Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Ertu sjónrænn eða kóðari

Hilsen allir týndu og dauðuppgefnu lesendur mínir:

Þetta vanalega, brjálað að gera, og eins og kemur fram á bloggsíðu bloggvinkonu minnar, hennar Krístinar, þá var matarboð hjá henni á laugardaginn var og síðan var skemmt sér að íslenskum hætti. Veit reyndar ekki ennþá hvort nágrannar hennar hafi kvartað undan þegar Ingvar, fyrrverandi söngvari Papanna tók Segulstöðvablús hans Bubba með slíkum tilþrifum að eflaust hefur Bing og Gröndahl diskasettið fengið nokkrar sprungur þegar Ingvar komst á háa-cið sitt. En mesta aðdráttaraflið og aðalumræðuefnið er náttúrulega nýja þvottavélin hennar Krístinar sem tekur nokkra góða snúninga þegar útvarpsstöðin Skala hér í Esbjerg er í gangi. Þá hristist allur gólfflötur í eldhúsinu og frammi í stofu þegar þvottavélin hennar hristist og skekst á alla kanta og vegu undir eldhúsborðinu og um tíma er það spurning hvort vélin taki ekki bara þátt í samkvæminu. Og að sögn Krístinar, sem veit ekkert betra en að horfa á Löður í þvottavélinni og um tíma hverfa aftur í árdaga sjónvarps þegar umræddir þættir voru sýndir í íslenska sjónvarpinu, þegar þvottavélin byrjar að undirbúa hristing á la richter skala, þá kannast Krístin við þessa góðu tilfinningu að njóta hámark stundarinnar með þvottavélinni.

En úr gríni í alvöru. Þrátt fyrir að lítið hafi verið að frétta þá bar það helst til tíðinda að ég og fleiri viðstaddir nemendur voru boðaðir á  fund deildarstjóra og reyndar kennara deildarinnar í sitthvoru lagi, varðandi frammistöðu okkar og mætingar.  Þegar að mér kom, þá fórum við yfir stöðu mála og að sjálfsögðu er alltaf eitthvað sem má bæta og hann benti mér á það góðfúslega og reyndar hvatti mig til að  gera miklu meira og sýna hvað í mér byggi, varðandi hönnun og sitthvað fleira. Að sjálfsögðu var þetta ekkert annað en vítamínssprauta og í framhaldinu spurði hann mig hvort ég gæti skilgreint mig annaðhvort sem sjónrænan eða kóðaðan einstakling. 'Eg þurfti ekki að hugsa mig um og skilgreindi mig strax sem sjónrænan einstakling enda í gegnum lífiðhef ég ætíð haft sjónrænar skynjanir á hlutum og formi, og þegar að ljósmynduninni kemur þá er ég á heimavelli. 'Eg hef fundið fyrir því hérna að skynjun mín hefur aukist til muna og þakka ég því fyrst og fremst náminu.

En svo er líka það að nú þarf maður að spýta í lófana og taka aðeins á lausum endum og hnýta þá vel og vandlega saman til að halda utan um allan pakkann. Fram að þessu hefur það gengið bara nokkuð vel hvað varðar nám og svo vinnu og tel ég mig því nokkuð heppinn að því leyti. En betur má ef duga skal

Hilsen

Gilli 


'Afram með smjörið.

Sæl verið þið:

 Jæja, enn ein veika tilraunin til að halda úti þessu bloggi mínu. Hef fengið kvartanir víða að en frá henni madmomo sem skammaði mig fyrir að skrifa neitt upp á síðkastið. Undanfarið hef ég verið uppfyrir haus í verkefnavinnu í síðustu viku sem endaði með hörmungum, vefsíðan sökkar, hópurinn ósamstæður og ósamstarfhæfur, aðeins ég og Krístin, blggvinur reyndum að krafsa í bakkann og skila einhverju frambærilegu, sem núna manni finnst í samanburði við aðrar vefsíður hreinasta hörmung. 'A morgun er svo komið að "judgement day" þar sem svokölluð opponent grúppa á að gagnrýna vefsíðu okkar á jákvæðan hátt og uppbyggilegan. Og hverju veldur að ég kvíði þeim degi á morgun? Jú einfaldlega að hópurinn vann ekki saman eins og einn maður og í lokin endaði það með því að ein úr hópnum breyttist í versta óargadýr og hefði í rauninni átt að vista hana í dýragarðinum, sem vefsíðan okkar átti að vera um. En umræddur aðili hafði allt á hornum sér og á endanum var þessi hópavinna unnin í þögn.

Nú er komið svo að ákveðið hefur verið að halda fund, enda er farið að gæta megnrar óánægju í bekknum með framlag nokkurra kínverja, sem því miður geta varla tjáð sig eða skrifað frambærilega ensku og sýna þar að auki náminu frekar takmarkaðan áhuga. Hér er ekki verið að alhæfa um alla kínverjana í bekknum, þeir eru nokkrir sem vinna sínu vinnu, en svo eru nokkrir sem varla mæta með svo mikið sem bók í tíma, aðallega símann til að stunda sms.

Það verður að segjast eins og er að bekkurinn er í lægð, og veitir ekki af að sortera hismið frá kjarnanum og halda áfram. En einhvern veginn virðast skólayfirvöld daufheyrast við þessu, enda hefur maður heyrt utan frá sér að þeir sem standa utan við EU séu að borga á bilinu 53.000 dkr til 100.000 fyrir að stunda nám í skólanum. Þar að auki nota margir skólann sem stökkpall, eftir að frá Kína er komið til að láta sig hverfa. Manni finnst þetta vera dæmið, það er að lafa í skólanum og láta sig svo hverfa. Því miður bitnar þetta á bekknum eins og er, og vonandi að menn taki til hendinni. enda komið svo að menn eru farnir að skiptast í tvo hópa, þeir sem vilja vinna án þess að hafa kínverja í hóp og hinir sem vilja eingöngu að kínverjar vinni saman.

Veit ekki hvað segja skal. 'Eg sjálfur er eins og er ekkert voða kátur þessa dagana og hef verið að flokka mínar hugsanir og gjörðir fyrir áframhaldið. Er eins og fyrr segir mjög svekktur yfir útkomunni og vinnubrögðunum sem viðhöfð voru og eins yfir samstöðuleysi hópsins.

Verð að segja eins og er að vikar-vinnan, eða starfsmannaleiguvinnan sem ég stunda þessa dagana hjá Arla, stærsta mjólkurframleiðanda Danaveldis, hefur verið þægileg afþreying og flótti frá þessum leiðindum, þar sem maður "slekkur á heilanum" hlustar á góða tónlist frá Radio Charlie og þénar 1500 íslenskar á tímann við að ýta2.5 kg af  smjörstykki í bræðsluna. Við Kristinn, bloggvinur höfum verið að skutlast í þessa vinnu eftir skólann, og má segja eins og er að það er fengur að Kristni, enda með eindæmum uppátækjasamur náungi. Kristinn hefur verið að grínast með það að við höfum í hendi okkar alla smjörframleiðlsu bæði Englands og Saudi-Arabíu, og því eins gott ekki að klikka á vinnubrögðunum. Okkur hefur reiknast til að ef við náum að vinna 3 daga í viku í fjórar vikur þá geri mánuðurinn þetta 100.000 fyrir 8 stunda vinnudag.  Ekki amalegt enda verður að segjast eins og er að það er til margt verra og illa launaðra heima á klakanum sem gefur ekki eins vel af sér eins og smjörvinnan.

Þannig að við segjum bara, áfram með smjörið. 

 Hilsen

Gilli 

 

 

 


Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband