Leita í fréttum mbl.is

Sársauki

Hilsen:

Stundum stendur maður frammi fyrir því að þurfa gera hreint fyrir sínum dyrum. Oftast nær hefur maður hlaðið skítnum svo mikið upp að menn eru hættir að koma í heimsókn. Hvað er maðurinn að fara mun eflaust einhver hugsa og velta fyrir sér hvaða skít maður hefur hlaðið utan á sig.

Minn skítur er sálrænn eðlis, ég hef barist við hann lengi en hann hefur alltaf haft yfirhöndina, í gegnum tíðina. Samhliða þessu hef ég deyft hann með vinnu og einangrun, reynt að valda öðrum ekki  óþægindi með nærveru minni. En nú verð ég að játa mig sigraðan, ég ræð ekki lengur við vandann. Hann hefur vaxið mér yfirhöfuð og er nú komið svo að andlega er ég gjaldþota, hvað varðar tilfinningar og tengsl.

Með framkomu minni hef ég valdið mér og öðrum skaða, skaðað persónu mína útávið og um leið sært mig sjálfan tilfinningalega sári sem tekur langan tíma að gróa. 'Eg hef brugðist trausti vina minna og um leið lítillækkað mig með framkomu og gjörðum.

Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist, þannig að þetta er ekki neitt nýtt fyrir mér. Fyrir þá sem ekki þekkja mig það vel þá kemur þessi framkoma þeim á óvart. Til þeirra vil ég segja að ég líð miklar sálarkvalir út af framkomu minni og vildi að ég gæti tekið það tilbaka sem gerðist. En það er ekki hægt nema með fyrirgefningu og skilningi.

Innst inni þrái ég einskis heitar en að geta gefið af mér án skilyrða, að geta glaðst með öðrum, að vera vinur í raun, að fólk geti treyst mér, en jafnframt að ég sé heilsteyptur einstaklingur sem líður vel yfir því að geta lifað lífinu lifandi án þess að kvíða hverjum degi og ganga í gegnum raunir og þrautir sálrænna kvala.

Vona að sá dagur muni koma. 'A meðan þarf ég að hreinsa til í mínu sálarlífi með jákvæðum huga og trú á betra lífi.

Hilsen

Gilli 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband