Leita í fréttum mbl.is

Punktar

Ragnheiðarstaðir

Sæl verið þið, dyggu lesendur mínir.

Jæja, þá er þessi stórkostlega helgi liðin, 17 júní liðinn með glans og líkamsárásum eins og venjulega, að vísu ekki neinar kynþáttaóeirðir eins og síðast. Þá er bara eftir Menningarnótt. Riginingarspáin gekk eftir, þ.e.a.s á föstudegi, laugardagurinn var fínn, byrjaði með dumbungi en batnaði svo. Lá í fletinu á laugardegi, horfði á beina útsendingu frá 17. júní á Austurvelli, beið eftir smá hasar frá einhverjum náttúrurverndarsinnum, þeim hefur örugglega verið smalað saman og ekið með þá á Þingvelli, svipað og gert var við rónana á sumrin, hér á árum áður, þeim var smalað saman svo þeir væru ekki að abbast upp á túrista. Hef verið að glugga í nokkrar forvitinilegar bækur, mæli sérstaklega með bók eftir þýska ljósmyndarann, Max Schmid, 'Islands óbeisluð öfl, þetta er alveg meiriháttar bók, magnaðar ljósmyndir frá helstu háhitasvæðum 'Islands, eins og Þeistareykjum, Kleifarvatni. Þegar maður sér þessar myndir þá sér maður hvað 'Island er magnað, hvað varðar náttúruliti og fegurð. Hin bókin sem ég hef verið að glugga í heitir Hin mörgu andlit trúarbragðanna, eftir Þórhall Heimisson, þar sem hann gerir grein fyrir hinum mörgu trúarbrögðum og stefnum. Skyldulesning. Brá mér í bíltúr á sunnudaginn um Villingaholtshrepp. Rak augun í hvað skiptir miklu máli að hafa fínt í kringum sig.  Jæja læt þetta nægja að sinni.


Fagurt land?
Þjóðhátíðarkvöld

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband