Leita í fréttum mbl.is

Gola/Gale wind

Hilsen:

Vitið það að þegar maður bjó á 'Islandi og ætlaði sér nú að liggja í sólbaði í 15 stiga hita, þá bölvaði maður alltaf golunni í sand og ösku, það var ekki hægt að liggja í sólbaði fyrir skítakulda. Engin furða að maður hefur alltaf verið mjallarhvítur. Þangað til maður flutti til Danmerkur, heldur betur breyting á, ef satt skal segja. Maður er að ná James frá Kamerún, en hann er dekkri en suðusúkkulaði. Ok, kannski ekki svo dökkur, en allavegana er maður orðinn dökkur.

Til stóð að setja brúnkulit á fæturnar, og það hafðist, með kvölum eftirá. Minnir mig óneitanlega á þegar ég var á ferðalagi í Frakklandi fyrir einhverjum árum síðan, nánar tiltekið í Marseilles, þegar ég eldsnemma morguns skokkaði á ströndina og lá þar í sólbaði frá 10-15, inná milli smá skvamp í sjónum og svo aftur upp á klettana. Enda var ferðin eftir það hálfeyðilögð þar sem ég hefði örugglega getað fengið hlutverk í hryllingsmynd með titlinum, Maðurinn sem reif andlitið af sér.  Andlitið var eins og flagnandi brunarúst það sem eftir lifði ferðarinnar og eflaust allir sem mættu mér haldið að ég væri annaðhvort með holdsveiki eða psorias.

En nú eru fætur mínir eldrauðir, og þegar ég stíg fram á morgnana, þá finn ég til með fílnum, því að mér finnst sem fætur mínir séu jafnþykkir og fætur fílsins. Andlit og handleggir eru góðir en fæturnir eru að jafna sig eins og er.

En þar með er ekki sagan öll, því að hið hvímleiðasta kvikindi hefur gert vart við sig, danir kalla það myggen, en ég vill meina að þetta séu moskító sjálfsmorðssveitir, sem skella á manni á fleygiferð og síðan finnur maður nettan sting og eftir á er maður viðþolslaus að klóra sér eftir stunguna.

Jamm það er ekki gefið að vera hérna í 30 stiga hita, rakinn eflaust eitthvað svipaður og maður getur varla reynt mikið eða puðað mikið til þess að svitinn sprettur fram. Og þar sem ég hef ráðið mig á gamla vinnustaðinn minn sem ég byrjaði hjá þegar ég flutti hingað, það er að segja í svitasjoppunni, þá ber vinnustaðurinn nafn með rentu, þetta er algjör svitasjoppa, enda hitastigið helmingi hærra innandyra. Þrátt fyrir það, unir maður sér vel þar  og er þegar orðinn nokkuð sjóaður hvað varðar verkefnin, enda vanur maður eftir fyrri veru mína þar.  Og ágætis laun þar að auki.

Nú, en eins og fyrr segir þá stendur til að hefja vinnu við skýrsluna, og er hún hafin. Hafði samband við Olav og hann sendi mér skýrsluna. Síðan er bara að hefja vinnu við hana. Olav greyið var ekkert  sjálfur mikið upprifinn og eftir langt og gott samtal ákváðum við að sjá til með frekari samstarf.

Inn á milli hef ég verið að undirbúa klippivinnu á efni frá Kántrýhátíðinni 2001. Er búinn að setja upp Adobe Premiere í tölvunni og hef undanfarið verið að fara yfir efnið. Það leynist margt gott efni þarna. 

Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf, í dag var gola og satt að segja leið manni eins og heima á 'Islandi, hálf hryssingsleg gola,  hitastigið þetta 20-22 gráður,  og maður var kominn með kuldahroll eftir að hafa hjólað þessa 3 km heim frá svitasjoppunni. En þrátt fyrir það, ágætis tilbreyting, enda var maður farinn að verða hálfþreyttur á þessum endalausa hita. Og framundan virðist vera rigning í kortunum, reyndar smá slæmt, þar sem tvennt stendur til, það er svokölluð 80's hátíð á laugardaginn kemur í skóginum nálægt kollegium, og svo er vinna að hefjast við upptökur á revíunni á laugardaginn kemur. Meira um það seinna. Vona bara að veðrið verði sæmilegt á laugardaginn.

Jæja elskurnar, bið að heilsa, sólbrúnn og uppþornaður.

Hilsen

 

Hi from gilly:

Ok I will admit I have been lazy. Who wouldnt be lazy when everyday the temperature is around 30 degrees. I can remember times in Iceland when I was gonna do some serious sunbathing to get rid of the morbid white color of my skin, and after lying for like 10 minutes, just to endure, I gave up, because of the cold wind that followed lying in 15 degrees outside. So now wonder I have gone through my life like a family member from the Adamson family, white and morbid. But now there is a change. I have now a darker complexion,  and I can wear white t-shirts without people wondering if a white t-shirt is walking towards them.

I mentioned in my last blog that I had intentions of putting some tan on my legs and I managed to do that, but to my discomfort, every morning when I wake up I feel like Tiny the elephant, my legs the thickness of a elephant leg. I dont know why, but they are getting thinner.

Besides that I have the notion that there a suicidesquads rooming the air, in the form of mosquito, who come at you in full throttle and then make a dive into your arm. You feel the sting and then shortly afterwards you are going crazy rubbing and scratching yourself where the suicide bee landed its sting.

Lately the weather has been fantastic, but today we had a strong wind, and it felt suddenly like being in Iceland, I even got a cold thrill down my spine and when I came home I had a hot shower. Showering every day is neccessary otherwise people are gonna try to avoid you because of the sweat stench.

Now at the moment I am preparing work on the report, and in between I have been importing my old movie clips from the country festival 2001 into my computer. I have plans on working on those clips and make something out of it. Bad thing is though that when we made this document, we didnt have a storyboard, only some ideas which we followed through. So it will be a challenge to work on this in the summertime.

There is rain in the clouds for the next days. Hope it wont rain on saturday, there is a 80´s festival with some old bands from that era playing in the park nearby. I am gonna attend, to listen to my favorite song, with Nena, 99Luftballons. That and Rammstein are the only german musicians that I know of.

So dear friends, from Iceland to Philippines, stay posted.

Bye

gilly 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband