Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
30.4.2007 | 17:20
Sólæði/Sunshine fever
Hilsen:
Jamm, það er víst rétt, sólæði er runnið á mann. Þær eru orðnar ansi margar stundirnar sem maður eyðir hérna fyrir framan kollegiium á hverjum degi með námsbók í hendi, í stuttermaskyrtu og stuttbuxum og reynir að fremsta megni að lesa námsefnið. Enda ekki seinna vænna, þetta er síðasta vikan okkar í skólanum. Nú er komið að dómsdegi, nú verður reynt á hvort maður hafi lært eitthvað í vetur. Manni finnst maður hafa lært heilmargt, og fært sér það í nyt, en það verður bara að koma í ljós. Maður er samt efins um suma í bekknum sem hafa aldrei skilað svo miklu sem bréfsnifsi af verkefni. Yrði hissa ef þessir sömu einstaklingar verða með á 3 önn. En ok, ekki meir um það.
Annars er maður búinn að vera alveg hræðilega latur við skriftirnar að undanförnu. Eins og fyrr segir, maður kemur heim eftir skóla, fær sér nokkra brauðsneiðar, fer í sólargarmana, sest út og svo situr maður og kannski lendir á kjaftasnakki með Janko eða Marinu, vinum mínum frá Slóveníu, um viðskipti og sitthvað fleira. Er reyndar að veita þeim"ráðgjöf" varðandi verkefni sem þau þurfa að skila af sér eftir 4 vikur. Allt verkefnið er á ensku, sem er ekki beint þeirra sterkasta hlið, en hefur batnað mikið til muna síðan þau komu. Síðan eru þau ekki alveg eins seig við að leita að upplýsingum á google og öllum þessum leitarvélum. En þetta hefur smám saman komið hjá þeim. Við höfum haldið hópinn nokkuð vel, og á föstudögum skroppið á nýja barinn í nágrenninu sem er smekklegri og skemmtilegri að heimsækja en barinn hér í kollegiium sem er reyndar lokaður þar sem menn þrífa aldrei eftir sig. En það er alveg ferlegt að spila við Janko í billjarði, fótbolta eða borðtennis, hann er alger Forrest Gump, skorar alltaf. Enda segir hann sjálfur að hann hafi lítið gert annað en spilað öll helstu spil heima í den.
Þau verða hér fram til 15 júní eða júlí, eru á svokölluðum skiptinemafyrirkomulagi. Eins og nýji hópurinn af kínverjum sem er í næstu skólastofu við hliðina á minni. Þegar maður er að reyna að vinna í tölvuherberginu eftir tíma, þá fær maður ósjálfrátt á tilfinninguna að maður sé kominn til Kína. Kínversk tónlist, kínversk msn tákn, og svo hjala þeir og mala endalaust. Enda heitir tölvuherbergið ChinaTown.
Fyrir áramót var kínahópur hérna sem skildi varla stakt orð í ensku, og aðeins úr hópnum var með tungumálatölvu og þýddi fyrir hópinn. Það skilur náttúrulega enginn hvernig þeim tókst að "smygla" sér hingað á þessum fölskum forsendum, en opinberlega skýringin er sú að einhver í Kína hefur fyllt út umsóknareyðublöðin
Jamm, en jæja, kominn tími á smá greinakorn. Var að vinna um daginn að bæklingi í þemavikunni okkar um þýsk eðalvín og tilraun til að markaðssetja þau í Danmörku. Aflaði mér fullt af heimildum um vín og sitthvað fleira til að setja í bæklinginn okkar. Vann bæklinginn með Elias, þar sem Olaf virðist hafa sagt skilið við námið að sinni. Fór eins og mig grunaði að hann er að heltast úr lestinni. Synd. En allavegana þá unnum við þennan fína bækling í fínu samstarfi ég og Elias. Meðal efnis em ég aflaði mér var um ýmsa siði um þjóðverja.
Tökum sem dæmi giftingar:
'I Norður-Þýskalandi virðist sá siður tíðkast að á meðan brúðhjónin eru í kirkju, þá læðast vinir og vandamenn til heimilis væntanlegra brúðhjóna og þegar brúðhjónin koma heim þá mega þau eiga von á því að finna húsgögnin sín á þakinu og búið að hlaða fyrir dyrnar drasli þannig að þau komast ekki inn. Þeirra fyrsta verk er því að finna eitthvað til að komast inn í húsið og fara síðan í þann leiða starfa að hreinsa þakið af húsgögnum, oftast nær í gegnum eitthvert gat í þakinu.
Annar er sá siður að fólk fer með diska út á götur og brýtur þá, og stuttu seinna kemur væntanlegt brúðkaupspar með kúst í hendi og reynir að sópa saman glerbrotunum. Þessi siður gengur út á það að brjóta gamla diska fyrir brúðkaupið og ef parinu tekst að halda í við á meðan það stendur eiga þau gifturíka framtíð.
Og svo kemur þessi siður, en hann er sá að á meðan giftingu stendur er brúðinni rænt af besta manninum og aðstandendum og farið með hana á næsta bar, og þangað verður brúðguminn að koma og "bjarga" henni og jafnframt borga barreikninginn um leið.
Skemmtilegir siðir, það vantar ekki.
Gilli
Hi from Gilly:
Well I have turned into a sun maniac. The sun has been shining here for the last five days or so, and the temperature in the 20 or more. So usually the program has been that after classes I come home, change into my t-shirt and shorts, sit outside and try my best at reading my lectures. Usually I manage but then it gets tempting to just lie in the sun and get some tan. Which I have managed so far so good, but I am starting to look like a lobster that the sea rejected.
Alongside this I have been helping out a slovenian couple, Janko and Marina with their assignment in class. It is in english and their knowledge of english is very limited, but it has gotten better. So we tend to sit outside, enjoy a beer, talk about business and do some work.
They will be here until june or july and then leave to Slovenia. So I can add that country on my list of countries to visit after my education here.
But if Janko and Marina know little in english, then the new group of chinese that is dominating the second floor where I have my classes, can hardly say help in english,. For the past week or so it has been like chinatown in the graphic room where our computers are, chinese music, chinese signs on msn and then the clutter of chinese talk. They are very polite but it is very difficult to talk to them. There was an ongoing story about a chinese group that came here a year ago, couldnt hardly speak any english, and the official story was that someone had done all the papers for them stating that they could speak english, and so they got accepted and came to Denmark, and when in class they just sat and watched the teacher and uttered hardly a word. Only one in the group had a language computer with her and translated all the material for the class. Strange to say the least. But that group also fucked up the computers at school, and it seems that it is ongoing now too.
Well, I have been busy working on a marketing plan for our theme, related to importin german wine, especially red wine to Denmark. We did a good brochure and I did the text and research work. While doing that I came across some strange marriage habits they have in Germany.
Here are some examples:
While the groom and the bride are getting married in church, some of their friends will sneak home to their home, put all the furniture on the roof and barricade the way to the entrance. So when the happy couple come home, they have to clear the barricade and then take the furniture of the roof from a hole in the roof.
Another custom is to take old dishes into the street and break them. Usually a young couple, of the wedded to be will be seen with a broom trying to clean up the broken dishes. The custom is that to get rid of old dishes and if the couple manage to keep up with broken dishes and cleaning them up, the will have a good marriage absed on cooperation.
And the last custom is to steal the bride away in the reception, to a local bar, and the bride has to go there and "rescue" her and pay the bar bill in the way.
Maybe I will get married in Iceland, more simple over there, but more americanized at the moment, sorry to say.
Bye for now.
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 21:16
Orðheppnar stjörnur/Wisdom words of celebs
Hilsen:
Það hafði verið spáð og er reyndar spáð góðu veðri næstu dagana, með sól og allt að 20-22 stiga hita. 'I dag var þokuslæðingur og sjávarlyktin eftir því. Hú blossar upp þegar stillur og hægur vindur ríkja yfir Esbjerg. Enda margur sem gripur fyrir vit sin þegar peningalyktin er í hámarki.
En nóg um peningalykt. Rakst á skemmtilega grein í 24timer um hversu "orðheppnar" stjörnur geta verið þegar þær eru beðnir að gefa álit sitt á einhverjum málefnum. Hér gefur að líta nokkur dæmi:
"'EG fæ tækifæri til að ferðast yfir sjó eins og til Kanada. Britney Spears, hin eina og sanna og um leið sköllótta popprinsessa frá Bandarríkjunum.
"Þegar ég sé vesalings börnin sem svelta víðsvegar um heim, þá á ég erfitt með að hemja gráturinn. 'Eg væri alveg til í að vera svona grönn án þess að hafa flugur í kringum mig. Mariah Carey enn ein poppdívan.
"'Eg er loks að nota heilann minn í langa tíð" Victoria Beckham, módel og "wannabe" leikkona.
"Reykingar drepa og ef þú deyrð þá hefurðu misst af mikilvægum kafla í lífi þínu" Brooke Shields sem lék á móti Leonardo di Caprio í Blue Lagoon.
"Jæja og hvar verður Cannes kvikmyndahátíðin haldin þetta árið"? Enn ein poppdívan, Christina Aquilera.
"'Eg hef einfaldan smekk, sem er í genunum mínum" Dæmi menn betur, allavegana hvað varðar tónlistarflutning og um hárgreiðsluna. David Hasselhofúr Baywatch.
Jamm það vantar ekki spekina frá þessum þekktum nöfnum heimspressunnar. Maður bara svitnar í samanburði við þessa speki, eða hvað?
Gilli
Hi from Gilly:
Well, the weather forecast seems to be promising, tomorrow and for the next two days or so, sunny and the heat in the 20-22 degrees on Celsius. Not sure about it in Fahrenheit.
Today was ok, but no sun and cloudy and some fog. And the famous fishing smell of Esbjerg, that drives some foreigners crazy, especially if they never have lived near the coast. We the more experienced just grin at them.
I came across in one of the danish paper, some famous quotes from celebrities, where they are viewing their opinions and otherwise heavenly wisdom to those like you and me, who dont have the intelligence and insight as they have. Lets take a look at some of the heavenly wisdom from them:
"I get a chance to travel overseas, for example to Canada" Britney Spears.
"Whenever I see the starving children around the globe I break into tears. I would like to be thin, but without the flies" Mariah Carey popsinger.
"I am using my brain finally for a long time" Victoria Beckham, wannabe actress and model.
"So where are they holding the Cannes Film Festival this year" Popsiger Christina Aquilera.
"I have good taste that lies in my genes" David Hasselhoff notorious for his hairstyle and most famous record that never reached the top 100 list.
Yeah, I am amazed at the wisdom of these celebs, but now I know why they are celebs.
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 08:17
Hvað er í gangi?/Whats up?
Hilsen:
Afsakið mína löngu fjarveru, en af einhverjum ástæðum var ég lítt blogglaður alla síðustu viku. 'Eg vil kenna um auknum verkefnum varðandi námið og þar að auki hefur veðrið haft sinn þátt í þessu. En allavegana, þá reynir maður úr bæta úr því. Kíkti á hversu margir hefðu "kíkt" á bloggið mit og sé töluverðan mun frá því í síðustu viku og núna, eða 63 í dag og í síðustu viku 170 að mig minnir. Skiljanlegt ef ekkert áhugavert birtist frá manni, þá leita menn eitthvað annað.
Og hvað hefur gerst síðan síðast? Mest lítið, myndi maður segja. Allavegana á laugardaginn s.l ákvaðum við nokkur í bekknum að hafa bíómyndakvöld í skólanum, þar sem hægt yrði að horfa á myndir í fullkomnu gæðum, með surround kerfi og skjá. En þegar nær dró að kvöldinu fréttum við að kennari okkar í marketing hefði bókað umrædda kennslustofu á undan okkur, en við gætum fengið að nota hana seinna um kvöldið. Við ákvaðum því að hittast í kennslustofunni og hita okkur aðeins upp. Sem og við gerðum, og það var skrýtin tilfinning að koma í kennslustofuna og sjá bjór, vodak og saké, japanskt vín að mig minnir, í stofunni. Eftir nokkra bjóra var ákveðið að kíkja á eina Tarantino mynd en þegar við horfðum á hana án fullkominna hljómgæða þá gáfumst við upp. Fluttum okkur í aðra kennslustofu og reyndum að horfa á hana þar. Þar var fyrir surround kerfi og einn skjár og eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að tengja ferðatölvuna við kerfið gáfumst við upp og horfðum á myndina í enn verri gæðum. Þá hugkvæmdist mér að skokka heim og ná í hátalarana sem tengdir eru við tölvuna mína. Gæðin bötnuðu til muna og við gátum loks horft á Tarantino myndina næstum til enda eða þegar einn úr hópnum vildi hætta á horfa á hana og horfa í staðinn á myndina Kids, sem fjallar um einhverja unglingskrakka að stunda kynlíf. Við Michael nenntum því ekki og fórum í staðinn niður í kjallarann í skólanum og spiluðum billjarð. Stuttu seinna gafst hópurinn upp og kom niður í kjallarann. Þannig að vonir og væntingar um gott bíókvöld runnu út í sandinn, enda náðum við að horfa á tvær hálfar bíómyndir, eins fáranlegt og það hljómar.
En svona fór um bíóferð þá. Mánudagur í dag, og framundan er þemaverkefni sem teygir sig til föstudags. Sjáum hvernig vikan fer.
Gilli
Hi from Gilly
I owe my faithful readers an apology, but as usual when there is lots to do then there is little time to sit down and write a short blog. I noticed that there has been a drop in my reader ratings, due to this.
But actually last week was a busy one, and surprisingly I barely had time to do nothing less than do my studies and some work at the studio.
We had plans in my class for saturday last week to have a movienight at school, where we could watch some good movies in surround system and with widescreeen. Shortly before that we found out that one of our teaches had made a reservation before us, but we could use the classroom later that night. So we showed up in our classroom earlier on saturday, and sat for a while drinking and trying to watch a movie in our class monitor. But it didnt work well and the sound was terrible. So we decided to move to another class room and try there, because it had a surround system and a wide screen. But then we had trouble trying to connect the laptop to the speakers so we decided to just try to see it in the system there. Quality was not good, and then I decided to go home and get my speakers from my computer and when we had plugged them in we finally could hear the dialogue in the movie. But then one guy didnt want to see the Tarantino movie we had been trying to see, so we pulled that one out and watched the movie he wanted to see, Kids, which is actually a movie about some teenage sex. Me and another schoolmate gave up on this and went downstairs to Hermes and started playing pool instead. Shortly afterwards we were joined by our schoolmates and the evening turned into a drink and pool night. So much for movienight.
Well we have a upcoming theme this week, so I will try to write some short blogs. Until later.
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2007 | 17:29
Minna mas, meiri myndir/Less talk, more images
Hilsen:
Hér eru nokkrar myndir frá liðinni viku, og þar á meðal umræddur páskamatur á páskadegi.
Here are some pictures from this week and also from the mutual easter dinner we had on easter day.
I am having some trouble with putting in more, so these will have to do. More to come later.
Bye
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2007 | 07:40
404 aftur og aftur/404 again and again
Hi:
Prufið þá þessa slóð: http://www.paper-dolls.webbyen.dk
Try this site: http://www.paper-dolls.webbyen.dk
Bye
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 19:55
404/404
Hilsen:
404 þýðir það þegar síða finnst ekki. Eflaust slegið inn vitlausa slóð. Prufum aftur
404 means that the website cant be found. Lets try again.
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 19:52
Uppljóstrun/Exposure
Hilsen.
Jamm, maður er sko rauðari en karfi eftir daginn í dag. Hér hafa nágrannar og nábýlingar legið eins og hráviði um allar grundir, í sólbaði, enda hitinn með eindæmum í dag. í kringum 20 stig og lítill vindur. Sat úti í klukkutíma og las í bók, að sjálfsögðu tengt námsefninu. Fór svo inn og kláraði loks vefsíðuverkefnið mitt. Nú get ég loks gefið upp slóðina að síðunni sem ég ákvað að endurhanna, þetta er upprunalega síðan. Þetta hlýtur að vera versta síða sem gerð hefur veriið á vefnum, en dæmið sjálf, www.paper-dolls.webbyen.dk
En hvernig stendur á því að ég valdi þessa síðu en ekki einhverja aðra? Jú það vildi nefnilega þannig til að ég var að klippa viðtal við formanninn, sem stendur að baka þessum félagsskap, en þetta er félagsskapur kvenna á miðjum aldri sem enn langar til að fara í dúkkulísuleik. Fór reyndar þann 1.april á opið hús hjá þeim til að taka myndir til að nota á vefsíðunni minni. Gef ykkur slóðina að henni þegar hún verður sett upp á skólavefnum. En þið getið dundað ykkur við að skoða þessa síðu. En allavegana þegar ég er að klippa viðtalið við hana þá minnist hún á þessa vefsíðu sem hún gerði sjálf, og þarsem þetta verkefni var framundan þá skellti ég mér í það að gera þessa vefsíðu upp á nýtt, og tel að mér hafi tekist bærilega til. En ég er allavegana kominn með fj... góða reynslu eftir að hafa eytt mörgum klukkustundum við tölvuna að gera þessa síðu.
Nú en svona til að uppljóstra meira, þá hef ég verið ráðinn til að sjá um upptökur á danskri revíu sem sett verður upp í ágúst. Tökur hefjast í lok apríl og standa fram í miðjan maí. Revían sjálf er uppbygð á leiknum atriðum og videóatriðum inn á milli. Mitt verk verður að því er mér skilst að sjá um upptökur og klippingu á efninu. Fékk símtal þess efnis í vikunni að ég hefði verið valinn framyfir tvo aðra sem voru á listanum. Það sem skipti sköpum var lofsverð ummæli Lasse um hæfni mína til að standa að baki slíkri framkvæmd. Mikið á mann lagt, en samt góð reynsla á stuttum tíma sem ég hef öðlast hjá Lasse. Enda frábær kennari ef svo má að orði komast.
Hvað varðar laun, þá fæ ég allar ferðir og uppihald greitt, en vinnan fer fram í bæ sem heitir Brörup og í 45 kílómetra fjarlægð frá Esbjerg, og síðan ef maður leggur til efni sjálfur þá er greitt fyrir það. Þannig að maður getur ekki annað en verið ánægður með þróun mála. Venjulega vinnan í sumar verður svo vinnan í tölvuverinu þegar skóla lýkur.
En jamm, það er ekki meira í bili. 'I kvöld verður haldið Woodstock partý í kjallaranum góða. Er frekar lúinn eftir setuna við skjáinn, þannig að maður kíkir kannski á eina ræmu og skellir svo sér niður.
Hilsen
Hi from Gilly:
Today, was a very hot and nice day. While I was sitting inside, finishing my webdesign, my neighbours were lying outside in the sun, getting tanned and ready for tonights activity in the cellar. I finally managed to finish my webdesign, which has taken about six weeks, since it started. I found this really crappy website, www.paper-dolls.webbyen.dk
This has to be the worst website ever designed on the web. I found about this website when I was editing down in FamilieKanalen one day. I looked at it and decided to try my hand at it. I am very pleased with my design, and hopefully you will get a chance to see it when it will be put on the schools area.
I have been hired this summer to film and edit a danish comedy that will be shown in august. the filming will start by the end of this month, and will stand until the midst of may. I am looking forward to this assignment. All my expenses will be paid, because this comedy is shown in another town called Brörup, outside of Esbjerg. Alongside this job I will be working in the it-center at school this summer. So I ma very pleased and looking forward to the summer.
Well I am kinda tired after today, I sat in the sun, and then went inside. Tomorrow I am going to the beach and just gonna soak up the sun.
Bye
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2007 | 18:46
'I fréttum er þetta helst/News of the week
Hilsen:
Jæja, það eru komin vikulok, og hinn frábæri föstudagur tekinn við. Einn vinsælasti dagur vikunnar ef menn þurfa ekki að vinna um helgina. Og svo mánudagur, einn mest hataðasti dagur í upphafi vikunnar. Hvaða leiðindi eru þetta í manninum? Það er alltaf ástæða fyrir öllu, og ég komst að því á mánudaginn í þessarri viku að sinn er siður í hverju landi. Síðan ég kom hingað hef ég kynnst ýmsum merkilegum siðum, og tek sem dæmi, ristað rúgbrauð með salami og tómatsósu, jógúrt drukkið úr kaffibolla, vodkadrykkja að hætti rússa, og svo nýjasta nýtt. Sá siður átti sér stað eitt að nóttu, aðfararnótt þriðjudags, þegar bankað var á hurðina mína. Fyrr um kvöldið hafði ég heyrt hlaup og skræki, og gerði ráð fyrir að lettneska bomban væri á ferð. En það er bankað og ég fer til dyra. Utandyra stendur Micha, frá Póllandi, sem ávarpar mig, og áður en ég gat sagt hæ, þá voru vit mín og ég sjálfur rennandi blautur. Og svo glottu þeir Micah, Kamil, Sergio og Slawek eins og aular þegar ég reyndi að átta mig á því hvort ég ætti að reiðast eða hlægja. Sá að fyrri kosturinn var ekki góður og brosti í gegnum "tárin" og lokaði síðan hurðinni. Frétti svo daginn eftir að flestir hefðu fengið vatnsbað um kvöldið þannig að ég var ekki sá eini sem lagðist blautur til hvílu minnar. Og þegar ég spurði út í hverju þetta sætti, fékk ég þau svör að þetta væri siður Póvlerja á öðrum í páskum að banka upp hjá útvöldum og skvetta á þá vatni. Keypti þessa frásögn jafn trúanlega eins og fríar geimferðir. En eftirá var þetta bara fyndið. Enda góður mórall í gangi á vistinni.
Nú en þetta var ekki eina "árásin" sem ég varð fyrir, því í gær þegar ég ætlaði að smella lokahnykk á vefsíðugerðina, þá kom í ljós að vírus hafði hreiðrað um sig í tölvunni og lamaði hana gjörsamlega, gat ekki tengst netinu, opnað prógrömmin eða nokkuð slíkt. Eyddi þremur tímum í að uppfæra hana á nýjan leik, og var heppinn að eiga Olaf að, annars hefði maður þurft að hringja til Indlands og fá aðstoð hjá einhverjum Indverja þar. En tölvan virkar eins og er, en það er trúanlegt að á ný þarf ég að uppfæra tölvuna og setja upp á nýjan leik öll prógrömm sem fyrir eru. Svona er lífið í heimi Bills Gates, tölvukerfið hans er jafn götótt og sía.
Nú framundan er semsé lokahnykkurinn á vefsíðugerðinni, og ef vel gengur þá er strandarferð fyrirhuguð á sunnudaginn, enda spáð 20 stiga hita um helgina. 'I apríl sjálfum, spáið í þetta.
En, þið hin sem ekki eru eins heppin og þessi hérna, eigið góða helgi.
Hi from Gilly
Well, finally friday. The most popular day of the week, for those not working on saturdays. I guess monday must be the most hated one then. I have always dreaded mondays, because if you have a bad weekend, you kinda are not looking forward to monday.
I had a funny thing happen to me on last monday, day after easter. I was working in my room, when there was a knock on my door. It was kindas tragne, because the clock was around 1 in the night. I go to the door, and outside stands Micah, one of the polish guys. He says my name, and before I can answer back I get a bucket full of water splashed into my face. So there I stand, wet and water running from my face, my nostrils clogged, and these m.............ers stand there laughing. I didnt know if I should laugh or get mad, so I just decided to close the door. Later I found out that this is a tradition on the second day of easter to go around and splash water into people faces. Like hell I belive that, as likely as Pamela Anderson writing to me on steady basis.
But afterwards it was funny. But it was not funny, the virus I got in my computer last night, when I was gonna finish my webdesign. It totally shut down my internet, I couldnt run any programs, and also I couldnt even restart my computer. So I did it manually and after talking to my good friend Olaf, saved myself a phonecall to India to find out what to do in crisis like these. So now it is running again, but the theory is that I will have to install Windows and all the programs again.
But it seems that the majority of the kollegiium was rammed by this virus. Just hope I will be lucky the next time. I am definitely thinking about getting myself a Macintosh laptop and tabletop by the end of this year.
Well, my dear friends. Here in Denmark we are expecting around 20 degrees on the Celsius scale, so I am just gonna work on my design tonight and tomorrow and then hit the beach on sunday. Nice, eh?
Bye
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 22:02
'Ast við fyrsta bréf/Love at first letter
Hilsen:
Það var orðin vöntun á frumlegum fyrirsögnum. 'Akvað að bæta úr því með smá greinarkorni sem ég las í Urban, eitt af mörgum fríblöðum. Verð reyndar að viðurkenna að ég er farinn að kunna ágætlega við Nyhedsavisen, þetta er eignlega betra blað en Fréttablaðið heima. En allavegana, rakst á grein þess efnis um ást á meðal samstarfsmanna sinna. Nú er vitað mál að til eru margar vefsíður sem menn geta heimsótt, til að leita sér að vænlegum mökum, eða þá til þess eins að eiga einnarnætur gleði einhverjum sama sinnis.
Einn er sá hópur manna sem í gegnum tíðina hefur haft það æruverðuga verkefni að færa mönnum ástarbréf í gegnum aldirnar, annaðhvort jákvæð eða uppsögn ástarinnar fyrirheitnu. Sá hópur manna eru póstberar sem virðast falla í kramið sem spennandi ástmenn eða konur. Kannski má um kenna rauða einkennisbúningnum, vinnutímanum, skóbúnaðinum, eða þá að það þykir ekki beint kynæsandi að kunna utanbókar póstnúmer eða verð á bögglum og bréfum.
Margir af þeim 20.000 póstberum í Danmörk eru ennþá lausir og liðugir og virðist lítið hafa gengið að vekja meiri athygli á sér miða við aðrar starfsstéttir sem virðast njóta meiri hylli meðal karla og kvenna.
En alltaf þegar neyðin er stærst, þá er hjálpin næst, og í þessu tilfelli eru það tvær starfsstúlkur hjá Danska Póstinum, sem hafa hrundið af stað vefsíðu, eða réttara sagt stefnumótasíðu www.postdating.dk
Umrædd síða er eingöngu fyrir starfsmenn póstsins og er henni ætlað að hjálpa til og hressa upp á einkalíf póstbera. Stofnendur síðunnar voru orðnar frekar þreyttir á skorti á örvum Amors innan veggja danska póstsins og ákváðu því að blása í (póst)herlúðra og brýna menn til dáða. Undir slagorðinu, Póststefnumót án frímerkis, hefur þeim tekist að kynda undir tilraunum starfsmanna sinna til að kynnast hvort öðru betur eftir að vinnutíma lýkur. Og örvar Amors svífa um og þegar hafa nokkur pör myndast. Að þeirra sögn getur það haft frekar niðurdrepandi áhrif á póstbera að eyða deginum fyrir framan tölvuskerm við að afkóða bréf þar sem eina ástin er vinnan, en ekki ástin sem bíður heima. Sjálfar hafa þær ekki enn fundið rétta póstberann, þær hafa augun og eyru hjá sér enn sem komið er. Og þó að ástin blómstri á meðal 20.000 fastráðna póstbera þurfa danskir ekki að kvíða því að pósturinn berist ekki á réttum tíma til þeirra, jafnvel þó póstberinn hafi haft villt stefnumót um nóttina, því að samkvæmt því sem mottó póstmanna er, að þrátt fyrir brjálað veður, ófærð eða víggreifir hundar, þá muni ástin ekki standa í vegi fyrir útburði bréfa.
Hér eru fleiri síður ekki ósvipaðar þeirri sem póstberar geta nú notað í leit sinni. Hér eru síður fyrir bændur, www.farmerdating.dk, fyrir kristna, www.kristendating.dk, fallegir, beautifulpeople.dk og svo í lokin þeir sem kjósa einnar nætur gaman, engangsknald.dk.
Ekki alslæm hugmynd, nú er bara málið að starfstéttirnar setji upp samsvarandi síður. Sparar eflaust mörg vandræði varðandi árshátíðir og fleira tengt því.
Hi from Gilly:
Well school is started again, but on a slow process at the moment. Not everybody is ready to show up after the easter weekend, so it has been kinda empty looking in my class. And this passes all the way up to the teachers who are still on vacation.
But like everybody else, they have to pay their bills and like them the postman has to deliver every day bills, packages, letters and all kinds of media.
In Denmark there are around 20.000 postal workers who are everyday doing the rounds. Amongst them is a growing group of single employees, and despite other jobs which are admired by the common people, the work and duties of the postal worker has gone unnoticed and not gotten as much attention. Like the postal workers private life, which it seems doesnt attract many female or male admirers involving their job. To point a finger at the reason why there are so many postal workers single is difficult, many talk about the uniform, working hours, maybe the funny shoes they wear, or just plainly maybe it is not sexually attracting to hear about zip codes and the prizes of packages.
And to meet this growing concern about the single life of the postal worker, two females working within the Danish Postal Union have set up a dating site for postal workers, aiming at postmen and all those who are interesting in meeting a fellow worker, after working hours, to maybe share knowledge and wisdom about zip codes and many other hidden secrets that we the locals dont know about.
The dating site, www.postdating.dk has already proven to be a big success in establishing a tigher hold amongst coworkers, and those who founded it say that already around 100 people are doing more than exhanging glances at work.
The themselves, the founders of the website, have yet not found Mr. Right Postman, but they are looking out for some prospective persons.
And the local dane doesnt need to worry that he wont receive his post, after a wild night with a coworker. Becasue as their motto says, neither rain or hail, or mad dogs will prevent the postman to bring you your post. Not even burning love will prevent them in doing so.
Here are some related sites, concerning other jobs where they have put up similar sites.
Farmers for instance, www.farmerdating.dk, christians have their site, www.kristendating.dk, beautiful people have not been left behind, www.beautifulpeople.dk and least and less of all, the biggest group of them all, the one night stands, www.engangsknald.dk.
So now is the opportunity to set up a site at your workplace and get the ball on the move.
Hilsen
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 16:27
Heimþrá
Hilsen og gleðilega Páska.
Jæja, þá er annar í páskum og maður er að "chilla" eins og svala liðið segir. Var að horfa á myndina "Borat" með Sacha Baron Cohen, sem skapaði hina óendanlega fyndnu persónu, Ali G. Maður lá stundum í krampa í heila viku við að horfa á þessa þætti á ríkissjónvarpinu. Og Borat veldur sko engum vonbrigðum, langt í frá. Maður er búinn að vera nánast með sultuhring hringinn í kringum munninn eftir að hafa horft á uppátæki hans, og fyndnast af öllu er hvernig hann leikur á liðið. Sylvía Nótt er bara fjarlæg stjörnuþoka miðað við Borat. Eftirminnilegast eru atriðin þar sem hann syngur þjóðsöng Kazakstan á ródeó keppni, þar sem hann annarsvegar hyllir stríð Bandarríkjamanna og dregur svo dár af þeim í þjóðsöngnum. Atriði eins og þar sem hann fer í boð hjá snobbliði og hneykslar viðkomandi með ummælum um fávita og svo þegar hann kemur með skítinn úr sér eftir að hafa brugðið sér á klósettið, og best af öllu þegar mellan sem hann bauð í samkvæmið mætir, þetta toppar allt annað. Maður skemmti sér alveg konunglega yfir þessu.
En hvað haldið þið, haldið þið ekki að sá gamli er farinn að þjást af heimþrá. Að vísu ekki mikilli, en samt ákveðinni löngun til staðar, sem ætið hefur verið honum hugleikinn, og um tíma var meiningin að slá rótum þar niður og enda sex fet neðanjarðar að lokinni vist hér á jörðu. Er maðurinn að tapa sér? Okei, ég hef sagt og skrifað í pistlum mínum, undanfarna 9 mánuði sem ég hef búið hérna í Danmörku, að heimþrá er eitthvað sem ekki hefur plagað mig. En eftir að ég kíkti á umrædda heimasíðu, flateyri.is og datt inn á síðu Palla Önna, sem býr á flateyri, hér er linkurinn. http://www.pallio.net/ ,
Eftir að ég skoðaði myndirnar hans Palla, sem eiginlega tók við af mér í myndatöku, eftir að ég flutti þaðan, og hefur staðið sig 200falt betra en ég, og sá öll kunnuglegu andlitin, eins og Sigga hafberg, Láru, Þórð, 'Ola Popp, Önna, Halldór, og fleiri gamalkunnug andlit, sem enn lifa í minningunni um liðinn tíma, og minningarnar eru ennþá til staðar um þann tíma, þá get ég svarið það að mig langar svo sannarlega að enda ævi mína þar. 'Eg veit ekki hvað það er sem veldur þessu, en allt frá því réði mig þangað í vinnu sem átti að standa í hálfan mánuð en varð að fimm árum, þá hef ég alltaf borið hlýjar og góðar tilfinningar vestur og þá til Flateyrar. Maður varð svo fljótt innlimaður, þekkti orðið alla með nafni, og ekki var það verra að maður lenti strax í hlutverki fréttaritara, og var því oftast nær alltaf að "hnýsast" um hagi fólks með grein eða frétt í huga. Mér var vel tekið strax í upphafi og hef ætíð fundið fyrir því síðan að ég væri "Önfirðingur" þó ekki hefði ég réttinn til að bera þann titil nema að hafa alist þar upp og búið alla mína hunds og kattarævi.
Og hvað er svo sérstakt við Flateyri að ég vilji eyða restinni af ævinni þar? Veit ekki hverju svara skal, en kannski er þetta svipað og maður hittir konu, sem er kannski ekki fyrir augað, en hennar persónuleiki og innri maður er svo miklu meira en ytri útlit, að það skiptir meira máli en þessa útávið fegurð. 'Eg hef alltaf sagt að eftir að ég flutti til Flateyrar, að þá loks hafi ég "fundið" minn innri kjarna, en fram að því hafði ég verið frekar stefnulaus. Að vísu tapaðist sá kjarni um tíma eftir að hafa flutt frá Flateyri til Reykjavíkur, enda leið manni ekki ósvipað eins og Borat sem er vanur að umgangast sína heimamenn, þekkir þeirra kosti og kvisti utanbókar. Svipað var upp á teningunum með mig og Flateyri. Þar eignaðist ég 200 manna "fjölskyldu" sem ég hitti daginn út og inn, í vinnu, á Vagninum og svo þegar maður tók þátt í því sem var hverju sinni í gangi.
Þess sakna ég, að tilheyra hópi af fólki sem skilur lífsbaráttuna miklu betur en þeir sem ekkert þurfa að hafa fyrir henni. Þar er sjálfsbjargarviðleitnin í hávegum höfð og þar skiptir maður máli í samfélaginu. Besta dæmið er Lýður læknir, Palli Önna, Önni, Guðbjartur, Björn Ingi og margir fleiri sem hafa skipt máli fyrir samfélagið.
Mínn draumur er því sá að þegar lífsstreðiðinu lýkur og ekkert annað eftir en annaðhvort að melda sig í vist á elliheimilinu, að þá muni ég enda ævi mína á Flateyri, hlustandi aftur á sjávarniðinn, fuglana, kíkja til himins eftir veðri, og ganga um ströndina, og njóta þess að vera til, enn á ný á réttum stað í lífinu..
Hilsen
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar