22.10.2007 | 16:24
Hvar er Gilli?
Hilsen:
Ok, ég viðurkenni það hér og nú, ég er latur. Eða allavegana að undanförnu, enda síðasta færsla í byrjun þessa mánaðar. Veit ekki hverju veldur, tímaleysi eða áhugaleysi. Kannski sambland af hvoru tveggja. En allavegana þá reynir maður að krafla í bakkann og myndast við skriftir.
Og eins og maðurinn sagði, þá er ekkert í fréttum. Var að klára haustfrí frá skólanum, en oftast nær er gefið haustfrí í viku í októbermánuði. Vikan sú var tíðindalítil nema að því leyti að mér tókst að verða mér úti um sinuskeiðarbólgu, sem að sögn danska læknisins sem kíkti á úlnliðinn kvað upp salómon dóm sinn þess efnis að það væru oftast nær kvenfólk sem fengi sinuskeiðarbólgu. Veit einhver ástæðuna? Þessi sinuskeiðarbólga orsakaðist allavegana ekki af löngum setum við hannyrðir eða að sauma mínar eigin brækur. Nei orsök og afleiðing kemur af vinnu í þvottahúsinu sem ég vann í sumar. Þar var ég í því að tæma níðþunga poka fulla af handklæðum og rúmfötum og í lok fyrsta dags fann ég fyrir verulegum verk í hægri úlnlið. Verkurinn ágerðist síðan enn meir á þriðjudegi og var orðinn verstur á miðvikudegi, en þá ákvað verkstjórinn að senda mig heim enda farinn að vinna aðeins með vinstri handlegg.
Þannig að ég hef lítið gert annað síðan en notast við vinstri handlegg til að læra og borða, enda sá hægri ómögulegur fram að helgi.
Var að skoða frétt á vísir.is þar sem segir frá einhverri tískulöggu (tuskulöggu) sem kom í heimsókn til 'Islands til að mynda götutískuna á meðan Icelandic Airwaves stóðu yfir. Verð að segja eins og er að ég hélt að ég væri að skoða myndir frá viktoríutímabilinu þegar ég sá klæðnaðinn á liðinu, þetta var svona sambland af 80´s tísku og viktoríutímabili. Kíkið á þetta, facehunter.blogspot.com
Mjög áhugavert, enda finnst mér fyndið þegar menn voru að hneykslast á tísku Bjarkar hérna fyrr um árið, nú er þetta orðið í tísku að skera sig úr hvað varðar klæðnað og hárgreiðslu.
Verð að segja eins og er að daninn hérna er að vísu ekki eins hátískuvæddur eins og íslendingurinn, hérna er þetta meira um cool útlit hjá strákunum, og stelpurnar meira uppáklæddar í þröngum buxum og háhælum og stígvélum.
Nú, svo var ég bætast í heim hinna fullorðnu á Facebook. com sem er svona Myspace fullorðna fólksins. Er með tengil á bloggið mitt þar.
Jæja, kveðja í bili, sá hægri er enn hálf aumur.
Gilli
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.