinn Æsu sem var á skelfiskveiðum í Arnarfirði. Það gustaði  ætíð af Einari Oddi, bæði í fasi ogframkomu á mannamótum enda maðurinn þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum.

Minnistæðast er mér þó þegar Einar Oddur lék prest í mynd Lýðs 'Arnasonar sem tekin var að öllu leyti upp á Flateyri, og í því hlutverki sem og öðru í gangverki lífsins var Einar Oddur alveg einstakur.

'Eg kveð Einar Odd og þakka fyrir skemmtileg samskipti bæði á meðan veru minni stóð á Flateyri og þegar ég rakst á hann á förnum vegi í miðbænum.

Fjölskyldu hans votta ég mína dýpstu samúð og hluttekningarkveðjur.

 

Kv

Egill Egilsson 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband