11.8.2006 | 18:03
Hvar er fuglaveikin?
Sæl verið þið:
Munið þið eftir hamagangnum í vor, þegar fulgaveikin var helsta topic-ið, menn þorðu varla að far lengur niður á Tjörn með ungviðið, dauðskelkaðir um að smitast af fuglaveikinni af einhverri öndinni, í hverjum fréttatíma Stöðvar 2 var fjallað um fulgaveikina eins og hún væri að bresta á þá og þegar. Jafnvel helgasta helgihaldið, páskarnir voru smitaðir af þessarri umræðu. Um tíma leið manni eins og maður væri staddur í þeirri sögufrægu mynd Hitchcocks, Birds, þar sem aðalleikarinn var hundeltur af fuglum. Þetta var farið að nálgast það æði og eiginlega komist næst heiti annarrar myndar eftir hann, sem mig minnir að hafi heitið Frenzy. Og nú er allt fallið í dúnalogn, engir banvænir fuglar ógna tilveru okkar og barna ekki lengur, jafnvel umræðan um þennan faraldur er dottin niður. Nú er hinsvegar nýjasta umræðna, nýjasta útspil, Al-Kaida, það að senn fer ekki orðið lengur hægt að ferðast með flugvélum, nema í þeim fötum sem maður stendur í. Nú má ekki lengur ferðast með vökva með sér, fartölvur, síma eða nokkur rafmagnstæki yfirleitt. Heimur versnandi fer, stríðið í 'Irak er bara tortíming og annað Víetnam Bandarríkjamanna, leitin að Bin Laden er dottin upp fyrir, minnugur orða Bush sem í Texas stíl hótaði því, we will track him down, og síðan ekki söguna meir. Maður fer að halda að Bandarríkjamenn haldi lífi í Bin Laden, svo hægt sé að réttlæta þetta tilgangslausa stríð gegn hryðjuverkum, sem er ekki hægt að útrýma með endalausum sprengingum og skæruhernaði, hryðjuverkamennirnir eru greinilega snjallari en allur her bandarríkjamanna, því að þeir bara endurnýja sig í hvert skipti með nýjum uppákomum. Þetta er eins og fuglaflensan, hún er svona banvæn um tíma á síðum fjölmiðlanna, og síðan ekki meir. Minni á hugtök eins og Ebola, AIDS og Tsunami, hvar eru þessi orð núna? Núna er það Islam, Pakistan, og London. Spáið í þetta.
'Eg ætlaði vist að fjalla meir um Færeyinga og upplifun mína af þeim og þeim einstaklingum sem ég kynntist þar. Þar sem tími minn er þessa dagana tengdur flutningnum til Danmerkur þá hefur bloggið liðið svolítið fyrir það. Bæti úr því
Bless
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.