5.8.2006 | 11:29
Og var gaman?
Jæja.
Þetta finnst Færeyingum fyndið, eins og Pólverjum þegar íslendingar segja jæja. Við erum jæja þjóðin að þeirra mati. En allavega, maður er kominn heim, í rigningarsudda og er svona að vinda ofan af sér ferðanúninginn og raða saman minningunum úr ferðalaginu. Var að hlaða myndirnar úr ferðalaginu inni á tölvuna í gær og fékk nettan söknuð til Færeyja. Klassíska spurning vina og vandamanna er eins og fyrirsögnin gefur til kynna. Já það var gaman, að upplifa færeyskt samfélag, venjur og umhverfi. Fyrstu dagarnir á nýjum slóðum eru alltaf erfiðir, ef maður hefur ekki unnið "leg work" sitt, það er að vera búinn að kynna sér þær slóðir sem ferðast er til. Vill nefna til sögunnar heimasíðu Lonely Planet, og bendi í því sambandi sérstaklega á link sem heitir Thorntree, en þar er hægt að kanna ástandið á þeim slóðum sem ferðast er til. 'Eg komst að því í Færeyjum, að misjafnt var hvar ég get notað debetkortið mitt. 'Eg gat tekið aðeins einu sinni útúr hraðbanka, sem eru til dæmis opnir frá 6 á morgnana til klukkan tólf á kvöldin, eitt af mörgum atriðum. Þegar verslað var í verslunum sem notuðu posa, þar sem kúnninn stimplar inn pin númerið sitt, þá virkaði kortið. Ekki á hótelum, börum eða neinum stöðum sem höfðu hefðbundna posa eins og tíðkast á 'Islandi. 'Eg þurfti að egna saman starfsmanni Færeyja Banka og Glitnis á 'Islandi á mínum fyrsta degi þegar ljóst var að ég yrði peningalaus í Færeyjum. Þá flug orð eins og Swift, Code og Transfer action fram á milli landanna og síðan var þetta spurning um hvor bankinn veitti bestu þjónustuna. Glitnir vildi láta mig borga 2000 kall fyrir að fá pening fluttan með hraði í Færeyja banka samdægurs, en 800 kall ef ég biði í þrjá daga. 'Eg hugsaði málið, gekk út fór í næstu verslun með posa fyrir kúnnann og gat notað kortið. No way Hosé.
Veittum því einnig athygli að skilti frá helstu skyndibitakeðjum heims tröllríða ekki færeysku landslagi. Eina skyndibitakeðjan sem fest hefur rætur sínar í Færeyjum er Burger King. 'A Burger King er hægt að rekast í SMS verslunarmiðstöðinni, sem reyndar lítur út fyrir að vera verkstæðisskemma en verslunarmiðstöð. Afturámóti er Bónus víða um Færeyjar, og hið gamla verslunarnafn Mikiligarður og Samkeyp eru einnig til staðar.
Uppúr stendur greiðvikni og þægilegheit Færeyinga, boðnir og búnir með bros á vör til að afgreiða mann. Við kynntumst aðeins tveimur leiðinlegum Færeyingum í allri ferðinni. 'I næsta bloggi ætla ég að kynna til sögunnar, Gerrie frá Hollandi og Alfred frá Skotlandi.
Meira síðar.
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.