Leita í fréttum mbl.is

Ertu sjónrænn eða kóðari

Hilsen allir týndu og dauðuppgefnu lesendur mínir:

Þetta vanalega, brjálað að gera, og eins og kemur fram á bloggsíðu bloggvinkonu minnar, hennar Krístinar, þá var matarboð hjá henni á laugardaginn var og síðan var skemmt sér að íslenskum hætti. Veit reyndar ekki ennþá hvort nágrannar hennar hafi kvartað undan þegar Ingvar, fyrrverandi söngvari Papanna tók Segulstöðvablús hans Bubba með slíkum tilþrifum að eflaust hefur Bing og Gröndahl diskasettið fengið nokkrar sprungur þegar Ingvar komst á háa-cið sitt. En mesta aðdráttaraflið og aðalumræðuefnið er náttúrulega nýja þvottavélin hennar Krístinar sem tekur nokkra góða snúninga þegar útvarpsstöðin Skala hér í Esbjerg er í gangi. Þá hristist allur gólfflötur í eldhúsinu og frammi í stofu þegar þvottavélin hennar hristist og skekst á alla kanta og vegu undir eldhúsborðinu og um tíma er það spurning hvort vélin taki ekki bara þátt í samkvæminu. Og að sögn Krístinar, sem veit ekkert betra en að horfa á Löður í þvottavélinni og um tíma hverfa aftur í árdaga sjónvarps þegar umræddir þættir voru sýndir í íslenska sjónvarpinu, þegar þvottavélin byrjar að undirbúa hristing á la richter skala, þá kannast Krístin við þessa góðu tilfinningu að njóta hámark stundarinnar með þvottavélinni.

En úr gríni í alvöru. Þrátt fyrir að lítið hafi verið að frétta þá bar það helst til tíðinda að ég og fleiri viðstaddir nemendur voru boðaðir á  fund deildarstjóra og reyndar kennara deildarinnar í sitthvoru lagi, varðandi frammistöðu okkar og mætingar.  Þegar að mér kom, þá fórum við yfir stöðu mála og að sjálfsögðu er alltaf eitthvað sem má bæta og hann benti mér á það góðfúslega og reyndar hvatti mig til að  gera miklu meira og sýna hvað í mér byggi, varðandi hönnun og sitthvað fleira. Að sjálfsögðu var þetta ekkert annað en vítamínssprauta og í framhaldinu spurði hann mig hvort ég gæti skilgreint mig annaðhvort sem sjónrænan eða kóðaðan einstakling. 'Eg þurfti ekki að hugsa mig um og skilgreindi mig strax sem sjónrænan einstakling enda í gegnum lífiðhef ég ætíð haft sjónrænar skynjanir á hlutum og formi, og þegar að ljósmynduninni kemur þá er ég á heimavelli. 'Eg hef fundið fyrir því hérna að skynjun mín hefur aukist til muna og þakka ég því fyrst og fremst náminu.

En svo er líka það að nú þarf maður að spýta í lófana og taka aðeins á lausum endum og hnýta þá vel og vandlega saman til að halda utan um allan pakkann. Fram að þessu hefur það gengið bara nokkuð vel hvað varðar nám og svo vinnu og tel ég mig því nokkuð heppinn að því leyti. En betur má ef duga skal

Hilsen

Gilli 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband