Leita í fréttum mbl.is

Daglegt líf

Hilsen:

Jæja þá er lífið í Danmörku komið í fastan farveg. Vaknað klukkan 7 á morgnana, vegna þess að sólin skín í augun á mér. Sest við skýrslugerð, tékkað á emailinu til að athuga hvort einhver saknar manns, og síðan fram í morgunmat, oftast nær einn, enda fer fólki fækkandi hérna á heimavistinni. Maður veit alltaf þegar einhver er að fara, því að þegar maður kíkir út um gluggann sinn þá standa örfáir einstakling úti og mynda hring um þann sem er að fara. Viðkomandi fer hringinn og faðmar menn og svo er sest upp í bíl og ekið af stað. Þannig hefur þetta verið að undanförnu og ekki laust við að heimavistin sé farin að fá á sig stimpil sem draugahús, enda hljóðlegt og lítið um læti. Svona verður þetta fram í lok ágúst eða allavegana um miðjan ágúst þegar ný andlit fara að birtast á göngunum. Maður fær þá ósjálfrátt á tilfininguna að maður sé orðinn ansi heimavanur og búinn að vera lengi hér. En nú fer senn að líða að því að ég fagna ári í Danmörku.

Og hvernig er tilfinningin að vera hér? Hún er ennþá góð og á hverjum degi fagna ég því að vera hérna. Lífið er svo allt öðruvísi hérna, maður hjólar í vinnuna, þar hittir maður fyrir afslappaðar efnalaugsdömur frá 'Irak, danskar skólastelpur, og svo hressar kellingar á miðjum aldri sem eru til í smá grín á meðan maður svitnar við vinnuna. Og svo er pása og ef veðrið er gott þá er sest út og reynt að ná tveimur sígarrettum á 9 mínútum eða jafnlengi og pásan er. Og svo hringir bjallan og þá er staðið upp skjótt og byrjað að vinna.

Svona gengur dagurinn fyrir sig að öllu jöfnu. Síðan er það hitt lífið, það er klippivinnan hjá Lasse, sem er oftast á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum, en FamilieKanalen er sent út á fimmtudögum. Þannig að klippivinnan á sér stað á þessum dögum til að standa klárir fyrir fimmtudaginn. Fram að þessu hef ég vaknað sem fyrr segir snemma, og eftir skýrsluvinnuna farið til Lasse fram að hádegi og svo hoppað upp á hjólið og hjólað þessa 3 km leið til vinnu.

Um daginn var sprungið dekk á hjólinu og ég var kominn miðja leið í áttina að vinnunni. Hringdi í Kirsten og sagði henni eins og var, ekekrt mál sagði hún, þú kemur þegar þú ert kominn. Ekki orð um það meir. Og svo að lokinni vinnu þurfti ég að labba heim þessa þrjá kílómetra, og það í bongóblíðu, hitinn þetta 22 stiga hiti klukkan 6 að kveldi. Enda þegar ég kom heim þá fór ég bara í góða sturtu og lagðist upp í rúm, enda búinn á því eftir þann dag.

Gerði svo við sprungna dekkið daginn eftir og hjólaði glaður í vinnuna þann daginn.

Og svona í lokin, enda málið mér skylt. Sá að 'Islandspóstur var eitthvað að gera einni kellu lífið leitt í Grafarvoginum, vegna þess að bréfalúgan hennar var 30cm fyrir neðan áætlaða hæð á bréfalúgu. Er þetta einhver ný löggjöf frá Brussel eða hvað? Hvað með allar hinar bréfalúgurnar í Þingholtinu sem er nánast á jarðhæð, maður verður fljótt kominn í göngugrind við að beygja sig niður þar með gluggapóst. Hérna eru póstsins menn í Danmörku á reiðhjólum, sérútbúnum reiðhjólum, með  grind fyrir framan þar sem á hvíla tveir stórir brúnir pokar, og að sama skapi að aftan, þar er grind með póstpokum. 'Eg hef veitt því athygli að póstsins menn hér í Danmörku eru ekkert að burðast með einhverjar útúrtroðnar töskur með gluggapósti og ruslapósti sem gæti farið tvöfaldan hring kringum jörðina, nei þeir eru með póstinn sorteraðan og síðan er hann settur í póstkassana í viðkomandi blokkum og íbúðum. Þrátt fyrir slæmt orð á sér þá er greinilegt að Post Denmark hugsar vel um starfsmenn sína að þessu leyti. Einn skólabróðir minn fékk vinnu við þetta og er nokkuð sáttur.

Hvað varðar blaðburð, þá er það svo annað mál enda margir sem stunduðu blaðburð á heimavistinni hér í vor. Þar á meðal Janko og Marina, sem stunduðu blaðburðinn og voru oft hálf svefnlaus eftir  burðinn. Enda sögðu þau að stundum voru þau alveg að gefast upp að beygja sig alla leið niður á gangstétt við að troða útúrþykku JP og Politiken í gegnum bréfalúgur sem voru svo þröngar að mús hefði varla sloppið þar í gegn. Það er svo annað mál.

Jæja, best að koma sér í háttinn.

Hilsen. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband