Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
10.3.2007 | 17:17
Smashaðu það/Smash it
Laugardagur, smá gola, sólin í felum í skýjunum. Þægilegt að vera utandyra og ganga niður í miðbæ eftir umbúðaskiptin á heilsugæslunni. Er kominn heim, búinn að taka til heima eftir vikuna, allt vaðandi í pappírum, fötum og hinu og þessu. 'A bara eftir að skúra, þá er kominn helgarbragur á kotið.
Vikan er búin að vera erfið, kennararnir halda okkur vel við efnið, með smá hræðsluáróðri um væntanlega próf í júní. Er reyndar búinn að afla mér "inside info" um prófin og hvað verður tekið fyrir. Vona bara að það gangi eftir. Annars finnst mér bara orðið svo gaman að læra, maður er þvílíkt að bæta við sig, og áhuginn er síst að hverfa.
Svo er líka Lasse fyrir að þakka, framkvæmdastjóra FamilieKanalen, sem er með þeim jákvæðari mönnum sem ég hef fyrirhitt, opinn og hress. Þegar ég er að klippa eitthvað og er í vafa, þá segir hann einfaldlega að ég er klipparinn og þetta er mín ákvörðun. Og þannig hefur það gengið, og maður hefur smátt og smátt orðið betri fyrir vikið, treyst á sjálfan sig meir og meir.
Eins og kom fram í fyrri bloggpistli mínum, þá var ég eftir "vinnu" hjá FamilieKanalen í gær að horfa á Teenage Mutant Ninja nr 1og 2. Entist ekki í númer 3, enda hver myndin á fætur annarri líkari, nema í tvö var greinilega komið meira fjármagn, enda kominn ný leikkona fyrir þá sem lék í fyrstu myndinni og varð vinkona þeirra. Og meira áberandi í númer tvö hvað varðar sviðsmyndina sem er orðin meira áberandi. Fimmaurabrandararnir fjúka í öðru hverju myndskeiði, og mest tengdir Dominos pizzum. Maður gat hlegið að þessarri vitleysu, og í raun velt fyrir sér, hvað var maður að horfa á í kringum 1990 þegar þetta var framleitt.
Var reyndar frekar fyndið að vinir Lasse, sem eru strákar á milli tvítugs og þrítugs, voru svona týpískir danir hvað varðar hárgreiðslu og stæl. Reyndar eru þetta strákar sem tengjast kirkjusamtökunum sem reka familiekanalen. Einn þeirra hafði farið til Íslands í apríl á síðasta ári og gjörsamlega fallið fyrir öllum fjöllunum heima og þá sérstaklega hrifist af Selfossi. Ég fór að spyrja hann út í hvernig heimamenn hefðu tekið honum, og hann sagði að hann hefði eingöngu mætt jákvæðu og opnu fólki sem hefði viljað ræða við sig, en þessi drengur er trúboði og ferðast víða um til að boða trúna. 'Eg minntist þá á mormónana, sem maður hefði séð víða á Selfossi á hjólum, oftast næri spariklæddir, sama hvernig veðrið var, rigning, rok, snjókoma, allra veðra von, og þeir hjólandi. Hann horfði á mig og sagði svo ofur einfaldlega að hann væri einmitt mormóni. Það er ekki oft sem ég verð kjaftstopp, en þarna varð ég það. Hann sá það og sagði svo að innundir hefði hann verið í hlýjum klæðnaði, en þetta væri nú einusinni "uniformið" þeirra og lítið hægt að breyta því. Fyndið.
Nú er maður farinn að lesa Nyhedsavisen, enda hefur ekki sést tangur eða tetur af 24timer í skólanum, í staðinn eru komnir standar með fyrstnefnda blaðinu, og svo blöðunum MetroXpressen og Urban sem öll eru fríblöð. Rak augun í ansi áhugaverða frétt og tengist hún fyrirsögn þessa pistils.
Um er að ræða fyrirbæri, eða ný miðlunaraðferð til ungra krakka varðandi notkun á hassi. Eins og menn vita lesa unglingar á ákveðnum aldri ekki blöð, nema þá helst ef það er eitthvað sem tengist þeirra áhugamálum. Til að ná til unglinga sem misnota hass, hafa menn sett upp heimasíðuna www.smash.name en smash er samansett af orðunum sms og hash, eða hass, og þar með kemur þessi nafngift. Með smashi geta unglingar ráðgjöf varðandi að hætta hassnotkun eða að losna frá fíkninni alfarið. Þetta verkefni var sett af stað á síðasta ári og reynslan af því hefur skilað góðum árangri, og þó að það stoppi ekki alfarið hassreykingar þá hefur mælanlegur árangur lofað góðu, enda er þetta góðu stuðningur fyrir krakka sem eru orðin háð hassreykingum. Það sem í raun gerist er að stuðningsfulltrúar hjálpa krökkunum með sms að ná tökum á fíkninni, enda er sms aðal samskiptamáti unglinga í dag, og því nauðsynlegt að nota þeirra eigin miðla til að ná til þeirra. Þrátt fyrir að stofnkostnaðurinn hafi verið dýr er sem fyrr segir árangurinn smátt og smátt að koma í ljós.
Flott hjá Dönum, eitthvað sem menn heima gætu spáð í, í staðinn fyrir að reisa rándýr meðferðarheimili og hafa svo varla fjárráð eða mannskap til að reka þau með sóma. Spáið í það.
Svona að lokum fyrir aðdáendur Secondlife.com. Hér er heimasíða fyrirtækis sem hefur komið sér fyrir í secondlife, www.codenamedenmark.com, með rekstri næturklúbbs sem heitir Hype, og margir af fremstu dj-um spila þar. Einnig hafa þeir "reist" aðalstöðvar sínar þar á eyju sem þeir keyptu. Þeir sem stofnuðu þetta sáu strax tækifærið í secondlife.com og gegnum "bankann" á secondlife stofnsettu þeir fyrirtækið fyrir ári síðan og eru að skila methagnaði. Enda Ole, kennarinn minn voða hrifinn af þessu secondlife heimi.
Jamm, eigið notalega helgi. Eða eins og daninn segir, ha en god weekend. Ligemáde segi ég.
Hi from Gilly:
Was watching the films Teenage Mutant Ninja nr 1 and 2 at the familychannel yesterday, after I finished my work editing some programs for Lasse. A couple of his friends came to watch it and after a funny conversation with one of his friends who had traveled to Iceland, and really fell in love with our nature, and our MOUNTAINS, I managed to make a fool of myself when I was telling him about the mormons that usually rode on their bicycles in Selfoss, the maintown where I lived nearby. I found it always so funny to see them in suits, even though it was raining, snowing, windy, and sometimes all these elements, and still these mormons would go outside dressed like they were going to a business meeting. He looked at me and then said calmly that he was a mormon and he had actually gone to Iceland as a missionary. I couldnt say nothing, and then he smiled and said that usually they, that is the mormons would be wearing warm clothing underneath. Funny. I was reading in the danish newspaper about a new unusual way to reach to kids who are smoking hashish. To get to the kids they have set up a website called www.smash.name, and the word smash means actually sms and hashish and combined, voila, smash. With the use of smash they try to reach kids with sms messages who are having problems with either getting addicted or want to stay away from it. Those involved in this new methods, social helpers, say that this experiment which was started last year, 2006 has gone way above their expectations, and has helped many kids from quitting hash smoking. Even though it wont save all it is still a different way to reach kids, by their own channels, and the people involved say that smash is here to stay. Hopefully.
Well the week has been busy, in school, afterhours work at the FamilieKanal and then studying. Today I had a good walk downtown, and event hough it was a little bit windy it was nice.
I cleaned my room and now I am gonna just take it easy tonite, study and maybe check on the first floor, yes not the fourth floor, because the first floor is the popular one now, because of the majority of the polish people living there. There they are playing poker every saturday night and on regular days card games. Otherwise I am just gonna enjoy the weekend.
Bye for now
gilly
for those interested in secondlife.com, take a look at this site: www.codenamedenmark.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2007 | 18:08
Fastir liðir/Usual habits
Þá er kominn fimmtudagur, ef menn vita það ekki þegar. Oftast nær lengsti fimmtudagur vikunnar, í skólanum, þegar við erum í tíma með tveimur ágætiskennurum, Per og Peter. Hljómar eins og par, en reyndar eru þeir báðir ólíkir, hvað varðar kennslutaktík og útlit. Per, aðeins þybbinn, hálfsköllóttur, mikill skíðaáhugamaður og algert ljúfmenni að eiga við, alltaf tilbúinn að aðstoða, jafnvel Monu, en sumir kennara hafa gjörsamlega gefist upp á að kenna henni, að beita músinni, og almennt að nota tölvuna. Peter afturámóti, hávaxinn, dökkhærður, hálf ítalskur á að líta, brosmildur og húmoristi inn við beinið, alltaf tilbúinn til að ræða um námsefnið og stundum út fyir það. Kennsluaðferðir þeirra eru ólíkar eins og gefur að skilja, en báðum hefur þeim tekist að glæða áhuga minn á marketing og asp. Of langt að útskýra asp.net en svona í sem stystu máli, þá fjallar það um vefsíðugerð og gagnabanka.
Og svo er það Ole, sem, ég hef þegar minnst á, nýorðinn fimmtugur, og um daginn viðurkenndi hann að hann ætti von á barni. Sumir og sumar misstu kjálkann niður fyrir borðbrún, og hann Ole naut þess svo sannarlega að horfa á viðbrögð þeirra. Og ef maður dæmir viðbrögð þeirra, þá hafa þau fyrst og fremst einkennst af tvennu, annarsvegar að fólk á fimmtugsaldri eignast ekki börn og svo sú staðreynd að það karlmaður gangi með barn. En Ole er grínisti, og eftir að hafa "leiðrétt" frásögnina, kom í ljós að hann yrði ekki sá sem fegni grægðislega ást á ís og súkkulaði, kastaði upp í tíma og ótíma, og fengi skapofsaköst. Nei það ætlaði hann að eftirláta konunni sinni, hann afturámóti ætlaði að kynna sér fegurð bleyjunnar, og ýmissa hluta sem tengdust barnauppeldi.
En sem fyrr segir, Ole er svo sannarlega laukurinn í ávaxtakörfunni, allt sem hann segir og gerir er annarsvegar fræðandi, skemmtilegt og svo eru uppátækin svo skemmtileg. Um daginn vorum við að ræða litafegurð og form, og allt í einu viðurkenndi hann (hann er mikið fyrir það) að sér hefði alltaf langað til að taka eina Barbie dúkku, fylla hana af tómatsósu,ná sér í góðan sleggju og láta vaða. Og hann lét svo sannarlega vaða þegar hann lýsti þessu fyrir okkur, tókst allur á loft þegar hann lýsti framkvæmdinni. Ja hann Ole.
Og hún Mona. Já Mona hefur komið hér við sögu í bloggi mínu, veit ekki hvort ég hef nafngreint hana, kannski vísað til hennar sérstæðu mætingarskyldu á hverjum morgni. Þrátt fyrir að kennararnir hafi rætt um að koma seint innan 5 akademískra mínútna, þá þráast Mona eins og rjúpan við staurinn og mætir oftast nær klukkstund seinna, eða 20 mínútum seinna, og oftast nær "skokkar" inn með hliðartösku sína, rennir sér í sætið fremst og lætur eins og ekkert sé. Já hún Mona, sem er í "ástarsambandi" við Bill Gates, allt sem hann sendir frá sér þylur hún upp og nánast dýrkar. Mona þekkir ekki Mozilla, Linus eða Opera. Nei Mona þekkir aðeins Windows Wista, og Windows Works og svo Office Pakkann. Þegar maður er í "ástarsambandi" þá lítur maður ekki á neinn annan en "elskuna" sína. Ja hún Mona.
Og svo er það skógurinn. Af hverju eru ekki skógar á 'islandi? Jú það er Hallormsstaðaskógur. En hann er bara svo fjandi langt í burtu, að maður fer nú varla að keyra þangað til að hlusta á fuglasöng og gleyma sér á göngustígum, þræðandi hvern stíginn á fætur öðrum. Jú bíðið við það er Hljómskálagarðurinn, þar sem einhverjir framtakssamir vilja setja upp veitingastað til að lífga hann við, fá meira "fjölskyldufólk". Og er náttúrulega Grasagarðurinn í Laugardal. Meira man ég ekki í bili.
En allavegana þá er maður svo fallinn fyrir því að ganga um skógana hér á hverjum degi, annaðhvort í átt að heilsugæslunni, eða niður í FamilieKanal í vinnu. Aðdráttarflið felst ekki í gnægð af veitingastöðum með drykki, nei það felst í skóginum, hávaxin tré sem gnæfa yfir með hrafnahreiðrum hátt yfir höfði manns, tístandi smáfuglum, og öndum syndandi á nálægum polli. Og þessa dagana þegar dagurinn er farinn að lengja meir og meir, þá er þetta svo notalegt að geta rölt um skóginn, gleymt sér um stund fjarri hávaða og umferð. Notalegt.
Og að lokum. Helgin framundan og enn á ný "fjör" í Familiekanalen. 'A morgun ætlar "staffið" að hittast og glápa á einhverjar myndir, um skjaldbökur að mig minnir. Fer eftir skólann á morgun, klippi smá efni og svo um kvöldið hittist liðið og hefur það "hyggeligt".
Heyrumst.
Hi from gilly:
Well, the week has quickly passed here. It kinda flew by, with the assistance of my teachers, who newer cease to maeze me with their tactics and humour. Bot my teachers today, Per and Peter are a different set of breed, but both have managed to really get me interested in marketing and programming. Especially Per, who is the most tolerant and nice person. Even though he is a little bit shy, and easy going he manages to get you interested and motivated. Peter on the other hand is more pushing in a way, but still allowing us to go outside of the subject. Also he has a good sense of humour, and even though Melanie the french girl likes imitating his tactics in speaking, he just lets that pass and keeps on. Both are very likeable and have gained popularity for being straightforward and knowledgable.
And then the rooster in the henhouse. Ole, our communication and design teacher is one of kind. He managed to "shock" half the class when he announced that he was expecting a baby shortly. Of course he twisted it with his irony and the majority didnt know if they should laugh or cry. But then he released the fact that his wife was having their first baby, and he was looking forward to browsing through the diapers and checking out the kids department. He is one of a kind, and is really popular, becasue in his odd way of teaching us, with humour and also strict sense of work, he has managed to increase the interest of the subject. An always he comes up with funny "shockwaves" like the other day, when he confided in us that he had always wanted to take a Barbie doll, stuff it up with ketchup, take a hammer, and smash it. While describing this he jumped midway up into the air just to give the effect of smashing the barbie doll. One of a kind. Would have been good on youtube.com
I am in love, yes I am starting to behave like Ole, but unfortunately not with a living and breathing individual. No I am in love with the forests here, everyday I enjoy my walk to the clinic through the forest, listening after birdsongs, watching the ravens high up in the branches looking down on me from their nests. In the forest I gain solitude and a nice feeling walking through it, not being disinterupted and just enjoying the tranquility. The days are getting longer and the weather is getting warm and mild. In my heart I can feel the transfixation from winter to summer. It makes you lighter and more willing to be outside and enjoy the last rays of the sun, in the forest or just in nature. Like enjoying a good glas of redwine, maybe.
And tomorrow I am going to work at the FamilieKanalen, my second home at the moment, to edit some programs and then afterwards enjoy a evening with the staff of FamilieKanalen in watching some cartoons, called Turtles. So, my friends, enjoy your weekend, where ever you are.
Bye from Gilly.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 12:54
Kántríhátíð/Country festival
Hilsen:
Þá er vetri lokið, samkvæmt vetrardagatali Dana. Vetri lauk 1. mars s.l, og nú er framundan vorið með öllu sínu lífi. Þó verður að segjast eins og er, að undaförnu hefur lítið verið um vetrarhörkur að ræða, og á hverjum degi þegar ég geng í gegnum skóginn í átt að heilsugæslustöðinni í umbúðaskipti, að þar ríkir nánast vorstemmning. Hrafnar krunka og vappa um og tína sprek í hreiðurgerð, uglur gefa frá sér lágstemmd hljóð, smáfuglar hoppa á milli greina, og á tjörninni svífa mávar um og æfa fluglistir sínar innan um endurnar, sem þolinmóðar bíða eftir næsta foreldri með brauðpokann. 'A göngustígunum mætir maður andstuttum hlaupurum, pari á göngu, hjólreiða og vespumönnum. Skógurinn iðar af lífi og maður ósjálfrátt vaknar til vitundar um að senn styttist í sumarið, enda hefur þessi vetur verið mildur og um leið sparað mörgum dananum umtalsverðar upphæðir hvað varðar kyndingu húsa sinna.
Sjálfur er ég allur að koma til, orðinn betri með hverjum deginum, og gera hjúkkurnar ekki annað en að hrósa framförum mínum hvað varðar græðslu sársins. Inn á milli er maður svo með hugann við námið, og að undaförnu hef ég verið að hlaða af ónefndri síðu heilum bókunum niður, og síðast þegar ég taldi voru þær orðnar þetta 5 bækur. Og þetta eru engar smásögur, fyrsta bókin er 700 síður og hinar á milli 300-400 síður. Allar þessar bækur tengjast meira eða minna náminu, og það kemur sér alveg ótrúlega vel að geta hlaðið þetta niður, sparar heilmikinn pening á því. Þó mörgum finnist þægilegt að hafa bók á milli handanna, þá er þetta ekki verri kostur þar sem maður getur flakkað á milli kafla með músinni og þannig flýtt fyrir hvað varðar uppflettingu. Hér er um að ræða bækur varðandi vefsíðugerð, forritun, vidéoklippingu og síðasta bókin sem ég hlóð niður var um kóða fyrir Flash 8, eða actionscript, en þar er um að ræða að skrifa kóðann fyrir teikningu eða notkun á kvikmyndum í forritinu. Það er orðið ár og dagur síðan ég hef sest niður með góða bók í hendi sem fjallar ekki um námsefnið. Enda gefur maður sér varla tíma í það eins og er.
Nú, svona til að tengja fyrirsögnina við efnistök bloggsins, þá var ég í gær að skoða gamlar mini.dv spólur frá Kántríhátíðinni 2001, sem ég og skólafélagi minn, Ragnar Jónsson, hljóðupptökumaður skelltum okkur á. 'A þessarri Kántríhátíð var slegið aðsóknarmet, sem hefur síðan ekki verið slegið, og reyndar minnir mig að Kántríhátíðin eins og menn minnast hennar hafi endanlega verið slegin af í því formi sem hún var, og er núna smækkuð eftirmynd. En allavegana þá skelltum við okkur á Kántrihátíð með tvær mini-dv myndavélar og filmuðum alla hátíðina. Upphaflegi tilgangurinn var að reyna fyrir okkur í þessum geira, að gera heimildamynd um þessa hátíð, og um leið að selja hana til sýningar. Þetta var nú eitthvað endasleppt hjá okkur, báðir vorum við með frekar takmarkaða reynslu og hugmyndir um framkvæmd verksins og að mörgu leyti leið verkið fyrir það, að því er manni fannst eftir að hafa skoðað spólurnar á sínum tíma. En í gær var ég að skoða þetta efni og verð að segja eins og er að þar leynist ágætis efni, og þar sem þekking mín á klippingu er að aukast meir og meir, þá er þetta verðugt verkefni að vinna að þegar laus tími gefst inn á milli lærdóms. Þar að auki hefur fæðst ákveðin hugmynd varðandi ákveðin verkefni sem hægt er að vinna að, enda stendur til að læra meir um kvikmyndagerð á 3 önn, þannig að það er eins gott að byrja að pæla. Skrýtið samt að þegar við lögðum af stað á sínum tíma með þessa hugmynd um Kántríhátíðina að nú stendur þetta efni eitt og sér uppi sem heimild um skemmtilegustu hátíð sem sett hefur verið á laggirnar. Þannig að þrátt fyrir allt var þessi hugmynd ekki svo alslæm.
Hi from Gilly:
Well, now it seems that winter has expired here in Denmark. According to the calendar, 1st of March was the last day of winter, and funny enough winter seems to have taken a swerve away from Denmark. In general, the weather here has been mild and warm, and not even visible signs of winter colds or snow. Only once it has snowed here in Esbjerg, and even though we didnt experience the snow fiasko that the people of Copenhagen went through, we had some cold days here, but not many days in general.
Every day I walk through the forest on my way to the clinic, and it is a nice walk, because the forest is so much alive, with ravens hopping around, sampling up bits of branches for their nests, owls chirrping, people walking with their kids in strollers, marathon runners out of breath running past me, and in general on a good day, people enjoying the presence of the forest and its nature. This winter has been very good for the average dane who uses natural gas and oil to warm up their houses, because of the increase in temperature. It is thought that the average dane has saved around 2.500 dkr in heating up his house.
Reccently I have been downloading books from a website, in relationship to my education. In a way this has saved me a lot of money, because books like these range from 300-900 dkr if bougth. And even though many prefer to read a book in their hands, it is more comfortable to use the mosue to scroll through the pages to certain chapters. Handy in many ways. These books range from webdesigning, film editing, programming, and the latest one is about actionscript in animation.
Also I have been reviewing some mini-dv cassettes which content is about a country-festival that a schoolmate mine and me went to 2001 in Iceland. This was the most popular country festival ever sought, around 12.000 people came that year, and in a way me and my friend thought that we wanted to catch the spirit of the festival, and in general we managed that, but afterwards when the festival was over we had a hard time trying to find out what to do of all the material on the dv´s and also how to present the work. So the dv-s just gathered dust in my drawers until yesterday when I browsed through them in a mini-dv camera, and saw that the material is worth editing and making something of it. Also in that way, that since we filmed that festival, it has ceased to exist in that form, after changes. So in a way we have a document about a festival that was a success in its prime era. So maybe after all our goals finally came through , even though that we didnt have a special idea about what to set forth in the film when we filmed it at that time.
Well, time to go now, so until later my friends.
Hilsen
Gilly
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2007 | 01:13
Iðinn við kolann/Busy
Hilsen:
Jæja, sæl verið þið. 'Eg geri ekki annað en að afsaka mig að undafrönu varðandi bloggskrifin mín, en stundum kemur það einfaldlega fyrir að maður er hlaðinn verkefnum. Og að undanförnu hafa vikurnar verið frekar stífar hvað verkefni varðar og ennig vinnu. Einhversstaðar í bloggi mínu minntist ég á það að þessi önn yrði fræðileg, en ég ét þau orð aftur, undanfarið hefur maður verið á kafi við verkefni í tengslum við námið. Samhliða þessu hef ég verið að vinna í tölvuveri skólans, og öll síðasta vika hjá mér var undirlögð af vinnu hjá Familie Kanal, þar sem ég hef eytt kvöldunum að undaförnu við klippingar á myndefni stöðvarinnar. Til stóð á sínum tíma áður en að aðgerðinni kom að ég myndi vinna þar sjálfboðaliðavinna hjá sjónvarpsstöðinni. Og að sjálfsögðu settu veikindin sitt mark á þá hugmynd, en nú er maður allur að koma til og farinn að hreyfa sig miklu meir, þannig að maðaur er kominn á fullt aftur. 'I kvöld var ég að aðstoða við upptökur á hæfileikakvöldi í Tobakken, sem er stærsti skemmtistaður Esbjergs, hús þetta var áður tóbaksverksverksmiðja en var breytt í skemmtistað. Umrætt hæfileikakvöld snerist að mestu leyti um söng og framkomu ungra krakka frá Esbjerg og verður að segja eins og er að þar leyndist margur hæfileikaríkur unglingurinn. En allavegana þá va rmanni fengin kvikmyndatökuvél í hendur og sagt að filma fólk og stemmningu og með þau skilaboð flakkaði ég um allt og náði að festa á mynd foreldra jafnt sem unglinga að skemmta sér á þessu hæfileikakvöldi. Þegar hæfileikakeppninni lauk var búnaðurinn tekinn saman, og þegar út var komið og búið að setja allt dótið í leigubíl mundu menn eftir því aðþetta umrætt kvöld myndi máninn fara á milli sólar og jarðar og verða eldrauður fyrir vikið. Og það stemmdi, þegar út var komið var máninn orðinn ansi rauðlitur. 'Eg beið ekki boðanna, kvaddi Lasse, Kirsten, Morten, Kamillu og Valon og hjólaði eins og óður maður heim. Þegar heim var komið hljóp ég inn, náði í stjörnukíkirinn minn og myndavél, setti upp stjörnukíkirinn á mettíma og náði að horfa á rauðleitan mánann í dágóða stund áður en skýjamistur huldi hann að lokum. Aðeins var hægt að sjá þetta yfir Danmörku þetta árið en ekki í Evrópu. Að ári liðnu mun verða hægt að upplifa þetta enn á ný. Að undafrönu hefur reikistjarnan Saturnus verið sýnileg eftir sólsetur í himinhvolfinu. Einnig hefur verið hægt að sjá þegar alþjóða geimstöðinn ISS fer yfir himinhvolfið. Þannig að nú er maður þreyttur og stífur eftir að hafa sveigt sig og beygt við myndatökuna, þannig að það er best að vinda sér upp í rúm og lesa nokkrar síður af námsefni mánudaginn.
Hilsen.
Hello my dear friends:
Sorry for not writing recently, but lately I have been busy at school, work and voluntary work for a Danish telvision station here. So I have hardly had any energy left to sit down and write some blog. But now at the moment there is less to do, and I also feel a obligation to write you my friends. I was talking to Martina the other day and she was asking me if I had forgotten to write in English.
As beforesaid, my time has been really narrowed, and I myself thought that this semester would merely be more theory but in fact it has turned out to be more to learn now at home and also heavier assignments, and since I had my operation I have been on the "speedway" to follow up with my classmates. And of course I need to work to not fall behind wit my bills so it has been a hectic time for a while.
Lately I have been learning the craft of filmediting, at the Danish Film station, Familie Kanalen, and that work is mostly based on voluntarily work, and tonight I was assisting them with filming a song competition at Tobakken, downtown in Esbjerg. It was a work for nearly 5 hours, filming and recording different film angles. But it went well and Lasse, the danish producer was very pleased with our work, so it seemed that all went well. But when we came out we remembered that on this special evening the moon would cross between the sun and earth and it would be red from the reflection of Earth. And it was so red, just like the planet Mars. I rushed home, put up my starbinoculars and got my camera ready and for an hour or so I was watching the fiery red Moon until it was covered with some clouds.
So now I am kinda beat, and I think I will turn in for the night, and read some material for school.
So until later my friends:
Bye from
Gilli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006