31.10.2007 | 16:56
Styðjið okkar mann/Stand by your man
Heil og sæl:
Jæja, lífið gengur áfram eins og clockwork, vaknað á morgnana á nýjum hausttíma, klukkan færð aftur og aðeins lengri svefn fyrir vikið. Veitir ekki af, enda nóg að gera og hugsa.
Er að taka þátt í alþjóðlegri ljósmyndakeppni á vegum danska blaðsins, metroxpress.dk þar sem maður á að senda inn myndir frá heimabænum sínum og reyna að fanga litina sem ríkja þar. Maður hefur tök á að senda inn 5 myndir er þegar búinn að senda inn tvær og þegar fengið 3 stjörnur fyrir þær. Nú skora ég á alla mína lesendur, 4000 talsins að styðja ykkar mann í Danaveldinu og gefa mér atkvæði. 'I boði eru verðlaun með ferð til New York fyrir tvo með flugi og hóteli. Er ekki málið að styðja efnilega gamla gráðhærða ljósmyndara eins og mig? 'Eg bara spyr. Kíkið á þetta.
Hilsen
Hi from Gilly.
Life is like a clockwork now, kinda like the movie, groundhog day, always the same things, same classes and teachers, not always the same content, but kinda feels like it.
After the changing of the wintertime, I now get an hour longer of sleep, and that is very refreshing for mind and soul.
I entered a global photcompetition where the theme is to send in pictures from your local town and try to catch the colors of the town. You are allowed to send in 5 pictures and i have already admitted two pictures. Take a look and vote for me, all my 4000 readers.
The prize is a trip to New York for two persons with flights and hotels included. Who knows I might get lucky, and then I have to pick out some of my 4000 readers to invite him or her for a trip to NY.
So vote for this energetic grayhaired photographer. Here is the website, www.metroxpress.dk
Bye
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2007 | 20:31
Lagid mitt
Heil og sæl:
Jæja madur er ad reyna ad bæta fyrir slenid vardandi bloggskrifin. Fekk reyndar hvatningu fra henni madmomo vinkonu minni ad halda afram bloggskrifunum. Greinilegt ad eg er ekki sa eini sem les tessar skriftir minar.
Jæja ta er buid ad færa timann aftur um klukkustund, tannig ad madur grædir aukaklukkustund i ruminu adur en lagt er af stad i skolann. Komst ad tessu tegar eg ætladi ad leggja af stad i dag i sma vinnu nidri i FK. var klukkutima of snemma. Svipad og ad mæta i vinnu a laugardegi, haldandi ad tad se fostudagur.
Var i matarbodi i gær og ta barst talid um vida velli eins og gefur ad skilja. Her var um ad ræda islenskt matarbod hja Kristinu ur bekknum minum. Madur gerir ekkert ordid annad en træda matarbodin tessa dagana og bragda a steikum og drekkar urvalsgott raudvin ur netto fyrir 20 kr eda meir.
Nu i matarbodinu barst tad til tals hvada lag madur myndi vilja lata syngja yfir ser tegar madur væri allur. Ad sjalfsogdu hafa allir innst inni akvedid lagid eda login sem spila a tegar madur verdur borinn til grafar. Verst ad madur getur ekki verid vidstaddur sjalfur tegar su athofn a ser stad.
Nu en allavegana ta komst su skemmtilega umræda a frekar hafleygt flug og endadi med logum sem myndu smellpassa i hvada jardarfor sem væri. Her gefur ad lita helstu login sem gætu komid til greina:
1. Ertu ta farinn/Skitamorall
2. Stairway to heaven/Led Zeppelin
3. Highway to hell/AC/DC
4. Are you lonesome tonite/Elvis
5.Wish upon a star/flytjandi otekktur
Lengri vard listinn ekki, en monnum er alveg frjalst ad senda tillogur um fleiri log, enda timinn nægur eins og er.
Flestum fannst efsta lagid geta somt ser i hvada jardarfor sem er, enda titill lagsins alveg videigandi.
Jæja, best ad snua ser ad namsbokunum. PS: kikid a facebook com.
Kv
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 16:24
Hvar er Gilli?
Hilsen:
Ok, ég viðurkenni það hér og nú, ég er latur. Eða allavegana að undanförnu, enda síðasta færsla í byrjun þessa mánaðar. Veit ekki hverju veldur, tímaleysi eða áhugaleysi. Kannski sambland af hvoru tveggja. En allavegana þá reynir maður að krafla í bakkann og myndast við skriftir.
Og eins og maðurinn sagði, þá er ekkert í fréttum. Var að klára haustfrí frá skólanum, en oftast nær er gefið haustfrí í viku í októbermánuði. Vikan sú var tíðindalítil nema að því leyti að mér tókst að verða mér úti um sinuskeiðarbólgu, sem að sögn danska læknisins sem kíkti á úlnliðinn kvað upp salómon dóm sinn þess efnis að það væru oftast nær kvenfólk sem fengi sinuskeiðarbólgu. Veit einhver ástæðuna? Þessi sinuskeiðarbólga orsakaðist allavegana ekki af löngum setum við hannyrðir eða að sauma mínar eigin brækur. Nei orsök og afleiðing kemur af vinnu í þvottahúsinu sem ég vann í sumar. Þar var ég í því að tæma níðþunga poka fulla af handklæðum og rúmfötum og í lok fyrsta dags fann ég fyrir verulegum verk í hægri úlnlið. Verkurinn ágerðist síðan enn meir á þriðjudegi og var orðinn verstur á miðvikudegi, en þá ákvað verkstjórinn að senda mig heim enda farinn að vinna aðeins með vinstri handlegg.
Þannig að ég hef lítið gert annað síðan en notast við vinstri handlegg til að læra og borða, enda sá hægri ómögulegur fram að helgi.
Var að skoða frétt á vísir.is þar sem segir frá einhverri tískulöggu (tuskulöggu) sem kom í heimsókn til 'Islands til að mynda götutískuna á meðan Icelandic Airwaves stóðu yfir. Verð að segja eins og er að ég hélt að ég væri að skoða myndir frá viktoríutímabilinu þegar ég sá klæðnaðinn á liðinu, þetta var svona sambland af 80´s tísku og viktoríutímabili. Kíkið á þetta, facehunter.blogspot.com
Mjög áhugavert, enda finnst mér fyndið þegar menn voru að hneykslast á tísku Bjarkar hérna fyrr um árið, nú er þetta orðið í tísku að skera sig úr hvað varðar klæðnað og hárgreiðslu.
Verð að segja eins og er að daninn hérna er að vísu ekki eins hátískuvæddur eins og íslendingurinn, hérna er þetta meira um cool útlit hjá strákunum, og stelpurnar meira uppáklæddar í þröngum buxum og háhælum og stígvélum.
Nú, svo var ég bætast í heim hinna fullorðnu á Facebook. com sem er svona Myspace fullorðna fólksins. Er með tengil á bloggið mitt þar.
Jæja, kveðja í bili, sá hægri er enn hálf aumur.
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2007 | 05:32
Þögnin langa/The long silence
Hilsen:
Eru ekki allir mínir 4000 lesendur farnir eitthvað annað? Skil það vel. Þetta er eins og að bíða eftir sendibréfi frá einhverjum sem manni þykir vænt um en aldrei kemur.
Jæja, en allavegana þá er maður orðinn ritfær aftur, enda hefur september mánuður verið ansi þungur mánuður, hvað varðar skóla, vinnu og svo hliðarjobbið, þ.e klippivinnan á umræddri revíu. Upp hafa komið tæknileg vandamál sem ég og Valon höfum leyst jafnharðan og nú erum við loksins að sjá fram á það að geta klárað revíuna, enda "frumsýning" í lok október.
Nú en ef maður hleypur yfir það helsta í september mánuði þá hefur hann einkennst af að virkja aftur skólaáhugann eftir mjög góða heimsókn heim til 'Islands. Svo hef ég verið að vinna sem svokallaður viakr, eða afleysingastörf þegar vantar menn í vinnu, og þá helst hjá Legó í Billund. Nú inn á milli hef ég verið að sinna nýjasta sambýlingi mínum, sem var heimilislaus og hálf umkomlaus. Tók greyið inn till mín og í dag ætti ég erfitt með að sjá á eftir þessum sambýlingi mínum. Umræddur sambýlingur er lítill kettlingur sem álpaðist eitt kvöld inn í skólastofum og vældi ámátlega. 'Eg ákvað að taka köttinn að mér svona fyrst um sinn enda kötturinn hálf hræddur og umkomulaus og svangur.
Þarsem ég hef nú aldrei verið mikill kattarvinur þá var þetta algjör umpólun á þeirri stefnu. Enda hefur Njála, kötturinn gersamlega eignast hug minn og hjarta. Hún veit af því og nýtir sér það blessunin, með væli þegar eitthvað er að, og svo þegar hún notar ennið mitt á næturnar sem framlengingu á stökkpalli upp á ísskáp eða eitthvað álíka. Inn á milli er þetta rólegur köttur, með smá gelgjuærsl þegar sá gállinn er á henni.
Þar að auki er svo heimilislegt að koma heim í herbergið sitt og hún tekur á móti manni með smá væl og nuddi. Gæti ekki verið betra. Hún mætti að vísu vera ekki eins forvitin, með nefið og klær allsstaðar að fikta eitthvað.
Nú svo hefur bæst viðbót í græjudeildina, fjárfesti loks í Apple G4, með öllum klippiforritum og meira í vélinni. Var búinn að vera að sigta út tölvuna í allt sumar hjá Lasse í Familikanalen og um tíma stóð til að selja hana ekki en svo varð breyting á því og þegar ég var með seðlana klára þá var tölvan mín.
Þar að auki hef ég verið að gera herbergið aðeins huggulegra með nýjum sófa, þægilegum stól sem ég rakst á í Genbrug, eða Sorpu, og svo svona smávöru eins og lampa og slíkt. Þannig að núna lætur maðu líða úr sér þreytuna eftir langa vikutörn með Slottarann í hendi og laptopinn i kjöltunni.
Jæja, kominn tími á sturtu og morgunmat. Samkvæmt íslenskri venju, þá er hið besta veður úti, í gær rigndi eins og hellt úr fötum, en dagurinn í dag lofar góðu.
Hilsen
Gilli
Hi from Gilly:
To those who have missed reading my nothing to special to read blog, I am back again, like a famous movie star said. Finally I have managed to sit down and write on my blogsite. Kinda funny , because the other day we were in class and our teacher was encouraging us to put up a blogsite and write about our daily life, and put in pictures and so on, to let the world know of our existence.
Well I am still existing, and to tell you the truth, this september month has been really busy, with school work, and ongoing editing process with the comedy act. Also I have taken in a little homeless kitten that happened to slip into one of our classes in the evening. Poor little thing was cold, hungry and feeling miserable. So I decided to take him back home and since then he has been living with me, and every time I come home after a long day he greates me with a nice miawh, and rubs against me and goes kinda ballistic around me, running around in circles, and wants me to pat him. Its a good feeling to have him around. Of course he is dying of curiosity, trying to touch everything and use his claws on my keyboard or me. In between he is just lying around and dozing off, tired after a days work of exercise and motion, in running and jumping.
Also I have finally managed to buymy dream machine, a Macintosh G4 to use at school and also at home in editing and so on. It came with all the editing programs I needed and much more.
So now school and work have taken my time, I have been working on and off as a vikar, a temporary employeer and so far the salary has been good.
So I am pleased as it is, life has gotten back in the groove again and I am looking forward to a nice and pleasant school year with a good class moral.
Until later
Bye
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2007 | 18:07
Heim og að heiman/Homeland
Hilsen:
Þetta gengur náttúrulega ekki, að halda úti bloggsíðu, og ekkert áhugavert efni á síðunni. Svo maður dragi upp gömlu afsökunina, þá hefur maður haft nóg að gera í sumar, við vinnu, og svo revían. Ok, síðasta sinn sem ég minnist á þessa blessuðu revíu.
Að vísu skrapp ég til 'Islands, og hitti á ættingja og vini, og má segja að frá því að ég lenti var ég eins og þeytispjald á milli ættingja og vina. Enda fann ég það hversu endurnýjandi það var að hitta þá sem eru manni hvað kærastir. Var feginn að ég skrapp. Að vísu var mér skítkalt allan tímann, og hlakkaði reyndar að komast undir sæng á hverju kvöldi, enda búinn eftir daginn. Fékk að gista hjá góðri og náinni vinkonu minni, sem hafði meira en nóg að gera við vinnu og lærdóm, en einhvern veginn tókst okkur að spjalla saman og spá í öl og aðra sæta drykki.
Nú, svo var lagt í hann á föstudaginn var með tilheyrandi ferðalögum, og um tíma minnti þetta mig á bíómyndina, Planes, trains and automobiles, með Steve Martin í aðalhlutverki, en mitt ferðalag samanstóð af Planes, trains, buses, and taxis. Enda þegar ég kom til Esbjerg eftir langt ferðalag með lest, þá var náttúrulega strætó hættur að ganga, að vísu næturvagn, en hann fór ekki alla leið að kollegium, þannig að ég veifaði í leigubíl og ók síðustu metrana með honum. Var varla kominn inn í herbergið þegar ég fékk þá hugmynd að kíkja á föstudagsbarinn, og viti menn, það er sko líf á öðrum hnöttum, enda var mér tekið fagnandi. Nóg var af nýjum andlitum á barnum, en inn á milli gömul og viðkunnanleg andlit.
Nú að sjálfsögðu tók maður föstudagsbarinn hressum tökum, og var laugardagurinn aðallega notaður til að hvíla sig, lárétt.
Nú er maður að undirbúa sig fyrir skólann á mánudag, nú byrjar batteríið upp á nýjan leik. Þannig að maður er svona tiltölulega spenntur fyrir að hitta ný andlit.
Heyrumst
Gilli
Hi from Gilly:
Its kinda stupid holding out a blogsite, and not putting some material in. Of course I could lean to my most used apologies, abotu having had too much to do, a little truth in that, but this summer has been quite busy and lucrative in many ways.
I managed though to make a trip to Iceland, to meet up with relatives and friends. It was a renewing trip to make, and it felt good to meet my relatives and friends, I came home full of spirits, ready to tackle the semester.
My trip was kinda like from the movie, Planes, trains, and automobiles, but mine was more like Planes, trains, buses, and taxis. The trip took its time and finally when I came home to Esbjerg, the buses were quit running, but a nightbus was running, and I took it as close to the kollegium, and then waifed a taxi for the last meters. And when I came home I looked up the friday bar, and it was full of live, and new faces, and after a couple drinks I was ready to go home and make a night of it.
So now school is starting and I am looking forward to it, with new things to hackle this semester.
I will be more active this semester, in learning and gaining more knowledge from this education.
Bye for now
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 07:50
Deutschland ubers alles
Hilsen:
Frumlegur ekki satt? Rosalega líður tíminn hratt, nú er maður í kapphlaupi við tímann, framundan er revían, n.k laugardag. Hef haft meira en nóg við að klippa saman efni og reyndar umfram efni og til þess ráðs var gripið að hóa í Jesper sem klippti efni fyrir þessa sömu revíu fyrir ári síðan. Hann var reyndar hættur, en svo þegar hóað var í hann stóðst hann ekki freistinguna og sló til. Þannig að álagið hefur aðeins minnkað enda fyrsta skipti sem ég tek að mér svona verkefni, þannig að eins gott að allt fari vel, ef maður vill eygja von að ári við sömu vinnu. Lars, sem réði mig sagði mér að þegar ég sæi umfangið á laugardaginn og næstu daga fram að þessu þá myndi ég skilja að þetta er sko blóð sviti og tár. Reyndar frekar seint farið af stað þar sem flestir meðlimir hópsins hafa verið í fríi. Svona hálfgerður íslendingabragur á þessu, kýla þetta af stað, unnið sleitulaust og svo uppskorið á laugardagskveldi árangur erfiðisins.
Nú inn á millihef ég verið að skjótast til Þýskalands, en farið er til borgarinnar Niebull, við landamæri Danmerkur og Þýskalands, þar sem hægt er að versla ódýran bjór, vín, sígarrettur og margt fleira, eins og mat, osta og kjöt. Rútan er tekin í Esbjerg og kostar farið aðeins fram og tilbaka 20 dkr. 'Astæðan er sú að menn fara aðeins eingöngu í þennan markað, zentralmarkt, en ef menn vilja fara eitthvað annað þá eru það 50 dkr. Markaðurinn borgar 4 dkr per haus sem verslar í zentralmarkt, og ef menn vilja fara í Aldi þá kostar það sem fyrr segir 50 dkr. En fyrir þessar upphæðir er maður að versla vel og ódýrt og fram í tímann.
'A sunnudaginn slógust í för með mér tveir vinnufélagar, þeir Mohamed og Elhirbi, báðir frá Súdan, eru að klára læknismenntun sína hérna og þurfa síðan að skrifa prófverkefni sitt hér. Síðan þurfa þeir að leggja mikla rækt við dönskunámið þar sem það er krafa að þeir tali dönsku, almennt á vinnumarkaðnum og svo þar að auki sem læknar. Elhirbi er frekar lágvaxinn náungi, og við fyrstu sýn virðist hann vera svona þessi týpa sem myndi vilja selja þér allt milli himins og jarðar í einhverri sjoppuholu, en þegar maður kynnist honum þá er þetta ansi hress og vandvirkur náungi sem leggur mikið upp úr almennum siðum og kurteisi. Mohamed er viðkunnanlegur, hávaxinn og með kóngaandlit, líkt og spámaðurinn Mohamed, hann er hægvirkur, en heilsar manni alltaf með brosi og handtaki. Og líkt með hann og Elhirbi finnur maður hlýjuna og almenna kurteisi gagnvart náunganum.
Um tíma starfaði einn í verksmiðjunni, sem var frá Gambíu, 67 ára gamall, Elhirbi fannst hann líta út fyrir að vera 37 ára. Þetta var hávaxinn og grannvaxinn náungi sem vann sína vinnu hratt og örugglega án þess svo mikið sem að taka pásu. Nafnið hans man ég því miður ekki, þar sem hann var svokallaður vikar, eða afleysingamaður sem ráðinn er í stuttan tíma á meðan sumarleyfi eða veikinda standa yfir. En þegar maður fór að tala við hann þá kom í ljós að peningarnir sem hann aflar hér í Danmörku, en hann hefur búið í hartnær 30 ár í Danmörku, sendir hann tilbaka til Gambíu, þar sem hann hefur komið á fót skólahanda börnunum í þorpinu sínu. Inn á milli er hann að afla þá nauðsynlegu hluti sem til þarf til að reka skóla. Samhliða þessu hefur hann stofnað samtök, þar sem menn geta borgað 100 dkr á mánuði sem renna til skólastarfsins.
Þegar maður kynnist svona fólki, sem er að hugsa um neyð og þarfir annarra, þá er ekki örgrannt að maður hugsi til þess hversu yndislegt það væri ef við öll leggðum okkar framlag til með einhverjum hætti, hvort sem það er með peningagjöfum eða þá einhverjum öðrum hætti, sem gæti gagnast þeim sem þess mest þurfa. Við höfum nóg, við erum að drukkna í velsæld, leiðum hugann að náunga okkar, hann þarf ekki að vera í Afríku, hann getur verið þú eða ég, en fyrst og fremst held ég að það skipti máli að við hugsum um gildi náungakærleikans. Þegar við höfum nálgast það nirvana þá kemur hitt af sjálfu sér.
Hilsen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 05:51
Tíminn læknar öll sár
Hilsen:
Mínir þolinmóðu lesendur eru beðnir velvirðingar á því að hafa ekki fengið sitt daglega blogg frá mér, en það orsakast af vinnu og sumarsleni. Lofa engu enn sem komið er, en væntanlega fer maður að taka upp þráðinn aftur með meiri skrifum, enda sumar senn á enda.
Fyrir 20 árum síðan, þann 31.07 1987 lést amma mín eftir stutta sjúkrahúslegu. Fram að þeim tíma hafði hún verið heimavið og frekar slæm til heilsunnar eftir að hafa hætt hefðbundinni vinnu.
Þarsem ég ólst upp hjá henni sem kornabarn, þá gekkst amma mín upp í hlutverki sínu sem móðir mín. Hjá henni naut ég atlætis, skilnings, og umfram allt hlýju. Hún lagði allt í sölurnar fyrir mig, til þess að tryggja að aldrei liði ég skort og oft var það svo eftir langan vinnudag að hennar beið meiri vinna þegar heim kæmi að sinna mér. Aldrei minnist ég þess að hún kvartaði yfir löngum vinnudegi. Amma mín var forkur að mörgu leyti, hún var alltaf að eitthvað að stússast og gera við margt sem venjuleg húsmóðir í dag myndi kalla eftir iðnaðarmanni. Allt þetta hafði faðir hennar á sínum tíma kennt henni og við þekkinguna bættist við frá bræðrum hennar, sem báðir voru mjög laghentir.
Amma mín hafði eitt besta vopn sem hægt er að nota í lífsbaráttunni þegar hún er sem hörðust, hennar vopn var tvíeggjaður húmor eða fyndni. Hún gat alltaf séð kómísku hliðarnar á mótlætinu og það gat stundum hjálpað mikið upp á, enda þeim tíma sem ég var að alast upp ekki mikið um einstæðar mæður, þá var fjölskyldumynstrið öðruvísi en það er í dag.
Amma mín var ætíð hugsað um velferð mína og eftir því sem ég óx upp úr grasi, þá fann ég það sterkt hjá henni hvað henni var umhugsað um að ég menntaði mig vel og þyrfti ekki að líða skort seinna meir. Hún gat verið þrjósk, og ætíð fannst henni að mitt rétta skref ætti að tengjast prestsskap. Það afturámóti heillaði mig ekki mikið sérstaklega, þarsem ég strax á unga aldri var orðinn heillaður af ljósmyndun, og þá þótti það ekkert neitt tískujobb.
Það verður að viðurkennast hér að oft innst inni hef ég óskað þess að hafa farið eftir hennar ráðleggingum og lagt hefðbundið nám fyrir mig, en einhvern veginn fóru leikar þannig að aðrir hlutir skiptu meira máli en langar skólasetur næstu árin. Líkt og hún hef ég alltaf verið vinnuforkur og kunnað best við mig í vinnu, enda finn ég það hérna í Danmörku að enn lífir í gömlum glæðum þegar að vinnuálagi kemur.
Þrátt fyrir að hafa ekki lagt mikið nám að baki hef ég í gegnum tíðina öðlast töluverða reynslu bæði í gegnum sjálfsnám og svo nám sem ég hef lokið við. Og líkt og amma mín hef ég mætt lífinu og erfiðleikum þess með því að sjá kómisku hliðarnar á lífinu en jafnframt mætt því með skilningi á eigin aðstæðum og getu.
Eftir að amma mín féll frá þá fannst mér líf mitt og tilvera hrynja, söknuðurinn var svo sár og lengi vel í nokkur ár vaknaði ég oft upp á næturnar eftir að amma mín birtist mér í draumi, og ég fann þá hversu sárt ég saknaði hennar eftir slíka drauma. En eftir því sem frá hefur liði hef ég komist yfir þennan sára söknuð, en það líður samt ekki sá dagur að einhverju leyti er mér hugsað til atviks eða atburðar frá þeim tíma þegar amma mín var og hét. Innst inni á amma mín sérstakan stað þar sem minningarnar lifa enn.
Oft er sagt að tíminn læknar öll sár, og að vissu leyti má segja það, en minningin um hana lifir með mér alveg fram á síðasta dag, um hlýja, nærgætna en umfram allt óeigingjarna ömmu sem fórnaði sér í þágu mína svo ég gæti notið atlætis og hlýju og umfram allt öryggi í lífinu.
Kv
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2007 | 19:46
Sigurvegarar/Champions
Hilsen:
We are red and we are white, we are Danish Dynamite. Þannig hljómaði baráttusöngur þeirra dana sem búa á götunni í Danmörku. Þessi hópur, sem afmarkast af áhugamáli sínu, fótboltanum, tóku nýverið þátt í Heimsmeistarkeppni heimilislausra í götufótbolta. Þar kepput lið frá Hollandi, 'Ukrainíu, Bandarríkjunum, Afríku og víðar að, þó ekki frá 'Islandi, enn sem komið er. Keppt var í Gautaborg og fóru leikar þannig að danir unnu keppnina á bráðabana. Umer að ræða heimildamynd, sem fjallar um hóp manna, sem allir hafa meira eða minna búið á götunni, við mismunandi ástand. Einn þeirra Per hefur búið í 17 ár á götunni og síðastliðin 2 ár á hóteli. 'Aður en að keppni kemur, er fjallað um líf þessa einstaklings, Per, sem á nokkur börn og kvelur hann það mikið að vera í þeirri aðstöðu sem hann er í að geta ekki lifað venjulegu lífi og boðið börnunum sínum í heimsókn. Sýnt er þegar hann hringir í börnin sín og hálfbiður þau um að koma og kíkja á keppnina. Inn á milli á hann í uppgjöri við sjálfan sig og samband sitt við kærustu sína, með hliðsjón af sínum aðstæðum. Heimildamynd þessi var mjög áhugaverð og snerti ákveðna strengi innra með manni, enginn veit hvað átt hefur fyrr en tapað hefur.
Þrátt fyrir misjafnt gengi og um tíma hætta á því að vera rekinn úr liðinu, vegna þess eins að hafa farið á "smá" fyllerí eftir undanriðil, er Per tekinn aftur í sátt af þjálfaranum og liðinu og nær því takmarki að skora bráðabana markið og tryggja um leið liðinu bikarann.
Heimildamyndin endar síðan á því að hið sögufræga lag Queen, We are the champions er spilað og Per og kærastan Elisabeth ákveða að halda áfram þrátt fyrir mótlætið í lífi Pers um leið og þau horfa yfir lokaathöfn keppninnar.
Við erum öll sigurvegarar, á hverjum degi erum við að vinna sigra yfir okkur sjálfum, þó okkur finnist það ekki, en samt erum við smátt og smátt að bæta tilveru okkar með smásigrum okkar, í hvaða formi sem það nefnist, það þarf ekkert að tilgreina það, við þekkjum öll okkar eigin afrek.
Hilsen
We are red and we are white, we are Danish Dynamite. This was the cry that the competitors in the World Match of Homeless Streetfootball sang before they entered to play agianst teams from Netherlands, USA, Africa and many other nations. This group of danish football enthusiastics had been preparing for this moment, by training under the supervision of their trainer, and while doing so pledged not to drink and smoke while trying to reach the goal of competiting. This they managed and when they entered the arena they were ready to kick some ass.
This was a documentaryfilm that I watched, which tells the story of these group of homeless individuals who have through many years spent their live in the street without a home to go to. Most of them had been on the streets for many years, and the story of Per, who is in the team is told while they prepare to compete in the finals. He has been living on the street in 17 years and the last years in a hotel. He has a girlfriend, but at the while he is also tackling with his inner self, of not being able to offer her the luxury of a home and security. Also he faces the shame of not being able to invite his kids because of his situation. These and the problems of qutting smoking and drinking while training face him and in a way make his progress slower towards the goal.
And the team of course has both triumphs and failures, but in the end after gone through a ahrd time and manage to enter the finals, Per makes the final goal which secures the danish team a World Championship in Football for the Homeless.
With that victory in hand Per feels confident and decides to give the relationship with his girlfriend a chance despite all odds.
The documentary ends where Per and his girlfriend watch the final evening of the tournament and the most famous of all songs played in football matches ever, We are the champions by Queen, underlines the fact, that we as human beings are our own champions in our daily life and sorrows, we are always making small victories every day, no reason to give up, just keep on going. We know when we are champions, nobody needs to tell us that we know it.
Bye
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 17:15
'Arás moskítóflugunnar/The attack of the mosquito fly
Hilsen:
Jæja lagðist til svefns í gær og horfði á eldglæringarnar fyrir utan, ekki ólíkt og í bíó, vantaði bara þrumuveðrið, nokkrar tapaðar og afskræmdar sálir og kannski Freddy Kruger eða hét hann það ekki annars til að fullkomna þrumurnar og eldingarnar eins og í alvöru hryllingsmyndum
Nú en svo þegar ég vaknaði í morgun, þá tók við nú heldur betur nýr kapituli eftir bíóferðina. Þarsem ég er sífellt að verða meir og meir "danskur" það er í hnébuxum, þá auðvitað fór ég ekki varhluta af árás moskítóflugunnar í gær, og nú státa fótleggir mínir nokkrum kýlum á stæðr við jarðarber.
Ætti að vera minnugur þess þegar ég var á ferð í MIð-Ameríku fyrir nokkrum árum síðan, eða á næsta ári réttara sagt, áratugur liðinn síðan, eða 1998. Nú en þá sem fyrr eftir nokkurra vikna ferðalag var maður farinn að ganga um í stuttbuxum og þrátt fyrir margítrekaðar aðvaranir skipti maður ekki í síðbuxur á kvöldin, sem er náttúrulega gósentími sandflugna og moskítóflugna. Að endingu var komið svo eftir 5 vikna ferðalag að ég var orðinn varla göngufær og þurfti að leggjast inn á spítala þegar heim var komið til 'Islands. Þá sem fyrr hafði ég orðið fyrir árásinni af heiftarlegu magni bita eða í kringum 90 moskítóbit og rétt þraukaði að klára seinni legg ferðarinnar.
En það hafðist. Og nú er ég að ganga í gegnum "mini" útgáfu af þessu. Vonum það besta.
kv
Gilli
Hi from Gilly:
Well after I came home soaked after the rain, I went to bed and watched the lightnings play shadows on my windue. The thought of the lightnings took my mind to standard horror movies where lost souls and creatures of the dark wake up and go around causing damage and horror.
Not this night, but the day after I felt that I had been a actor in the movie, The attack of the mosquito fly. My legs were swollen and the sizes of the bites were like strawberry sizes.
This of course is my own fault, and I should have known better after my trip to Central-America a couple of years ago where I was attacked by sandflies and mosquitoflies. I was hardly able to walk in the last part of the journey and usually my endurance was two hours a day. And when I came home to Iceland I had to be admitted to a hospital for nearly two weeks to recover as my legs were totally "eaten" up by the flies.
So this should have taught me a vital lesson, never too often told: Never wear shorts in the nightime, because that is the dinner time for the flies. They are not like us, from 9-5 and then go home.
But at the moment the swollen stings are getting smaller after a good shower and some rub on. Lets hope for the best tomorrow at work, kinda difficult to do much walking and bicycling.
Until later
Bye from Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2007 | 23:35
Lifandi bíó/The real thing
Hilsen:
Langar til að setja inn smá leiðréttingu varðandi bloggið mitt um andlát Einars Odds Kristjánssonar. Að sjálfsögðu átti að standa við fráfall Einars, en ekki falls. Vonandi leiðréttist það hér með.
Nú, en ég get ekki setið á mér að skrifa stuttan pistil um útíbíóið sem ég skellti mér á í kvöld í boði Zulu.dk eða TV2.dk en Zulu er einn angi af sjónvarpinu TV2. Um þessar mundir fara þeir í helstu borgir Danmerkur og bjóða uppá kvikmyndir, af betri sortinni. Kvikmyndin sem boðin var uppá í kvöld var The Last King of Scotland, eða um sjálfan Idi Amin, einn af frægari einræðisherrum Afríku, sem át andstæðinga sína ef þeir voru með einhvern kjaft, en svo segja munnmælasögur. En burtséð frá þessu þá var nú lítið um mannaát í þessarri mynd, frekar meira um öldrykkju og poppkornsát hjá áhorfendum.
Kvöldið byrjaði vel, að staðartíma 22:15, risaskjár á miðju torgi í miðbæ Esbjerg. Þegar nokkur fjöldi samankominn með klappstóla og einnn mætti með leðursófa. Myndin hófst í góðviðri, þægilegur hiti enn við lýði frá deginum í dag, en eini gallinn var sá að mýflugurnar voru líka mættar, sem boðflennur og annar hver maður að slá sjálfan sig í framan eða á hálsinn.
Nú fram að hléi var myndin áhugaverð, en eftir hlé þá skárust veðurguðirnir heldur betur með í leikinn og um tíma var himinn eins og allir paparazzi heims hefðu dáið og farið til himna og tekið hina hinstu mynd, eldingarglærurnar og þrumurnar voru þvílíkar að það nötraði. 'I raun má segja að um hafi verið að ræða surroundkerfi sem ekstra bónus við myndina, því að um tíma var seinni kaflinn ansi átakamikill, þar sem í myndinni var einmitt gerð árás á Idi Amin með tilheyrandi vopnaskaki og hávaða. En svo tók steininn úr þegar fötur á stærð við steypusíló tæmdu úr skjóðum sínum og allt torgið varð að hálfgerðu Hróarskelduvaði, þá fyrst tóku menn til fótanna og flúðu í skjól undir skyggnum eða á næsta bar og pöntuðu einn hávaxinn bjór . Þannig að þá má segja að þetta hafi verið sannkallað lifandi bíó með tilheyrandi þátttöku áhorfenda sem og veðurguðanna.
Og ekki tók betra við þegar myndinni lauk, þá þurfti undirritaður að hjóla heim í þvílíkri úrkomu að hálfa hefði verið nóg. Það var ekki þurr spjör á mér þegar heim var komið. En tilkomumikið var að fylgjast með eldglæringunum á leiðinni heim. það er sko ekta sjóv og í fullkomnu surround.
'A morgun stendur til að sýna Borat. Það er spáð rigningu.
Hilsen.
Hi from Gilly:
Tonite I got an exclusive opportunity to go downtown to watch outdoors the movie The Last King of Sctoland, which is based on the life of the tyrant Idi Amin in Uganda. This is a cooperation of TV2 here in Denmark which travels to the major cities to show films, recent to those interested. Frre of charge, only cost is beer and popcorn sold at nearby vendors.
The beginning of the movie started well, the evening was fairly warm, and a couple of mosquitos also joined in for a "bite" while moviegoers were watching the movie.
After the break, the weather suddenly changed from warm to thunder and lightning and in a way gave the movie an extra quality, with the thunder roaring above, and blue streaks of lightning lighting up the sky. Those who endured the 500 drops or more, gave finally up when all hell broke lose and the sky turned into a waterfall. The people started to collect their things together and run to the next cover or next bar and sit under a paraply to watch the last part of the movie.
I must admit that this was a funny twist to seeing a movie outside and actually my first time. But also when I was biking home this funny twist wasnt funny anymore when i came home soaked, not a dry drop in my clothes. But seeing and hearing the thunder roar above me and the blue streaks lighting up the night as day was fantastic. Try it, it beats surround out.
Tomorrow they are showing Borat. It is supposed to rain. Think I will pass.
Bye
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006