19.11.2007 | 23:52
'Afram með smjörið.
Sæl verið þið:
Jæja, enn ein veika tilraunin til að halda úti þessu bloggi mínu. Hef fengið kvartanir víða að en frá henni madmomo sem skammaði mig fyrir að skrifa neitt upp á síðkastið. Undanfarið hef ég verið uppfyrir haus í verkefnavinnu í síðustu viku sem endaði með hörmungum, vefsíðan sökkar, hópurinn ósamstæður og ósamstarfhæfur, aðeins ég og Krístin, blggvinur reyndum að krafsa í bakkann og skila einhverju frambærilegu, sem núna manni finnst í samanburði við aðrar vefsíður hreinasta hörmung. 'A morgun er svo komið að "judgement day" þar sem svokölluð opponent grúppa á að gagnrýna vefsíðu okkar á jákvæðan hátt og uppbyggilegan. Og hverju veldur að ég kvíði þeim degi á morgun? Jú einfaldlega að hópurinn vann ekki saman eins og einn maður og í lokin endaði það með því að ein úr hópnum breyttist í versta óargadýr og hefði í rauninni átt að vista hana í dýragarðinum, sem vefsíðan okkar átti að vera um. En umræddur aðili hafði allt á hornum sér og á endanum var þessi hópavinna unnin í þögn.
Nú er komið svo að ákveðið hefur verið að halda fund, enda er farið að gæta megnrar óánægju í bekknum með framlag nokkurra kínverja, sem því miður geta varla tjáð sig eða skrifað frambærilega ensku og sýna þar að auki náminu frekar takmarkaðan áhuga. Hér er ekki verið að alhæfa um alla kínverjana í bekknum, þeir eru nokkrir sem vinna sínu vinnu, en svo eru nokkrir sem varla mæta með svo mikið sem bók í tíma, aðallega símann til að stunda sms.
Það verður að segjast eins og er að bekkurinn er í lægð, og veitir ekki af að sortera hismið frá kjarnanum og halda áfram. En einhvern veginn virðast skólayfirvöld daufheyrast við þessu, enda hefur maður heyrt utan frá sér að þeir sem standa utan við EU séu að borga á bilinu 53.000 dkr til 100.000 fyrir að stunda nám í skólanum. Þar að auki nota margir skólann sem stökkpall, eftir að frá Kína er komið til að láta sig hverfa. Manni finnst þetta vera dæmið, það er að lafa í skólanum og láta sig svo hverfa. Því miður bitnar þetta á bekknum eins og er, og vonandi að menn taki til hendinni. enda komið svo að menn eru farnir að skiptast í tvo hópa, þeir sem vilja vinna án þess að hafa kínverja í hóp og hinir sem vilja eingöngu að kínverjar vinni saman.
Veit ekki hvað segja skal. 'Eg sjálfur er eins og er ekkert voða kátur þessa dagana og hef verið að flokka mínar hugsanir og gjörðir fyrir áframhaldið. Er eins og fyrr segir mjög svekktur yfir útkomunni og vinnubrögðunum sem viðhöfð voru og eins yfir samstöðuleysi hópsins.
Verð að segja eins og er að vikar-vinnan, eða starfsmannaleiguvinnan sem ég stunda þessa dagana hjá Arla, stærsta mjólkurframleiðanda Danaveldis, hefur verið þægileg afþreying og flótti frá þessum leiðindum, þar sem maður "slekkur á heilanum" hlustar á góða tónlist frá Radio Charlie og þénar 1500 íslenskar á tímann við að ýta2.5 kg af smjörstykki í bræðsluna. Við Kristinn, bloggvinur höfum verið að skutlast í þessa vinnu eftir skólann, og má segja eins og er að það er fengur að Kristni, enda með eindæmum uppátækjasamur náungi. Kristinn hefur verið að grínast með það að við höfum í hendi okkar alla smjörframleiðlsu bæði Englands og Saudi-Arabíu, og því eins gott ekki að klikka á vinnubrögðunum. Okkur hefur reiknast til að ef við náum að vinna 3 daga í viku í fjórar vikur þá geri mánuðurinn þetta 100.000 fyrir 8 stunda vinnudag. Ekki amalegt enda verður að segjast eins og er að það er til margt verra og illa launaðra heima á klakanum sem gefur ekki eins vel af sér eins og smjörvinnan.
Þannig að við segjum bara, áfram með smjörið.
Hilsen
Gilli
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.