Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Daglegt líf

Hilsen:

Jæja þá er lífið í Danmörku komið í fastan farveg. Vaknað klukkan 7 á morgnana, vegna þess að sólin skín í augun á mér. Sest við skýrslugerð, tékkað á emailinu til að athuga hvort einhver saknar manns, og síðan fram í morgunmat, oftast nær einn, enda fer fólki fækkandi hérna á heimavistinni. Maður veit alltaf þegar einhver er að fara, því að þegar maður kíkir út um gluggann sinn þá standa örfáir einstakling úti og mynda hring um þann sem er að fara. Viðkomandi fer hringinn og faðmar menn og svo er sest upp í bíl og ekið af stað. Þannig hefur þetta verið að undanförnu og ekki laust við að heimavistin sé farin að fá á sig stimpil sem draugahús, enda hljóðlegt og lítið um læti. Svona verður þetta fram í lok ágúst eða allavegana um miðjan ágúst þegar ný andlit fara að birtast á göngunum. Maður fær þá ósjálfrátt á tilfininguna að maður sé orðinn ansi heimavanur og búinn að vera lengi hér. En nú fer senn að líða að því að ég fagna ári í Danmörku.

Og hvernig er tilfinningin að vera hér? Hún er ennþá góð og á hverjum degi fagna ég því að vera hérna. Lífið er svo allt öðruvísi hérna, maður hjólar í vinnuna, þar hittir maður fyrir afslappaðar efnalaugsdömur frá 'Irak, danskar skólastelpur, og svo hressar kellingar á miðjum aldri sem eru til í smá grín á meðan maður svitnar við vinnuna. Og svo er pása og ef veðrið er gott þá er sest út og reynt að ná tveimur sígarrettum á 9 mínútum eða jafnlengi og pásan er. Og svo hringir bjallan og þá er staðið upp skjótt og byrjað að vinna.

Svona gengur dagurinn fyrir sig að öllu jöfnu. Síðan er það hitt lífið, það er klippivinnan hjá Lasse, sem er oftast á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum, en FamilieKanalen er sent út á fimmtudögum. Þannig að klippivinnan á sér stað á þessum dögum til að standa klárir fyrir fimmtudaginn. Fram að þessu hef ég vaknað sem fyrr segir snemma, og eftir skýrsluvinnuna farið til Lasse fram að hádegi og svo hoppað upp á hjólið og hjólað þessa 3 km leið til vinnu.

Um daginn var sprungið dekk á hjólinu og ég var kominn miðja leið í áttina að vinnunni. Hringdi í Kirsten og sagði henni eins og var, ekekrt mál sagði hún, þú kemur þegar þú ert kominn. Ekki orð um það meir. Og svo að lokinni vinnu þurfti ég að labba heim þessa þrjá kílómetra, og það í bongóblíðu, hitinn þetta 22 stiga hiti klukkan 6 að kveldi. Enda þegar ég kom heim þá fór ég bara í góða sturtu og lagðist upp í rúm, enda búinn á því eftir þann dag.

Gerði svo við sprungna dekkið daginn eftir og hjólaði glaður í vinnuna þann daginn.

Og svona í lokin, enda málið mér skylt. Sá að 'Islandspóstur var eitthvað að gera einni kellu lífið leitt í Grafarvoginum, vegna þess að bréfalúgan hennar var 30cm fyrir neðan áætlaða hæð á bréfalúgu. Er þetta einhver ný löggjöf frá Brussel eða hvað? Hvað með allar hinar bréfalúgurnar í Þingholtinu sem er nánast á jarðhæð, maður verður fljótt kominn í göngugrind við að beygja sig niður þar með gluggapóst. Hérna eru póstsins menn í Danmörku á reiðhjólum, sérútbúnum reiðhjólum, með  grind fyrir framan þar sem á hvíla tveir stórir brúnir pokar, og að sama skapi að aftan, þar er grind með póstpokum. 'Eg hef veitt því athygli að póstsins menn hér í Danmörku eru ekkert að burðast með einhverjar útúrtroðnar töskur með gluggapósti og ruslapósti sem gæti farið tvöfaldan hring kringum jörðina, nei þeir eru með póstinn sorteraðan og síðan er hann settur í póstkassana í viðkomandi blokkum og íbúðum. Þrátt fyrir slæmt orð á sér þá er greinilegt að Post Denmark hugsar vel um starfsmenn sína að þessu leyti. Einn skólabróðir minn fékk vinnu við þetta og er nokkuð sáttur.

Hvað varðar blaðburð, þá er það svo annað mál enda margir sem stunduðu blaðburð á heimavistinni hér í vor. Þar á meðal Janko og Marina, sem stunduðu blaðburðinn og voru oft hálf svefnlaus eftir  burðinn. Enda sögðu þau að stundum voru þau alveg að gefast upp að beygja sig alla leið niður á gangstétt við að troða útúrþykku JP og Politiken í gegnum bréfalúgur sem voru svo þröngar að mús hefði varla sloppið þar í gegn. Það er svo annað mál.

Jæja, best að koma sér í háttinn.

Hilsen. 


Revíuupptökur/Comedy acts

Hilsen:

Það er laugardagur, 16. júní. 'Eg og Valon, sem vinnur með mér hjá FamiliKanalen erum mættir á brautarstöðina í Esbjerg. Við erum á leiðinni til Brörup, til að hefja tökur á videóatriðum sem notuð verða í revíunni í Brörup í ágúst. Það er rigning, og er spáin á þá leið að rigning verður um helgina. Þegar til Brörup var komið var Lars Wagner, einn aðalsprautan í hópnum ekki mættur til að sækja okkur. Það var Lars Wagner sem réði mig í vinnu framyfir tvo aðra.

Eftir smá bið mætti lars og framunda var "falin" myndataka í SuperBrugsen, sem er Nóatún Danmerkur. Þar stóð til að vera með falda myndavél þar sem flöskumóttakan er og til hliðar við hana er ruslaop þar sem menn troða inn ruslpaoka undan dósum og fleiru. 'I góða tvo tíma náðum við aðeins að festa  tvö aðila að losa sig við ruslapoka. Tilgangurinn með þessu var sá að um leið og menn stinga hendi innum lúguna með ruslapokann, þá beið Lars Wagner eftir því að grípa í úlnlið viðkomandi og þakka fyrir með hvellu "tak sá meget" á dönsku. Tveimur var brugðið en ekki svo þegar Lonne, sem er í hópnum þusti fram og útskýrði tilganginn með þessarri uppákomu og um leið hvort allt í lagi væri að nota þessi myndskeið á revíunni sjálfri. Það var sjálfgefið.

Eins og fyrr segir var innkoman rýr og því var ákveðið að filma næsta atriði, sem hafði vinnuheitið, Purple Rain. Hér er um að ræða í annars svo fallegum og hugglegum bæ, er út við endarjaðar bæjarins hús málað í fjólubláum lit. Því fannst nefndarmönnum tilkomið tækifæri að taka húsið fyrir með einu frægasta lagi Prince, Purple Rain. Hugmyndin var sú að nenfadarmenn stilltu sér fyrir utan húsið og myndu síðan, "mima" lagið sem yrði síðan bætt við í fullum tóngæðum. Það hentaði ágætlega að rigningin stóð yfir þegar upptakan átti sér stað. Eigandinn  sjálfur sást bregða fyrir í glugganum.

Að lokinni töku, var brugðið sér á næsta stað, sem var endurvinnslan, en þar stóð til að filma falda myndavél. Svipað og me SuperBrugsen þá var umferðin frekar lítil, þannig að tökum var hætt, og í staðinn farið heim til Lonne og Lars, þeir eru þrír í nefndinni sem heita Lars. Svolítið ruglandi, svipað og Jón heima á 'Islandi.

Þegar heim var komið til þeirra í flott og nýuppgert danskt bóndahús með lóð og bakgarði, og sest við eldhúsborðið kom eiginmaður Lonne, rétti mér brúnt umslag og bað mig að skrifa 1000 með tölustöfum og síðan bókstöfum. Mig grunaði að þarna væri verið að "tjékka" hversu góður ég væri í skrifaðri dönsku, og svo þegar Lars bað mig að skrifa nafnið mitt undir þá fóru nú að renna á mig tvær grímur, þegar Lars opnaði umslagið og rétti mér 1000 danskar. Þetta kom þægilega á óvart, þar sem vinna mín við revíuna er hugsuð sem sjálfboðaliðavinna, einu greiðslurnar sem ég fæ eru ferðirnar fram og tilbaka. 'Eg var eins og eitt spurningamerki og Lars, eiginmaður Lonne, sagði að þetta væri fyrir útlögðum kostnaði, sem fram að þessu hefur verið þrjár ferðir til Brörup, til skrafs og ráðagerða varðandi revíuna.  Þau brostu og sögðu að þetta væri hugsað sem vinnupeningur, og í lok sumars fengi ég aðra upphæð. Mitt hlutverk væri að halda saman nótum og slíku.

Valon sem kom með mér sem aðstoðarmaður, fannst mikið til koma að vinna að þessu verkefni og vill endilega óður og uppvægur vera til aðstoðar við tökur og klippingu á efninu. Hann vonast til að vera með mér innanhandar þegar revían verður sett á svið í ágúst, enda nóg að gera þá.

Þegar heim var komið til Esbjerg vorum við Valon orðnir þreyttir, svangir. Fengum okkur skyndibitafæði og eftir einn öllara á uppáhaldsbarnum mínum var haldið heim á leið. 'EG var varla kominn í heyranda hljóði nálægt  kollegium þegar ég var minntur á það að nú stendur yfir til klukkan 12 í kvöld, 80´s ball í skóginum. Þegar hafa Paul Young, T'Pau, Belinda Carlisle, Alphaville og einhverjar danskar hljómsveitir þvílíkt hækkað í græjunum að það er með öllu ómögulegt að hlusta á svo mikið sem útvarp eða sjónvarp, nema þá til að hækka í græjunum. Lokahnykkurinn á ballinu verður þegar Nena hin þýska stígur á svið og syngur hinn eina og sanna smell, 99 Luftballons á miðnætti. Því að borga 425 danskar þegar maður fær þetta "live" inn um svefnherbergisgluggann?

Hilsen

HI from Gilly:

Today was the first day of the video project that I was hired to work on as a video assistant. This is for a comedy act that will be staged in august. Me and Valon, a fellow worker from FamiliKanalen, went to Brörup today to film some sketches. One of these sketches involved being behind when people throw away their plastic bags after putting their cans in the recycle machine. When they reach inside to throw the bag into the bin, the plan was that Lars, one of the group members for this comedy would grab their wrist and say loud and clearly in danish, thank you. Unfortunately we only managed to film two persons when Lars grabbed their wrist. So after two hours of waiting we went to the next scene, which is the town´s most gruesome house, painted in the purple color. There we made a musicvideo, where, the song from Prince, Purple rain was played  in front of this house, and the committtee,  mimicking the song. It went well and fortunately we got some heavy rain while filming this. We were pleased and headed to the next destination place, which was the  trash yard, where they wanted to have a hidden camera. Unfortunately, yeah once again not many came to get rid of their trash, so we ended up calling it quits there. After a few beers at one of the groups members house, me and Valon headed back to Esbjerg, only to find out that half of the town was attending a 80´s festival, so when I came home to my kollegium, it felt that T'Pau, Belinda Carlisle, Alphaville and some other bands were just playing beneath my window. The festival will end around 12 tonite, when Nena from Germany will sing her most famous song, 99 luftballons.

SO why pay 425 dkr when you get it free?

Bye from Gilly 


Kuldahrollur/Shiver

Hilsen:

Skrifaði ég ekki einhversstaðar að mér væri öllum lokið? Það bættist við, því eftir mína frægu sólbaðsferð á sunnudaginn, þá hefur smá hrollur gert vart um sig, og magnast meir og meir. Ekki batnaði það þegar hitastigið lækkaði frá 30 niður í 18 gráður með smá vindi. 'I gær var ég að vinna í svitasjoppunni og þegar heim var komið var ég kominn með ískyggilegan kuldahroll. Jafnvel þó ég stæði yfir pottunum í gær í eldhúsinu og gufan frá matunu vermdi mig, þá var mér samt kalt. 'I morgun þegar ég vaknaði þá var mér ískalt og hringdi því og  afboðaði mætingu í vinnu og klippivinnu hjá Lasse.  Hef legið heima fyrir, er aðeins skárri núna, en samt hrollur að læðast um líkamann.

Og hvað getur þetta svo verið? Nú er ég ekki læknisfræðilega menntaður, en það er grunur minn að ég hafi fengið snert af einhverri hitaflensu þegar hitastigið lækkar svona skyndilega, enda ekki ósvipað þegar íslendingar hafa farið til Majorku, fljúga svo heim á stuttbuxum og lenda í 10 gráðu hita heima fyrir og leggjast í rúmið í nokkrar vikur. Eflaust svipað hjá mér, nema að á morgun stend ég upp aftur og fer í vinnu og að klippa hjá Lasse. Nenni ekki að hanga heima.

Fyndnast af öllu er að mér barst sending í pósti, frá Amazon.com, bækur sem ég pantaði í apríl, og áttu að vera komnar þann 9 maí síðastliðinn. Ekki skiluðu bækurnar sér á réttum tíma, og var það leitt því að þessar bækur ætlaði ég að nota í prófverkefninu mínu. Eftir nokkur reiðileg bréfaskipti frá mér til Amazon com. kom í ljós að bækurnar höfðu týnst í pósti. Amazon má þó eiga það að svarþjónustan var mjög skilvikr og hröð, og í lokin buðust þeir til að senda bækurnar til mín fyrir þann 25 júni n.k og þær komu í pósti í dag. Gott, þó seint sé. Fyndið líka, þar sem verkefni vina minna,  Janko  og Marinu fjallaði einmitt um amazon. com þar sem ég lagði hönd á plóginn með þeim. Annars hefur komið í ljós að nágranni minn, Thomas frá Frakklandi pantaði nýjan harðdisk frá Frakklandi og lá harðdiskurinn hjá póstinum í Danmörku í tvær vikur, eða þangað til Thomas fór að kíkja eftir sendingunni. Pósturinn hefur frekar slæmt orð á sér hérna, þjónustan er frekar afleit þannig að það kemur ekki á óvart. Þannig að ég er ekki hissa að bækurnar mínar týndust í pósti. Amazon com brást rétt við sendi mér nýjar bækur, fríar, og það eina sem ég þurfti að borga voru tollar af bókunum. Ef allt hefði verið með felldu hefði ég þurft að borga í kringum 400 danskar fyrir báðar bækurnar plús toll. Lán í óláni.

Jæja, mér er orðið hrollkalt. Meira seinna

Hilsen

Hi from Gilly:

I am shivering here. My legs are better, but now I have a shiver running down my spine. It has been like this for the past days, but yesterday it reached its climax. and when I cam home from work last night I felt really cold, and even though I made some food and the steam heated me, afterwards I was just shivering with cold.

My guess is that, not a doctor´s estimate, that i have probably gotten some climate cold, after the degree went from 30 degress down to 18 degrees in one day. So now I am lying under the sheets, shivering, with a headache and just resting. Hope it will pass away quick.

Today I got by post books that I had ordered from amazon.com in april. The books were supposed to arrive the 9th of may, but never showed up. So after a couple of emails to amazon com, with a angry tone, they decided to refund the books and send a new shipment to me, which arrived today. Instead of paying 400 dkr I paid only 169 dkr for customs. This is not the first time this happens, and it is related to that Post Denmark has a bad reputation for losing shipments, and lying around with parcels for a couple of weeks without notice. My neighbour, Thomas from France experienced this exactly, when a harddisk that he ordered was lying around in the shelves of Post Denmark for nearly 2 weeks without being delivered to him. Why this is so I cant explain, but the saying is that manpower at Post Denmark is constantly shifting because of bad salary and also bad management. We the consumer have to suffer while that is ongoing.

Well I better get back to bed, a shiver is looming in my spine. More later.

Bye

Gilly

 

 


Gola/Gale wind

Hilsen:

Vitið það að þegar maður bjó á 'Islandi og ætlaði sér nú að liggja í sólbaði í 15 stiga hita, þá bölvaði maður alltaf golunni í sand og ösku, það var ekki hægt að liggja í sólbaði fyrir skítakulda. Engin furða að maður hefur alltaf verið mjallarhvítur. Þangað til maður flutti til Danmerkur, heldur betur breyting á, ef satt skal segja. Maður er að ná James frá Kamerún, en hann er dekkri en suðusúkkulaði. Ok, kannski ekki svo dökkur, en allavegana er maður orðinn dökkur.

Til stóð að setja brúnkulit á fæturnar, og það hafðist, með kvölum eftirá. Minnir mig óneitanlega á þegar ég var á ferðalagi í Frakklandi fyrir einhverjum árum síðan, nánar tiltekið í Marseilles, þegar ég eldsnemma morguns skokkaði á ströndina og lá þar í sólbaði frá 10-15, inná milli smá skvamp í sjónum og svo aftur upp á klettana. Enda var ferðin eftir það hálfeyðilögð þar sem ég hefði örugglega getað fengið hlutverk í hryllingsmynd með titlinum, Maðurinn sem reif andlitið af sér.  Andlitið var eins og flagnandi brunarúst það sem eftir lifði ferðarinnar og eflaust allir sem mættu mér haldið að ég væri annaðhvort með holdsveiki eða psorias.

En nú eru fætur mínir eldrauðir, og þegar ég stíg fram á morgnana, þá finn ég til með fílnum, því að mér finnst sem fætur mínir séu jafnþykkir og fætur fílsins. Andlit og handleggir eru góðir en fæturnir eru að jafna sig eins og er.

En þar með er ekki sagan öll, því að hið hvímleiðasta kvikindi hefur gert vart við sig, danir kalla það myggen, en ég vill meina að þetta séu moskító sjálfsmorðssveitir, sem skella á manni á fleygiferð og síðan finnur maður nettan sting og eftir á er maður viðþolslaus að klóra sér eftir stunguna.

Jamm það er ekki gefið að vera hérna í 30 stiga hita, rakinn eflaust eitthvað svipaður og maður getur varla reynt mikið eða puðað mikið til þess að svitinn sprettur fram. Og þar sem ég hef ráðið mig á gamla vinnustaðinn minn sem ég byrjaði hjá þegar ég flutti hingað, það er að segja í svitasjoppunni, þá ber vinnustaðurinn nafn með rentu, þetta er algjör svitasjoppa, enda hitastigið helmingi hærra innandyra. Þrátt fyrir það, unir maður sér vel þar  og er þegar orðinn nokkuð sjóaður hvað varðar verkefnin, enda vanur maður eftir fyrri veru mína þar.  Og ágætis laun þar að auki.

Nú, en eins og fyrr segir þá stendur til að hefja vinnu við skýrsluna, og er hún hafin. Hafði samband við Olav og hann sendi mér skýrsluna. Síðan er bara að hefja vinnu við hana. Olav greyið var ekkert  sjálfur mikið upprifinn og eftir langt og gott samtal ákváðum við að sjá til með frekari samstarf.

Inn á milli hef ég verið að undirbúa klippivinnu á efni frá Kántrýhátíðinni 2001. Er búinn að setja upp Adobe Premiere í tölvunni og hef undanfarið verið að fara yfir efnið. Það leynist margt gott efni þarna. 

Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf, í dag var gola og satt að segja leið manni eins og heima á 'Islandi, hálf hryssingsleg gola,  hitastigið þetta 20-22 gráður,  og maður var kominn með kuldahroll eftir að hafa hjólað þessa 3 km heim frá svitasjoppunni. En þrátt fyrir það, ágætis tilbreyting, enda var maður farinn að verða hálfþreyttur á þessum endalausa hita. Og framundan virðist vera rigning í kortunum, reyndar smá slæmt, þar sem tvennt stendur til, það er svokölluð 80's hátíð á laugardaginn kemur í skóginum nálægt kollegium, og svo er vinna að hefjast við upptökur á revíunni á laugardaginn kemur. Meira um það seinna. Vona bara að veðrið verði sæmilegt á laugardaginn.

Jæja elskurnar, bið að heilsa, sólbrúnn og uppþornaður.

Hilsen

 

Hi from gilly:

Ok I will admit I have been lazy. Who wouldnt be lazy when everyday the temperature is around 30 degrees. I can remember times in Iceland when I was gonna do some serious sunbathing to get rid of the morbid white color of my skin, and after lying for like 10 minutes, just to endure, I gave up, because of the cold wind that followed lying in 15 degrees outside. So now wonder I have gone through my life like a family member from the Adamson family, white and morbid. But now there is a change. I have now a darker complexion,  and I can wear white t-shirts without people wondering if a white t-shirt is walking towards them.

I mentioned in my last blog that I had intentions of putting some tan on my legs and I managed to do that, but to my discomfort, every morning when I wake up I feel like Tiny the elephant, my legs the thickness of a elephant leg. I dont know why, but they are getting thinner.

Besides that I have the notion that there a suicidesquads rooming the air, in the form of mosquito, who come at you in full throttle and then make a dive into your arm. You feel the sting and then shortly afterwards you are going crazy rubbing and scratching yourself where the suicide bee landed its sting.

Lately the weather has been fantastic, but today we had a strong wind, and it felt suddenly like being in Iceland, I even got a cold thrill down my spine and when I came home I had a hot shower. Showering every day is neccessary otherwise people are gonna try to avoid you because of the sweat stench.

Now at the moment I am preparing work on the report, and in between I have been importing my old movie clips from the country festival 2001 into my computer. I have plans on working on those clips and make something out of it. Bad thing is though that when we made this document, we didnt have a storyboard, only some ideas which we followed through. So it will be a challenge to work on this in the summertime.

There is rain in the clouds for the next days. Hope it wont rain on saturday, there is a 80´s festival with some old bands from that era playing in the park nearby. I am gonna attend, to listen to my favorite song, with Nena, 99Luftballons. That and Rammstein are the only german musicians that I know of.

So dear friends, from Iceland to Philippines, stay posted.

Bye

gilly 


Bless/Goodbye

Hilsen:

Það er hitabylgja hérna. Maður liggur afvelta inni hjá sér og ef maður vogar sér út, þá mætir manni eldveggur af hita. Hitinn er eflaust kominn hátt upp í 30 stig og verður eitthvað svipað næstu daga. Vantar bara að ná smá lit á fæturnar, þær eru ansi hvítar, miðað við upphandleggi og andlit. Það þarf að vera samræmi í þessu.

Mér urðu á mistök þegar ég skrifaði um brúðkaup bróður míns, þar sem ég virðist hafa annaðhvort verið þreyttur eða athyglin ekki alveg í samræmi við orðaflauminn. En allavegana þá skrifaði ég kærasta systir míns, og að því er ég best veit er engin af systrunum lesbísk og hvað þá stigin út úr einhverjum fataskáp. Að sjálfsögðu átti að standa þarna kærasta bróður míns. Þannig er það.

Að undaförnu hef ég verið að stunda  þá stórhættulegu "iðju" að hala niður efni af netinu á ónefndum niðurhalara.  'Eg býst við að Guns og Roses séu ekkert ánægðir með það að ég skuli hlusta á allar þeirra plötur án þess að hafa greitt stórfé fyrir, og hvað þá breska regggaebandið UB40. Og toppurinn á ísjakanum er að sjálfsögðu 6 þættir af hinum frábæru þáttum sem sýndir voru á ruv á sínum tíma, Hótel Tindastóll með John Cleese úr Monty Python. Þetta eru alveg óborganlegir þættir og hægt er að hlaða þá niður alla, 12 að tölu. 'Eg hlóð niður 6 þáttum, og það tók þetta 5 daga að hlaða þá alla niður. Get því unað glaður við mitt í kvöld og horft á breskan húmor.

Nú þar að auki hefur maður horft á brennt efni eins og stórmyndina 300, Apocalypto og einhverjar fleiri. Til stendur að hlaða inn á tölvuna klippiforritið Adobe Premiere til að nota í sumar við klippivinnu á revíunni.

Því að kaupa ef maður getur fengið þetta frítt á netinu og með rétta kóðann?

Nú en aðalfyrirsögnin að þessu sinni varðar þá staðreynd að nú fara menn að tygja sig á heimleið. Ekki ég heldur allir mínir góðir vinir eru að kveðja Danmörk. Sumir með söknuði, aðrir með heimþrá eftir heimalandinu. Vinir mínir frá Slóveníu, Janko og Marina, sem ég hef hitt daglega, drukkið bjór með, spilað billjarð við og margt annað skemmtilegt, borðað saman, stungið smágjöfum í póstkassana hjá hvort öðru, eru að fara í næstu viku, þann 12 júní. Chris hinn pólski, er einnig á förum í lok mánaðarins, til Póllands, og margir fleiri sem maður hefur kynnst, spjallað við, drukkið einn og einn bjór með, eru senn á förum.Hætt er að við að það verði frekar hljóðlegt hérna næstu vikur eða þangað til ný andlit birtast, eins og ég forðum daga, fyrir tæpum 10 mánuðum síðan. Margt hefur síðan drifið á mína daga, og þegar vinir mínir fyrir áramót, frá Póllandi, Slóvakíu og Ungverjalandi fóru til sins heima þá saknaði maður þeirra lengi vel. En maður lærir að lifa með þessu og   gera ráð fyir nýjum vinum frá öðrum heimsálfum. Þegar hef ég í gegnum Janko og Marinu kynnst James sem er frá Kamerún og er svartari en nokkuð annað svartara. En þegar maður sest niður með James og byrjar að tala við hann þá er hann ansi skemmtilegur karakter. Þannig að maður kemur í manns stað. Ekki satt?

Jæja elsku vinir, nær og fjær, hugsa til ykkar allra, sakna ykkar að sjálfsögðu en þið eruð þarna þegar maður þarf á ykkur að halda.  Eigingjarnt kannski en staðreynd, manns bestu vinir eru þeir sem standa manni nærri. 

Jæja best að fara fram og elda eitthvað fyrir kvöldið.

Hilsen

Gilli

Hi from gilly:

There is a heatwave here in Denmark ongoing. When you step outside it is like walking into a wall of flaming fire., The heat has gone all the way up to 30 degrees and today when I came home I was drained of energy just bicycling outside. It is forecasted it will stay like this for the next 3 days or more. so now I need just to cover my hands and face to get some more color on my white legs. They need a little bit tan, to make the total picture.

For the past while I have been downloading a couple of nice things, like all the albums of Guns and Roses, albums with UB40 and the latest acheiviement is the 1.st season of Fawlty Towers, old programs with the Monty Python player himself, John Cleese. Hilariously funny. Gonna look at them tonite.

As hte headline says, goodbye, then that does mean that I am saying goodbye. No it means that it this time of the year that students leave for their homeland, like before xmas, when my favorite friends from Slovakia, Poland and Hungary left. Now its time for Janko and Marina to leave to Slovenia, Chris from Poland is also leaving to Poland, and many other, especially from the 4th floor are leaving. Its gonna be quiet here for a while until in august when new faces appear, just like mine did in august 2006. I have learned to live with the fact  that nobody stays on forever, so its just best to enjoy it while you can, meet people and talk together and move on. Soon I will move out a year from now when I finish my studies.

So my friends, my thoughts are with you, I think of the good times we had together and I am glad that I met you. Hope to see you later on. in Slovakia, Poland, Hungary, Slovenia, Philippines and where ever my friend span the globe.

Bye for now

Gilly 

 


Hverfult/Strange

Hilsen:

Allt er í heiminum hverfult í dag. Einn daginnn er ekkert nema meðbyr og svo þann næsta er kominn mótbyr. Enda væri lífið eflaust hundleiðinlegt ef það skiptist ekki á skin og skúrir. En nú bregður svo við að væntanleg gifting bróður míns hefur verið slegin af og þau hjúin hætt saman. Mér fannst kærasta systir mín væn og hugguleg og leist vel á ráðahaginn. En nú hefur væntanlegu brúðkaupi verið slegið af. Þannig að enn á ný breytast plön mín varðandi heimsókn á klakann. En sjáum hvað verða vill. maður hefur nú enn sterkar taugar til klakans, þó að heimþráin sé ekki alveg að plaga mann. Nóg að bíta og brenna hér eins og er og ekkert brottfararsnið á mér.

Um daginn var ég að skrifa á blogginu um taugar mínar til Flateyri og varla var "blekið" þornað þegar rekstraraðili Kambs til margra ára hættir allri starfsemi frystihússins á staðnum. Maður skilur sjónarmið hans og um tíma sá ég fyrir mér að menn myndu hrökklast frá staðnum og dreifast um byggðir landsins, en svo bregður til betri vona og frá 'Uganda kemur einn af sonum Flateyrar og kaupir alla starfsemina, að vísu án kvóta, en nú skilst manni að stjórnvöld ætli loks að gera eitthvað í málinu. Skrýtið að þau hafi ekki brugðist við fyrr. En það er ekki neitt nýtt, oftast nær brugðist við þegar allt er í óefni komið.

Nú en svona er það. Nú er maður að berjast við það, að hafa eitthvað fyrir stafni, það er þegar maður hefur gengið í skóla í hartnær 9 mánuði og aðlagast venjum og hefðum skólanáms, þá er það orðinn svo mikill hluti af daglegu lífi manns. Og einhvern veginn núna fær maður samviskubit yfir því að vera ekki að læra eitthvað, lesa eitthvað eða gera eitthvað. Veit ekki hverning nemendur til margra ára fara að, en  þessi hérna í Danmörku er svona aðeins að slaka á klónni áður en blásið verður til leiks á ný, að semja skýrsluna  með stæl.

Að lokum hér er linkur á síðu um skemmtilegan sumarleyfisstað. Hér er linkurinn: www.visitboracay.com  Kíkið á þetta.

Hilsen

Gilli

 

Hello from Gilly:

Nothing stays the same, everything changes rapidly. My brother who had plans of getting married  with a very nice and charming girl, has decided not to get married. So now he and his former girlfriend are separated. Sad to sasy, but that is the roll of the game today. I had plans of visiting Iceland to attend his marriage, but that has changed of course. So it looks like I will have to do some planning again.

Also the other day I wrote about my feelings towards a small town community that i  lived in when I was in my thirties something. Awhile ago the fish factory was closed and it seemed that the inhabitants would move away and leave the place to be a ghost town. But then one of the towns inhabitants, who had moved to Uganda to work there for a fish company came back and bought up the companys assets, without the fish permits, and saved the town community from going down the drain.  I had plans of going there in my old age and just spend days walking at the shoreline and listening to the tide and just enjoying life.

So maybe after all it will be a reality. Talking about reality, I have gotten so used to be in school, having a deadline and being busy. Now that is over for the time being, and then suddenly I feel like having a bad conscience of not doing anything worthwhile, like studying or reading of something interesting. But maybe I need the rest before starting work on the report.

At last here is a link to a interesting vacation spot in the phillippines, here is the link www.visitboracay.com  Take a look at it, it is interesting.

 

Bye for now

Gilly 


'Afram veginn/On the road

Hilsen:

Jæja, þá eer maðuri búinn að ræða við yfirmann deildarinnar og fá innsýn í hvað skeði varðandi prófverkefnið. Sem fyrr segir var skýrslan að þeirra mati hvorki fugl né fiskur og þarf að endursemja hana. Þá fannst þeim vefsíðan þurfa smá útlitsbreytingu, voru ekki sátt við litaval mitt. Að öðru leyti fannst þeim allt annað gott,  og kom reyndar á óvart að Ole, þessi sérstæði kennari minn fannst myndin okkar fyndin og skemmtileg. Þegar ég sýndi hana á prófdaginn þá sá ég varla bros á nokkrum mannni, og bjóst því við hinu versta. En Ole sagði mér að hafa hana á vefsíðunni þannig að aþr verður hún staðsett. 

Maður er því bara tiltölulega sáttur og tilbúinn til að takast á við að skrifa skýrsluna upp á nýjan leik. Vona bara að það verði rigning næstu 2 dag. Hér ríkir alger hitabylgja, hitinn þetta 24-26 stig á daginn og rakinn eftir því. 'Eg er byrjaður að vinna í fyrstu vinnunni minni sem ég fékk þegar ég kom, í efnalauginni, enda launin þar með ágætum. Bjóst við meiri vinnu í tölvuverinu, en því miður, þar sem við erum orðnir 5 sem vinna þar og dreifum með okkur dögum þá hefði það ekki gengið til að halda mér gangandi. Þannig að útkoman var sú að leita fyrir sér að annarri vinnu með, en reyndar rekst þetta á við hvort annað og verð ég að sjá hvort ég læt tölvuverið róa, enda erfitt að vera í vinnu annarstaðar þegar maður á vinnudag á öðrum stað.

Nú ég er byrjaður að hreyfa mig, var að lyfta í gær og lenti á skemmtilegu spjalli við þann sem rekur stöðina. Fín æfingastaða, lítil, svona minnir mig á Jakaból sem ég æfði þegar ég var þetta 17 ára gamall  og maður var innan um Jón Pál Sigmarsson og fleiri þekkta kraftakarla sem eru að lyfta í dag.

Svona til að koma smá skemmtilegu að þá rakst ég á vefsíðu sem heitir HotorNot, þar sem maður getur sett inn mynd af sjálfum sér og síðan er maður metinn á skalanum frá 1-10. Síðan ég setti inn mynd af mér þá hefur maður heldur betur fengið stig á skalanum frá 6-8 og svo að sjálfsögðu inn á milli stig frá 1-5. En svo fær maður að vita að maður er flottari en 74% þeirra sem eru á síðunni. Það er ágætis boost fyrir mig, maður þarf á svona boosti að halda. Þar að auki fylgir þessu sú skemmtileg tilbreyting að maður getur sent viðkomandi skilaboð um að hittast á vefsvæði síðunnar og spjallað. Að undanförnuhef ég verið að spjalla við eina huggulega snót frá Fillipseyjum, sem heitir Indira, og er ansi skemmtilegt að tala við hana. Þar að auki sendi hún mér vefslóð um Filippseyjar, og fyrir áhugasama þá mæli ég með að menn kíki á þessa vefslóð. Hér er slóðin. www.touroriental.com  Það er greinilega margt hægt að gera á Filipsseyjum og vert að skoða það seinna meir.

En allavegana þá hefur bæst við í lesendahópinn, lesandi frá Filipseyjum og er hún velkomin.

En nú er að mál linni, best að fara og fá sér morgunmat, og setjast út á meðal mýsins og fá smá sól áður en vinnan tekur við um  klukkan tvö.

Hilsen

Gilli

 

Hi my friends.

Well I had a meeting with my counselor at school, because of our report. It seemed that the teachers and the examinor werent were happy with it and they gave us a lower grade because of this. So we, or I will have to write a new and more specific report and turn it in before the 1st of august. Also there is talk of minor changes on the website, but nothing controversial. So I will just do this in my weekends, do some work on it and finish it off.

I have recently started weighlifting, had already started before the exams but didnt have time for it. But now I have started and it feels good. Gonna have this as a goal for this summer. Its a small training center, few guys and good facilities. 

I entered a couple of weeks ago a picture of me on a website called, www.hotornot.com, had read about in relation to beauty, and decided to try it out. Since then I have gotten votes, ranging from 1-5 and from 6-8 and  my official rating is 7.9 and it states that I am hotter than 76% of the men on this site. There is also a rating for females there too, and it has females from all around the world, except Iceland.

On this website I met up with Indira, from the Philippines, a very handsome and lovely girl, and we have been talking lately, because we both think that we are hot, of course.  You get a chance to click on somebody if you want to meet them, and thats exactly what we did. The wonders of the internet. She sent me a link to a website, from the Philippines, here is the link, www.touroriental.com and it seems to be a very fascinating and interesting country to go to.

Who knows, I know that I want to go somewhere and relax after my final education, just live life loosely for a couple of weeks, so lets see how that goes.

Otherwise I am gonna have my breakfast with the usual flies outside and get some sun, I am getting white again. We have been lucky here, the temperature is going up and the humidity too.

Until later my friends

Bye from gilly 


Niðurstaðan

Hilsen:

Stundum er heimurinn dans á rósum, veit ekki hvaða spekingur dansar á rósum, það er ekki geðsleg sjón eftirá. En svona til að slá af léttari strengjum yfir á þá alvarlegu, þá fóru leikar þannig að við Olav vorum felldir. Kennarar okkar voru ánægðir með flest allt hjá okkur, nema skýrsluna hans Olav. Þegar ég sá skýrsluna hans, þegar hann afhenti hana þann 30-5 síðastliðinn þá runnu á mig tvær grímur. Svona eftirá þá minnti þessi skýrsla mig á svörtu skýrslurnar frá Hafró, með stríðsletrinu og upphrópunarmerkjum og frekar sundurlaus, og þar að auki aðeins 7 síður, þegar talað var um 18 síður og gott betur. Þegar ég innti Olav eftir þessu, af hvejru hann hafði hana 7 síður en ekki 18 eins og talað var um, þá kom upp í honum þessi "rebel" sem hann er, alltaf á móti því að aðrir segji sér til og þar fram eftir götunum. 'EG hafði það á tilfinningunni að þessi skýrsla hans myndi svo sannarlega fella okkur, og viti menn það gerði hún með stæl. Þannig að maður getur sungið, Fallinn með 4.9, en bætt svo við, kallinn er samt kominn á stallinn. Læt þetta ekki buga mig, allt mótstreymi er af hinu besta. En að fenginni reynslu, þá vinn ég ekki framar með Olav vini mínum, gott að eiga hann að, hann hefur staðið sig þar með prýði, en hvað varðar vinnu og samstarf, þá er þetta ekki hans besta útspil. Þannig að nú er því samstarfi lokið frá minni hálfu og þeir sem þekkja til mín vita að ég er alger þrjóskuhaus þegar á við. Það mun standa svo lengi sem verða vill. Er reyndar ansi hræddur um að Olav hafi verið felldur, enda lærði hann ekki teoríuna, lærði aldrei gagnagrunnsgerð, skilaði aldrei af sér verkefnum, og eiginlega mætti til að hala niður hugbúnaði til að nota heima hjá sér. 

En eins og endranær, þá er ljós í myrkrinu, og þaðl ljós boðar endurupptöku prófsins í ágúst, til stóð að skila af sér þann 18 júní, en því hefur verið seinkað fram í ágúst. Sem er bara hið besta mál, þá gefst bara fínn tími til að fínpússa allt, og einnig betrumbæta allt klabbið, svona til að virkilega heilla liðið. En þetta mun ég gera einn.

Jæja, en annars er maður kominn á fullt í vinnu, er að vinna núna á morgnana hjá Lasse, var að klippa saman viðtal og fór svo og myndaði efni tengt viðtalinu. Er síðan byrjaður að lyfta í olympískum lyftingum, var byrjaður á því fyrir próf en það fór lítið fyrir því á meðan á prófi stóð. En núna hefur maður tímann til þess. Og svo er Danmörk svo flott núna, sólin skín, píurnar eru í komnar í  sumarklæðnaðinn og allt blómstrar með sólinni, hitastigið komið upp í 23 gráður og rakinn eftir því.

Yndislegt.

Hilsen

Gilli 


Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband