Leita í fréttum mbl.is

Rennibrautin

Hilsen:

Það er undarlegt þetta líf þessa dagana. Það hefur verið upp og niður þessa dagana, ekki ósvipað og að vera í rennibraut. Maður prílar upp og lætur sig svo vaða niður, aðeins til þess að hlaupa upp aftur og renna sér niður. Svona hefur þetta gengið í heila viku og margt bærst með manni. Steininn tók þó úr á föstudagskvöldi í jólahlaðborði hjá FamilieKanalen, TvGlad, ESTV og LokalTV þegar ég mætti þangað til að gleðjast með félögum mínum í FK. Ef einhver hefði séð mig þá var ég líflaus, brosti varla og augu mín voru döpur. Innra með mér bærðist sú löngun að grípa í nokkra bjóra og "koma sér í gír", en eftir reynsluna fyrir tæpri viku síðan og minn enlæga ásetning að láta staðar numið, þá tók ég þá ákvörðun að yfirgefa samkvæmið, og leita mér hjálpar. Það er mín besta ákvörðun, enda líður mér miklu betur núna, er þó aðeins smátaugaveiklaður, en samt er tilfinningin góð að hafa tekið þessa ákvörðun og ekki látið freistast til að nota áfengi sem deyfilyf fyrir mínar innri líðan. 

Lesendur eru beðnir afsökunar á þessum geðveiku pistlum, en einhvern tímann heyrði ég því fleygt að það væri mjög gott ráð að skrifa um sínar tilfinningar, í stað þess að bæla þær innra með sér. Þetta er kannski fullmikið fyrir venjulegan lesenda að meðtaka, og eflaust best að skrifa þetta á blað sem maður geymir heima í skúffunni, en öll höfum við okkar aðferðir, förum út á svalir og æpum þegar við erum að sturlast, eða við grýtum einhverju í vegg, eða þá að við notum einhverjar fíknir til að deyfa sársaukann sem berst innra með okkur.

'Eg ætla ekki að vera með neina fullyrðingar hérna, ég vona bara innst inni að ég nái ró aftur í huga mínum og nái að verða sá einstaklingur sem hægt er að leggja traust sitt á og um leið að ég geti verið meðal manna án þess að bera kvíða eða ótta í hjarta eftir sögð orð eða verknað.

Kannski tekst það, hver veit.

Hilsen 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband