14.7.2007 | 15:08
Ertu kolefnisjafnaður?
Hilsen:
Jæja, þetta er nú meira letilífið á manni þessa dagana. Er eiginlega að jafna mig eftir veikindakast í síðustu viku sem hélt mér heima í hartnær 5 daga. Fékk einhverskonar afbrigði af mýrarköldu, með hitavellu, verkjum og almennri ógleði. Fyrir utan það var ég viðþolslaus í vinstra auganu, en það er náttúrulega tilkomið af of mikilli tölvusetu fyrir framan skjáinn. En ég er orðinn frískur á ný o ghef setið heima við hönnun og sitthvað fleira. Er að undirbúa "innrás" mína á ljósmyndamarkaðinn á netinu, rakst um áhugaverða síðu sem heitir www.photolia.co.uk
Þar geta menn sett inn ljósmyndir sínar og selt þær, engar skuldbindingar, og ekkert vesen eins og á öðrum síðum. Hef reyndar haft myndir á flickr com og eyefetch. com, en lítið skilað sér þaðan, en ég hef kannski ekki verið sá aktívasti. Nú og fyrir þá sem dreyma um að gefa út bók án þess að væla utan í einhverjum útgefendum heima þá eru margar forvitnilegar síður þar sem menn geta gefið út bækur með litlum tilkostnaði. Þær helstar sem ég hef kíkt á eru þessar tvær og reyndar mæli ég með www.lulu.com. En hér eru síðurnar: www.forlag1.dk og svo www.lulu.com
Hugmyndafræðin á bakvið þessar síður eru þær að þú hefur tök á að gefa út bækur og viðkomandi síður hjálpa til við útgáfuna með nútíma tækni sem breytt hefur öllu hvað varðar útgáfu á eigin efni. Þær byggja einnig á þeirri hugmyndafræði að þú standir sjálfur að baki sölunni á bókinni, en auðvitað geta þær aðstoðað gegn greiðslu. En kostnaðurinn er ekki verulegur, ef ég tek sem dæmi um dæmi þar sem ég var að velta fyrir með að gefa út bók með 50 síðum, dreifa henni í 500 eintökum, og heildarkostnaður var 650 dollarar með öllu kostnaði við prentun á bókinni með forsíðu í lit að mig minnir.
Ef manni slá inn leitarorð tengt þessu á google.com þá spretta upp mörg svona forlög, fyrir fólk eins og mig sem ganga með rithöfundinn og ljósmyndarann í maganum og vilja koma þessu frá sér í staðinn fyrir að safna ryki í hillum og möppum. Þannig að möguleikarnir eru fyrir hendi, allt annað nú en þegar ég sendi handrit að ferðasögu minni frá 1998 til Mið-Ameríku til allra þekktustu útgefendur landsins þá og oftast nær var niðurstaðan sú að þetta hentaði ekki útgefendum þá þar sem markaðurinn var ekki fyrir hendi þá.
En í dag, þá horfir allt öðru vísi við. ekki satt'
En segið mér eitt, eru allir að verða vitlausir þarna heima með nýjasta tískuheitið, kolefnisjafnaður? Hver fann upp á þessu? Las um daginn að sláttuvélar eru meiri mengunarvaldur en bílar? Og hvað með beljurnar sem freta útí andrúmsloftið nokkrum mengunarfretum? Og segið mér eitt, er það að friða samviskuna að kaupa svokallaðan "grænan" bíl, sem þrátt fyrir allt mengar? Og hvað með allar flugferðirnar, mengunin hverfur ekki þó menn greiði fyrir kolefnisjafnað fluggjald? Nógu var dýrt að fljúga innanlands að menn bæti ekki þessum lið við í fluggjaldið? Ef menn vilja gera einhverja alvöru úr þessu þá felst vandinn í því að kaupa frekar bíla eins og rafbíla eða vetnsibíla? Eða sleppa því og fjárfesta í hjóli, það er ekki mikil mengun af þeim. Er að sjá það betur og betur hérna hvílíkur luxus það er að hjóla allar sínar ferðir á sérmerktum hjólreiðabrautum, þar sem ökumenn virða rétt hjólreiðamannsins og hvar sem maður kemur í fyrirtæki eða í miðbæinn er gert ráð fyrir hjólreiðastæðum. Þessa menningu vantar enn heima, sorglegt að segja frá, í staðinn eru menn að friða sig með einhverri tískubólu sem senn hverfur af vörum manna eins og 'Island fíkniefnalaust árið 2000. Hvernig er staðan í dag?
Og svona í lokin? Ef Amazon frumskógurinn, og þá á ég ekki við amazon.com bókabúðina, hverfur að fullu þá geta menn heldur betur farið að naga sig í handarbökin yfir þeirri eyðingu sem á sér þar stað núna, þar sem menn ryðja heilum skóg í burtu á næstu tveimur áratugum, til þess eins að stunda sojabaunarækt og brenna niður heilan skóg til þess eins að ryðja fyrir meira landrými? Hvar verðum við stödd þá? Sjónaukanum er því miður settur á rangt auga eins og alltaf. Auðvitað gott að við förum fram með góðu fordæmi, en það þarf að fylgja hugur með því, ekki einhverja syndaaflausn með því að borga hærra verð fyrir samgöngur, en mengunin heldur áfram þrátt fyrir það.
Kv
Gilli
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.