Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
29.11.2006 | 23:05
Hin hinsta kveðja
'I fyrrinótt, lést frændi minn og alnafni, úr lungnakrabba. Hann hafði háð harða og langa baráttu við lungnakrabba, en varð að lokum að játa sig sigraðan fyrir meininu. Allt frá því hann fæddist fyrir hartnær 62 árum síðan, var lífið barátta. Hann fæddist svo agnarsmár að hann hefði hæglega getað rúmast fyrir í skókassa. En frændi minn var baráttumaður og gafst hvergi upp. Hann átti lengi vel við meiðsli að stríða í hné, en lét það ekki aftra sér að spila fótbolta. Hann var liðtækur þar sem og í skáklistinni, sem átti hug hans allan. Með skáklistinni efldi hann rökhugsun, og oft gat verið mjög gaman að tala við hann. Þó gat hann verið stundum mikil hamhleypa í skapgerð, og þá reyndi maður að sigla milli skers og báru.
Þrátt fyrir gott uppeldi, þurfti frændi minn ætíð að etja við ýmsa uppeldisbresti sem seinna meir fylgdu honum. Snemma á ævinni kynntist frændi minn góðri og hlýlegri konu, sem því miður féll frá fyrir aldur fram. Þar að verki var krabbameinið, sem eirði engu og mátti frændi minn horfa upp á hvernig líf hennar og ásýnd fjaraði út, aðeins minningin um hana lifði áfram eftir dauðdaga hennar.
Nú er hann fallinn frá sjálfur, og þrátt fyrir brösug samskipti okkar mun ég ætíð minnast hans, því að þrátt fyrir að vera ekki alltaf allra, átti hann marga og góða kosti sem eru hverfandi í dag. Hann var vinnusamur, vinur vina sinna, öðlingur þegar því var að skipta, og mikil barnagæla. Þeim varð því miður ekki auðið barna, sem er synd. 'Eg þakka honum fyrir þær stundir sem hann gaf af sér, og einnig fyrir hans mörgu heilræði og ráðgjafir sem ég hef reynt að fara eftir.
Hann skilur eftir tómarúm í hjörtum vina sinna sem önnuðust hann fram á síðustu stund. Systir mín mun ætíð minnast hans og þann stutta tíma sem gafst til að endurnýja kynni hennar af honum, ásamt börnum og maka.
Guð blessi þig Egill.
Hilsen
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2006 | 00:21
Eldhússóðar seinni hluti
Hilsen, að nóttu til.
Eitthvað hafa svefnþarfirnar brenglast, enda hvíldi maður sig vel þessa helgi, enda eins og endranær framundan annar viðburður, jólamatur og ball á eftir þann 1.des nk. Þannig að það er eins gott að undirbúa það. Þar að auki hafa kennarnir okkar svo gaman að setja okkur fyrirm vilja halda okkur við efnið. Manni leiðist allavegana ekki á meðan.
Þetta verður stuttur pistill, enda svefnhöfgi að sækja á mig. Ætla að henda inn nokkrum hardcore myndum úr eldhúsinu í kollegiium, sem reyndar hefur tekið smá breytingum eftir tilkynningu þess efnis að til stæði að skipta um, því að þegar ég kom í eldhúsið þá var búið að kippa öllu draslinu, óhreinu upp á borð og stafla því í eina stæðu. Grrrrrrrrrrrrrr. Þetta er bara kattarþvottur. En allavega hér koma þær myndirnar ásamt jólasveini dagsins, sem er karlkyns að þessu sinni.
Hilsen
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2006 | 12:10
Eldhústíkur
Hilsen
Já hún er ögrandi fyrirsögnin, en líkt og allar aðrar fyrisagnir hefur hún ákveðna staðhæfingu að geyma. Þegar ég fyrst kom hérna á kollegiium þá hékk á hurðahúninum plastað skilti sem innihélt A-4 blað þar sem ég er boðinn velkominn, og um leið áminntur um það að þetta væri mín vika, þar sem ég skyldi fara út með ruslið, strjúka af borðum og almennt stunda hreinlæti í sameiginlega eldhúsinu okkar. Einnig skyldi ég hafa vakandi auga með eitthvað skyldi vanta og kaupa og fá síðan borgað úr eldhússjóðnum. Einfaldar og skýrar upplýsingar. Manna á milli er þetta kallað að vera eldhústík í eina viku. Og að sjálfsögðu uppfyllti ég mínar skyldur og lauk vikunni með sóma. Eftir það var þetta í orden, en oft kom fyrir að ákveðinn einstaklingur kom inn í eldhúsið, eldaði og gekk svo ekki frá. Fundist hafa pottar enn með skáninni í og inn á milli verkfæri sem notuð hafa verið og ekki sæmilega þrifin. 'A meðan sú þýska var hérna, hún Elena okkar, þá einhvern veginn tókst að halda eldhúsinu hreinu og eitt skiptið var haldið þrifakvöld á föstudegi og svo dottið í það, en tiltekt laugardaginn eftir var ekki það fyrsta sem öllum datt í hug.
Eftir að stúlkan sú kvaddi okkur og hefur skilið suma með tómarúm í hjarta og ljúfar minningar, þá hefur heldur betur undan fæti og er nú komið svo eldhúsiðer varla mönnum bjóðandi, með pott þar sem innihaldið minnir á tilraun í náttúrufræðasafni, uppsafnað leirtau í einum vaskinum sem staðið hefur á þriðja viku. Og svo inn á milli er drals og allskyns sem menn hafa ekki döngun í sér að ganga frá. Einhvern veginn virðist sú hugsun ríkja að næsti maður muni ganga frá en sú óskhyggja nær stutt. Þar að auki ganga á milli ásakanir að hinn og þessi eigi þetta og hitt leirtauið og að viðkomandi ætli sér ekki að þrífa skitinn eftir viðkomandi. Nú er komið svo að boðað hefur verið til fundar og þar er ætlunin að setja úrslitakosti, þar sem skipt verður um skrá og þeir einir hafa aðgang að nýjum lyklum, sem skulda ekki í eldhússjóðinn og hafa gengið frá sómasamlega. 'Akveðið austur evrópskt par sem virðast vera aðalsökudólgar í þessu máli hafa brugðist ókvæða við og yrða varla á viðkomandi. Það ríkir ákveðin spenna í loftinu og hnúturnar fljúga.
Gaman verður að sjá hvað mun verða, enda löngu kominn tími til að setja mörk og reglur í þessu máli.
Skelli kannski inn hardcore myndum af eldhúsinu, ekki fyrir viðkvæmar sálir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2006 | 13:40
Niðurtalning er hafin
Sæl verið þið:
Jæja þá er mánuður til jóla. Eitthvað misfórst að setja inn jólastúlkuna með síðustu grein minni þannig að hér kemur hún í öllu sínu veldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2006 | 13:11
Alþjóðlegur dagur
Hilsen:
Jæja, í gær var föstudagur, óhefðbundinn að þessu sinni, þar sem föstudagsbarinn breyttist í alþjóðlegan bar. Oftast nær danir, einstaka útlendingur og íslendingur sem haldið hafa upp heiðri staðarins. En nú brá svo við að haldinn var alþjóðlegur dagur í Hermes, sem er svona samkomustaður þar sem hægt er að spila billjard, hita sér mat, fá sér bjór og bara "chilla" svo maður bregði fyrir sig slangri. 'Eg reis upp hinn hressasti eftur 3 daga legu í rúminu, einhver flensu slæmska sem lagði kappann að velli. 'Eg hresstist allur við eftir það, enda ekki hægt þegar hægt er að smakka á allskyns smáréttum, frá Japan, Azerbajdan, Þýskalandi, Perú og listinn er langur.
Að sjálfsögðu hafði ég með mína góðu myndavél G3 með og smellti myndir af skemmtilegheitunum. Vek athygli á frumkvæði frönsku stúlkunnar, Melanie, frá Guadeloupe sem skellti sérúr ásamt dönsku vinkonu sinni Helle og voru á bikini allan tímann og sköpuðu ansi "heita" stemmningu.
Kíkið á myndirnar. Einnig er ný jólastúlkumynd komin inn
Hilsen
Gilli
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2006 | 17:12
Jólin, senn koma þau
Hilsen kæru lesendur:
Gilli greinarhöfundur hefur eitthvað verið slappur að undanförnu, enda haft nóg að gera við að skipuleggja umræddan og oft ræddan alþjóðlegan kvöldverð sem tókst með ágætum. Þó verður að viðurkennast að stundum reif maður í þær fáu hártætlur sem eftir voru, vegna samstarfsins við ákveðin þjóðarbrot, sem virðast hafa flutt með sér siesta til Danaríkis, enda voru þau verkefni sem sett voru fyrir oftast nær leyst á fundinum viku seinna þegar þau áttu að leysast í fyrri vikunni. En nóg um væl og file, þetta heppnaðist vel, allir skemmtu sér í botn, og þá var takmarkinu náð. Og nú, án minna atbeina verður haldinn alþjóðlegur dagur á föstudaginn, aðeins í skólanum mínum, þar sem kynntir verða drykkir og réttir frá hinum og þessum þjóðarbrotum. Skemmtileg tilviljun?
Jæja, hér er blíðan sem endranær, rigning annan daginn og sól þann næsta. Lítið fer fyrir jólasnjónum. 'Eg gróf upp skemmtilegar módelmyndir af nokkrum þekktum fyrirsætum í jólaklæðnaði og hafði hugsað mér að keyra á þessum myndum með blogginu mínu. Til stóð að nota eitthvað af þessum myndum í ákveðna hluti, en kannski seinna.
Nú í dönskum fréttum er þetta helst: Sagt er frá því JyllandPosten frá barnaheimili í Birkeröd sem hefur aðlagað sig að kerfi sem heitir LEAN og er notað af Toyotu í japan, til að auka framleiðsluvirkni og um leið að skapa betri gæðastandard. Þetta LEAN kerfi hafa síðan bankar, tryggingafélög, símafyrirtæki, og opinberi markaðurinn notað. Og nú er búið að innleiða þetta á barnaheimili, sem var svona æfingatól áðuren ýtt verður úr vör með önnur barnaheimili.
Og hvernig er svo þetta frábæra kerfi í reynd? Að sögn dagsstýrunnar var byrjað á því að starfsmenn gengu um með skeiðklukku og tímatóku allar sínar athafnir. Þetta var hægt að mati dagstýrunnar þar sem mörg verkefni eru ætíð fyrirliggjandi á dagheimilum. Fengnir voru tveir verkfræðingar til að yfirfæra verksmiðjukonseptið yfir á dagheimilið. Að sögn dagstýrunnar hefur þetta haft í för með sér að meiri tími er til samveru með börnunum, og leiðindamál eins og afboðun barns, tiltekt og stjórnun taka minni tíma nú en áður.
Sett var upp svokallað "upplýsingatorg, þar sem foreldrar sjálfir tilkynna hverjir munu sækja börnin þann daginn. 'I verkstæði barnaheimilisins framleiða börn litaglaðar jólagjafir, samkvæmt lista sem útleggur hvaða aldurshópar framleiða hvað á hverjum tíma fyrir sig. Varðandi bleyjur, þá er í gangi svokallað bleyjuskiptasystem,, þar sem lagt er í bleyjukörfu skilti með nafni barnsins, þar sem tilkynnt er hvert sinni þegar bleyjurnar klárast þannig að foreldrar hafi tíma til að koma með nýjan bleyjubunka. Þannig ef Trine eða Theodor, vilja ekki búa til jólasveina þá kemur fóstran og úthlutar þeim önnur verkefni. 'I upphafi þegar þessi LEAN aðferð var kynnt voru blendnar skoðanir, sumir tóku henni strax mjög vel, á meðan aðrir spurðu hvort breyta ætti barnaheimilinu í framleiðsluverksmiðju. Foreldrarnir voru hinsvegar mjög jákvæðir og leist vel á nýjar breytingar. Þó eru þeir sem vilja meina að með þessu er gengið aðeins skrefi lengra, þar sem barnaheimili á að vera hvildar og um leið uppeldisstaður, en ekki formúluseruð verksmiðja. Forráðamenn blása á þessa gagnrýni og benda á kosti þess og nú stendur fyrir dyrum að labba aftur með skeiðklukkuna og mæla tímann sem fer til spillis, ef einhver er.
Það er ekki að spyrja að Dönum. Nú mig rak í rogastans um daginn, ætli það hafi ekki verið í gær þegar ég heyrði að Avion Group, hefði breytt nafni félagsins í HF. Eimskipafélag 'Islands. Hvað er í gangi, er þetta eitthvert kennitöluflipp enn einn ganginn? 'Eg meina danir eiga nógu erfitt með að bera fram nafnið mitt, hvað þá HF. Eimskipafélag 'Islands. Þeir segja við mig danirnir, að um leið og ég geti sagt lýtalaust, rödgröd med flödeskum, að mig minnir að þá sé ég orðinn ansi gjaldgengur. Það sama gildir um þá, um leið og þeir geta sagt hundslappadrífa, þá býð ég þá velkomna í heim talandi íslendinga.
Jæja læt þetta nægja að sinni. Einhver flensa er að hrjá mig, enda kennarinn minn kominn með flensu ásamt nábýlingum og sambýlingum. Best er að vera sem minnst innan um fólk þegar slíkt á sér stað.
Hilsen
Gilli
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2006 | 16:21
Í fréttum er þetta helst
Jæja sæl verið þið:
Enn eykst lesendafjöldinn að þessarri smælkissíðu minni. Er þó búinn að finna strategíska lausn á þessu, taka myndir í afmælum, og benda síðan viðkomandi að kíkja á síðuna. Enda er einn hérna á kollegium sem þræðir allar veislur, tekur myndir og birtir þær síðan á vefsíðunni sinni. Undirritaður er einn af þeim sem hægt er að sjá mynd af í frekar "annarlegu" ástandi eftir nokkra bjóra og annasamt kvöld.
Ekki meir um það. 'I þessum bloggpistli verður farið vítt og breitt um flatlendi danskra fjölmiðla, og þá helst það sem borið hefur til tíðinda. Veit ekki hvort ég hef minnst á það, en eitt af fríblöðunum sem stofnað var skömmu eftir tilkynningu Fréttablaðsins, virðist bera höfuð og herðar yfir önnur fríblöð á markaðnum, og samvkæmt nýrri könnun sem TNS Gallup hefur framkvæmt fyrir þessi þrjú samkeppnisblöð, sem eru Dato og Nyhedsavisen sem Baugsmenn eiga stóra hlutdeild í.
'I þeirri könnun kemur fram að 24timer, ber höfuð og herða yfir hin blöðin, eða með 395.000 lesendur, á meðan hin blöðin feta slóðina á eftir 24timer, Nyhedsavisen með 161.000 lesendur og Dato rekur lestina með 150.000 lesendur.
Að vísu gætir ekki alveg hlutleysis í þessum tölum þar sem útgefendur blaðanna, sem eru 24timer og Dato, en það eru JP/politikens Hus og Det Berlingske Officin sem kosta þessa könnun á dreifingu blaðanna. Talið er líklegt að ekki náist alveg heildstæð mynd af lesendafjölda fyrir eftir ákveðinn tíma að mati TNS Gallup. Þó kætast útgefendur 24timer og Dato yfir þessarri velgegni blaða sinna, þar ssem Nyhedsavisen er enn sem komið er ekki enn búið að festa sig nógu vel í sessi, miðað við loforð og efndir um milljón lesendur. Helsti vandi Nyhedsavisen er dreifingakerfið, sem er ekki að virka sem skyldi. Já það er hart barist á þessum markaði, og verður að segjast eins og er að í hús er borið hérna 24timer, og þetta hinn ágætasti snepill, ekki mikið um langa lesningu, styttri fréttir innanlands sem utanlands, meira púður er eytt í fréttaskýringar og umfjöllun um hitamál hverju sinni. Hér sést ekki tangur eða tetur af Nyhedsavisen, enda einblína þeir helst á Kaupmannahafnarsvæðið og svo náttúrulega til þeirra sem eiga einhverja aura.
Mikið hefur borið á ákveðnum Iman hér, eða svokölluðum leiðtoga moskunnar í 'Arhús, sem varð uppvís að þv, í starfi sínu sem fangavörður að miðla áróðri um islam innan fangelsismúranna, o g fór það fyrir brjóstið á yfirmönnum fangelsins, sem ráku hann. Iman þessi hefur ekki legið á skoðunum sínum sem og aðrir múslimar um afstöðu dana vegna Múhameðsteikninganna, hann komst fyrst í fréttirnar þegar hann lýsti því yfir að konur væru verkfæri satans. Eftir það hefur hann nánast verið daglegur gestur á síðum danskra fjölmiða, og þá helst fyrir þær sakir að kynda undir hatri á dönum og einnig að spilla fyrir sendinefndum sem farið hafa til að miðla málum vegna Múhameðsteikninganna. Nú hefur hann lýst því yfir að hann sé farinn fyrir fullt og allt til Líbanon,, sem hann reyndar kvaðst hafa flúið frá sem flóttamaður. 'Astæða fyrir þessum flutningum hans til heimalandsins ku vera sú að honum tókst ekki að fá í gegn að héraðsdómur Árhús dæmdi ekki til hýðingar og steinakasts tvo ritstjóra JyllandsPóstsins. Mönnum finnst þetta vera ansi mikil sinnaskipti, og velta fyrir sér hvað verða muni um arabasamfélagið þegar leiðtogi þess yfirgefur það, án andlegrar leiðbeiningar og uppfræðslu. Því er ljóst að menntun og gráður skipta ekki öllu máli þegar að vitsmunum koma. Frekar er þetta spurning um skynsemi.
En danir eru ekkert að velta sér yfir þessu hvarfi andlega leiðtogans og hugsa honum eflaust þegjandi þörfina. Afturámóti eru danskir arkitektar að vinna mikla landvinninga í Kína, þar sem vinningstillaga frá dönskum arkitektum í samstarfi víð kínverska arkitekta hefur hlotð svokallað Gult ljón, ekki ósvipað Gyllta pálmanum í kvikmyndagerð. Vinningstillagan sem samanstendur af nokkrum risavöxnum íbúðaturnum sem minna á berg, munu hýsa alla þjónustukjarna sem skipta máli, verslanir, stofnanir, hótel, græn svæði í kringum bergturnana. Danir horfa til þess að uppbyggingin er hröð í Kína og miklar breytingar eiga sér stað og ákváðu því að hoppa upp á vagninn með nokkrar vinningstillögur í farteskinu og eru nú að bera úr býtum, fyrir framtakið. Borgirnar sem þessir risavöxnu turnar verða reistir í eru peking, Chonquing, Shanghai og Xain, enda eiga sér stað miklar umbreytingar í þessum borgum sökum vaxandi mannfjölda, sem kemur af landsbyggðinni í von um betra líf í umbótunum og efnahagsundrinu sem á sér stað í Kína um þessar mundir.
Að lokum fyrir þá tónleikaþyrstu, þá upplýsist það hér með að þann 14.júní næstkomandi mun hljómsveitin Genesis stiga á stokk í Herning, með innanborðs engan annan en sjálfan Phil Collins. Engan spurning um að dálkahöfundur mun bregða sér á þessa tónleika sem og aðra sem framundan eru.
Jæja læt þetta nægja að sinni.
Hilsen
Gilli
Að lokum eru fleiri myndir frá afmælisveislu hennar Ewu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2006 | 20:46
Afmælisveisla alþjóðasamfélagsins
Hilsen kæru lesendur:
það er naumast hvað maður er lesinn. Sem er bara gott, enda alltaf gaman að lesa smælki um daginn og veginn, svona til þess að dreifa huganum. Var að prufa skype, hringdi i góðan vin minn og þvílík gæði, Þetta er framtíðin, fólk hættir að nota gsm og fastlínusíma og netið verður allt í öllu, sjónvarp, sími, miðlarri, hjónabandsmiðlun. Semsé margmiðlun eins og orðið segir til um.
'I gær var mér boðið í mjög skemmtilega veislu, sem vinafólk mitt, þau Santiago frá Perú að mig minnir og kærasta hans Ewa frá Póllandi buðu til. Tilefnið var afmælið hennar Ewu, og án þess að hún vissi, ákvað Santiago að við kæmum aðeins fyrr á meðan þau færu í bíó, og svo var meiningin að koma heim í óvæntan afmælisfagnað. Þannig að þegar Ewa var að bjóða mér að mæta klukkan 8 á laugardegi, þá mætti ég í staðinn klukkan 7 eins og flestir gestirnir. Og svo var beðið og talað um að þau kæmu klukkan hálfátta, en eins og oft vill verða hjá ástföngnum pörum þá stendur tíminn ís tað. Loks komu þau, enda voru afmæliskertin á tertunni hennar farin að brenna ansi hratt. Til veislunnar var boðið nágrönnum og vinum, og var sá hópur ansi alþjóðlegur, frá þýskalandi, slóvakíu, póllandi, mexíkó, kína, danmörk, og svo því miður man ég ekki meira. En samkvæmið var fínt og öll þessi þjóðarbrot skemmtu sér vel saman, miðað við stöðu alþjóðamála. Enginn herpingur eða leiðindi þetta kvöldið.
Svona á það að vera. Nú loksins kláraði ég blessað verkefnið enda 'islendingur að uppruna, og allt tekið í nös á síðustu stundinni, ekki þannig í nös, heldur bara tekið á því og unnið undir álagi, þannig kemur þetta. Enda búinn að glápa á helv....................skjáinn i allan dag og ætla sko sannarlega að taka pásu, og glápa á annan skjá, sjónvarpið. Hef lítið horft á sjónvarp síðan ég kom hingað. Margir ávanar horfnir síðan kallinn flutti hingað, og aðrir komnir í staðinn.
Jæja, þá er best að nærast og kíkja á einhvern heiladauðan þáttinn.
Hilsen.
gilli
Kíkið á myndirnar úr afmælinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2006 | 18:03
Hafnfirðingabrandari
Hilsen:
Af hverju hlaupa hafnfirðingar út í gugga þegar þrumur og eldingar eru? Jú þeir halda að það sé verið að taka myndir af þeim.
Vitið þið af hverju Sorpa í Hafnarfirði er lokuð um áramótin? Það er lokað vegna talningar.
Af hverju standa Hafnfirðingar í fjörunni í byrjun desember? Þeir eru að bíða eftir jólabókaflóðinu.
Já maður gæti haldið áfram endalaust með þessa hafnfirðingabrandara, ef ekki væri fyrir þá sök að undirritaður lenti sjálfur í svipuðu og fyrsti brandarinn. 'Eg var að vinna upp í skóla, og sat út við gluggann, þegar allt í einu herbergið lýsist upp af bláum blossa. 'An þess að spá frekar i það, sneri ég mér að glugganum og velti fyrir mér hver væri að taka myndir utandyra. hahahahah. Já svona getur maður verið vitlaus, á skemmtilegan hátt.
Hér er búin að vera vætutíð, svona staðbundin rigning, með hitastigið svona frá bilinu 11-13 stiga hiti, en þið kæru lesendur vitið þetta þegar núorðið. Enda sýnist mér að vetur komi seint hérna, en eflaust þegar hann kemur þá er það með látum.
Var að hlusta á Bylgjuna og heyrði að Gulli Helga var að tala við að ég held, Þorvald Flemming sem býr í Danmörku. Þorvaldur þessi var að segja Gulla frá því að þegar kæmi að jólum, þá væri hann fyrsti maðurinn sem kveikti á jólaseríunum utandyra, þann 1.nóvember. Að því er hann best vissi væri hann eini maðurinn sem væri svona snemma á ferð. Hér er varla farið að örla á jólaskreytingum í glugga, aðeins í miðbænum sem jólaljóseríurnar eru komnar upp.
jæja, þetta verður stutt, er á leiðinni í afmæli á nálægum kollegium. Meira um það seinna og ýmislegt annað smælki, sem þrátt fyrir það er áhugavert.
Hilsen
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2006 | 16:19
Uppfyrir haus
Hilsen:
Þessi verður í styttra lagi, enda nóg að gera hjá kappanum þessa dagana, hann er sestur í alþjóðlega nefnd um hvort eigi að stytta skeggið á alþjóðlega jólasveininum og einnig hvort réttlætanlegt að hvert land þjóni sem fulltrúi sveinka fjögur ár í senn.
Nei, svo gott er það ekki. Ég er afturmóti sestur í nefnd um alþjóðlegan dinner, þar sem hvert þjóðarbrotið kynnir rétti frá sínu landi, svona fingrafæði, plássið leyfir ekki meira. Við höfum aðeins haft tvær vikur til að skipuleggja þetta, þanig að það er um nóg að hugsa.
Nú síðan er skemmtilegheit í skólanum, ein af þessum frægu þema vikum, núna erum við að vinna við þemað hvað varðar bækling fyrir fyrirtæki, fyrirtækjahausa og fleira í þeim dúr.
Nú og svo er það blessuð vinnan, brauðstritið fylgir með líka, þannig að maður óskaði þess að hægt væri að samþjappa 48 klst i 24 klst svo maður næði að komast yfir allt. Hey, NASA, hvernig stendur á því að þið eruð ekki búnir að gera eitthvað í þessu? Hvenrig ætli vinnutíminn sé út í geimnum, og fyrir utan að fanga einhverja hnullunga úr andrúmsloftinu, hvað gera menn í frítímanum, lesa þeir Séð og Heyrt, eða glápa á einhverjar galaxy klámmyndir? Sorry fór aðeins á flug hérna.
Jæja, þetta er orðið lengra en tilskipun frá hinu opinbera. Eitt að lokum, sá að visir.is var að breyta um útlit, ágætt, tekur aðeins tíma að venjast því. Jæja skyldan kallar, plús maginn.
Reyni að vera skemmtilegur næst, með eitthvað innihaldslaust smælki, segjum það.
Hilsen
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006