Leita í fréttum mbl.is

Einbúinn/Home Alone

Hilsen:

Á sunnudaginn var hafði ég sest við tölvuna og lagst í þunglyndisleg skrif um hvernig "lífið" hefur fjarað út á heimavistinni. Nú er svo komið að ég og ein frekar fámál verðandi dönsk ljósmóðurnemi eru þau einu sem hittast í eldhúsinu. Allt frá því hún flutti hingað inn hefur hún varla yrt á okkur "útlendingana" frekar talað við dönsku stelpurnar sem voru hérna á sömu hæð. Það var komið svo að ég og Chris frá Póllandi vorum farnir að forðast að lenda saman í eldhúsinu með henni, þarsem þögnin var yfirgnæfandi og oftast nær sat hún og horfði á danskt sjónvarp. Við afturámóti, höfðum meiri hug á að horfa á Simpsons.

En nú eru þau farin, Elena, Sebastian, Janko, Marina, Chris, Mustafa, Margarita, Anton, og nú síðast Chris og fransmaðurinn Thomas, sem hefur verið minn helsti tölvugúrú, varðandi prógrömm.

Þannig að hér ríkir mikil þögn og varla að maður heyri svo mikið sem hnerra. Eins og fyrr segir var maður kominn í einhvern þunglyndisham á sunnudaginn var, en fékk svo heimsókn sem endaði með pizzuáti og glápt á tvær dvd ræmur eftirá, þannig að það var bót í máli.

Svo hefur veðrið valdið vonbrigðum, rigning og vindur og frekar lítið um sólardaga að undanförnu. Þó þarf maður ekki að kvíða því að sumarið sé búið þar sem sumarið nær að teygja sig alveg fram í byrjun október, allavegana miðað við síðastliðið sumar, þar sem veðrið var með eindæmum gott.

En nú er maður búinn að skila af sér skýrslunni umtöluðu og getur aðeins slakað á ogtekið því rólega. Þarf að vísu að fara að huga að öðrum málum eins og klippivinnu og sitthvað fleira, enda framundan í næstu viku, framleiðsluvika hjá FK, þar sem menn fá að spreyta sig á þáttagerð.

Þannig að ekki kvarta menn enn sem komið er.

Kv

 

Hi from Gilly:

Well, the kollegiium here is slowly changing into a very quiet place to live in. Some people are very happy with the peace and solitude, whilst other people miss the life here, meeting different people from different countries. The only people living on my floor are two danish girls and two danish guys plus me. One of the danish girls is so shy that it is kinda awkward sitting in the kitchen sometimes, as she isnt very much the talkative person. For a while me and Chris from Poland tried to avoid being in the kitchen with her, as she hardly said hi, and said hardly a word. And also she dominated the television so he couldnt see his favorite program, Simpsons. 

But now, all my friends that I got to meet here are gone, Sebastian, Janko, Marina, Elena, Margarita, Anton, Chris and Thomas are gone. I have been kinda down about this, and had written a very depressive blog on sunday, but was interrupted by a visit which ended with a pizza and two dvds. So that blog never found its way to the world.

So now I am kinda busy at the moment, havent had time to sink into some depressive mood. Ahead lies a production week, where we are gonna be making individual programs to be viewed next week. So that will keep me busy and also the work ahead concerning the comedy act in august.

So, my blog is gonna show signs of all this activity ongoing. Will try my best to put in some content if I am not totally wasted.

Until later

Bye from Gilly 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband