Leita í fréttum mbl.is

Sælir eru frjálsir.

Hilsen:

Jæja þetta er óvenjulegt, blogg með varla sólarhrings mun á milli. En mér hefur verið hugsað til ástandsins, eða réttara sagt karpsins heima um að selja bjór og vín í matvöruverslunum heima. Endalaust karpað fram og tilbaka um skaðsemina og gróðahyggju kaupmanna. Ekki virðist reynt að hugsa um hvort að núverandi fyrirkomulag sé ekki löngu orðið úrelt.  Jafnvel ekki reynt að aðlaga sig að breyttum hugsunarhætti og líta til nútíðarinnar. Allavegana veit ég það að þeir sem ég hef rætt þessi mál við hérna, finnst þetta jaðra við steinaldarhugsunarhátt.

'Aður en ég flutti út hingað til Danmerkur þá hafði ég lítið leitt hugann að þessu og fundist þetta eins og margt annað karp heima bera vitni af algjöru sjálfsforræði útvaldra stjórnsýslumanna og annarra til að stjórna hugsunum okkar og löngunum eftir þeirra hag. Eftir að út var komið og nú eftir 11 mánaða veru, þá gæti  ég ekki hugsað mér þægilegra fyrirkomulag en það að geta skotist annaðhvort í Nettó eftir Harboe eða Carlsberg bjór allt eftir efnum og afkomu. Nú ef svo ólíklega vildi til að ég næði ekki í tíma í Nettó, þá er hægt að bregða sér á næstu bensínstöð og ná sér í kippu þar. Hér eru menn ekki að hamast við að ná í Ríkið fyrir klukkan sex, nei menn taka þetta í leiðinni þegar þeir versla í Nettó, Fötex, Brugsen eða Bilka, þar sem sérstakir vínfræðingar eru tilbúnir til að miðla af fróðleik sínum um gæði og verð vínsins.

Jafnvel í miðbænum eru rauðvínsstofur þar sem hægt er að setjast inn og fá sér eitt eða tvö rauðvínsglös áður en lagt er af stað heim. Jafnvel slátraraverslanir selja rauðvín með steikinni.

Man einhver eftir fárinu varðandi bjórinn? Allajafna var talað um Danmörk sem syndaríkið og bent á að þannig myndi fara fyrir okkur íslendingum ef bjórinn yrði leyfður. Hvar eru þær raddir í dag?

Nei, það er eitt sem víst er, okkur ferst að tala um moldbúahátt þegar við stundum hann af enn meiri innlifun en aðrar þjóðir sem komnar eru lengra áfram á þróunarskeiðinu.

Mín meining er sú, hættum þessu karpi og reynum að gera þetta skynsamlega og hættum að vera með þessi boð og bönn. Vandinn er heimatilbúinn og ættu þeir sem gjálfra mest að líta í eigin barm.

Ekki satt?

Hilsen

Gilli 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband