Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006
26.6.2006 | 17:59
Fornbílasýning á Selfossi.
Jæja sæl verið þið. manni finnst langt um liðið síðan maður settist síðast við skriftir enda nóg að gera. Stefni á ferð til Færeyja á 'Olafsvöku ásamt góðri vinkonu. En áðuren að því kemur, þá þarf að huga að ýmsum undirbúningi fyrir ferðina. Brá mér á fornbílasýninguna á Selfossi, nánar tiltekið á lóð Gesthúsa, og það verður að segjast eins og er að það var heimsóknarinnar virði. Veitti því athygli að meðalaldur gesta virtist vera sá sami og fornbílarnir sem til sýnis voru. Kíkið á myndirnar og látíð nostalgíuna líða um ykkur, þangað til raunveruleikinn tekur við og kostnaðurinn við að gera upp slíkan bíl kemur í ljós. Allt í lagi að láta sig dreyma, ekki satt?
Bless í bili
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2006 | 18:16
Punktar
Sæl verið þið, dyggu lesendur mínir.
Jæja, þá er þessi stórkostlega helgi liðin, 17 júní liðinn með glans og líkamsárásum eins og venjulega, að vísu ekki neinar kynþáttaóeirðir eins og síðast. Þá er bara eftir Menningarnótt. Riginingarspáin gekk eftir, þ.e.a.s á föstudegi, laugardagurinn var fínn, byrjaði með dumbungi en batnaði svo. Lá í fletinu á laugardegi, horfði á beina útsendingu frá 17. júní á Austurvelli, beið eftir smá hasar frá einhverjum náttúrurverndarsinnum, þeim hefur örugglega verið smalað saman og ekið með þá á Þingvelli, svipað og gert var við rónana á sumrin, hér á árum áður, þeim var smalað saman svo þeir væru ekki að abbast upp á túrista. Hef verið að glugga í nokkrar forvitinilegar bækur, mæli sérstaklega með bók eftir þýska ljósmyndarann, Max Schmid, 'Islands óbeisluð öfl, þetta er alveg meiriháttar bók, magnaðar ljósmyndir frá helstu háhitasvæðum 'Islands, eins og Þeistareykjum, Kleifarvatni. Þegar maður sér þessar myndir þá sér maður hvað 'Island er magnað, hvað varðar náttúruliti og fegurð. Hin bókin sem ég hef verið að glugga í heitir Hin mörgu andlit trúarbragðanna, eftir Þórhall Heimisson, þar sem hann gerir grein fyrir hinum mörgu trúarbrögðum og stefnum. Skyldulesning. Brá mér í bíltúr á sunnudaginn um Villingaholtshrepp. Rak augun í hvað skiptir miklu máli að hafa fínt í kringum sig. Jæja læt þetta nægja að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2006 | 18:15
Mál að linni.
Maður er eiginlega orðinn ringlaður, svona í "sumarbyrjun", sveitarkosningar afstaðnar og lítið tekið mark á skilaboðum fólksins til flokkanna. Aðeins hugsað um að renna saman við þann sem hefur mestan meirihlutann og reyna að kría út heillavænlegar stöður og embætti. Og nýjasta útspilið er uppstokun á ríkisstjórninni, þarsem Halldór svíkur lit og hleypst undan merkjum. Hvernig er það með þessa stjórnmálamenn, hafa þeir enga siðferðiskennd og ábyrgðartilfinningu gagnvart kjósendum sínum? Ef í harðbakkann slær, þá rjúka þeir úr embættinu, eða fara í fýlu og vilja ekkert við menn tala. Mér finnst þetta lydduskapur af Halldóri að hætta, hann er bara að senda skilabúð út í samfélagið að það sé allt í lagi að svíkja lit, ef manni hugnast ekki mótlætið. Og það er næsta víst að hans biði stóll í Seðlabankanum við hliðina á strengjameistara sínum, Davíð Oddsyni. 'Eg meina fléttan er svo augljós, Jón Sigurðsson, úr Seðlabankanum stendur uppúr stól sínum svo Halldór komist að. Sannið til. Afhverju ekki að skíra Seðlabankann, Seðlaskjól, eða Eðalskjól, eða Stólahlíð? Búum útbrenndum stjórnmálamönnum þægilegt eftirlaunastarf í Stólahlíð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2006 | 14:04
Sögur af Bubba
Heil og sæl:
Hlustaði á tónleikana með BUBBA á Bylgjunni í gær, og horfði á Stöð2 ruglað samtímis. Geggjun, ekki satt? En djöf...voru þetta magnaðir tónleikar á að líta. Vona bara að það komi út dvd diskur fljótlega svo hægt er að njóta þess heima. Hann var flottur ´Kóngurinn, hoppaði og skoppaði, ég beið bara eftir smá shadow boxing, en hann stóð fyllilega undir sínu. Mér fannst í fyrstu sem röddin væri ekki nógu góð, en þegar á leið þá stóð hann fyrir sínu. Megi hann hafa þökk fyrir allar þessar perlur sínar í gegnum árin. Með þessarri grein fylgir mynd sem ég tók af BUBBA á Borginni í kringum 1990 eða svo. Er ekki alveg viss, þetta er farið að skolast til. 'Eg varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að fylgjast með BUBBA þegar hann kom að spila á Flateyri þegar ég bjó þar á árunum 1995-2000, fékk að fljóta með honum á tónleika á Suðureyri þar sem hann spilaði í ísköldu félagsheimili í dúnúlpu og einnig þegar hann var að æfa hjá Stebba Dan á 'Isafirði. Þetta var upplifun enda enginn eins og BUBBI. Læt þetta nægja í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2006 | 17:31
Fálkaorðu handa afmælisbarninu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2006 | 12:38
Til hamingju með daginn
Kæri Bubbi:
Til hamingju með daginn og takk fyrir öll þín lög, þau hafa haldið manni gangandi gegnum tíðina. Skemmtilegur afmælisdagur, 06-06-06.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2006 | 12:36
Sól sól skín á mig.......og okkur hin
Sæl:
Vitið þið að þegar veðrið er svona gott, þá nennir maður varla að hanga inni. 'Eg er búinn að taka saman sunddótið mitt, ætla að skreppa í sundlaugina í Hveragerði, liggja þar, bregða mér svo í Bónus, uppáhaldsverslun mína, og svo kíkja á einhverja sýningu og enda daginn á Kaffi Krús. Sjáum svo til með kvöldið, langar ógeðslega á tónleika með Hjálmum á Nasa í kvöld. Svona verður dagurinn í hnotskurn, enda verður maður að nýta hann vel miðað við daginn í dag. Njótið dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Landsliðstreyjurnar til sölu í Zagreb
- Nenntu ekki að spila á móti okkur
- Verður dýrasta knattspyrnukona heims
- Amorim braut sjónvarpsskjá
- Markvörður grípur Dota-boltann
- Egyptar með heimsklassa lið
- Gat ekki staðið mig verr
- Brosmildir fyrir annan stórleik (myndir)
- Rekinn frá þýska stórliðinu
- Einn sá eftirsóttasti framlengdi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar