Leita í fréttum mbl.is

Þögnin langa/The long silence

Hilsen:

 

Eru ekki allir mínir 4000 lesendur farnir eitthvað annað? Skil það vel. Þetta er eins og að bíða eftir sendibréfi frá einhverjum sem manni þykir vænt um en aldrei kemur.

Jæja, en allavegana þá er maður orðinn ritfær aftur, enda hefur september mánuður verið ansi þungur mánuður, hvað varðar skóla, vinnu og svo hliðarjobbið, þ.e klippivinnan á umræddri revíu. Upp hafa komið tæknileg vandamál sem ég og Valon höfum leyst jafnharðan og nú erum við loksins að sjá fram á það að geta klárað revíuna, enda "frumsýning" í lok október.

Nú en ef maður hleypur yfir það helsta í september mánuði þá hefur hann einkennst af að virkja aftur skólaáhugann eftir mjög góða heimsókn heim til 'Islands. Svo hef ég verið að vinna sem svokallaður viakr, eða afleysingastörf  þegar vantar menn í vinnu, og þá helst hjá Legó í Billund. Nú inn á milli hef ég verið að sinna nýjasta sambýlingi mínum, sem var heimilislaus og hálf umkomlaus. Tók greyið inn till mín og í dag ætti ég erfitt með að sjá á eftir þessum sambýlingi mínum. Umræddur sambýlingur er lítill kettlingur sem álpaðist eitt kvöld inn í skólastofum og vældi ámátlega. 'Eg ákvað að taka köttinn að mér svona fyrst um sinn enda kötturinn hálf hræddur og umkomulaus og svangur.

Þarsem ég hef nú aldrei verið mikill kattarvinur þá var þetta algjör umpólun á þeirri stefnu. Enda hefur Njála, kötturinn gersamlega eignast hug minn og hjarta. Hún veit af því og nýtir sér það blessunin, með væli þegar eitthvað er að, og svo þegar hún notar ennið mitt á næturnar sem framlengingu á stökkpalli upp á ísskáp eða eitthvað álíka. Inn á milli er þetta rólegur köttur, með smá gelgjuærsl þegar sá gállinn er á henni.

Þar að auki er svo heimilislegt að koma heim í herbergið sitt og hún tekur á móti manni með smá væl og nuddi. Gæti ekki verið betra. Hún mætti að vísu vera ekki eins forvitin, með nefið og klær allsstaðar að fikta eitthvað.

Nú svo hefur bæst viðbót í græjudeildina, fjárfesti loks í Apple G4, með öllum klippiforritum og meira í vélinni. Var búinn að vera að sigta út tölvuna í allt sumar hjá Lasse í Familikanalen og um tíma stóð til að selja hana ekki en svo varð breyting á því og þegar ég var með seðlana klára þá var tölvan mín.

Þar að auki hef ég verið að gera herbergið aðeins huggulegra með nýjum sófa, þægilegum stól sem ég rakst á í Genbrug, eða Sorpu, og svo svona smávöru eins og lampa og slíkt. Þannig að núna lætur maðu líða úr sér þreytuna eftir langa vikutörn með Slottarann í hendi og laptopinn i kjöltunni.

Jæja, kominn tími á sturtu og morgunmat. Samkvæmt íslenskri venju, þá er hið besta veður úti, í gær rigndi eins og hellt úr fötum, en dagurinn í dag lofar góðu.

Hilsen

Gilli

 

Hi from Gilly:

To those who have missed reading my nothing to special to read blog, I am back again, like a famous movie star said. Finally I have managed to sit down and write on my blogsite. Kinda funny , because the other day we were in class and our teacher was encouraging us to put up a blogsite and write about our daily life, and put in pictures and so on, to let the world know of our existence.

Well I am still existing, and to tell you the truth, this september month has been really busy, with school work, and ongoing editing process with the comedy act. Also I have taken in a little homeless kitten that  happened to slip into one of our classes in the evening. Poor little thing was cold, hungry and feeling miserable. So I decided to take him back home and since then he has been living with me, and every time I come home after a long day he greates me with a nice miawh, and rubs against me and goes kinda ballistic around me, running around in circles, and wants me to pat him. Its a good feeling to have him around. Of course he is dying of curiosity, trying to touch everything and use his claws on my keyboard or me. In between he is just lying around and dozing off, tired after a days work of exercise and motion, in running and jumping.

Also I have finally managed to buymy dream machine, a Macintosh G4 to use at school and also at home in editing and so on. It came with all the editing programs I needed and much more.

So now school and work have taken my time, I have been working on and off as a vikar, a temporary employeer and so far the salary has been good.

So I am pleased as it is, life has gotten back in the groove again and I am looking forward to a nice and pleasant school year with a good class moral.

Until later

Bye

Gilly 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband