Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006

Helgin í hnotskurn

Kaffi og með því

Var á flakki kosningahelgina. Kíkti á Þingvöll á laugardaginn, frekar dumbungslegt yfir. Gekk upp með Almannagjá, kíkti í þjónustumiðstöðina Hakið, og rölti svo aftur til baka. 'A sunnudegi brá ég mér í bíltúr til Hveragerðis, og kíkti á bæinn. Tók eftir því að gróðurhúsin eru hvert á fætur öðru að hverfa. Brátt munu þau tilheyra fortíðinni. Annars athyglisvert að keyra um Hveragerði og virða fyrir sér stórar lóðir með hálfgerðum sumarbústöðum. Hver lóð er kannski hektari að stærð, grasi gróin og þakin trjágróðri. Svo var helgin tekin í afslöppun, með því að kíkja á til að byrja með High Fidelity með Jack Black og John Cusack. Skipti svo yfir í Waking up Ned, bresk mynd, uppfull af húmor.

 


Fleiri myndir

Er Mogginn í felum?

Felulitur Moggans

Sæl verið þið.

Þá eru kosningar afstaðnar, sumum til mikillar gleði öðrum til ógleði. 'Eg kaus allavega rétt núna, fyrir fjórum árum sá ég eftir atkvæði mínu, en ekki núna. Að vísu var þetta utankjörstaðakosning, og kom eiginlega á óvart, þegar fulltrúi sýslumanns benti mér á að ég þyrfti að koma atkvæðin  mínu sjálfur til skila, þ.e suður. 'Eg leysti þann vanda og fór á viðeigandi kosningaskrifstofu og kom því þangað. En hvað gera menn sem eru staddir í útlöndum, ef þetta ákvæði gildir þar? Kaupa þeir flugfar fram og til baka með Iceland Express? Spyr sá sem ekki veit.

 Hafið þið séð nýbyggingu Moggans í Hádegismóum hjá Rauðavatni? 'I fyrsta lagi, ekki lengur þessi hallarbragur eins og var á byggingunni í Kringlunni, og í öðru lagi þá lítur þessi bygging út eins reynt sé að fela hana með skæruliðaáferð, ekki ósvipað fatnaðinum frá Army.is. Tók mynd af byggingunni. Kíkið á.


Er sunnudagsblaðið komið?

Shellskálinn Stokkseyri, laugardaginn 27 maí 2006, vindur kona sér inn, og spyr afgreiðslustúlkuna þessarar spurningar: Er sunnudagsblað Fréttablaðsins komið út? Þarf að segja meir? Greinilegt að kosningaspennan er að yfirkeyra suma. Munið að kjósa rétt.


Myndir sem gleymdust

Frá sýningu Elfu Söndru í Hólmarastarhúsinu
Birti hér myndir frá heimsókn minni annarsvegar í 'Oðinshús á Eyrarbakka, og svo heimsókn til feðginanna, Elfars Guðna og Elfu Söndru á Stokkseyri í Hólmarastahúsinu. Einnig eru myndir frá sýningu rússnesku myndlistarkonunnar, Lödu Cherkasova. Kíkið á.

Fleiri myndir

Innrás 2

Cranetown City
'I vikunni brá ég mér til Reykjavíkur, svona til að komast í mengunarhæft ástand eftir sveitaveruna. Þegar nær dró Rauðavatni þá blasti við mér þvílík sjón. Fyrir utan hefðbundna ljósastaurateymið, þá gnæfðu til himins, fleiri tugir byggingarkrana, sem allir virtust ætla að rekast utan í hvorn annan. Og þegar ekið var framhjá framtíðarheimili reykvískrar æsku á Norðlingaholti, þá sá maður hvað stutt er í það að Rauðhólar verði innan tíðar innmúraðir í í þessar gífurlegu byggingaframkvæmdir. Ef ekki hreinlega jafnaðir við jörðu og síðar meir settir upp sem margmiðlunarsýning í einvherju arkitektúrahýsi í Heiðmörkinni, til að minnast forna tíma þegar ekki þurfti nema hálftíma akstur til að komast í burt frá Reykjavík, í "sveitina". Þessi hálftími er farinn að lengjast í tvo klukkutíma.  Það þarf að aka ansi langt til að komast í návígi við náttúruna, burt frá bílahljóðum, hamarshöggum, og öðrum borgaralegum óhljóðum. Nú eftir að hafa ekið sem leið ´lá niður í miðborg Reykjavíkur þá blöstu við enn fleiri byggingakranar á Borgartúns-reitnum. Reykjavík er að breytast í CraneTown. Fyrir utan bílastæðavandann sem mun fylgja svokallaðri þéttri byggð. En það skiptir ekki máli núna. Það er seinni tíma vandamál, eftir fjögur ár. Ekki satt?

Fleiri myndir

Innrás

e_dcim_127canon_img_2755.jpg
Þessi fyrirsögn er vel við hæfi svona í vikulokin. Til sögunnar nefni ég tvö dæmi. Hið fyrra átti sér stða á miðvikudaginn, þegar ég ákvað að kíkja á Shellskálann á Stokkseyri, til að fá mér Pepsi Max og Nizza kropp, uppáhaldið mitt. Oftast nær er létt aðgengi að Shellskálanum, stórt og mikið plan og tvær dælur. En þetta umrædda kvöld var planið orðið undirlagt af tugum eðalvögnum af Bimmum, (BMW), mestmegnis eðaljeppum og hefðbundnum bílum frá þeirri línu. Allir voru bílarnir merktir XD, og um tíma grunaði mig að þarna væri um að ræða enn eitt útspil kosningaframbjóðenda til að auka fylgi sitt í Tárborg (TUBORG='ARBORG), enda menn ennþá að jafna sig eftir hræðilegt "dómgreindarleysi" oddvitans í þeim flokki. En þegar betur var að gáð, þá reyndist skrifað með littlu letri Drive. Og eftir því sem áhuginn jókst á þessarri skyndilegu aukningu eðalvagna´á götum Stokseyrar þar sem um fara fjórhjól og traktorar ásamt hefðbundnum heimilsibílum, þá reyndust þarna vera á ferð eigendur BMW-umboða í Evrópu, sem höfðu komið í 'Islandsheimsókn og höfðu verið "trakteraðir" með glæsibífreiðum, bílstjórum og sérstöku teymi sem sá um að spúla bílana og bóna eftir á, á meðan eigendurnir snæddu dýrindis humarrétti í Fjöruborðinu, sem fer að nálgast cult status, eftir heimsókni popphljómsveita og annarra frægra celebrita. Þannig var í pottinn búið þetta miðvikudagskvöld, þegar Stokksyeri varð nafli umheimsins í stutta stund.

Fleiri myndir

SKO

Jæja þá er júrotrashvision hátíðinni lokið. Verð að segja að aldrei bjóst ég við að LORDI myndu vinna þessa keppni, var eiginlega búinn að veðja á annaðhvort Carolu hina sænsku eða Önnu hina grísku. Það er kannski hið besta mál að svo fór, maður skellir sér kannski til Finnlands að ári, til að berja augun hina eina sönnu LORDI og eftirlíkingarnar sem koma munu fram. Hvað skyldum við 'Islendingar senda frá okkur? 'I guðanna bænum, ekki senda Geir 'Olafs, sendum frekar Forgarð Helvítis eða eitthvað, af hverju ekki HAM, þeir myndu rúlla þessu upp. Lærum af reynslunni, svo er Silvíu Nótt fyrir að þakka að við erum ekki beint vinsæl þessa dagana þar syðra.

Gerðist menningarlegur um helgina, kíkti á tvær stórgóðar sýningar, annarsvegar á Eyrarbakka í 'Oðinshúsi svokölluðu, sem á sínum tíma ef mig minnir rétt var veiðarfærageymsla, en er í dag þessi fíni myndlistasalur. ´Listamaðurinn sem var að sýna þar heitir Jón Ingi Sigurmundsson, smellti mynd af honum við eitt af verkum hans. Fyrir áhugasama, þá er hann með heimasíðu, www.joningi.com.  Myndirnar hans eru frá Eyrarbaklkasvæðinu, af húsum og staðháttum, margar skemmtilegar og flottar myndir.Að því loknu brá ég mér á Stokkseyri og kíkti í Hólmarastarhúsið, alltaf nóg um að vera þar. Þar getur að líta nýopnaða sýningu eftir Elfar Guðna, og á sama stað er einnig sýning á verkum dóttur hans, Elfu Söndru, á frekar sérstæðum speglum. Myndirnar hans Elfars Guðna eru magnaðar á að líta, maður getur nánast skynjað krafta náttúrunnar í gegnum þær. Set inn myndir seinna í dag, var eitthvað vesen með tengingar. Uppi í kaffstofunni getur að líta myndir eftir rússneska listakonu, með því sérstæða heiti, Lada Cherkasova, þar getur að líta myndir frá Flateyri og sérstök handmáluð brauðbretti. Kíkið endilega á þessar sýningar, sýningin hans Jón Inga er til 28. maí, sýningar Elfars og Lödu eru til 11 júni. Maður kemur endurnærður út frá svona sýningum.

Var að horfa á hinn "sívinsæla" þátt 'Ut og suður á sunnudaginn, í umsjón Gísla Einarssonar. Meðal viðmælenda hans var Bjartur Logi Y Shen að nafni, kínverskur að uppruna. Bjartur Logi þessi er að nema við Viðskiptaháskólann í Bifröst. Að mörgu leyti áhugavert viðtal, en það sem ég hjó mest eftir í þessu viðtali var endalausa notkun viðmælandans á orðinu SKO, það hefur eflaust komið fyrir í öðru hvoru orði hjá honum. Þeir hjá nýja símafyrirtækinu Sko gætu nýtt Bjart Loga í auglýsingaherferð sinni, þar sem notkun hans á sko var orðin ansi yfirdrifin á köflum.

 


Forrest Gump

Skrýtin fyrirsögn, ekki satt? En mér er búið að líða eins og honum að undanförnu. Yfir vinnustaðinn valta frambjóðendur, skælbrosandi og elskulegir, fullir af skilningi og fögrum fyrirheitum og loforðum. Nú á sko að taka til hendinni, losa okkur við þær ógnarstjórnir sem setið hafa og bruðlað með peningana okkar, þagað þunnu hljóði á krítiskum stundum og gleymt okkur lítilmagnanum, nema þegar kosningar eru í nánd. Þá er rokið til í photoshoppuna, allir svo elskulegir og brosandi, fagrir, vel tenntir, konurnar orðnar að hálfgerðum fegurðardrottningum, hinar eru "sjoppaðar" og svo er brunað af stað, með fögru fyrirheitin upp á arminn, í von um að gullfiskaminnið okkar sé ennþá til staðar.´Hversu oft ætlum við að falla fyrir þessum fagurgölum, sem að endingu koma svo óbundnir til kosninga, og um leið og einhver flokkur með meira fylgi nær forystu, þá hlykkjast þessir flokkar saman eins og slöngur á almannafæri. En hvað varðar líkinguna með Forrest Gump, þá var mér orðið svo mikið mál að komast á klósettið, en þurfti því miður að spyrja einn hópinn af þessum sólskinsframbjóðendum um hvað þeir ætluðu að gera eftir fjögur ár ef þeir næðu ekki kjöri eftir sitt fyrsta kjörtímabil, búnir að stofna til skuldbindinga og alles, og þurfa síðan að yfirgefa skútuna og láta aðra taka til eftir sig. Og svarið: Ekkert svar, bara eitthvert sólskinstuð um að  horfa til framtíðar í núinu. Þá gafst ég upp og náði á klósettið í einum spreng.

 


Allir vildu Silvíu kveðið hafa.............í kútinn?

'I þjóðfélaginu ríkir Silvíuæði, það þurfa allir að tala og tjá sig um Silvíu. Eins og vitað var, þá fannst engum fyrstu þættirnir hennar skemmtilegir og bara spurning hversu lengi þeir yrðu á dagskrá. Þeir entust ansi lengi, og áðuren menn vissu af voru þeir farnir að fylgjst með þessum svínforuga kjafti, hað tjá sig um tísku, landsbyggðartrash og margt fleira. Og síðan áður en menn gátu almennilega áttað sig á hvað skeð hafði, þá var Silvía Nótt allsstaðar, sem stjarna ársins, kynþokkafyllsta kona ársins, og nú síðast Júrotrashvision stjarna framtíðarinnar, ef guð og lukka verði henni hliðholl. Þetta er farið að minna mann svolítið á  Truman Show, þar sem allt sem Truman segir og gerir er stjórnað af höfundi hans í myndverinu. Silvía Nótt er óskhyggja þjóðarinnar til að gleyma raunum sínum yfir fjárfestingarfylleríinu sem ríkt hefur undanfarið og er á undnhaldi, þjóðin þarf á Silvíu Nótt að halda til að hverfa inn í óraunveruleika heim, burt frá peningaáhyggjum og áhyggjum yfir krónunni og fallandi lánum. Þar að auki er Silvía Nótt nýja kryddið í kryddhillu þjóðarinnar. Ætli endir Silvíu Nætur verði svipaður og í Truman Show, þegar hún uppgötvar dyrnar að sínu eigin sjálfhneppta farsa?

Stífla

Undanfarið hef ég setið við skriftir. Fyrstu tveir dagarnir fóru í það að ganga um gólf, ná sér í blöðin, glugga í gegnum þau, fram og tilbaka, loks dæsti maður, stóð upp og settist við tölvuna. Og viti menn, allt í einu losnaði um stífluna og þvílík froða flæddi fram á ritvöllinn. Svona eftirá að hyggja. Nú er maður að velta því fyrir sér að fá sér útgefanda, ég meina ef Gilzenegger getur sest við skriftir á þremur vikum og skrifað handbók fyrir einhverja örfáa hnakka, þá hlýt ég að eiga sens. Að vísu hef ég ekki verið iðinn við kolann, þ.e.a.s að trana mér fram,  ef eitthvað er þá er ´mér meinilla við of mikla athygli, margra, ekkert á móti athygli stelpnanna. En þarf maður virkilega að vera eitthvað númer til að fá eitthvað útgefið eftir sig. Einhvern tíma samdi ég ferðasögu, um ferð mína til Mið-Ameríku og gekk með hana á milli útgefenda. Það tók óratíma að fá svar, sem mér fannst gefa vísbendingu um að menn væru að melta kosti hennar, en svo þegar svarið barst, þá var það hið klassíska svar, því miður. Ekki var tilgreint hvers vegna og hvort séns væri á breyta einhverju í henni. Nei, einfalt því miður. Vinkona mín stóð í svipuðu basli, hún var með fína sögu um interrail ferðalag sem hún fór með vinkonu sinni. Ef satt skal segja þá efast ég um að þessi saga hafi verið enn gefin út. Mér finnst vanta að útgefendur hlúi að þessum þætti, að gefa út fleiri ferðasögur, ég meina við íslendingar erum alltaf að flakka eitthvað í ýmsum erindagjörðum. 'Eg meina hvað eru til margar sögur um hnattreisur eftir íslendinga? Eða einhverjar svaðilfarir, á ókunnar slóðir. Einvhern tíma las ég bók sem hét Falling of the map, þar sem höfundur heimsótti, allavega þá, óþekktar borgir, var semsé á ótroðnum slóðum, þar á meðal til 'Islands, þarsem honum þótti merkilegt að ekki var hægt að horfa á sjónvarp á fimmtudögum, sjónvarpið fór í sumarfrí og bjór var ekki seldur á 'Islandi, þá. Það hefur margt breyst síðan. 

Bless í bili

Gilli Gottskálk (a.k.a 1000kallinn)


Næsta síða »

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband