Leita í fréttum mbl.is

Kuldahrollur/Shiver

Hilsen:

Skrifaði ég ekki einhversstaðar að mér væri öllum lokið? Það bættist við, því eftir mína frægu sólbaðsferð á sunnudaginn, þá hefur smá hrollur gert vart um sig, og magnast meir og meir. Ekki batnaði það þegar hitastigið lækkaði frá 30 niður í 18 gráður með smá vindi. 'I gær var ég að vinna í svitasjoppunni og þegar heim var komið var ég kominn með ískyggilegan kuldahroll. Jafnvel þó ég stæði yfir pottunum í gær í eldhúsinu og gufan frá matunu vermdi mig, þá var mér samt kalt. 'I morgun þegar ég vaknaði þá var mér ískalt og hringdi því og  afboðaði mætingu í vinnu og klippivinnu hjá Lasse.  Hef legið heima fyrir, er aðeins skárri núna, en samt hrollur að læðast um líkamann.

Og hvað getur þetta svo verið? Nú er ég ekki læknisfræðilega menntaður, en það er grunur minn að ég hafi fengið snert af einhverri hitaflensu þegar hitastigið lækkar svona skyndilega, enda ekki ósvipað þegar íslendingar hafa farið til Majorku, fljúga svo heim á stuttbuxum og lenda í 10 gráðu hita heima fyrir og leggjast í rúmið í nokkrar vikur. Eflaust svipað hjá mér, nema að á morgun stend ég upp aftur og fer í vinnu og að klippa hjá Lasse. Nenni ekki að hanga heima.

Fyndnast af öllu er að mér barst sending í pósti, frá Amazon.com, bækur sem ég pantaði í apríl, og áttu að vera komnar þann 9 maí síðastliðinn. Ekki skiluðu bækurnar sér á réttum tíma, og var það leitt því að þessar bækur ætlaði ég að nota í prófverkefninu mínu. Eftir nokkur reiðileg bréfaskipti frá mér til Amazon com. kom í ljós að bækurnar höfðu týnst í pósti. Amazon má þó eiga það að svarþjónustan var mjög skilvikr og hröð, og í lokin buðust þeir til að senda bækurnar til mín fyrir þann 25 júni n.k og þær komu í pósti í dag. Gott, þó seint sé. Fyndið líka, þar sem verkefni vina minna,  Janko  og Marinu fjallaði einmitt um amazon. com þar sem ég lagði hönd á plóginn með þeim. Annars hefur komið í ljós að nágranni minn, Thomas frá Frakklandi pantaði nýjan harðdisk frá Frakklandi og lá harðdiskurinn hjá póstinum í Danmörku í tvær vikur, eða þangað til Thomas fór að kíkja eftir sendingunni. Pósturinn hefur frekar slæmt orð á sér hérna, þjónustan er frekar afleit þannig að það kemur ekki á óvart. Þannig að ég er ekki hissa að bækurnar mínar týndust í pósti. Amazon com brást rétt við sendi mér nýjar bækur, fríar, og það eina sem ég þurfti að borga voru tollar af bókunum. Ef allt hefði verið með felldu hefði ég þurft að borga í kringum 400 danskar fyrir báðar bækurnar plús toll. Lán í óláni.

Jæja, mér er orðið hrollkalt. Meira seinna

Hilsen

Hi from Gilly:

I am shivering here. My legs are better, but now I have a shiver running down my spine. It has been like this for the past days, but yesterday it reached its climax. and when I cam home from work last night I felt really cold, and even though I made some food and the steam heated me, afterwards I was just shivering with cold.

My guess is that, not a doctor´s estimate, that i have probably gotten some climate cold, after the degree went from 30 degress down to 18 degrees in one day. So now I am lying under the sheets, shivering, with a headache and just resting. Hope it will pass away quick.

Today I got by post books that I had ordered from amazon.com in april. The books were supposed to arrive the 9th of may, but never showed up. So after a couple of emails to amazon com, with a angry tone, they decided to refund the books and send a new shipment to me, which arrived today. Instead of paying 400 dkr I paid only 169 dkr for customs. This is not the first time this happens, and it is related to that Post Denmark has a bad reputation for losing shipments, and lying around with parcels for a couple of weeks without notice. My neighbour, Thomas from France experienced this exactly, when a harddisk that he ordered was lying around in the shelves of Post Denmark for nearly 2 weeks without being delivered to him. Why this is so I cant explain, but the saying is that manpower at Post Denmark is constantly shifting because of bad salary and also bad management. We the consumer have to suffer while that is ongoing.

Well I better get back to bed, a shiver is looming in my spine. More later.

Bye

Gilly

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Egill Egilsson
Egill Egilsson
Gamall ritjálkur sem hefur unun af því að rýna í mannlíf og umhverfi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband