Leita í fréttum mbl.is

Lifandi bíó/The real thing

Hilsen:

Langar til að setja inn smá leiðréttingu varðandi bloggið mitt um andlát Einars Odds Kristjánssonar. Að sjálfsögðu átti að standa við fráfall Einars, en ekki falls. Vonandi leiðréttist það hér með.

Nú, en ég get ekki setið á mér að skrifa stuttan pistil um útíbíóið sem ég skellti mér á í kvöld í boði Zulu.dk eða TV2.dk en Zulu er einn angi af sjónvarpinu TV2. Um þessar mundir fara þeir í helstu borgir Danmerkur og bjóða uppá kvikmyndir, af betri sortinni. Kvikmyndin sem boðin var uppá í kvöld var The Last King of Scotland, eða um sjálfan Idi Amin, einn af frægari einræðisherrum Afríku, sem át andstæðinga sína ef þeir voru með einhvern kjaft, en svo segja munnmælasögur. En burtséð frá þessu þá var nú lítið um mannaát í þessarri mynd, frekar meira um öldrykkju og poppkornsát hjá áhorfendum.

Kvöldið byrjaði vel, að staðartíma 22:15, risaskjár á miðju torgi í miðbæ Esbjerg. Þegar nokkur fjöldi samankominn með klappstóla og einnn mætti með leðursófa. Myndin hófst í góðviðri, þægilegur hiti enn við lýði frá deginum í dag, en eini gallinn var sá að mýflugurnar voru líka mættar, sem boðflennur og annar hver maður að slá sjálfan sig í framan eða á hálsinn.

Nú fram að hléi var myndin áhugaverð, en eftir hlé þá  skárust veðurguðirnir heldur betur með í leikinn og um tíma var himinn eins og  allir paparazzi heims hefðu dáið og farið til himna og tekið hina hinstu mynd, eldingarglærurnar og þrumurnar voru þvílíkar  að það nötraði. 'I raun má segja að um hafi verið að ræða surroundkerfi sem ekstra bónus við myndina, því að um tíma var seinni kaflinn ansi átakamikill, þar sem í myndinni var einmitt gerð árás á Idi Amin með tilheyrandi vopnaskaki og hávaða. En svo tók steininn úr þegar fötur á stærð við steypusíló tæmdu úr skjóðum sínum og allt torgið varð að hálfgerðu Hróarskelduvaði, þá fyrst tóku menn til fótanna og flúðu í skjól undir skyggnum eða á næsta bar og pöntuðu einn hávaxinn bjór . Þannig að þá má segja að þetta hafi verið sannkallað lifandi bíó með tilheyrandi þátttöku áhorfenda sem og veðurguðanna.

Og ekki tók betra við þegar myndinni lauk, þá þurfti undirritaður að hjóla heim í þvílíkri úrkomu að hálfa hefði verið nóg. Það var ekki þurr spjör á mér þegar heim var komið. En tilkomumikið var að fylgjast með eldglæringunum á leiðinni heim. það er sko ekta sjóv og í fullkomnu surround.

'A morgun stendur til að sýna Borat. Það er spáð rigningu. 

Hilsen.

 

Hi from Gilly:

Tonite I got an  exclusive opportunity to go downtown to watch outdoors the movie The Last King of Sctoland, which  is based on the life of the tyrant Idi Amin in Uganda. This is a cooperation of TV2 here in Denmark which travels to the major cities to show films, recent to those interested. Frre of charge, only cost is beer and popcorn sold at nearby vendors.

The beginning of the movie started well, the evening was fairly warm, and a couple of mosquitos also joined in for a "bite" while moviegoers were watching the movie.

After the break, the weather suddenly changed from warm to thunder and lightning and in a way gave the movie an extra quality, with the thunder roaring above, and blue streaks of lightning lighting up the sky. Those who endured the 500 drops or more, gave finally up when all hell broke lose and the sky turned into a waterfall. The people started to collect their things together and run to the next cover or next bar and sit under a paraply to watch the last part of the movie.

I must admit that this was a funny twist to seeing a movie outside and actually my first time. But also when I was biking home this funny twist wasnt funny anymore when i came home soaked, not a dry drop in my clothes. But seeing and hearing the thunder roar above me and the blue streaks lighting up the night as day was fantastic. Try it, it beats surround out.

Tomorrow they are showing Borat. It is supposed to rain. Think I will pass.

 

Bye

Gilly 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband