14.4.2007 | 19:52
Uppljóstrun/Exposure
Hilsen.
Jamm, maður er sko rauðari en karfi eftir daginn í dag. Hér hafa nágrannar og nábýlingar legið eins og hráviði um allar grundir, í sólbaði, enda hitinn með eindæmum í dag. í kringum 20 stig og lítill vindur. Sat úti í klukkutíma og las í bók, að sjálfsögðu tengt námsefninu. Fór svo inn og kláraði loks vefsíðuverkefnið mitt. Nú get ég loks gefið upp slóðina að síðunni sem ég ákvað að endurhanna, þetta er upprunalega síðan. Þetta hlýtur að vera versta síða sem gerð hefur veriið á vefnum, en dæmið sjálf, www.paper-dolls.webbyen.dk
En hvernig stendur á því að ég valdi þessa síðu en ekki einhverja aðra? Jú það vildi nefnilega þannig til að ég var að klippa viðtal við formanninn, sem stendur að baka þessum félagsskap, en þetta er félagsskapur kvenna á miðjum aldri sem enn langar til að fara í dúkkulísuleik. Fór reyndar þann 1.april á opið hús hjá þeim til að taka myndir til að nota á vefsíðunni minni. Gef ykkur slóðina að henni þegar hún verður sett upp á skólavefnum. En þið getið dundað ykkur við að skoða þessa síðu. En allavegana þegar ég er að klippa viðtalið við hana þá minnist hún á þessa vefsíðu sem hún gerði sjálf, og þarsem þetta verkefni var framundan þá skellti ég mér í það að gera þessa vefsíðu upp á nýtt, og tel að mér hafi tekist bærilega til. En ég er allavegana kominn með fj... góða reynslu eftir að hafa eytt mörgum klukkustundum við tölvuna að gera þessa síðu.
Nú en svona til að uppljóstra meira, þá hef ég verið ráðinn til að sjá um upptökur á danskri revíu sem sett verður upp í ágúst. Tökur hefjast í lok apríl og standa fram í miðjan maí. Revían sjálf er uppbygð á leiknum atriðum og videóatriðum inn á milli. Mitt verk verður að því er mér skilst að sjá um upptökur og klippingu á efninu. Fékk símtal þess efnis í vikunni að ég hefði verið valinn framyfir tvo aðra sem voru á listanum. Það sem skipti sköpum var lofsverð ummæli Lasse um hæfni mína til að standa að baki slíkri framkvæmd. Mikið á mann lagt, en samt góð reynsla á stuttum tíma sem ég hef öðlast hjá Lasse. Enda frábær kennari ef svo má að orði komast.
Hvað varðar laun, þá fæ ég allar ferðir og uppihald greitt, en vinnan fer fram í bæ sem heitir Brörup og í 45 kílómetra fjarlægð frá Esbjerg, og síðan ef maður leggur til efni sjálfur þá er greitt fyrir það. Þannig að maður getur ekki annað en verið ánægður með þróun mála. Venjulega vinnan í sumar verður svo vinnan í tölvuverinu þegar skóla lýkur.
En jamm, það er ekki meira í bili. 'I kvöld verður haldið Woodstock partý í kjallaranum góða. Er frekar lúinn eftir setuna við skjáinn, þannig að maður kíkir kannski á eina ræmu og skellir svo sér niður.
Hilsen
Hi from Gilly:
Today, was a very hot and nice day. While I was sitting inside, finishing my webdesign, my neighbours were lying outside in the sun, getting tanned and ready for tonights activity in the cellar. I finally managed to finish my webdesign, which has taken about six weeks, since it started. I found this really crappy website, www.paper-dolls.webbyen.dk
This has to be the worst website ever designed on the web. I found about this website when I was editing down in FamilieKanalen one day. I looked at it and decided to try my hand at it. I am very pleased with my design, and hopefully you will get a chance to see it when it will be put on the schools area.
I have been hired this summer to film and edit a danish comedy that will be shown in august. the filming will start by the end of this month, and will stand until the midst of may. I am looking forward to this assignment. All my expenses will be paid, because this comedy is shown in another town called Brörup, outside of Esbjerg. Alongside this job I will be working in the it-center at school this summer. So I ma very pleased and looking forward to the summer.
Well I am kinda tired after today, I sat in the sun, and then went inside. Tomorrow I am going to the beach and just gonna soak up the sun.
Bye
Gilly
Eldri færslur
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.