4.8.2006 | 15:50
'A móti straumnum-heim frá Færeyjum.
Jæja, eins og glöggir lesendur sjá þá er þetta blogg skrifað með íslenskum stöfum, sem gefur til kynna að höfundur er kominn heim á heimaslóðir. Eftir 14 tíma siglingu með Norrænu í gær, sem var troðfull af eftirvæntingarfullum Frökkum, og inn á milli allstórum hópi af 'Islendingum með innkaupapapoka, samkvæmt venju landans, var tekin höfn á Seyðisfirði, eftir átakalausa siglingu. Við tók hin klassíska bið, að bíða eftir því að komast niður á bíladekk, bíða eftir því að keyra útúr skipinu, bíða eftir að vera helypt út af hafnarsvæðinu, og til allrar óhamingju og furðu að vera svo tekinn í tekk af lögreglu og tollgæslu, þar sem fíkniefnahundur þefaði af ryðguðu Toyotunni og lögreglumenn þrýstu á poka og pinkla, vinsamlegir og með góða skapið í lagi, þrátt fyrir mikið álag og fjölda bíla sem biðu eftir því að vera teknir í gegn. En okkur var hleypt i gegn, svefndrukkin, sólbrennd, og frekar þreytt eftir siglinguna. Við köstuðum kveðju á Seyðisfjörð, það litla sem við sáum af honum og héldum áleiðis til Egilsstaða, sem þangað komið var að drukkna undan ferðamönnum, ´húsbílum, tjaldvögnum og allskyns tungumálahrogni, í bönkum og fleiri þjónustufyrirtækjum. Alger bongóblíða var á Egilsstöðum og eftir að hafa fengið sér næringu, sem var ískalt Pepsi Max með rétta bragðinu, ólíkt því sem við höfðum drukkið í Færeyjum, þá lögðum við af stað áleiðis til Reykjavíkur, enda beið okkar beggja atvinna framundan. Til að gera langa sögu stutta, þá tók keyrslan til Reykjavíkur stytttri tíma, en þegar við lögðum af stað áleiðis til Færeyja fyrir hálfum mánuði síðan. Enda hugsuðum við undir áhrifum Pepsi, been there, done it, seen it, þannig að við komum í regnblauta Reykjavík kringum kvöldmatarleytið, eftir að hafa haft þjóðveg 1 í suðurátt alveg út af fyrir okkur, möglunarlaust, enda landinn á austurleið þar sem sólin skein, samkvæmt kenningunni, ég fer í fríið, þar sem sólin er. Skrýtin tilfinning að vera á leið heim úr fríi þegar meirihluti landsmanna er á leið í fríið. Svona er lífið í dag. Meira seinna.
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.