Leita í fréttum mbl.is

Hin hinsta kveðja

 

'I fyrrinótt, lést frændi minn og alnafni, úr lungnakrabba. Hann hafði háð harða og langa baráttu við lungnakrabba, en varð að lokum að játa sig sigraðan fyrir meininu. Allt frá því hann fæddist fyrir hartnær 62 árum síðan, var lífið barátta. Hann fæddist svo agnarsmár að hann hefði hæglega getað rúmast fyrir í skókassa. En frændi minn var baráttumaður og gafst hvergi upp. Hann átti lengi vel við meiðsli að stríða í hné, en lét það ekki aftra sér að spila fótbolta. Hann var liðtækur þar sem og í skáklistinni, sem átti hug hans allan. Með skáklistinni efldi hann rökhugsun, og oft gat verið mjög gaman að tala við hann.  Þó gat hann verið stundum mikil hamhleypa í skapgerð, og þá reyndi maður að sigla milli skers og báru.

Þrátt fyrir gott uppeldi, þurfti frændi minn ætíð að etja við ýmsa uppeldisbresti sem seinna meir fylgdu honum. Snemma á ævinni kynntist frændi minn góðri og hlýlegri konu, sem því miður féll frá fyrir aldur fram. Þar að verki var krabbameinið, sem eirði engu og mátti frændi minn horfa upp á hvernig líf hennar og ásýnd fjaraði út, aðeins minningin um hana lifði áfram eftir dauðdaga hennar.

Nú er hann fallinn frá sjálfur, og þrátt fyrir brösug samskipti okkar mun ég ætíð minnast hans, því að þrátt fyrir að vera ekki alltaf allra, átti hann marga og góða kosti sem eru hverfandi í dag. Hann var vinnusamur, vinur vina sinna, öðlingur þegar því var að skipta, og mikil barnagæla. Þeim varð því miður ekki auðið barna, sem er synd. 'Eg þakka honum fyrir þær stundir sem hann gaf af sér, og einnig fyrir hans mörgu heilræði og ráðgjafir sem ég hef reynt að fara eftir.

Hann skilur eftir tómarúm í hjörtum vina sinna sem önnuðust hann fram á síðustu stund. Systir mín mun ætíð minnast hans og þann stutta tíma sem gafst til að endurnýja kynni hennar af honum, ásamt börnum og maka.

Guð blessi þig Egill.

Hilsen

Gilli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband