15.4.2007 | 17:29
Minna mas, meiri myndir/Less talk, more images
Hilsen:
Hér eru nokkrar myndir frá liðinni viku, og þar á meðal umræddur páskamatur á páskadegi.
Here are some pictures from this week and also from the mutual easter dinner we had on easter day.
I am having some trouble with putting in more, so these will have to do. More to come later.
Bye
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2007 | 07:40
404 aftur og aftur/404 again and again
Hi:
Prufið þá þessa slóð: http://www.paper-dolls.webbyen.dk
Try this site: http://www.paper-dolls.webbyen.dk
Bye
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 19:55
404/404
Hilsen:
404 þýðir það þegar síða finnst ekki. Eflaust slegið inn vitlausa slóð. Prufum aftur
404 means that the website cant be found. Lets try again.
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 19:52
Uppljóstrun/Exposure
Hilsen.
Jamm, maður er sko rauðari en karfi eftir daginn í dag. Hér hafa nágrannar og nábýlingar legið eins og hráviði um allar grundir, í sólbaði, enda hitinn með eindæmum í dag. í kringum 20 stig og lítill vindur. Sat úti í klukkutíma og las í bók, að sjálfsögðu tengt námsefninu. Fór svo inn og kláraði loks vefsíðuverkefnið mitt. Nú get ég loks gefið upp slóðina að síðunni sem ég ákvað að endurhanna, þetta er upprunalega síðan. Þetta hlýtur að vera versta síða sem gerð hefur veriið á vefnum, en dæmið sjálf, www.paper-dolls.webbyen.dk
En hvernig stendur á því að ég valdi þessa síðu en ekki einhverja aðra? Jú það vildi nefnilega þannig til að ég var að klippa viðtal við formanninn, sem stendur að baka þessum félagsskap, en þetta er félagsskapur kvenna á miðjum aldri sem enn langar til að fara í dúkkulísuleik. Fór reyndar þann 1.april á opið hús hjá þeim til að taka myndir til að nota á vefsíðunni minni. Gef ykkur slóðina að henni þegar hún verður sett upp á skólavefnum. En þið getið dundað ykkur við að skoða þessa síðu. En allavegana þegar ég er að klippa viðtalið við hana þá minnist hún á þessa vefsíðu sem hún gerði sjálf, og þarsem þetta verkefni var framundan þá skellti ég mér í það að gera þessa vefsíðu upp á nýtt, og tel að mér hafi tekist bærilega til. En ég er allavegana kominn með fj... góða reynslu eftir að hafa eytt mörgum klukkustundum við tölvuna að gera þessa síðu.
Nú en svona til að uppljóstra meira, þá hef ég verið ráðinn til að sjá um upptökur á danskri revíu sem sett verður upp í ágúst. Tökur hefjast í lok apríl og standa fram í miðjan maí. Revían sjálf er uppbygð á leiknum atriðum og videóatriðum inn á milli. Mitt verk verður að því er mér skilst að sjá um upptökur og klippingu á efninu. Fékk símtal þess efnis í vikunni að ég hefði verið valinn framyfir tvo aðra sem voru á listanum. Það sem skipti sköpum var lofsverð ummæli Lasse um hæfni mína til að standa að baki slíkri framkvæmd. Mikið á mann lagt, en samt góð reynsla á stuttum tíma sem ég hef öðlast hjá Lasse. Enda frábær kennari ef svo má að orði komast.
Hvað varðar laun, þá fæ ég allar ferðir og uppihald greitt, en vinnan fer fram í bæ sem heitir Brörup og í 45 kílómetra fjarlægð frá Esbjerg, og síðan ef maður leggur til efni sjálfur þá er greitt fyrir það. Þannig að maður getur ekki annað en verið ánægður með þróun mála. Venjulega vinnan í sumar verður svo vinnan í tölvuverinu þegar skóla lýkur.
En jamm, það er ekki meira í bili. 'I kvöld verður haldið Woodstock partý í kjallaranum góða. Er frekar lúinn eftir setuna við skjáinn, þannig að maður kíkir kannski á eina ræmu og skellir svo sér niður.
Hilsen
Hi from Gilly:
Today, was a very hot and nice day. While I was sitting inside, finishing my webdesign, my neighbours were lying outside in the sun, getting tanned and ready for tonights activity in the cellar. I finally managed to finish my webdesign, which has taken about six weeks, since it started. I found this really crappy website, www.paper-dolls.webbyen.dk
This has to be the worst website ever designed on the web. I found about this website when I was editing down in FamilieKanalen one day. I looked at it and decided to try my hand at it. I am very pleased with my design, and hopefully you will get a chance to see it when it will be put on the schools area.
I have been hired this summer to film and edit a danish comedy that will be shown in august. the filming will start by the end of this month, and will stand until the midst of may. I am looking forward to this assignment. All my expenses will be paid, because this comedy is shown in another town called Brörup, outside of Esbjerg. Alongside this job I will be working in the it-center at school this summer. So I ma very pleased and looking forward to the summer.
Well I am kinda tired after today, I sat in the sun, and then went inside. Tomorrow I am going to the beach and just gonna soak up the sun.
Bye
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2007 | 18:46
'I fréttum er þetta helst/News of the week
Hilsen:
Jæja, það eru komin vikulok, og hinn frábæri föstudagur tekinn við. Einn vinsælasti dagur vikunnar ef menn þurfa ekki að vinna um helgina. Og svo mánudagur, einn mest hataðasti dagur í upphafi vikunnar. Hvaða leiðindi eru þetta í manninum? Það er alltaf ástæða fyrir öllu, og ég komst að því á mánudaginn í þessarri viku að sinn er siður í hverju landi. Síðan ég kom hingað hef ég kynnst ýmsum merkilegum siðum, og tek sem dæmi, ristað rúgbrauð með salami og tómatsósu, jógúrt drukkið úr kaffibolla, vodkadrykkja að hætti rússa, og svo nýjasta nýtt. Sá siður átti sér stað eitt að nóttu, aðfararnótt þriðjudags, þegar bankað var á hurðina mína. Fyrr um kvöldið hafði ég heyrt hlaup og skræki, og gerði ráð fyrir að lettneska bomban væri á ferð. En það er bankað og ég fer til dyra. Utandyra stendur Micha, frá Póllandi, sem ávarpar mig, og áður en ég gat sagt hæ, þá voru vit mín og ég sjálfur rennandi blautur. Og svo glottu þeir Micah, Kamil, Sergio og Slawek eins og aular þegar ég reyndi að átta mig á því hvort ég ætti að reiðast eða hlægja. Sá að fyrri kosturinn var ekki góður og brosti í gegnum "tárin" og lokaði síðan hurðinni. Frétti svo daginn eftir að flestir hefðu fengið vatnsbað um kvöldið þannig að ég var ekki sá eini sem lagðist blautur til hvílu minnar. Og þegar ég spurði út í hverju þetta sætti, fékk ég þau svör að þetta væri siður Póvlerja á öðrum í páskum að banka upp hjá útvöldum og skvetta á þá vatni. Keypti þessa frásögn jafn trúanlega eins og fríar geimferðir. En eftirá var þetta bara fyndið. Enda góður mórall í gangi á vistinni.
Nú en þetta var ekki eina "árásin" sem ég varð fyrir, því í gær þegar ég ætlaði að smella lokahnykk á vefsíðugerðina, þá kom í ljós að vírus hafði hreiðrað um sig í tölvunni og lamaði hana gjörsamlega, gat ekki tengst netinu, opnað prógrömmin eða nokkuð slíkt. Eyddi þremur tímum í að uppfæra hana á nýjan leik, og var heppinn að eiga Olaf að, annars hefði maður þurft að hringja til Indlands og fá aðstoð hjá einhverjum Indverja þar. En tölvan virkar eins og er, en það er trúanlegt að á ný þarf ég að uppfæra tölvuna og setja upp á nýjan leik öll prógrömm sem fyrir eru. Svona er lífið í heimi Bills Gates, tölvukerfið hans er jafn götótt og sía.
Nú framundan er semsé lokahnykkurinn á vefsíðugerðinni, og ef vel gengur þá er strandarferð fyrirhuguð á sunnudaginn, enda spáð 20 stiga hita um helgina. 'I apríl sjálfum, spáið í þetta.
En, þið hin sem ekki eru eins heppin og þessi hérna, eigið góða helgi.
Hi from Gilly
Well, finally friday. The most popular day of the week, for those not working on saturdays. I guess monday must be the most hated one then. I have always dreaded mondays, because if you have a bad weekend, you kinda are not looking forward to monday.
I had a funny thing happen to me on last monday, day after easter. I was working in my room, when there was a knock on my door. It was kindas tragne, because the clock was around 1 in the night. I go to the door, and outside stands Micah, one of the polish guys. He says my name, and before I can answer back I get a bucket full of water splashed into my face. So there I stand, wet and water running from my face, my nostrils clogged, and these m.............ers stand there laughing. I didnt know if I should laugh or get mad, so I just decided to close the door. Later I found out that this is a tradition on the second day of easter to go around and splash water into people faces. Like hell I belive that, as likely as Pamela Anderson writing to me on steady basis.
But afterwards it was funny. But it was not funny, the virus I got in my computer last night, when I was gonna finish my webdesign. It totally shut down my internet, I couldnt run any programs, and also I couldnt even restart my computer. So I did it manually and after talking to my good friend Olaf, saved myself a phonecall to India to find out what to do in crisis like these. So now it is running again, but the theory is that I will have to install Windows and all the programs again.
But it seems that the majority of the kollegiium was rammed by this virus. Just hope I will be lucky the next time. I am definitely thinking about getting myself a Macintosh laptop and tabletop by the end of this year.
Well, my dear friends. Here in Denmark we are expecting around 20 degrees on the Celsius scale, so I am just gonna work on my design tonight and tomorrow and then hit the beach on sunday. Nice, eh?
Bye
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 22:02
'Ast við fyrsta bréf/Love at first letter
Hilsen:
Það var orðin vöntun á frumlegum fyrirsögnum. 'Akvað að bæta úr því með smá greinarkorni sem ég las í Urban, eitt af mörgum fríblöðum. Verð reyndar að viðurkenna að ég er farinn að kunna ágætlega við Nyhedsavisen, þetta er eignlega betra blað en Fréttablaðið heima. En allavegana, rakst á grein þess efnis um ást á meðal samstarfsmanna sinna. Nú er vitað mál að til eru margar vefsíður sem menn geta heimsótt, til að leita sér að vænlegum mökum, eða þá til þess eins að eiga einnarnætur gleði einhverjum sama sinnis.
Einn er sá hópur manna sem í gegnum tíðina hefur haft það æruverðuga verkefni að færa mönnum ástarbréf í gegnum aldirnar, annaðhvort jákvæð eða uppsögn ástarinnar fyrirheitnu. Sá hópur manna eru póstberar sem virðast falla í kramið sem spennandi ástmenn eða konur. Kannski má um kenna rauða einkennisbúningnum, vinnutímanum, skóbúnaðinum, eða þá að það þykir ekki beint kynæsandi að kunna utanbókar póstnúmer eða verð á bögglum og bréfum.
Margir af þeim 20.000 póstberum í Danmörk eru ennþá lausir og liðugir og virðist lítið hafa gengið að vekja meiri athygli á sér miða við aðrar starfsstéttir sem virðast njóta meiri hylli meðal karla og kvenna.
En alltaf þegar neyðin er stærst, þá er hjálpin næst, og í þessu tilfelli eru það tvær starfsstúlkur hjá Danska Póstinum, sem hafa hrundið af stað vefsíðu, eða réttara sagt stefnumótasíðu www.postdating.dk
Umrædd síða er eingöngu fyrir starfsmenn póstsins og er henni ætlað að hjálpa til og hressa upp á einkalíf póstbera. Stofnendur síðunnar voru orðnar frekar þreyttir á skorti á örvum Amors innan veggja danska póstsins og ákváðu því að blása í (póst)herlúðra og brýna menn til dáða. Undir slagorðinu, Póststefnumót án frímerkis, hefur þeim tekist að kynda undir tilraunum starfsmanna sinna til að kynnast hvort öðru betur eftir að vinnutíma lýkur. Og örvar Amors svífa um og þegar hafa nokkur pör myndast. Að þeirra sögn getur það haft frekar niðurdrepandi áhrif á póstbera að eyða deginum fyrir framan tölvuskerm við að afkóða bréf þar sem eina ástin er vinnan, en ekki ástin sem bíður heima. Sjálfar hafa þær ekki enn fundið rétta póstberann, þær hafa augun og eyru hjá sér enn sem komið er. Og þó að ástin blómstri á meðal 20.000 fastráðna póstbera þurfa danskir ekki að kvíða því að pósturinn berist ekki á réttum tíma til þeirra, jafnvel þó póstberinn hafi haft villt stefnumót um nóttina, því að samkvæmt því sem mottó póstmanna er, að þrátt fyrir brjálað veður, ófærð eða víggreifir hundar, þá muni ástin ekki standa í vegi fyrir útburði bréfa.
Hér eru fleiri síður ekki ósvipaðar þeirri sem póstberar geta nú notað í leit sinni. Hér eru síður fyrir bændur, www.farmerdating.dk, fyrir kristna, www.kristendating.dk, fallegir, beautifulpeople.dk og svo í lokin þeir sem kjósa einnar nætur gaman, engangsknald.dk.
Ekki alslæm hugmynd, nú er bara málið að starfstéttirnar setji upp samsvarandi síður. Sparar eflaust mörg vandræði varðandi árshátíðir og fleira tengt því.
Hi from Gilly:
Well school is started again, but on a slow process at the moment. Not everybody is ready to show up after the easter weekend, so it has been kinda empty looking in my class. And this passes all the way up to the teachers who are still on vacation.
But like everybody else, they have to pay their bills and like them the postman has to deliver every day bills, packages, letters and all kinds of media.
In Denmark there are around 20.000 postal workers who are everyday doing the rounds. Amongst them is a growing group of single employees, and despite other jobs which are admired by the common people, the work and duties of the postal worker has gone unnoticed and not gotten as much attention. Like the postal workers private life, which it seems doesnt attract many female or male admirers involving their job. To point a finger at the reason why there are so many postal workers single is difficult, many talk about the uniform, working hours, maybe the funny shoes they wear, or just plainly maybe it is not sexually attracting to hear about zip codes and the prizes of packages.
And to meet this growing concern about the single life of the postal worker, two females working within the Danish Postal Union have set up a dating site for postal workers, aiming at postmen and all those who are interesting in meeting a fellow worker, after working hours, to maybe share knowledge and wisdom about zip codes and many other hidden secrets that we the locals dont know about.
The dating site, www.postdating.dk has already proven to be a big success in establishing a tigher hold amongst coworkers, and those who founded it say that already around 100 people are doing more than exhanging glances at work.
The themselves, the founders of the website, have yet not found Mr. Right Postman, but they are looking out for some prospective persons.
And the local dane doesnt need to worry that he wont receive his post, after a wild night with a coworker. Becasue as their motto says, neither rain or hail, or mad dogs will prevent the postman to bring you your post. Not even burning love will prevent them in doing so.
Here are some related sites, concerning other jobs where they have put up similar sites.
Farmers for instance, www.farmerdating.dk, christians have their site, www.kristendating.dk, beautiful people have not been left behind, www.beautifulpeople.dk and least and less of all, the biggest group of them all, the one night stands, www.engangsknald.dk.
So now is the opportunity to set up a site at your workplace and get the ball on the move.
Hilsen
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 16:27
Heimþrá
Hilsen og gleðilega Páska.
Jæja, þá er annar í páskum og maður er að "chilla" eins og svala liðið segir. Var að horfa á myndina "Borat" með Sacha Baron Cohen, sem skapaði hina óendanlega fyndnu persónu, Ali G. Maður lá stundum í krampa í heila viku við að horfa á þessa þætti á ríkissjónvarpinu. Og Borat veldur sko engum vonbrigðum, langt í frá. Maður er búinn að vera nánast með sultuhring hringinn í kringum munninn eftir að hafa horft á uppátæki hans, og fyndnast af öllu er hvernig hann leikur á liðið. Sylvía Nótt er bara fjarlæg stjörnuþoka miðað við Borat. Eftirminnilegast eru atriðin þar sem hann syngur þjóðsöng Kazakstan á ródeó keppni, þar sem hann annarsvegar hyllir stríð Bandarríkjamanna og dregur svo dár af þeim í þjóðsöngnum. Atriði eins og þar sem hann fer í boð hjá snobbliði og hneykslar viðkomandi með ummælum um fávita og svo þegar hann kemur með skítinn úr sér eftir að hafa brugðið sér á klósettið, og best af öllu þegar mellan sem hann bauð í samkvæmið mætir, þetta toppar allt annað. Maður skemmti sér alveg konunglega yfir þessu.
En hvað haldið þið, haldið þið ekki að sá gamli er farinn að þjást af heimþrá. Að vísu ekki mikilli, en samt ákveðinni löngun til staðar, sem ætið hefur verið honum hugleikinn, og um tíma var meiningin að slá rótum þar niður og enda sex fet neðanjarðar að lokinni vist hér á jörðu. Er maðurinn að tapa sér? Okei, ég hef sagt og skrifað í pistlum mínum, undanfarna 9 mánuði sem ég hef búið hérna í Danmörku, að heimþrá er eitthvað sem ekki hefur plagað mig. En eftir að ég kíkti á umrædda heimasíðu, flateyri.is og datt inn á síðu Palla Önna, sem býr á flateyri, hér er linkurinn. http://www.pallio.net/ ,
Eftir að ég skoðaði myndirnar hans Palla, sem eiginlega tók við af mér í myndatöku, eftir að ég flutti þaðan, og hefur staðið sig 200falt betra en ég, og sá öll kunnuglegu andlitin, eins og Sigga hafberg, Láru, Þórð, 'Ola Popp, Önna, Halldór, og fleiri gamalkunnug andlit, sem enn lifa í minningunni um liðinn tíma, og minningarnar eru ennþá til staðar um þann tíma, þá get ég svarið það að mig langar svo sannarlega að enda ævi mína þar. 'Eg veit ekki hvað það er sem veldur þessu, en allt frá því réði mig þangað í vinnu sem átti að standa í hálfan mánuð en varð að fimm árum, þá hef ég alltaf borið hlýjar og góðar tilfinningar vestur og þá til Flateyrar. Maður varð svo fljótt innlimaður, þekkti orðið alla með nafni, og ekki var það verra að maður lenti strax í hlutverki fréttaritara, og var því oftast nær alltaf að "hnýsast" um hagi fólks með grein eða frétt í huga. Mér var vel tekið strax í upphafi og hef ætíð fundið fyrir því síðan að ég væri "Önfirðingur" þó ekki hefði ég réttinn til að bera þann titil nema að hafa alist þar upp og búið alla mína hunds og kattarævi.
Og hvað er svo sérstakt við Flateyri að ég vilji eyða restinni af ævinni þar? Veit ekki hverju svara skal, en kannski er þetta svipað og maður hittir konu, sem er kannski ekki fyrir augað, en hennar persónuleiki og innri maður er svo miklu meira en ytri útlit, að það skiptir meira máli en þessa útávið fegurð. 'Eg hef alltaf sagt að eftir að ég flutti til Flateyrar, að þá loks hafi ég "fundið" minn innri kjarna, en fram að því hafði ég verið frekar stefnulaus. Að vísu tapaðist sá kjarni um tíma eftir að hafa flutt frá Flateyri til Reykjavíkur, enda leið manni ekki ósvipað eins og Borat sem er vanur að umgangast sína heimamenn, þekkir þeirra kosti og kvisti utanbókar. Svipað var upp á teningunum með mig og Flateyri. Þar eignaðist ég 200 manna "fjölskyldu" sem ég hitti daginn út og inn, í vinnu, á Vagninum og svo þegar maður tók þátt í því sem var hverju sinni í gangi.
Þess sakna ég, að tilheyra hópi af fólki sem skilur lífsbaráttuna miklu betur en þeir sem ekkert þurfa að hafa fyrir henni. Þar er sjálfsbjargarviðleitnin í hávegum höfð og þar skiptir maður máli í samfélaginu. Besta dæmið er Lýður læknir, Palli Önna, Önni, Guðbjartur, Björn Ingi og margir fleiri sem hafa skipt máli fyrir samfélagið.
Mínn draumur er því sá að þegar lífsstreðiðinu lýkur og ekkert annað eftir en annaðhvort að melda sig í vist á elliheimilinu, að þá muni ég enda ævi mína á Flateyri, hlustandi aftur á sjávarniðinn, fuglana, kíkja til himins eftir veðri, og ganga um ströndina, og njóta þess að vera til, enn á ný á réttum stað í lífinu..
Hilsen
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 18:30
Gleðilega Páska/Happy Easter
Hilsen/Hi:
Ætla bara að hafa þetta stutt núna, með páskakveðju og myndum. Myndirnar eru teknar annarsvegar á skírdag þegar yfir 2000 mótorhjól voru til sýnis í miðbæ Esbjerg og svo annarsvegar frá tónleikum BliGlad.
Hi, just gonna have this short, með easter greetings and some pics from the concert with BligGlad and also a motorcycle get together in downtown Esbjerg. Around 2000 motorcycles were on display with their owners.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2007 | 20:46
Glaðleg þynnka/Happy hangover
Hilsen:
Jæja, maður skellti sér á tónleikana með BliGlad í gær, og sannast sagna eru þetta stystu tónleikar sem ég hef farið á, í allt 15 mínútur. Nú spyrja menn hverju sæti, jú ástæðan er einföld og verður sögð hér í sem stystu máli. 'I fyrsta lagi er ég íslendingur, og þegar maður fer á tónleika heima þá gerir maður ráð fyrir að tónleikarnir standi lengur en 15 mínútur. 'I öðru lagi "hitar" maður upp aðeins heima og fær sér öllara og tvo. Þetta er nákvæmlega það sem skeði, og reyndar gerðist það að ég lenti á smá fyllerí með foreldrum Izu, ein af mörgum pólskum stelpum sem eru hérna á heimavistinni. Foreldrar hennar voru að borða þegar ég kom inn í eldhúsið og áður en ég gat sagt svo mikið sem jæja var mér boðið upp á þenna fína bjór. Þar að auki eru foreldrar hennar Izu skemmtilegt fólk að tala við, og um tíma skemmti mamma Izu og bróðir hennar sem einnig var með í för sér yfir því þegar ég og Lecha pabbi hennar Izu gátum orðið skilið hvorn annan án þess að Iza túlkaði. Þegar klukkan var farin að nálgast brottför mína og aðeins betur en það, kvaddi ég pólsku fjölskylduna, hoppaði á nálægt lánsreiðhjól og hjólaði niður eftir í Tobakken. Þegar ég kom þangað og sýnid útprentaðan miðann sem ég keypti fyrir 100 danskar, þá benti dyravörðurinn mér á það að það væru aðeins eftir 15 mínútur af tónleikunum. Tónleikarnir sem byrjuðu klukkan 9 um kvöldið myndu semsé enda klukkan 10. 'Eg rétt náði að smella nokkrum myndum af dansglöðum dönum og satt að segja einni líflegustu hljómsveit sem ég hef verið á balli með, fullir af krafti og gleði. Og á slaginu tíu hættu þeir, jafnvel þó menn heimtuðu eitt lag enn, þá voru ljósin kveikt og menn tóku að tygja sig til heimferðar. Þetta var stutt. En þarsem maður er nú orðinn heimavanur, þá skellti ég mér í "holuna" mína, sem heitir Trappen og er vel falinn bar innaf göngugötunni. Þar heilsaði ég upp á nokkur kunnugleg andlit og eyddi þar kvöldinu þangað til ég fann að ef ég ætlaði að hjóla heim á lánshjólinu án þess að valda mér og öðrum skaða þá yrði ég að takmarka drykkjuna. En þegar heim komið þá sagði til sín drykkjan fyrr um kvöldið með Izu og fjölskyldu hennar og svo bardrykkjan, þannig að ég skreið upp í rúmið og sofnaði svefni hinna svefndrukknu.
Dagurinn í dag hefur verið týpískur þynnkudagur, gerði lítið annað en að glápa á framhaldið af Pirates of the caribbean, og gat ég ekki betur séð en að mynd númer þrjú sé á leiðinni. En sú spurning vaknar, hvort Johnny Depp leiki í númer þrjú, þar sem hann virtist hafa týnt lífinu í númer tvö. Sjáum til.
En annars, þá tekur maður helginni með rólegheitum. Hef nánast búið undanfarna daga niðri í FamilieKanalen, við upptökur og klippivinnu. Reyndar skeði frekar fyndið atriði á miðvikudeginum, þar sem til stóð að taka upp tvö viðtöl, og sá sem átti að mæta í fyrra viðtalið mætti ekki, þannig að Lasse þurfti að finna leið til að fylla upp í tímakvótann sem hann hefur varðandi útsendingu. Eftir að hafa klárað upptökur á síðara viðtalinu, spurði Lasse mig hvort ég væri til í að vera aðeins lengur, hann ætlaði að lesa uppúr bók til að fylla upp í tímarammann sem upp á vantaði, semsé 65 mínútur. 'I heilar 65 mínútur sat Lasse og las viðstöðulaust upp úr bókinni, og um tíma lá við að ég sofnaði á við að hlýða á lesturinn ef ekki hefði komið til lítil fluga sem gerði Lasse lífið leitt með því að snusa í kringum nasaholurnar hans og hann reyndi að blása hana frá sér en ekkert gekk. Þannig að Lasse lét sig hafa það og las, og flugan sveimaði í kringum hann út alla upptökuna.
Jæja elskurnar, mér er reyndar farið að líða eins og vinsælli skáldsögu, þar sem lesendafjöldi minn hefur hækkað frá 90 upp í 158 manns á einni viku. Ekki veit ég hver ástæðan er, en ánægjulegt er það ef einhver hefur gaman af að lesa þessa pistla mína, sem enn sem betur fer eru ekki farnir að fjalla um klósettferðir eða hvaða tannkrem ég noti. Haldið því áfram að lesa þetta "andlausa" blogg mitt.
Kíkið á myndirnar í næsta bloggi mínu.
Gilli
Hi from Gilly
As beforesaid I went to a concert with the danish reggae band called BliGlad, but I only managed to get 15 minutes of listening to them. The reason to that is because that before I left I sat down to eat with Iza parents, she is one of many polish girls here, and her parents were her for a visit. I was offered a polish beer, and after a couple of these beers I saw I was running late, so I jumped on my bike and biked down to Tobakken. When I came there I found out that the concert which had started at nine would soon be over around ten. So I had like 15 minutes to enjoy the best of BliGlad. Maybe this is related to that I come from Iceland and there concerts last longer than one hour, because the bands know there that people are coming to have good time for more than one hour. So either these guys in BliGlad only have 5 songs on their sheet list or they have gotten so famous that they dont need to play longer than an hour.
But afterwards I decide to go and drink my "sorrows" in a nice dive nearby, a bar called Trappen, where the drinks are cheaper than average and the music and atmosphere is really relaxed. There I sat and had a couple of drinks and not to repeat what happened to me after last years pubcrawl I bicycled home a "straight" line, without even meeting a police car. When I came home I was kinda wasted after drinking with Iza parents, so I hit the bed and woke up this morning feeling really hung over, but in a nice way, so I just have spent the day, reading and reorganizing my room. Now I have a refrigerator, a vacuum cleaner, and actually I dont have any more space to fill up with stuff, so thats it until I move out to a bigger apartment.
Well my dears, I feel like a popular library book, my reader has gone up from 90 to 158 per week, which is nice. I am always wondering why people like reading my blog, to me it is just a method to do wind off the week and its happenings. But still nice if people like reading it anyway.
So until later my friends. Happy Easter. Take a look at the pictures in my next blog.
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 09:52
Prufið þennan link/Try this link
Hilsen:
Er Raji kominn aftur í vinnu hjá mogganum? Allavegana næ ég ekki að fara inn á linkinn hjá bliglad í gegnum moggavefinn, en kannski af því að ég er með Mozilla Firefox. En hér er sami linkur:
Gilli
Hi:
I am wondering what happened, why I couldnt go to this link, so I am putting in the same link again. Maybe because I have Mozilla, I am not sure. But try this one:
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006