Leita í fréttum mbl.is

Eftirá

Hilsen:

Hvað er sorg? Sorg getur verið af ýmsum toga, sorg hugans, sorg yfir lífinu, sorg ættingja. Sorg er einnig missir vegna ættingja. Eftir að frændi minn féll frá hefur mér verið ótt og títt verið hugsað til hans, og rifjað upp okkar krókagöngu gegnum lífið. Oft er það þannig að samskipti manna geta verið misjöfn, annaðhvort eiga menn saman sem vinir og ættingjar, eða ná ekki að tengjast.

'Eg segi ekki að við vorum alltaf mikir perluvinir, en þegar við hittumst siðast fyrir ári síðan fann ég að þrátt fyrir langan tíma liðinn, hafði lítið breyst á milli okkar, við gátum talað saman á kurteislegan hátt án þess að gára yfirborð liðins tíma. Nú mega lesendur ekki halda að frændi minn hafi verið erfiður maður, þvert í frá, okkur samskipti höfðu alltaf einkennst af stífni og ákveðnum yfirgangi. Þegar ég var yngri var ég mikill skaphaus og ég var sko ekki tilbúinn til að láta valta yfir mig, hvorki hann eða einhver annar. Eflaust hefur þetta átt sinn þátt í því að ég og frændi minn náðum aldrei að fínstilla okkar strengi saman.

Svona er lífið á sinn hátt, maður verður að tengjast lífinu, meta gæði þess og kosti, jafnframt vera tilbúinn til að takast á við lífið á okkar eigin hátt. Hver maður er sinnar gæfusmiður, öðrum farnast allt vel og svo eru hinir sem þurfa að hafa meira fyrir lífinu. En öll reynsla, hvort sem það er vinnureynsla eða lífið mótar okkur og skilar sér í okkur seinna meir, gerir okkur að einstaklingum sem eru tilbúnir annaðhvort til að takast á við lífið eða ei.

'Eg veit það að minn tími mun koma, það er tvennt öruggt í þessu lífi, við fæðumst og deyjum. 'A milli þessa tímabils þurfum við að nota tímann vel okkur til hagsbóta. Þannig að þegar er komið fram á miðjan hluta æviskeiðsins sitjum við að reynslunni sem við spáðum ekkert í þegar við vorum yngri.

'Eg veit það allavegana að ég ætla að nýta tímann vel á meðan aldur og heilsa leyfir. 'Eg ætla að reyna að fylgja eftir mínum draumum og sjá til þess að seinni hluti ævi minnar verði ánægjulegur og þegar ég mun líta yfir farinn veg, að þá verði ég sáttur við það sem ég hef áorkað. 'I mun huga mun aldrei koma sú setning, "ef ég hefði ekki............." hún mun ekki ná að festast þar lengi.

Það hefur þessi reynsla af því að flytja erlendis fært mér. Hefði ég látið við sitja og ekki farið eftir að hafa metið alla ókosti frekar en kosti, þá hefði ég farið á mis við alla þá vini og kunningja sem ég hef eignast hér. Þar að auki hefði ég tapað af  þeirri reynslu sem ég hef öðlast með námi og að setjast hér að.

Þannig að nú tel ég að hafi náð einu takmarki í lífinu,. mér til góðs.

Hilsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband